Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 37

Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 37
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NOVEMBER 1992 oo 37 Davíð Oddsson forsætisráðherra Viðræður við sijómarandstöðu um úrræði gegn atvinnuleysi ATVINNULEYSI var til umræðu í gær á Alþingi þegar til umræðu var þingsályktunartillaga Alþýðubandalagsmannanna Svavars Gests- sonar (Ab-Rv) og Kristins H. Gunnarssonar (Ab-Vf). Davíð Oddssson forsætisráðherra þakkar fyrir og fagnar því að allir vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr og fyrirbyggja atvinnuleysi. Hann gerir ráð fyrir viðræðum við forystumenn stjórnarandstöðunnar innan fárra daga. Þekktu þinn vanda Frummælandi Svavar Gestsson (Ab-Rv) gerði grein fyrir þings- ályktunartillögunni. Það er vilji flutningsmanna að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta fara fram ítarlega rannsókn á afleiðing- um atvinnuleysis. Skal leitast við að leiða fram upplýsingar um áhrif atvinnuleysis á almenn kjör barna, kvenna, unglinga og annarra hópa sem atvinnuleysið kemur sérstak- lega illa við. Þá gerir tilllagan m.a. ráð fyrir að kannað verði hvaða áhrif atvinnuleysið hefur á heilsu- far og skólagöngu. Ennfremur skal kanna áhrif atvinnuleysisins á af- brot og starfsemi neyðarathvarfa og stofnana sem fólk í neyð leitar til. Þá skal kanna sérstaklega hvaða kostnaður beinn og óbeinn leggst á þjóðfélagið vegna atvinnu- leysis og sérstaklega skal rekja hve miklir fjármunir tapast í tengslum Stuttar þingfréttir Skip og hafnarsvæði Samgönguráðherra hefur lagt fram þrjú frumvörp er varða skip og hafnir. 1) Frumvarp til hafnar- laga. 2) Frumvarp til laga um eftirlit með skipum. 3) Frumvarp til laga um leiðsögu skipa. í frumvarpinu til laga um eftir- lit með skipum segir m.a. 1. gr: „Lög þessi gilda um öll íslensk skip, sem eru sex metrar á lengd eða lengri, mælt milli stafna, og notuð eru á sjó. Lögin gilda þó um öll farþegaskip án tillits til stærðar." í 2. gr. sömu laga eru orðskýringar m.a: „Skip er sér- hvert fljótandi far, nema annars sé getið.“ í frumvarpinu til laga um leið- sögu skipa eru orðaskilgreiningar í 2. grein. þar er skip skilgreint: „Hvert það far, sem er sex metrar á lengd eða lengra, mælt milli stafna og notað er á sjó.“ Hafnar- svæði er: „Særými við höfn, sem nánar er tilgreint í reglugerð.“ við atvinnuleysi í þjóðarbúinu í heild. Tillaga Svavars Gestssonar og Kristins H. Gunnarssonar gerir ráð fyrir því að eftir því sem verk- inu vindur fram skuli gera tillögur til úrbóta á þeim sviðum sem talin eru liggja beinast við varðandi fjölgun starfstækifæra, fullorðins- fræðslu og starfsmenntun í þágu atvinnulausra og þeirra sem standa tæpt á vinnumarkaði, s.s. fatlaðra. Svavari Gestssyni var það ánægjuefni að formenn stjórnar- flokkanna, Davíð Oddsson for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, væru viðstaddir þessa umræðu því að með ákveðnum hætti mætti halda því fram að hið alvarlega atvinnuleysi sem þjóðin stæði nú frammi fyrir að verulegu leyti, væri afleiðing stefnu ríkisstjórnar- innar; „stefnu afskiptaleysis og aðgerðaleysis“. Svavari gerði einn- ig málefni Atvinnuleysistrygginga- sjóðs að umtalsefni. Það væri ljóst að fjöldi atvinnulausra hefði ekki bótarétt úr sjóðnum og ennfremur benti hann á að það kæmi fram í yfirliti frá Hagstofunni að nærri 300 manns hefðu í maílok síðastlið- inn verið atvinnulaus í meir en 52 vikur og yrðu þar með án bóta í 16 vikur. Hér væru vandamál sem yrði að taka á. En hagur Atvinnu- leysistryggingasjóðs væri nú slíkur að hann væri fyrir löngu tómur og heyrst hefði að hann gengi nú á eigur sínar eða höfuðstól. Allir tala saman Davíð Oddsson forsætiráðherra sagði það vera umhugsunarefni að þrátt fyrir að við hefðum í áratugi búið við stöðugt atvinnuástand og ekkert atvinnuleysi, þá skuli At- vinnuleysistryggingasjóður vera jafn veikt staddur og raun bæri vitni. Forsætisráðherra taldi það ekki uppbyggilegt fyrir þessa um- ræðu að kenna einhverri „vondri ríkisstjórn“ atvinnuleysið. Hann benti á að atvinnuleysið hér á landi enn sem komið væri þrátt fyrir allt minna heldur en í okkar ná- grannalöndum. Forsætisráðherra sagði að þótt 2,7-3% atvinnuleysi væri ekki hátt á vestur-evrópskan mælikvarða þá væri óttalegra að margt benti til þess að ástandið gæti versnað. Þess vegna væru fram viðræður aðila vinnumarkaðarins fyrir at- beina ríkisvaldsins. Menn bindu vonir við að þær viðræður leiddu til niðurstöðu sem gæti komið í veg fyrir enn verra atvinnuleysisböl heldur en við yrðum nú að þola. Forsætisráðherra sagði þakkar- vert að forystumenn stjórnarand- stöðu vildu leggja sitt af mörkum til að slíkt allsheijarsamkomulag næðist. Forsætisráðherra sagðist telja að eftir fund sem haldinn hefði verið með formönnum stjórnar- flokkanna og fulltrúum Vinnuveit- endasambands íslands, VSÍ, og Alþýðusambands íslands, ASÍ, að mjög styttist í það að niðurstaða næðist. Forsætisráðherra taldi eðli- legt að innan fáeinna daga færu fram viðræður milli þingflokkanna. Gengisfelling gengur ekki Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði að spurn- ingin væri ekki um vonda eða góða ríkisstjóm, heldur hver væru úr- ræðin? Jón Baldvin Hannibalsson sagði fínnast „sjálfskipaða menn fyrir hluta atvinnulífsins“ sem krefðust þess að vandmálin yrðu leyst með meiri háttar gengisfell- ingu. En fulltrúar stjórnarflokk- anna og flestallir fulltrúar aðila vinnumarkaðarins væru sammála um að nú bæri okkur að koma í veg fyrir að til slíks óráðs yrði grip- ið. Þar aðgerðir sem nú væru til umræðu við aðila vinnumarkaðar- ins og ræddar yrðu áfram við full- trúa stjórnarandstöðuflokkanna, snerust um það að varðveita þann stöðhgleika sem náðst hefði á und- anförnum árum í íslensku efna- hagslífi. Varðveita kosti þess að að hafa lægri verðbólgu en í öðrum löndum. Að gera betur en tekist hefði hingað til að styrkja þennan stöðugleika með aðhaldi í ríkisíjár- málum. Um þetta snérust þessar viðræður. Þess fyrir utan yrði að beita sérstökum sértækum aðgerð- um til að ráðast að rótum vandans sem væri uppsafnaður skuldavandi sjávarútvegsins frá fyrri tíð. Utanríkisráðherra sagði að við glímdum við sama vanda og ná- grannaþjóðir okkar og mælt á suma mælikvarða hefði okkur þrátt fyrir allt tekist betur en öðrum. Þrátt fyrir allt væri atvinnuleysi minna hér en annarsstaðar. Verðbólga væri minni hér en annarsstaðar. Og þrátt fyrir allt væri innbyggður halli í ríkisbúskapnum minni heldur en þeim löndum sem við bærum okkur saman við, t.d. Svíþjóð. Þennan árangur mætti ekki van- meta. „Og menn mega ekki fóma honum í nafni heilagsandahoppa, einhverra, sem halda að þeir geti leyst þessi vandamál með patent- lausnum.“ Það kom fram í ræðu utanríkisráðherra hér átti hann einkum við þá sem „boða fortíðar- úrræði um gengisfellingu". Endurskoðun laga um Atvinnuleysistryggingasjóð Þingmenn ræddu um þörf á upp- lýsingum um atvinnuleysi, áhrif þess, og hugsanleg úrræði s.s. hvort aðild að Evrópsku efnahags- svæði yrði til bóta eður til skaða fyrir atvinnuástandið. Málefni Atvinnuleysistrygginga- sjóðs voru nokkuð rædd, ófullnægj- andi bótaréttur og hagur sjóðsins. Guðmundur Þ. Jónsson (Ab-Rv) stjórnarmaður í Atvinnuleysis- tryggingasjóði sagði að endurskoð- un á lögum um sjóðinn færi nú fram. Guðmundur dró enga dul á að staða Atvinnuleysistrygginga- sjóðs hefði versnað mjög. Guð- mundur rifjaði upp fyrir þingmönn- um að á liðnum góðærum hefði þessi sjóður verið notaður til að fjármagna húsnæðiskerfið en ef atvinnuleysið yrði viðvarandi þá gengi sjóðurinn á eigur sínar og tæmdist. Guðmundur vildi einnig vekja athygli á því að með auknu atvinnuleysi hefði staða þeirra sem þó hefðu enn vinnu mjög versnað; nú væri það algengt að stjórnendur og verkstjórar kæmu fram með hroka og óbilgirni og fólk þyrði ekki að sækja eða standa á sínum rétti. Svavar Gestsson vildi fá að vita á um á hverra vegum sú sú nefnd starfaði sem nú ynni að end- urskoðun laga um Atvinnuleysis- tryggingasjóð starfaði. Pétur Sig- urðsson (A-Vf) stjórnarmaður í Atvinnuleysistryggingasjóði upp- lýsti að nefndin væri skipuð fulltrúa ASÍ, Láru Júlíusdóttur, fulltrúa VSÍ, Jóni Magnússyni, fram- kvæmdastjóra sjóðsins, Margréti Tómasdóttur, og að endingu full- trúa heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, þ.e.a.s. hann sjálfur, Pét- ur Sigurðsson. • Sturla Böðvarsson st^rfandi þingforseti frestaði umræðu vegna þingflokksfunda kl. 16. Þá höfðu 14 þingmenn haldið ræður og a.m.k. 6 þingmenn áttu ólokið sín- um ræðum. Frumvarp til jarðalaga Þarf að tálga til svo brúklegt verði - segir Árni Johnsen Á NÆSTU dögum verður lagt fram frumvarp til jarðalaga. Frum- varpið er lagt fram vegna ákvæða í samningum um Evrópskt efna- hagssvæði, EES. Aðildarlöndum ESS verður óheimilt að mismuna mönnum varðandi landakaup á grundvelli þjóðernis. En frumvarp Halldórs Blöndals landbúnaðarráðherra miðar að því að setja mun strangari skorður eða „girðingar“ að öðru leyti. í almennum umræðum um samn- inginn um EES hafa komið fram miklar áhyggjur af hugsanlegum jarðakaupum útlendra manna eða félagasamtaka. Hafa þingmenn stjórnarandstöðu mjög innt eftir því hvaða skorður eða „girðingar" væri unnt að reisa, svo íslenskt land og jarðir héldust í eigu innlendra manna. Hafa þeir bent á lögfræði- legar álitsgerðir þar sem fram kem- ur að þessi mál séu öll næsta marg- slungin og torveld úrlausnar. Nú hefur verið kynnt í þingflokk- um stuðningsmanna ríkisstjórnar- innar frumvarp til nýrra jarðalaga. Frumvarpið mun ekki mismuna mönnum á grundvelli þjóðernis en að öðru leyti munu verða settar strangari skorður við kaupum og sölu jarðeigna hér á landi. frumvarpið gerir ráð ráð fyrir að unnt sé setja skilyrði um að viðkom- andi hafði starfað við landbúnað og búið á íslandi í tvö ár. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að setja skilyrði um búsetu kaupanda á jörð- inni eða innan eðlilegar fjarlægðar til nýtingar á henni í allt að fimm ár. Unnt verður að setja skilyrði um nýt- ingu kaupenda á jörðinni. Forkaupsrétt- ur sveitarfélags verður ekki upp- hafinn. Einnig er í frumvarpinu ákvæði um að ef sveitarfélag getur ekki eða vill ekki nýta sér lögbund- inn forkaupsrétt verði hægt að framvísa þeim rétti til Jarðasjóðs ríkisins. Þetta ákvæði mun einkum vera hugsað til varnar sögufrægum stöðum Islands eða sérstökum nátt- úruperlum. Frumvarp landbúnaðarráðherra kvað hafa hlotið misjafnar undir- tektir í ríkisstjórn og meðal þing- Heildarlöggjöf um viðskiptabanka og starfsemi sparisjóða VIÐSKIPTARÁÐHERRA, Jón Sigurðsson, hefur lagt fram frumvarp til laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Með þessu frumvarpi er horfið frá því að hafa aðskilda löggjöf um viðskiptabanka- og spari- sjóðsstarfsemi en þess í stað sett sameiginleg löggjöf um starfsemi þessara stofnana. skoðun og samstæðureikningsskil, slit viðskiptabanka eða sparisjóða, samruna, tryggingasjóði viðskipta- banka og sparisjóða, um starfsemi erlendra viðskiptabanka og spari- sjóða hér á landi, um starfsemi inn- lendra viðskiptabanka og sparisjóða erlendis, afturköllun starfsleyfa, viðurlög, eftirlit o.fl. í athugasemdum við frumvarpið segir að það sé samið af starfshóp er viðskiptaráðherra skipaði 18. nóvember 1991 sem falið var það verkefni að semja nauðsynleg laga- frumvörp og drög að reglugerðum vegna aðlögunar í íslenskum rétti á sviði lánastofnana og verðbréfa- viðskipta að ákvæðum í samningi um evrópskt efnahagssvæði. í athugasemdum er þess látið getið að samkvæmt samningi um EES sé heimilt að veita viðskipta- bönkum og sparisjóðum aðlögunar- frest að frumvarpinu til 1. janúar 1995. En ákveðið var að nýta ekki þessa heimild með tilliti til hags- muna þessara stofnanna sem ekki hefðu fengið aðgang að sameigin- legum markaði EES-ríkjanna fyrr en að aðlögun lokinni. Frumvarp viðskiptaráðherra er 103 lagagreinar auk þriggja brágðabirgðaákvæða. Hinar 103 lagagreinar skiptast í 17 kafla er varða starfsemi viðskiptabanka og sparisjóða, s.s. stofnun, starfsleyfi o.fl., stjórn og starfsemi, um laust fé og eigið fé, ársreikning, endur- manna í stuðningsliði stjórnarinnar. Einn þingmaður Alþýðuflokks sagði „þessa girðingarsmíð" vera „hrein- an kommúnisma“. Sjálfstæðimaður notaði orðið „gaddavír“. Árni Johnsen (S-Sl) sagði að þetta frumvarp miðaði að því að setja eins víðtæka þröskulda og mögulegt væri. í frumvarpinu væru ákvæði sem ætla mætti að yrðu til þess að lækka jarðir í verði. Það væri engin ástæða til þess að þing- menn yrðu til þess með lagasetn- ingu að bændur fengju ekki eðlilegt sannvirði eigna sinna ef þeir ætluðu að bregða búi. Árni var þeirrar skoðunar að landbúnaðarráðherra legði þetta frumvarp fram í þeim tilgangi að fá fram raunverulegan vilja þingmanna um þessi efni. •Hann ætlaði þingmönnum það verk- efni að „tálga þetta frumvarp til, svo brúklegt verði“. ' '' ' MMHCI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.