Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 29

Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 29
29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 Forseti ASÍ um kjaradeiluna í álverinu Snýst um að halda samn- i ng og réttindi starfsfólks ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að það sé rangt hjá Christian Roth, forsljóra íslenska álversins í Straumsvík að samninganefnd verkalýðsfélaganna hafi hafnað 4,5% launahækkun sem sljórnendur hafi boðið, eins og komið hafi fram í viðtali í sjónvarpi nýlega. Greiðsla eigi að koma fyrir kaffitíma, en starfsmenn hafi valfrelsi um það hvort þeir verði lagðir niður. Hið rétta sé að starfsmenn hafi samþykkt miðlunartillögu ríkissátta- semjara en Vinnuveitendasamband Islands hafi hafnað henni að kröfu fyrirtækisins, að því er segir í fréttatilkynningu frá forseta ASÍ. Ennfremur er bent á varðandi uppsagnir 10 fastráðinna starfs- manna, sem forstjórinn segi að sé til að lækka kostnað, að ráðningar- samningar sex starfsmanna hafi verið framlengdir og að 16 nýir starfsmenn hafi verið ráðnir það sem af er árinu. Með þessu hafi fyrirtækið gengið gegn yfirlýsing- um um að hagræða á þann hátt að ráða ekki í stað þeirra sem hætta vegna aldurs eða af öðrum ástæðum og hafi verið höfðað mál fyrir Fé- lagsdómi vegna þessa. Um þau orð forstjórans að deilan í álverinu snúist ekki um laun held- ur völd segir forseti ASÍ að um útúrsnúning sé að ræða. Það sem forstjórinn kalli völd sé í reynd spurning um að halda samning og réttindi starfsfólks. „Það er ísal sem er uppi með kröfur um að tiltekin störf eins og ræsting verði tekin undan ákvæðum samnings þar sem skýrt er tekið fram að hann nái til framleiðslu, viðhalds og þjónustu- starfa. Verkalýðsfélögin eru ekki tilbúin til að semja um að þetta fólk verði sett til hliðar og störfin unnin á lægri launum en samning- urinn kveður á um. Samninga- nefndin hefur ekki heldur fallist á þá kröfu ísal að fyrirtækið geti hvenær sem er tekið upp hvaða vinnufyrirkomulag sem er og breytt þannig einhliða vinnutíma starfs- manna. Samninganefndin vill ekki skattyrðast við forstjóra ísal. Það er ljóst að samningar takast því aðeins að allir sýni gagnkvæmt til- lit. Hjásögli hljótum við hins vegar að mótmæla,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni. Eystrasaltsmótið í stærðfræði Islending’- arlentu í fimmta sæti ÍSLENDINGAR lentu í fimmta sæti í Eystrasaltskeppni fram- haldsskólanema í stærðfræði sem fram fór í Vilnius, höfuðborg Litháens, síðastliðinn laugardag. Að sögn Benedikts Jóhannsson- ar, sem sat í dómnefnd mótsins fyrir Islands hönd, var Islending- unum boðin þátttaka í keppninni vegna góðra vináttutengsla land- anna og var tekið fram við setn- ingarathöfnina að íslendingum hefði verið boðið sérstaklega vegna stuðnings þeirra við sjálf- stæðisbaráttu Litháa. Alls tóku lið frá átta löndum þátt í keppninni. í íslenska liðinu voru fjórir nemendur úr Mennta- skólanum í Reykjavík og einn nem- andi úr Fjölbrautaskóla Suðumesja. Sverrir Orn Þorvaldsson var liðs- stjóri. Um var að ræða liðakeppni og sendi hvert lið eina sameiginlega lausn við dæmunum. Danir sigruðu á mótinu, lið frá St. Pétursborg varð í öðru sæti og Pólverjar í þriðja sæti. Skemmdir unnar á bílum BROTNIR voru speglar á átta bíl- um á Ölduslóð í Hafnarfirði að- faranótt sunnudagsins. Þá voru unnar skemmdir á sjö bílum í Reykjavík og þremur bílum stolið í höfuðborginni. Að sögn lögreglu hefur verið mik- ið að skemmdarverk séu unnin á bíl- um að undanförnu. í Reykjavík voru skemmdir bílar víða um borgina, m.a. í Ingólfsstræti, Sigtúni, Há- teigsvegi, Suðurgötu og Gnoðarvogi. Þá var aðfaranótt sunnudagsins farið inn í bil í Hafnarfirði og kven- veski stolið með ávísanahefti og greiðslukorti. Viðskipti í A-Evrópu FÉLAG íslenskra stórkaupmanna boðar til haustfundar fimmtudag- inn 12. nóvember nk. kl. 12 í Ská- lanum, Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Þórir Gunnarsson, veitingamaður í Tékkó- slóvakíu. Þórir hefur um nokkurt skeið rekið veitingastaðinn Restaur- ant Reykjavík í Prag og mun hann skýra frá reynslu sinni af viðskiptum í Austur-Evrópu og segja frá þeim tækifærum sem bjóðast mönnum í inn- og útflutningsviðskiptum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Varðskipsmenn hífa gömlu hraunkælingardæluna á land í Eyjum. Gosminjasafn undir- búið í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. í TILEFNI 20 ára eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu á næsta ári hefur bæjarstjórn ákveðið að koma upp vísi að gosminja- safni í Byggðasafninu í Eyjum. Undirbúningur að safninu er þeim hlutum sem prýða munu þegar hafinn og er verið að safna myndum og munum sem tengj- ast gosinu. Fyrir skömmu kom varðskipið Týr til Eyja með eina af dælunum sem notaðar voru við hraunkælinguna í Eyjum í gosinu, en dælan verður einn af gosminjasafnið. Jóhann Friðfinnsson, safn- vörður, tók á móti dælunni og færði Landhelgisgæslunni þakk- ir fyrir þann velvilja sem safninu er sýndur með þessari gjöf. Grímur Flateyri Slapp naumlega úr bruna Flateyri. ÍBÚÐARHÚSIÐ á Eyrarvegi 1, Flateyri, skemmdist mikið í bruna á sunnudagsmorgun. Einn maður bjó í húsinu og slapp hann naumlega út. Talið er víst að kviknað hafi í út frá vindlingi. Ibúinn hafði fyrr um nóttina orðið var við eld sem hann taldi sig hafa slökkt. Eftir það færði hann sig yfir í annað herbergi og lagðist til svefns en vaknaði síðan aftur upp við mikinn reyk og hita. Hann flúði þá út úr húsinu en um leið og hann opnaði húsið gaus eldur- inn upp. Slökkviliðið á Flateyri kom á stað- inn skömmu síðar og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Húsið er ekki talið ónýtt en er mikið skemmt, sér- staklega miðhæðin, en húsið er þriggja hæða. Magnea Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Ibúðarhúsið við Eyrarveg eftir brunann. EKKIOF HÖRÐ, EKKIOF MJÚK, HELDUR FULLKOMIN AÐLÖGUN Á baröri dýnu liggur bryggjarstílan i sveig Þar sem þú eyðir u.þ.b. 8 tímum á sólarhring í rúminu, eða þriðjungi ævi þinnar, ætti góð dýna að vera eitt af þínum allra mikilvægustu fjárfestingum. Árum saman hefur því verið haldið fram að stffar dýnur séu betri fyrir bakið. Sérfræðingar okkar hjá Dux í Svíþjóð hafa sannað hið gagnstæða. Þeir hafa sannað að stíf dýna hamlar á móti, frekar en að lagast að eðlilegri lögun líkamans, þannig að í hvíld liggur hryggjarsúlan í sveig. Dux-dýnurnar eru hannaðar sérstaklega til þess að gefa eftir á réttum stöðum svo að hryggjarsúlan fær að hvílast í náttúrulegri stöðu. Þær koma í veg fyrir margan bakkvillann og gefa þér nauðsynlegan stuðning til þess að sofa djúpum endurnærandi svefni. Er ekki kominn tími til að heimsækja Dux verslunina í Faxafeni og líta á okkar fjölbreytta úrval af Dux-rúmum? A Dux-dýnu liggur bryggjarsúlan bein Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími 689950 15 ÁRA ÁBYRGÐ Á DUX-DÝNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.