Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 31
MORGU.NBLADH) ÞRIDJUPAQUR 1Q. NÓVEMBKK 19P.2
1L
Niðurrifsmenn heiðraðir
Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Míkhaíl S.
Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, sjást hér
við málverk af leiðtogunum og Ronald Reagan, fyrr-
verandi Bandaríkjaforseta, við Brandenborgarhliðið í
Berlín. Borgaryfirvöld gerðu í gær mennina þijá að
heiðursborgurum fyrir þátt þeirra í að Berlínarmúrinn
var rifinn niður fyrir réttum þrem árum. Rússnesk
stjórnvöld, sem sett hafa ferðabann á Gorbatsjov,
veittu undanþágu frá banninu svo að hann kæmist
til Berlínar. Reagan gat ekki verið viðstaddur hátíðar-
höldin vegna lasleika en hann er nú 81 árs að aldri.
Meðal þeirra fríðinda sem heiðursborgarar njóta er
að mega ferðast frítt með opinberum samgöngutækj-
um, einnig fá þeir frían grafreit æski þeir þess. '
Landsfundur Verkamannaflokksins í Noregi
Franska byltingin
— annar hluti
París. Reuter.
FRANSKA byltingin, annar hluti, hófst fyrir viku. Það var að vísu
ekki gripið til fallaxarinnar af því tilefni, en ný lög, sem þá tóku gildi
og banna stranglega reykingar á opinberum stöðum, eiga örugglega
eftir að valda miklu uppistandi í hversdagslifi Frakka.
Hann verður ekki lengur í húsum
hæfur náunginn með Gauloise-sígar-
ettuna, sá sem heldur á koníaksglas-
inu og blæs reykjarmekkinum út í
loftið, ellegar kveikir sér í einni,
þegar maðurinn á næsta borði ætlar
að fara að njóta ilmsins af gæsalifr-
arkæfunni. Og konan ægifagra, sem
situr við símann á skrifstofunni,
hjúpuð reykjarslæðu, hún er þar
ekki meir.
„Fyrir fimm hundruð árum voru
þeir sem reyktu brenndir á báli, sett-
ir út af sakramentinu eða hengdir,
en frá og með 1. nóvember verður
það miklu verra,“ sagði í tímaritinu
l’Express.
Allt að 40% fullorðinna Frakka
reykja. Samkvæmt opinberum tölum
deyja 65.000 manna ár hvert af sjúk-
dómum, sem rekja má til reykinga,
þar af allt að 700 vegna óbeinna
reykinga.
VANTAR GÓÐA BÍLA
Á STAÐINN
JÓIABJALLAN1992
HANDMÁLAÐ POSTULÍN.
SAFNGRIPUR FRÁ HUTSCHENREUTER.
VERÐ KR. 1.950,-
SILFURBÚÐIN
KRINGLUNNI 8-12. SÍMI 689066.
EB-umsókn eftir 2 vikur
Val Clintons þyk-
ir hafa tekist vel
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunbladsins.
NORSKA ríkisstjórnin mun sækja um aðild að Evrópubandalaginu,
EB, eftir hálfan mánuð. Þetta varð ljóst um helgina þegar öruggur
meirihluti á landsfundi Verkamannaflokksins sagði já við EB-aðiId
og Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra ætlar sjálf til London
til að afhenda starfsbróður sínum,
eru nú í forsvari fyrir EB.
A landsfundinum voru 183 full-
trúar hlynntir aðildarumsókninni en
106 greiddu atkvæði gegn henni.
„Við megum vera stolt af þeirri
EB-umræðu, sem farið hefur fram
í landinu, og erum nú tilbúin til að
semja um aðildina ásamt Svíum og
Finnum,“ sagði Brundtland þegar
úrslitin lágu fyrir. Fullvissaði hún
landsfundinn um, að í viðræðunum
við EB yrði hvergi hvikað frá sér-
hagsmunum Norðmanna í byggða-,
sjávarútvegs- og landbúnaðarmál-
um. Búist er við, að Stórþingið
norska taki ákvörðun um umsóknina
19. nóvember nk. en fyrir henni er
meirihluti á þinginu.
Ekki hafði verið búist við, að
nokkuð yrði til að skyggja á EB-
John Major, umsóknina en Bretar
umræðuna á landsfundinum og þvi
kom það eins og þruma úr heiðskíru
lofti þegar Gro Harlem Brundtland
tilkynnti, að hún ætlaði að draga sig
í hlé sem leiðtogi Verkamanna-
flokksins. Hún mun hins vegar
gegna forsætisráðherraembættinu
áfram. Var fyrrum ritari flokksins
og náinn samstarfsmaður Gro Harl-
em, Thorbjörn Jagland, kjörinn í
hennar stað en fyrsti og annar vara-
formaður valin þau Jens Stoltenberg
og Hill-Marta Solberg.
Þrátt fyrir þessi umskipti í forystu
norska Verkamannaflokksins dylst
það engum hver er hinn eiginlegi
foringi. Það er Gro Harlem Brundt-
land eftir sem áður og sumir segja,
að nú að þessum 54. landsfundi
flokksins sé hún óumdeildari en
nokkru sinni fyrr.
Little Rock. Reuter, The Daily Telegraph.
FYRSTU dagamir eftir að Bill Clinton var kjörinn forseti Bandaríkj-
anna eru af mörgum taldir gefa einhverja vísbendingu um hvernig
hann hyggist koma stefnumálum sínum í verk. Hann tilkynnti fyrir
helgi um val á nánustu aðstoðarmönnum sínum næstu mánuðina og
er það talið hafa heppnast mjög vel.
Toyota Corolla GTi 16v ’88, svartur, 5
g., ek. 69 þ., sóllúga, rafm. í öllu. V. 750
þús. stgr.
Honda Accord EX '88, blásans, sjálfsk.,
ek. 64 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Toppein-
tak. V. 890 þús., sk. á ód.
M. Benz 280 SE '82, sjálfsk., ek. 170 þ.
Gott eintak. V. 1250 þús., skipti.
Lada Sport '88, 5 g., lóttist., ek. 41 þ.
Gott útlit. V. 330 þús. stgr., skipti.
Subaru 1800 4x4 Sedan '88, 5 g., ek.
89 þ. V. 620 þús. stgr.
Toyota Corolla XL Liftback '88, hvítur, 5
g., ek. 80 þ. Gott útlit. V. 670 þús., sk. á ód.
Nissan Patrol diesel (langur) ’83, 5 g.,
ek. 43 þ. á vél. V. 820 þús. sk. á ód.
Jaguar XJ6 '81, blásans, ek. 160 þ.,
sjálfsk., m/öllu, 2 eigendur. Hefur fengið
mjög gott viðhald. V. 970 þús.
M. Benz 190 '87, rauður, 5 g., ek. 53 þ.
Dekurbíll. V. 1280 þús. stgr.
GMC Jimmy S-10 ’85, sjálfsk., m/öllu, ek.
80 þ. mílur. V. 980 þús., sk. á ód.
Cherokee Laredo 4.0L '87, brúnsans, 5
dyra, sjálfsk., ek. 77 þ., ýmsir aukahlutir.
V. 1490 þús., sk. á ód.
Toyota Carina II GLi ’92, sjálfsk., ek. 11
þ. V. 1360 þús., sk. á ód.
Peugout 505 GR ’87, sjálfsk., ek. 90 þ.
Gott eintak. V. 690 þús. Vantar diesel
fólksbíl. #
Saab 900i ’88, sjálfsk., ek. 64 þ., 4 dyra.
Vandaður bíll. V. 1280 þús.
MMC L-300 4x4 8 manna ’88, 5 g., ek.
68 þ., sportf. o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód.
Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90,
5 g., ek. 33 þ. mílur, rafm. i öllu o.fl. Sport-
bíll í sórflokki. V. 1690 þús., sk. á góðum
jeppa (ód).
MMC Colt turbo '87, svartur, sóllúga,
rafm. í öllu, álfelgur o.fl. ek. 104 þ. Falleg-
ur sportbíll. V. 490 þús.
Cherokee Laredo '91, einn m/öllu, ek.
16 þ. V. 2350 þús.
Daihatsu Charade CX 5 dyra, '89, ek. 75
þ. V. 450 þús.
Mazda 323 GLX Fastback '92, 5 g., ek.
30 þ. Sem nýr. V. 1090 þús.
MMC L-300 8 manna ’89, 5 g., ek. 113
þ. „Vsk-bíir. V. 850 þús.
MMC Lancer GLX station 4x4 '90, 5
g., ek. 38 þ. V. 980 þús. stgr.
Eitt fyrsta embættisverk Clintons
var að skipa lögfræðingana Warren
Cristopher og Vernon Jordan til að
hafa yfirumsjón með stjómarskipt-
unum í Washington. Margir höfðu
búist við því að Mickey Kantor, sem
stjórnaði kosningabaráttu Clintons,
yrði fengið það starf en heimildir
herma að margir vina Clintons hafi
fengið forsetann ofan af því. Þar
með minnka líkur Kantors á að verða
skipaður í hið valdamikla embætti
skrifstofustjóra í Hvíta húsinu, eins
og spáð hafði verið.
Skipan þeirra Christophers og
Jordans hefur almennt verið fagnað.
Þeir njóta báðir mikillar virðingar
og hafa báðir víðtæka reynslu af
störfum jafnt hjá einkafyrirtækjum
sem hinu opinbera. Christopher
gegndi til dæmis embætti aðstoðar-
utanríkisráðherra í forsetatíð Jimmy
Carters og Jordan, sem er blökku-
maður, hefur unnið mikið starf í
þágu minnihlutahópa. Það að Kantor
var settur til hliðar er hins vegar
einnig litið á sem tákn um innbyrðis
valdabaráttu í liði Clintons en sá sem
fyrst og fremst setti sig upp á móti
tilnefningu hans var EIi Segal, sem
einnig var meðal helstu skipuleggj-
enda kosningabaráttunar.
Bílamarkaóurinn
Smiðjuvegi 46E,]
v/Reykjanesbraut,
Kópavogi, sími
671800
Volvo 440 GLTI '89, rauður, 5 g., ek. 53
þ., álfelg. o.fl. Toppeintak. V. 890 þús. stgr.
Porsche 924 LE Mans ’81, 5 g., ek. 145
þ., sóllúga, geislaspilari o.fl. V. 650 þús.,
ýmis skipti mögul.
'\ ÍF zzz 1 CROUJh Lvftarar Gæði og gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN Smrsz&nzsr ,
GPW 0B, RR ’ rrffirl AóK ■ jflj II ía sc fjdsði iriJ1? írfllSBSr Hllr^u 1 -^SSGSlR^r
HILLUKERFIOG L YFTARAR - ÞAÐ ER OKKAR FAG bildshöfva wsim^* wlbFax672S80