Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
3. ársþing Hestaíþróttasambands Islands
Reiðhjálmatillag'an rann í gegn
*
Islandsmótið ’94 í Kópavogi
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Nýlgörna stjórn HÍS skipa, frá vinstri talið: Júlíus Bijánsson, vara-
maður, Einar Ragnarsson, Bergur Jónsson, Magnús Lárusson, Jón
Albert Sigurbjörnsson. í neðri röð: Rosemary Þorleifsdóttir vara-
maður, Pétur Jökull Hákonarson formaður og Sigrún Ólafsdóttir
varamaður. Hákon Bjarnason hætti nú í stjórn eftir langa setu
og gifturík störf. Pétur formaður þakkaði honum sérstaklega.
_________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
Samþykkt skyldunotkunar
reiðhjálma í hestaíþróttakeppni
kom nokkuð flatt upp á þing-
fulltúa og aðra sem fylgdust
með 3. ársþingi Hestaíþrótta-
sambands Islands sem haldið
var á laugardaginn í félags-
heimili Fáks. Tillaga um þetta
efni hefur áður komið upp á
þingi HIS en þá voru menn ekki
í tilbúnir að kyngja skynsemis-
rökum. Þingið fór ágætlega
fram, umræðan nokkuð fijó
þótt ekki væru nein þungavikt-
armál á dagskránni að þessu
sinni.
í upphafi þings voru þeir Kári
Arnórsson fyrrverandi formaður
LH og Ragnar Tómasson kosnir
þingforsetar og þeir Sigurður
Magnússon framkvæmdastjóri ÍSÍ,
Júlíus Hafsteins formaður ÍBR og
Guðbrandur Kjartansson varafor-
maður LH ávörpuðu þingheim og
fluttu kveðjur frá samtökum sín-
um. Eyjólfur ísólfsson reiðkennari
á Hólum flutti erindi um framtíðar-
skipan hestamóta þar sem hann
' setti fram grófar en rökstuddár
hugmyndir í þá átt að íþrótta-
keppni og gæðingakeppni muni í
framtíðinni sameinast í eina
keppnisgrein. Sagði hann að ef
slík breyting næði fram að ganga
myndi það einfalda mótahaldið
mjög. Taldi hann það orðið allt of
flókið og fyrirferðarmikið og væri
brýnt að huga að breytingum í þá
átt að einfalda og létta keppnina.
Virtist málflutningur Eyjólfs falla
í góðan jarðveg hjá þingfulltrúum
sem virðast gera sér vel grein fyr-
ir því að í óefni stefnir verði ekk-
ert að gert.
Fljótlega eftir að nefndarstörf
hófust var ljóst að ein nefndin,
laga og leikreglnanefnd, þyrfti
mun lengri tíma til að afgreiða sín
mál en aðrar nefndir sem þarna
störfuðu. Var ástæðan sú að hún
hafði hvorttveggja í senn fleiri mál
en aðrar nefndir og flóknari og
voru það mistök að láta ekki þær
nefndir er fyrstar luku störfum
yfírtaka eitthvað af málum laga-
nefndarinnar. Það var ekki gert
og af þeim sökum seinkaði þing-
lokum um tæpa tvo tíma.
Tæplega er hægt að segja að
margar af þeim tillögum sem born-
ar voru upp á þinginu hafi verið
stórmerkilegar enda voru óvenju
margar tillögur felldar. Virðist sem
lítill tilgangur liggi að baki sumra
tillagnanna annar en sá að fram
komi tillaga. Mættu þingfulltrúar
leggja meiri vinnu í tillögugerð og
að sama skapi mætti bæta málfar
og framsetningu við tillögugerðina.
Það sem helst stóð upp úr var
áðumefnd tillaga um reiðhjálmana.
Þá var samþykkt að dómaranefnd
HÍS skuli halda 3 til 4 samhæfing-
arnámskeið í mars eða apríl ár
hvert fyrir dómara og fái einungis
þeir dómarar sem mæta á nám-
skeiðin viðurkenningu HÍS til dóm-
starfa það árið. Samþykktar vom
keppnisreglur fyrir hlýðnikeppni
sem er á milli A- og B-hlýðni að
styrkleika. Er þessi styrkleika-
flokkur ætlaður ungmennum og
byijendum í fullorðinsflokki. Þá
vom einnig samþykktar keppnis-
reglur fyrir hindrunarstökk barna
og unglinga og reglur um gæð-
ingaskeið vom snikkaðar til þannig
að nú er meiri vandi að komast í
háar einkunnir í gæðingaskeiðinu
en áður var. Þá var samþykkt að
íslandsmótið 1994 verði haldið í
Glaðheimum, félagssvæði Gusts í
Kópavogi, en einnig buðu Sörli í
Hafnarfirði fram svæði sitt og
vestlensk félög buðu fram Kaldár-
mela. Bæði Sörlamenn og Vest-
lendingar drógu boð sín til baka
þegar leið á þingið. íslandsmótið á
næsta ári verður sem kunnugt er
haldið í Eyjafirði, annaðhvort á
Akureyri eða Melgerðismelum.
I lokin fór fram stjórnarkjör og
var byijað á að kjósa mann í stað
Hákonar Bjarnasonar gjaldkera
sem óskaði eftir að hætta en hann
átti eftir að sitja eitt ár af kjörtíma-
bili sínu. Hákon hefur verið einn
af burðarásunum í starfsemi HÍS
frá stofnum og áður í íþróttaráði
LH. í hans stað var sjálfkjörinn
Jón Albert Sigurbjörnsson, Fáki.
Meiri spenna færðist í leikinn þeg-
ar Einar Ragnarsson, Sörla, var
kjörinn í stjórn en hann hafði setið
í varastjórn og Magnús Lárusson,
ÍDS, var endurkjörinn en aðeins
einu atkvæði munaði á honum og
Ámunda Sigurðssyni, Skugga.
Aðrir í stjórn em Pétur Jökull
Hákonarson, Herði, sem er for-
maður, og Bergur Jónsson, Frey-
faxa. I varastjórn vora kjörin þau
Sigrún Ólafsdóttir, Snæfellingi,
Júlíus Bijánsson, Herði, og Rose-
mary Þorleifsdóttir, Smára.
starfsmenntun
■ Streitustjórnun
Meö einföldum aðgerðum er hægt að
læra að stjóma starfsþreytu og streitu,
sem skilar sér í betri líðan hjá starfs-
mönnum, er skilar betra samstarfi og
auknum afköstum.
Nánari upplýsingar hjá
Stjórnunarfélagi íslands
í síma 621066.
■ Réttritunarnámskeið
Við kennum allar stafsetningarreglur og
þjálfum notkun þeirra. Námskeiðið hent-
ar öllum aldurshópum. Lengd 20 stund-
ir. Verð 5.500 kr. Reyndir kennarar.
Innritun og uppl. f síma 15103 og
17860 eftir kl. 16.00.
AB Árangursrfkar
söluaðferðir
- Nóvember -
Kennd verður tækni, sem hjálpar sölu-
manninum að þekkja stöðu sína, greina
þær breytingar sem eru í vændum, end-
urmeta stöðu sína og finna nýjar leiðir
til úrlausnar.
Nánari upplýsingar hjá
Stjórnunarfélagi íslands
f sima 621066.
VÉLRITUNARSKÓLINN
ÁNANAUSTUM I5
l 01 REYKJAVÍK
SÍMI 2 80 40
■ Kanntu að vélrita? Vélritun er
undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blind-
skrift og almennar uppsetningar.
Morgun- og kvöldtímar.
Innritun Þsímum 28040 og 36112.
Ath.: V.R. og B.S.R.B. styrkja félaga
sína á námskeið skólans.
stjórnun
■ Phoenix námskeiðið
11.-13. nóvember
Ætlað stjórnendum - starfsmönnum -
fjölskyldufólki og einstaklingum, sem
vilja tileinka sér aðferðir til þess að ná
hámarksárangri í starfi og einkalífi. Leið-
ir til árangurs á öllum sviðum lífs þíns.
Nánari upplýsingar hjá
Stjórnunarfélagi íslands
, í síma 621066.
■ Breyttu áhyggjum
i uppbyggjandi orku!
Félagsmálaskóli - ITC-námskeið.
- Markviss málflutningur.
- Áhrifarík fundarstjórn.
- Aðlögum námskeið fyrir hópa/félög.
Símar: Guðrún 46751, Kristín
34159 og Vilhjálmur 78996.
tölvur
■ Word fyrir Windows
15 klst. námskeið 30. nóv.-4. desember
kl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
I Time Manager
17.-18. nóvember
Time Manager byggir á markmiðasetn-
ingu og tímastjórnun, sem leiðir til auk-
inna afkasta, gerir vinnuna markvissari
og kemur í veg fyrir óþarfa streitu.
Tímaþjófar heyra sögunni til.
Nánari upplýsingar hjá
Stjórnunarfélagi íslands
í síma 621066.
■ Novell NetWare
netstjóranámskeið
15 klst. námskeið 16.-20. nóvember
kl. 16-19. íslensk námsgögn. Leiðbein-
andi Torfi Helgi Leifsson, verkfræðing-
ur. Mjög hagstætt verð.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Öll tölvunámskeið
á PC og Macintosh
Fáðu senda námsskrá.
Töivu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
" ■ Stjórntæki fyrirtækja
- Nóvember -
Markmið námskeiðsins er:
Að gefa stjórnendum og starfsmönnum
almenna innsýn í þessi mál og að þeir
sjái samhengið milli þeirra.
Áð kynna hvernig algengustu stjómtæki
eru notuð í stærri fyrirtækjum og hvern-
ig þau geta nýst öðmm fyrirtækjum.
Nánari upplýsingar hjá
Stjórnunarfélagi íslands
f sima 621066.
■ Staðarnet
ítarlegt námskeið um netvæðingu og
þá tækni sem að baki býr, 11.-13. nóv.
kl. 8.30-12.30.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Excel 4.0 fyrir Windows
15 klst. námskeið 23.-27. nóvember
kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
19.
I Markmiðasetning
20. nóvember
Aðeins 3% einstaklinga virðast ná mark-
miðum sínum í lífinu. Lögð er áhersla á
að kenna þær aðferðir er best hafa
reynst við setningu markmiða f þágu
einstaklinga.
Nánari upplýsingar hjá
Stjórnunarfélagi íslands
i síma 621066.
■ Excel 4.0 fyrir Macintosh
15 klst. námskeið 23.-27. nóvember
kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ PageMaker fyrir Macintosh og PC
15 klst. námskeið 30. nóv.-4. des. kl.
16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ The Peak Performance
Woman
Nóvember -
Konur - fyrirtæki - framsögn.
- Myndbandanámskeið -
12 þættir sem tryggja frama.
Peak Performance Woman er fyrir hina
metnaðarfullu konu, sem vill sjá árangur
í starfi.
Nánari upplýsingar hjá
Stjórnunarfélagi íslands
í síma 621066.
■ Tölvunámskeið
Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh,
14 klst.
Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh,
14 klst.
Windows 3.1, 8 klst.
PC grunnnámskeið, 16 klst.
Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur.
■ Word fyrir Macintosh
15 klst. námskeið 30. nóv.-4. desember
kl. 13-16.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Námskeið frá tæknideild
Tæknivals
NetWare 3.11 System Manager
16.-18. nóv. '92
Tilgangur námskeiðsins er að gera
stjórnendum tölvunetkerfa hæfari til
þess að viðhalda netkerfinu þannig að
það nýtist notendum þess sem best.
Mikill hluti námskeiðsins er verklegur
og er reynt að tengja efni námskeiðsins
raunverulegu netumhverfi. Tími gefst
til fyrirspurna varðandi vandamál í net-
kerfum, sem verið er að vinna við.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Námskeiðið er viðurkennt af Novell.
Lengd: 3 dagar.
Advanced System Manager
7.-9. des. '92
Námskeiðið er einungis ætlað þeim, er
hafa sótt námskeiðið NetWare 3.11
System Manager. Á þessu námskeiði
verður farið ýtarlega í hvernig hægt er
að auka afkastagetu netsins (perform-
ance features) og fylgjast með minnis-
þörf og notkun.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Námskeiðið er viðurkennt af Novell.
Lengd: 3 dagar.
NÆ2VÍSAÐSTŒ)
■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds-
og háskólanema. Flestar námsgreinar.
Einkatímar - hópar.
Reyndir réttindakennarar.
Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30.
N emendafjj óruis tan sf.
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Aðeins 5 nemendur í hóp. Faglærður
kennari. Upplýsingar í síma 17356.
■ Hátíðarfatnaður fyrir
jól og árshátíðir
Nýtt saumanámskeið hefst 17. nóvem-
ber nk. Kennt verður á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 19-22.30.
Kennari: Ásdís Ósk Jóelsdóttir.
T ómstundaskólinn,
s. 677222.
myndmennt
ýmislegt
■ Miðill og stjörnuspekingur
Enski miðillinn Terry Evans og Gunn-
laugur Guðmundsson, stjörnuspek-
ingur, halda saman helgamámskeið 14.
og 15. nóv. næstkomandi. Gunnlaugur
fjallar um stjörnukort þátttakenda með
tilliti tU fyrri lífa og Terry hjálpar þátt-
takendum að þroska andlega hæfileika
sína og opna fyrir innsæið.
Stuttur einkatími er í lok námskeiðsins
fyrir hvern þátttakanda, bæði hjá Gunn-
laugi og Terry Evans.
Nánari upplýsingar má fá hjá Stjörnu-
spekistöðinni f síma 10377.
■ Tungumál - raungreinar
Kennsla fyrir þig.
Skóli sf.,
Hallveigarstíg 8,
sími 18520.
■ Bréfaskólanámskeið:
Teikning, litameðferð, listmálun með
myndbandi, barnanámskeið, skraut-
skrift, hýbýlafræði, innanhússarkitektúr,
garðhúsagerð og hæfileikapróf.
Nýtt námskeið: Húsasótt.
Fáðu sendar upplýsingar um skól-
ann með því að hringja í síma
627644 allan sólarhringinn.
fjármál
■ Einföld uppskrift að skipulegri
uppbyggingu eigna.
Einstakt 2ja daga kvöldnámskeið Verð-
bréfamarkaðs Islandsbanka, VÍB, um
fjármál einstaklinga. Lögð er áhersla á
hnitmiðaða leiðsögn við hámörkun eigna.
Nánari upplýsingar veitir
Margrét Sveinsdóttir hjá VÍB í
sfma 91-681530.