Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 41

Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 Hella Ríflega 140.000 gærur salt- aðar í akkorði á sex vikum Hellu. SLÁTURFÉLAG Suðurlands og Loðskinn hf. á Sauðárkróki reka eina stærstu gærusöltunarstöð landsins á Hellu á Rangárvöllum. Stöðin saltar fyrir sex sláturhús allt austan frá Kirkjubæjarklaustri vestur að Leirá í Borgarfirði. Að sögn Ingólfs Guðmundssonar, yfírmanns stöðvarinnar, voru 140.807 gærur saltaðar í sláturtíð- inni, en henni Iauk nú í októberlok. Hjá stöðinni störfuðu 12 manns yfir háannatímann, en utan hans vinna 3-4 menn við að rífa upp, flokka og senda gærur til sútunar. Gærurn- ar fara til vinnslu í mokkaskinn og afullun hjá sútunarverksmiðju Loð- skinns á Sauðárkróki, en ærgærur og mislitar lambagærur til SÍS á Akureyri. Ingólfur kvað allar ■geymslur fullar eftir sláturtíðina, en einnig væri fyrirtækið með gærur í geymslu í fyrrverandi sláturhúsi SS í Djúpadal. Það væri næg vinna fyr- ir þessa 3-4 starfsmenn fram í maí/júní á næsta ári við flokkun gæranna, en þá tæki við hreinsun húsanna og undirbúningur fyrir næsta úthald. — A.H. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Karlarnir í gærusöltuninni á Hellu. F.v.: Vigfús Sigurðsson, Ingólfur Guðmundsson og Gunnar Þorgilsson. RAÐAUGl YSINGAR ATVINNAIBOÐI Skipulag ríkisins Staða deildarstjóra byggingadeildar er laus til umsóknar. Starfið felst m.a. í leiðbeiningum um túlkun á byggingarreglugerð, samstarfi við ráðu- neyti og stofnanir, sem starfa að byggingar- málum og eftirliti með störfum byggingar- nefnda. Umsækjendur þurfa að hafa mennt- un og reynslu í gerð aðal- og séruppdrátta, þekkingu á starfi byggingarnefnda og bygg- ingarfulltrúa, hafa yfirsýn yfir lög og reglu- gerðir um skipulags- og byggingarmál og byggingarstarfsemi almennt. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. janúar 1993. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guð- mundur L. Hafsteinsson, deildararkitekt, í síma 624100. Skriflegum umsóknum, ásamt prófskírtein- um og yfirliti um fyrri störf, skal skila fyrir 1. desember til Skipulagsstjóra ríkisins. Skipulagsstjóri ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Almennar kaupleiguíbúðir Höfum til ráðstöfunar eftirtaldar almennar kaupleiguíbúðir, sem eru tilbúnar til innflutn- ings: Ásholt 38: 1 íb., 2 herb., 64 fm + sameign og bílskýli. Veghús 31: 1 íb., 3-4 herb., 100fm + sameign og bílskýli. 2 íb., 3 herb., 95 fm + sameign og bílskýli. 1 íb., 2 herb., 70 fm + sameign og bílskýli. Klapparstígur 1A: 1 íb., 3 herb., 98 fm + sameign. 4 íb., 2 herb., 64 fm + sameign. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Suðurlands- braut 30, og verða veittar þar allar almennar upplýsingar. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóv. nk. ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í lóðarfrágang við leikskólann Eggertsgötu 12-14. Um er að ræða jarðvegsskipti, snjóbræðslu, leiktæki og hellulögn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 17. nóvember 1992 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR f rikirk|uvoyi 3 Sinii 25800 Skrifstofuhúsnæði Til leigu er 100 fm skrifstofuhúsnæði á Bíldshöfða. Upplýsingar veitir Halldóra í síma 812300. FRODI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Auglýsingastofa - leiguhúsnæði Auglýsingastofa óskar eftir tilbúnu húsnæði til leigu. Stærð 100-120 fm. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 13. nóvember merkt: „Leiga - 4984.“ Örugg og arðvænleg fjárfesting Til sölu atvinnuhúsnæði m. öruggum leigu- samningi á einum besta stað í borginni. Hentar sérstaklega vel alvöru fjárfestum. Upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu okkar - ekki í síma. Huginn fasteignamiðlun, Borgartúni 24, 2. hæð, Atlashúsinu. Landsbyggðarþjónusta Útvegum vörur og varahluti af höfuðborgar- svæðinu. Sendum í póstkröfu. Upplýsingar í síma 23707 eftir kl. 19.00 alla daga. Fyrirlestur Dr. Sigríður Valgeirsdóttir, fyrrverandi pró- fessor við Kennaraháskóla íslands, og Kol- brún Gunnarsdóttir, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, halda fyrirlestur við Kenn- araháskóla íslands miðvikudaginn 11. nóv- ember kl. 15.15. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Rannsókn á sérkennsluþörf og framkvæmd sérkennslu í grunnskólum - helstu niðurstöður. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu B-301 og er öllum opinn. Rannsóknastofnun Kennaraháskóla íslands. Bílartilsölu Eftirtaldir bflar fást með einstökum staðgreiðsluafslætti eða mjög góðum lánakjörum: ★ Chevrolet Blazer, árgerð 1985, ekinn 90 þúsund km. ★ Mercedes Benz 100D, árgerð 1990, ekinn 62 þúsund km., vsk-bíll. ★ Jeep Wrangler, árgerð 1990, ekinn 60 þúsund km. ★ Mazda 323, sjálfskiptur, 4ra dyra, árgerð 1988, ekinn 90 þúsund km. ★ Mercedes Benz 280 SE, árgerð 1983, ekinn 190 þúsund km. ★ Suzuki Swift.xárgerð 1984, ekinn 104 þúsund km. ★ Toyota Carina II, árgerð 1987, ekinn 59 þúsund km. ★ Range Rover, árgerð 1979, ekinn 140 þúsund km. ★ Volvo 244 DL, árgerð 1983, ekinn 134 þúsund km. ★ Subaru Turbo, árgerð 1988, ekinn 105 þúsund km. ★ Subaru 1800 GL station, árgerð 1987, ekinn 80 þúsund km. Allir bílarnir eru nýskoðaðir hjá Bifreiðaskoðun (slands. Nánari upplýsingar veitir Bílasala Guðfinns í síma 91-621055 milli kl. 10 og 19 alla virka daga og frá kl. 10 til 17 á laugardögum. □ EDDA 5992111019 III I.O.O.F. Rb. 1 = 14211108 - 9.III. D FJÖLNIR 599211101911 Frl. □ Sindri 599210117 - 1. Framhalds- og byrjendanám- skeið hefjast fljótlega. Upplýsingar í síma 679181 (kl. 17-19). Jógastöðin Heimsljós. AD KFUK, Holtavegi Skammdegisvaka fyrir allar kon- ur í kvöld kl. 20.30. Dagskrá í umsjá hóps. Þú ert líka velkominn. Skíðafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 17. nóvem- ber kl. 20.00 á skrifstofu félags- ins, Amtmannsstig 2. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253? Þriðjudagur 10. nóv. kl. 20. Kvöldganga á fullu tungli Ekið i Kaldársel og gengið um Gvendarselshæð í Óbrynnis- hóla. Verð 500,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin (stansað við Mörkina 6). Verið með! Ferðafélag Islands. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.