Morgunblaðið - 10.11.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
21
Óskar Þór Karlsson
„Hér skal fullyrt að sú
hraða þróun sem orðið
hefur með fjölgun þess-
ara skipa er nú þegar
komin langt yfir skyn-
samleg mörk. Fái hún
að halda áfram mun
hún valda miklum og
langvarandi skaða á
atvinnulífi í landi og
einnig hafa skaðvænleg
áhrif á þróun íslensks
sjávarútvegs.“
eru eðlileg viðbrögð í ranglátu kerfi.
En með þessu eru margar flugur
slegnar í einu höggi. Með þessum
hætti hafa kvótahafar meira fijáls-
ræði í því að kaupa upp veiðiheim-
ildir án þess að þurfa að hafa
áhyggjur af því að kaupa meira en
þeirra eigin skip geta veitt. Það sem
umfram er má alltaf nýta til þess
að fá físk á hagstæðu verði með
fyrrgreindri aðferð. í leiðinni eru
viðskipti tekin frá fiskmörkuðum
og þeim sem reka vinnslu án út-
gerðar, en byggja hráefnisöflun
sína á viðskiptum við fiskmarkaði.
Hér skiptir frammistaða I rekstri
ekki mestu máli, heldur það hveij-
um löggjafínn hefur skapað forrétt-
indaaðstöðu.
Tilverugrundvöllur sjávarbyggð-
anna við ströndina umhverfis landið
og lífsafkoma fólksins sem þar býr
byggist á nýtingu fiskimiðanna úti
fyrir ströndinni. Fiskveiðar og
vinnsla hafa byggst á starfi þessa
fólks sem hefur aflað sér verkþekk-
ingar og þjálfunar til þess að vinna
úr aflanum verðmæta vöru. Núver-
andi stjórnkerfi fiskveiða tekur ekk-
ert tillit til hagsmuna byggðarlag-
anna né fólksins sem þar býr.
Fijálst framsal veiðiheimilda ógnar
nú tilveru margra byggða. Vaxandi
hluti aflans flyst til vinnslu úti á
sjó sem leiðir til vaxandi atvinnu-
leysis í landi. Á tímum aflasam-
dráttar er það þróun sem síst mátti
verða. Þessi þróun er því afleiðing
af leikreglum kvótakerfisins ásamt
rangri efnahagsstjórn sem neytt
hefur frumskógarlögmálin í gang.
Fyrrnefnd þróun er skýrt dæmi
um það að þjóðarhagsmunir og
þröng arðsemisjónarmið útgerðar
fara alls ekki alltaf saman. Frysti-
skip eiga fullan rétt á sér ef þau
eru lítill hluti af flotanum. Þau geta
t.d. nýtt nýja möguleika sem felast
í veiðum á djúpslóð og þannig
stækkað auðlindina.
Hér skal fullyrt að sú hraða þró-
un sem orðið hefur með fjölgun
þessara skipa er nú þegar komin
langt yfir skynsamleg mörk. Fái
hún að halda áfram mun hún valda
miklum og langvarandi skaða á
atvinnulífi í landi og einnig hafa
skaðvænleg áhrif á þróun íslensks
sjávarútvegs. Hér skulu nefnd
nokkur atriði um neikvæð áhrif
þessarar þróunar:
•Vannýtt eða verkefnalaus fisk-
vinnsluhús í landi.
• Atvinnuleysi fiskvinnslufólks og
neikvæð margfeldisáhrif á aðra
þætti atvinnulífs.
•Tekjutap sveitarfélaga.
• Ómælanlegur fórnarkostnaður
vegna félagslegra afleiðinga at-
vinnuleysis og erfiðleika fólks og
fyrirtækja.
• Hrun í fasteignaverði í viðkom-
andi byggðarlögum.
•Verkkunnátta og þjálfun fisk-
vinnslufólks mun glatast.
• Glötuð tækifæri til eðlilegrar þró-
unar í fullvinnslu sjávarafurða og
• markaðsmálum.
• Minni gjaldeyristekjur til þjóðar-
búsins, minnkun þjóðartekna.
Hvað á að koma í staðinn?
Meginmarkmið fiskveiðistjórn-
unar eru í aðalatriðum tvíþætt.
Annars vegar að reyna að tryggja
að veiðarnar fari ekki yfir þau
mörk sem afrakstursgeta fiski-
stofna leyfir og hins vegar að stuðla
að því að veiðarnar séu hagkvæm-
ar, þ.e. valdi ekki meiri kostnaði
en nauðsynlegur er. Þessu til við-
bótar verður sjávarútvegurinn í
heild eins og áður er getið að þjóna
því aðalmarkmiði að hámarka
þjóðahagslega arðsemi fiskimið-
anna. Núverandi kvótakerfi hefur
ekki reynst gagnlegt tæki til þess
að þjóna þessum markmiðum, held-
ur hefur í flestu unriið gegn þeim.
Að baki ákvörðunum um upptöku
þeirra á sínum tíma liggja hag-
fræðikenningar sem ekki standast,
ásamt fyrirheitum um uppbyggingu
fiskistofna sem ekki hafa ræst.
Allt bendir til þess að sú lægð sem
þorskstofninn er nú í stafi af nátt-
úrulegum ástæðum, sem hvorki
kvótakerfi né nokkurt annað kerfi
í fiskveiðstjórn getur komið í veg
fyrir. En hvað á þá að koma í stað-
inn?
Félag um nýja sjávarútvegs-
stefnu vill að núverandi kvótakerfi
verði aflagt. Félagið hefur mótað
stefnu sem byggist á veiðistýringu
með sóknartakmörkunum sem jafn-
framt felur í sér að kröfur um
meðferð afla verði hertar verulega.
Þessari stefnu verða gerð betri skil
síðar. Stjórnun fiskveiða og þær
takmarkanir sem af henni leiða
munu ætíð valda einhveijum
ágreiningi. Það leiðir af eðli máls-
ins. Sá ágreiningur á hins vegar
að takamarkast við einstök fram-
kvæmdaatriði. Um grundvallarat-
riði slíkra laga verður að ríkja sátt.
Slíkt verður ekki sagt um núgild-
andi lög. Sú grófa mismunun á
þegnréttindum sem í framkvæmd
þeirra felst skapar þennan alvarlega
ágreining. Sá ágreiningur mun
harðna því lengra sem líður, þar til
kerfið springur innan frá, verði það
ekki aflagt. Upptaka veiðigjalds á
forsendum þessa kerfis mun engu
um það breyta. Það yrði aðeins til
þess að auka enn frekar á þá hörku
sem einkennir þetta kerfi.
Mörgum hefur orðið tíðrætt um
það að þótt gagnrýni á kerfið út
frá réttlætissjónarmiðum sé skiljan-
leg verði hagkvæmnissjónarmið þá
að hafa forgang. í þessu viðhorfí
felst þversögn. Það er söguleg stað-
reynd sem menn ættu að vera bún-
ir að læra að réttlæti og hag-
kvæmni eru ekki andstæður. Þvert
á móti verða þessir þættir að tengj-
ast saman. Þeir gera það á hag-
kvæman hátt þegar sá rammi sem
stjórnvöld setja um atvinnulíf í
formi laga felur í sér skilyrði til
heilbrigðrar samkeppni á jafnréttis-
grundvelli. Þessi sannindi eru jafn-
gild hvort sem í hlut á sjávarútveg-
ur eða einhver önnur atvinnugrein.
Þetta er grundvallaratriði sem
stjómvöld verða að hafa að leiðar-
ljósi. Pólitísk forsjárhyggja, hvort
sem hún birtist í formi langvarandi
styrkja, fyrirgreiðslu eða sértækra
laga sem mynda forréttindahópa,
gerir ekki annað en valda skaða.
Sé talið nauðsynlegt að beita tak-
mörkunum svo sem í fiskveiðum eða
fiotastærð verður það að gerast
með almennum reglum. Það að af-
henda endurgjaldslaust með lögum
afmörkuðum hópi íslenskra þegna
alfarið og varanlega allan nýtingar-
rétt á íslensku fískimiðunum getur
með engu móti flokkast undir það
að vera almennar reglur.
Slík lög verður að afnema.
Höfundur er formaður Félags um
nýja sjávarútvegsstefnu.
------» ♦ ♦
Miðill og
stjörnuspek-
ingur halda
námskeið
ENSKI miðillinn Terry Evans og
Gunnlaugur Guðmundsson
stjörnuspekingur halda saman
helgarnámskeið 14. og 15. nóv-
ember.
Gunnlaugur fjallar um stjörnu-
kort þátttakenda með tilliti til fyrra
lífs og Terry 'hjálpar þátttakendum
að þroska andlega hæfíleika sína
og opna fyrir innsæið. Stuttur
einkatími er í lok námskeiðsins fyr-
ir hvern þátttakenda bæði hjá
Gunnlaugi og Terry Evans. Nánari
upplýsingar má fá hjá Stjörnuspeki-
miðstöðinni.
(Úr fréttatilkynningu.)
\
I
/
Þaðerleikur
að borða Cheerios!
Safnaðu fíipum og fáðu bol!
I tilefni þess að Cheerios hefur verið 50 ár
á borðum íslendinga hefurGeneral Mills
ákveðið að bregða á leik með nýju íslensku
pakkana. Cheerios leikurinn
gengur þannig fyrir sig að þú klippir flipa
af 6 Cheerios, Honey Nut eða
Cocoa Puffs pökkum, fyllir út
þátttökuseðilinn og sendirtil
okkar, ásamt flipunum, fyrir
28. febrúar 1993.
Þú getur einnig komið með
flipana í Vatnagarða 20 (Nathan & Olsen)
og náð þér í bol.
Þátttökuseðla í Cheerios leikinn er einnig
að finna í verslunum víða um land.
Njóttu vel og góða skemmtun!
ð
Ceneral
MillS
x
<D
co
« E
c
c
3
* Q.
I q=
t <0
Q>
I E
<o
T3
C
0)
| CO
05
O
<Ö
05
05
| C
co
1 C
| I
o
<o
CD
O)
C 1_
CD <D
•a £
— '3
E £
■53 %
X CL
O
<D
E
1 I
x
c
c
<o
«
4-»
C/>
O
-Q
'CO
H-
c
03
c
L_
.CD
'55
£
cn
w
03
v—
'03
o
T—
00
03
L_
'03
00
o>
03
03
'3
-Q
03
M-
od
CN
03
v_
ZJ
03
03
"O
l.
03
03
C
T3
C
03
C/3
c
c
£
>
to
= 03
03
03
<o
JO
’o}
JD
03
E
D
0)
'03
C
03
(/)
1 í
Tö ^
-CO
k- _
O
O S
in *
tn k_
•2|
! a
o a