Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 24
24
MORGUNBLÁEÍIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
Bíður okkar nýtt skipbrot í
efnahags- og atvinnumálum
eftir Snæ Karlsson
Þegar þetta er ritað hefur Fiski-
þing setið á rökstólum. Það er sá
aðili sem líklega hefur ráðið meiru
um stefnumótun í fiskveiðimálum
til þessa, en flestar aðrar samkom-
ur þó Alþingi hafi þar að sjálfsögðu
haft síðasta orðið.
Fulltrúum hagsmunahópa í sjáv-
arútvegi hefur nú fjölgað á Fiski-
þingi. Sat þar m.a. í fyrsta skipti
fulltrúi fjölmennustu hagsmuna-
samtaka í fiskiiðnaði og sjávarút-
vegi, frá deild fískvinnslufólks í
Verkamannasambandi íslands. Er
það vonum seinna. Áreiðanlega
hafa hagsmunaaðilar í sjávarútvegi
og fiskvinnslu bundið vonir við
gifturík störf á þinginu.
Það verður því miður ekki séð
af niðurstöðum Fiskiþings að þar
hafí tekist sátt um tillögur sem vís-
uðu veginn að þeim endurbótum á
aflamarkaðskerfinu sem flestir eru
sammála um að nauðsynlegar séu.
Fulltrúar virðast hafa tapað sér í
deilur um aflamarks- eða sóknar-
kerfi, fremur en að geta lagt fram
tillögur sem sniðu verstu agnúana
af aflamarkaðskerfinu, sem mest
sátt er um. Raunar verður ekki séð
hveiju sóknarmarkskerfi mundi
skila þegar menn ná ekki að fiska
það sem aflamarkskerfið heimilar
og eru því nánast í framkvæmdinni
á sóknarmarki.
Hér hefðu þurft að koma fram
tillögur sem tækju tillit til hags-
muna byggðarlaganna. Tillögur
sem settu skorður við óheftu fram-
sali veiðiheimilda og tillögur sem
tryggðu betri umgengni við físki-
stofnana en núverandi aflamarks-
stýring gerir.
Náist ekki að samræma sjónar-
mið um þessa hagsmuni er líklegt
að menn sjái ekki aðra leið betri
en að taka upp auðlindaskatt, sem
gæti reynst ýmsum byggðarlögum
og útgerðar- og fískvinnslufyrir-
tækjum örlagaríkur.
Þá er hætt við að ýmsum, sem
reynt hafa að bjargast við sjósókn
og fískvinnslu þyki þrengjast fyrir
dyrum. Mun þá ekki lengur þurfa
að velta því fyrir sér hvort til sé
eitthvað sem heiti byggðastefna.
En allt mun bera að sama brunni
berum við ekki gæfu til að breyta
núverandi fiskveiðistefnu og hugs-
un í útgerð og fískvinnslu.
Afkoma í sjávarútvegi
í upphafí fiskiþings komu fram
upplýsingar um afkomumál sjávar-
útvegs, sem ekki að öllu leyti koma
á óvart, en upplýsa þó að jafnvel
hin grænu tré sem sumir hafa viljað
kalla, útgerð vinnsluskipa, er rekin
með umtalsverðu tapi. Þó munu þar
einstök rekstrardæmi enn vera fyr-
ir ofan núllið.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess
aðstöðumunar sem útgerð vinnslu-
skipa hefur haft miðað við land-
vinnsluna. Má þar nefna meiri nýt-
ingartíma á fjárfestingu. Að sumra
dómi rangt ákveðið nýtingarhlutfall
hráefnis, sem eykur aflahlutdeild
þeirra miðað við önnur fískiskip um
20-30%. Þann kost að geta séð sér
fyrir rafmagni á lægra verði en
landvinnslan á kost á. Einnig þann
ríkisstyrk sem felst í því að geta
keypt tap til að koma sér hjá
greiðslu skatta af þeim gróða af
sjóvinnslunni, sem hingað til hefur
verið ein aðalröksemdin fyrir því
að breyta úr hráefnisöflun fyrir
landvinnslu.
Þennan kost hafa auðvitað fleiri
átt. Nú að undanförnu hefur nokk-
uð verið rætt um þennan aðstöðu-
mun vinnslunnar á sjó og í landi.
Það hafa eðlilega komið fram óskir
hjá landvinnslunni um að þessi
munur væri jafnaður og verður því
ekki á móti mælt að um sanngimis-
mál er að ræða. Ég hef ekki skilið
það svo að talað væri um að leggja
álögur á sjóvinnsluna, eins og ein-
staka raddir þar í hópi vilja halda
fram. Tilraun til að skekkja umræð-
una með slíkum upphrópunum er
ómálefnaleg.
Sjávarútvegsráðherra sagði m.a.
í ræðu sinni við setningu Fiski-
þings, þar sem hann var að fjalla
um verksvið Samráðshóps um
bætta umgengni um auðlindir sjáv-
ar: „Hópnum var ennfremur falið
að fjalla um svæðaskiptingu land-
helginnar milli mismunandi veiðar-
færa og skipagerða og lokun svæða
á uppeldissvæðum smáfísks og á
hrygningarsvæðum. Þá var hópnum
falið að gera tillögur um með hvaða
hætti sé unnt að auka virkni veiði-
eftirlits." í ályktun sambandsstjóm-
arfundar Verkamannasambands ís-
lands um atvinnumál frá 11. októ-
ber sl. segir ma. „Veiðiflotanum
verði stýrt með veiðiheimildum mið-
að við ákveðin svæði á hveijum tíma
og stærð og gerð skipa.“ Hér er lík
hugsun á ferðinni.
Hagræðing og skuldasöfnun
í dag-er togarafloti okkar rúm-
lega eitthundrað skip af misjafnri
stærð og gerð. Ef svo fer fram sem
horfír eru líkur á að hér muni verða
á veiðum og í smíðum fímmtíu
frystitogarar eða skip með mögu-
leika til sjóvinnslu afla á næsta ári.
Kostnaður við breytingu og úr-
eldingu skipa yfír í vinnsluskip er
umtalsverður og virðist minnkandi
afla ætlað að standa undir þessari
viðbótarfjárfestingu og að miklu
leyti fyrir erlent lánsfé. Þeir sem
hvað hæst hafa talað um hagræð-
ingu í sjávarútvegi og að ekki megi
auka erlendar skuldir okkar, taka
eða stuðla að lántöku upp á tugi
milljarða í atvinnugrein sem sagt
er að sé nærri gjaldþrota. Jafnframt
stækkar fískveiðiflotinn að tonna-
tölu þó talað sé um nauðsyn þess
að fækka sóknareiningum.
Þrátt fyrir þá stækkun fískiskipa
sem átt hefur sér stað, hefur veiði-
slóðin lítið stækkað. Sú einokun
sem orðin er með úthlutun veiði-
leyfa til útgerðar virðist hafa gert
menn værukæra. Veiðiflotinn er að
mestu hættur að sækja út fyrir físk-
veiðilögsöguna. Hugsun og áætlan-
ir virðast að mestu bundnar innan
tvöhundruð mílnanna. Það er
kannski einföldun á málinu að varpa
sök af þessu eingöngu á útgerðina.
En eitthvað er að og vonandi eru
menn að rumska og gera sér grein
fyrir því að þær reglur sem leikið
hefur verið eftir undanfarin ár eru
Snær Karlsson
„Það er ljóst að verka-
lýðshreyfingin getur
ekki fallist á aðgerðir
sem fyrst og fremst
leggja þungar byrðar á
launafólk en hlífa fjár-
magni og eignatekjum.
Ef í alvöru er stefnt að
samkomulagi um að-
gerðir í atvinnumálum,
sem létta eiga kostnaði
af atvinnulífinu verður
fleira að fylgja með.“
gallaðar og leiða ekki til þeirrar
þróunar í atvinnuveginum sem
vænst var.
Því miður virðist svo að rekstrar-
dæmi hinna nýju vinnsluskipa muni
ekki ganga upp miðað við núver-
andi aðstæður og ef samningurinn
um EES verður að veruleika, sem
flest bendir til, geta möguleikar
þessarar útgerðar enn versnað. Nú
í morgun má lesa í Morgunblaðinu,
að ljóst sé að tap verði á rekstri
dýrra frystitogara. Verð það sem
fengist hefur fyrir frystar afurðir
þessara skipa hefur verið frekar
gott, en margt bendir til að það
muni fara lækkandi. Markaðirnir
eru að mettast og því er spáð að
ferskar afurðir sæki á í samkeppn-
inni. Gerist þetta veikir það augljós-
lega samkeppnisstöðu sjóvinnslunn-
ar. Meginhluti þeirrar vinnslu fer í
endurvinnslu erlendis og er þar
einnig í samkeppni við aðrar
frystar fískafurðir okkar.
Það er óhjákvæmilegt að endur-
skoða þær ákvarðanir sem teknar
hafa verið um smíði fleiri vinnslu-
skipa. Þá er jafnframt orðið brýnt
að endurskoða stefnuna í fiskveið-
um. Móta verður stefnu um sam-
setningu veiðiflotans með tilliti til
eðlilegs sveigjanleika hans við nýt-
ingu fískimiða. Stýra þarf honum
með veiðiheimildum á ákveðnum
svæðum á hveijum tíma eftir stærð
og gerð skipa.
Nú þarf samkomulag um varð-
veislu atvinnuhátta og byggðarlaga
sem alltaf hafa lifað á fískveiðum.
Fólk þar á tvímælalausan rétt til
að starfa við þann atvinnuveg sem
það hefur haft lifíbrauð af og öðrum
fremur gert fískinn að því verð-
mæti sem skapað hefur þjóðarauð
okkar.
Samkomulag um atvinnumál
Margt er nú talað um samkomu-
lag um kjara- og atvinnumál, sem
aðilar vinnumarkaðarins séu að
gera sín í milli og ætli að leggja
fyrir ríkisstjórnina til lausnar því
alvarlega ástandi í atvinnumálum
sem við er að etja. Hér kemur
ýmislegt á óvart. Sú atvinnumála-
nefnd aðila vinnumarkaðarins og
ríkisstjómar, sem reynt hefur að
ná samkomulagi um skjótvirkar
aðgerðir í atvinnumálum hefur enn
ekki lokið störfum, en boðað ér að
það sé skammt undan. Fréttir af
því að þar sé verið að semja um
breytingar á ýmsum grundvallar-
þáttum í kjarasamningi koma hins-
vegar mörgum á flatt og jafnvel
sumum nefndarmönnum atvinnu-
málanefndar einnig. Vissulega er
vandi atvinnulífsins mikill og fram
hjá því verður ekki gengið að hann
snertir flesta í þjóðfélaginu. En
fréttir sem hafa verið að berast í
fjölmiðlum undanfarið af einhveiju
samkomulagi og hvað í því felist,
eru öðru líklegri til að mylja undan
því að samkomulag takist. Það kann
að vera rétt, sem formaður VSÍ
sagði í morgunútvarpi, að umræðan
Sæstrengur og fullnýting orku
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4300 0004 4817
4507 4300 0014 8568
4543 3700 0005 1246
4543 3700 0007 3075
4548 9000 0039 8729
4548 9000 0042 4962
4548 9018 0029 3011
Afgreiðslufólk vinsamlegast takiö ofangreim)
kort úr umferó og sendiö VISA íslandi
sundurtdippt.
VEROLAUN kr. 5000,-
tyrir að klófesta ktxt og visa á vágest.
tozzm VISA ISLAND
V
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk
Slmi 91-671700
PltAM (W^fLÍSAR
T
lli ifi hS&L'* *
Stórhöfða 17, við GuUinbrú,
sími 67 48 44
Metsölubiad á hverjum degi!
eftir Oskar
Arnórsson
Á 15. þingi Málm- og skipa-
smiðasambands íslands, sem haldið
var dagana 7. til 9. maí 1992 á
Hótel Holyday Inn, var eftirfarandi
ályktun um orkuflutning samþykkt:
15. þing MSÍ haldið í Reykjavík
7. til 9. maí 1992 mótmælir þeim
hugmyndum sem komið hafa fram
um að lagður verði sæstrengur
til flutnings raforku á milli íslands
og annarra landa. Bendir þingið
á að með því er verið að flytja
eina dýrmætustu auðlind okkar
út óunna. Krafa þingsins er sú
að orkan verði nýtt til atvinnuupp-
byggingar hér heima. Því er hvatt
til að þeir fjármunir sem stendur
til að setja í hagvæmniathugun á
byggingu kapalverksmðju verði
notaðir til atvinnuuppbyggingar.
í umræðum á þinginu bentu
menn á þá staðreynd að atvinnu-
leysi fer vaxandi og þörf væri á að
blása nýju lífi í íslenskt atvinnulíf.
Komu fram mjög skýrar skoðanir
á því að fremur ætti að velja þann
kost að nýta raforkuna til að byggja
upp iðnað innanlands frekar en að
flytja hana út óunna.
Eins og fram hefur komið síðan
er ekki fyrirséð annað en að út-
flutta raforkan muni lenda í mikilli
samkeppni við orku framleidda úr
kolum og gasi, þannig að ekki er
nóg að framleiða orkuna, það verð-
ur að vera hægt að selja hana og
því hlýtur það að vera álitlegur
kostur að fylgja eftir þeim hug-
myndum sem Guðmundur Magnús-
son prófessor hefur sett fram nú í
sumar, að semja vð Norðmenn um
að reisa hér á landi álverksmiðjur
í stað gamalla norskra verksmiðja
sem lagðar yrðu af.
í grein Edgars Guðmundssonar
24. maí sl. lýsti hann helstu rökum
sem hann sér fyrir því að setja í
gang það verkefni að byggja og
starfrækja kapalverksmiðju á ís-
landi. Verði einhvern tímann valin
sú leið að flytja út raforku er hægt
að taka undir rök Edgars um að
þá verði hún reist hér á landi. Og
ef ekki þá taki menn afstöðu til að
innheimta auðlindaskatt til að vega
upp mun á verðmætasköpun sem
ella komi fram.
En þangað til er mjög eðlilegt
að menn vinni markvisst að því að
reisa stoðir undir íslenskt atvinnulíf
en horfí ekki í blindni eftir hugsjón-
um erlendra auðhringa sem reyna
að seilast í auðlindir okkar.
Eftir stendur að þrátt fyrir þá
bjartsýnishugsjón hans sem sett er
fram í greininni varpar hann hvergi
ljósi á hveijir kostirnir yrðu ef ork-
an yrði nýtt innanlands til uppbygg-
ingar í atvinnulífínu. Vafalaust er
Edgar meðvitaður um það skiln-
ingsleysi sem stjórnvöld sýna ís-
lenskum iðnaði og lýsir sér í stefnu-
leysi þeirra í málefnum iðnaðarins.
Velti menn fyrir sér þeim stað-
reyndum sem við blasa þegar hugað
er að hvar næstu virkjunarkostir
„Það hlýtur að vera
keppikefli hverrar
þjóðar að fullnýta þá
orku og hráefni sem
landið býður uppá í stað
þess að flylja ót verð-
mæti sem hrávöru eins
og hefur lengst af verið
hlutskipti nýlendanna.“
liggja er ljóst að þó að umframorka
sé til staðar í dreifíkerfínu núna er
ljóst að mjög fljótlega þarf að virkja
meira.
Það er alveg Ijóst að þær virkjan-
ir sem byggðar hafa verið undan-
farið hafa verið taldar hagkvæm-
ustu virkjunarkostirnir hveiju sinni
(þó byggðasjónarmið hafi komið
inní). Því er líklegt að í næstu virkj-
unum muni hlutfall kostnaðar á
móti framleiðslu verða óhagstæðara
og orkan þar með verða dýrari.
í máli rafmagnsstjóra Reykjavík-
ur í sjónvarpsfréttum 28. október
var að heyra að það fjármagn sem
Hollendingar eru nú tilbúnir til að
leggja fram til hagkvæmniathugun-
ar, ca. 80 milljónir króna á móti
20 milljóna króna framlagi Reykja-
víkurborgar, sé ein aðalgulrótin í
að ganga nú til samninga og huga
í engu frekar að atvinnuppbyggingu
á landinu þegar allar spár og at-
vinnuleysisskýrslur benda til að enn
eigi eftir að síga á ógæfuhliðina í
atvinnumálum þjóðarinnar.
í umræðunni um umhverfísmálin
er þáttur mengunar ofarlega í um-
ræðunni. Þar koma sterklega til
greina þeir möguleikar sem vetnis-
framleiðsla er, en eftir er að þróa
flutningsaðferðir og leiðir till að
geyma þessi efni. Velta má þeirri
hugmynd fyrir sér að einmitt á því
sviði sé verkefni sem rétt sé og
tímabært að snúa sér að.
Um útgangspunktinn er í sjálfu
sér ekki ágreiningur, þ.e. að þörf
sé á að byggja upp iðnað og at-
vinnutækifæri.
Aðeins verið að draga fram val-
kosti, annars vegar að flytja út
óunnin eða lítt unnin verðmæti og
hins vegar að vinna þessi verðmæti
og flytja þau síðan út fullunnin.
Það hlýtur að vera keppikefli
hverrar þjóðar að fullnýta þá orku
og hráefni sem landið býður uppá
í stað þess að flytja út verðmæti
sem hrávöru eins og hefur Iengst
af verið hlutskipti nýlendanna.
Við erum að tala um framtíðar-
stefnu í málefnum iðnaðar, stefnu
sem við krefjumst af stjórnvöldum
að verði mörkuð, að stjórnvöld og
stjómmálamenn gangi þar á undan
með góðu fordæmi.
Höfundur er formnður Sveina-
félags milmiðnaðarmanna á
Akranesi og situr í miðstjórn
M&lm- og skipasmiðasambands
íslands.