Morgunblaðið - 10.11.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 10.11.1992, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 Samvinnuhreyfingin lifir eftir Ólaf Sverrisson Erfíð undanfarin ár 1 Samvinnuhreyfingin virðist ekki * eiga upp á pallborðið í Evrópu yfir- leitt nú sem stendur. Hún hefur orðið að láta undan síga og dregið saman seglin í sumum löndum álf- unnar. í öðrum hefur hún nánast horfíð af sjónarsviðinu, beðið ósig- ur._ Á íslandi hefur undanfarin all- mörg ár hallað undan fæti fyrir samvinnuhreyfíngunni. Þegar kaupfélögin voru flest á Íslandi voru þau 55. Nú eru þau 24. Samband íslenskra samvinnufé- laga hefur alllengi átt í rekstrarerf- iðleikum. Þótti staðan svo veik í ársbyrjun 1988, að hugmyndir komu fram í stjórn Sambandsins um að rétt væri að skipta rekstri , þess upp í 5 til 6 faglegar einingar. Skipulagsbreyting Skipuð var þann 18. júlí 1988 undimefnd í málið sem vann rösk- lega að verkefninu. Nefndin skilaði áliti, þar sem gert var ráð fyrir Nachi legurer japönsk gæðavara á sérsaklega hagstæóu verði. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanir eftir þörfum. JI@írty}RDRD Tillésúdfu] HÖfÐABAKKA 9 112 REYtOAVIK SÍMI »1-670000OQ 68565« skiptingu á rekstri Sambandsins í sex sjálfstæð hlutafélög. Stóðu all- ir nefndarmenn að þessari tillögu nema Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, sem var á móti, og Þröstur Ólafsson, þáverandi kaup- félagsstjóri KRON, sem sat hjá við lokaatkvæðagreiðslu í nefndinni. Það er skemmst frá að segja, að tillögur sjömannanefndarinnar mættu svo mikilli andstöðu innan Sambandsins, að ekki þótti ráðlegt að bera þær fram í stjóm þess að svo stöddu. Þegar kom fram á árið 1989 fór framkvæmdastjórn Sambandsins að ræða í sínum hópi um skipulag þess. Hugmyndir framkvæmda- stjóranna voru ræddar á fundi í stjóm Sambandsins í nóv. 1989 þar sem nefnd úr hópi þeirra var falið að vinna áfram að málinu og hafa hraðann á eftir því sem mögulegt væri. Nefndin skilaði tillögum um upp- skipti Sambandsins, tillögum sem studdust að mjög miklu leyti við tillögur sjömannanefndarinnar. Stjóm Sambandsins lagði tillögur framkvæmdastjórnarinnar fyrir aðalfund Sambandsins, þar sem þær vom samþykktar 8. júní 1990 mótatkvæðalaust. All miklu betra hefði verið að afgreiða þetta stórmál tveimur ámm fyrr eins og sjömannanefndin vildi. Þau ár urðu Sambandinu dýr. Ákvörðun Sambandsfundar var hrint í framkvæmd á nokkmm mánuðum. í árslok 1990 var Sam- bandið lítið annað orðið en eignar- haldsfélag. Reksturinn var kominn á hendur sex hlutafélaga. Sam- bandið átti meirihluta hlutafjár i íjórum þeirra en ekki tveimur, það er Goða hf. 49% og íslenskum sjáv- arafurðum 50%. Nú er svo komið fyrir Sambandinu, sem löngum hefur verið umsvifamesta fyrirtæki landsmanna, að það hefur ekki lengur neinn teljandi rekstur með höndum, en er fyrst og fremst eign- arhaldsfyrirtæki. _ Vera kann að saga þess sé senn öll og 90 ára, að mörgu leyti heilla- dijúgu starfí þess, sé lokið. Uppgjör við lánardrottna Á þessari stundu er útlit fyrir að Sambandið geti gert upp sínar bankaskuldir, en ekki mikið um- fram það. Þetta þykir ef til vill ekki trúleg saga. Mönnum hefði heldur ekki þótt trúlegt fyrir nokkr- um árum, að svona yrði komið fyr- ir Sambandinu á 90 ára afmæli þess, en það var stofnað 20. febr- úar 1902. Óvænt staða Menn hafa, sumir hveijir, trúað því að Sambandið væri nokkuð sem við hefðum um ófyrirsjáanlega framtíð og alls ekki trúað því að það yrði að hætta rekstri vegna varanlegs tapreksturs og þar af leiðandi greiðsluerfíðleika. „Nei, það getur ekki gerst,“ sögðu menn. En svona er nú komið samt. Hvern- ig má það vera? I stuttri grein sem þessari er ekki hægt að gera tæm- andi úttekt á því. En þó má nefna nokkuð af því, sem kom illa við Sambandið. Áföll Eins og allir vita er Sambandið samband kaupfélaga. Það hefur löngum verið eins konar bakhjarl þeirra og þá ekki síður siðferðisleg- ur heldur en fjárhagslegur. Þó var það svo um langt skeið að þegar halla tók undan fæti hjá einhveiju kaupfélagi þá kom Sambandið til áðstoðar svo að ekki kæmi til þess, að menn töpuðu á því að eiga pen- inga hjá kaupfélögunum. Þetta hefur sennilega styrkt álit samvinnuhreyfíngarinnar og aukið traust manna á henni og orðið til þess að félagsmenn áttu löngum meiri fjármuni inni hjá kaupfélög- unum en ella hefði verið. En þessi fyrirgreiðsla gekk of langt, varði of lengi og kostaði Sambandið of mikla fjármuni, sem það hafði svö sannarlega ekki of mikið af. Sambandið var marga áratugi stór atvinnurekandi og á skilið að það sé metið mikils fyrir það, því mörg fyrirtækja þess gengu vel. En því miður gekk margt annað illa sem olli Sambandinu miklum íjárútlátum. Má í því sambandi nefna laxeldi, sem Sambandið stofnaði til af stórhug. Það mis- heppnaðist og miklir fjármunir töp- uðust. Þá má nefna kexverksmiðju, sem Sambandið átti og rak um skeið en bar sig ekki. Ný bygginga- vöruverslun á Krókhálsi í Reykja- vík, sem miklar vonir voru bundnar við, gekk illa og var seld. Samein- ing Álafoss, sem Framkvæmda- sjóður átti, og ullariðnaðar Sam- HREINT OG SKÍNANDI SALERNI ÁAUGABRAGÐI Engar vatnsfötur - engar tuskur <j Notkun Touch-Ups klútanna er fljótvirk og þægileg leiö til þess aö halda salernum og baðherbergjum hreinum og skínandi meö ferskum ilmi. Engar hvimleiðar klósetttuskur framar! Verland sf. s. 412G4 Fax 642965 Ólafur Sverrisson „Menn hafa, sumir hverjir, trúað því, að Sambandið væri nokk- uð sem við hefðum um ófyrirsjáanlega framtíð og alls ekki trúað því að það yrði að hætta rekstri vegna varanlegs tapreksturs og þar af leiðandi greiðsluerfið- leika. „Nei, það getur ekki gerst,“ sögðu menn. En svona er nú komið samt.“ bandsins í eitt fyrirtæki var hug- mynd sem var andvana fædd eins og að henni var búið. Enda varð þetta ævintýri Sambandinu dýrt. Verslun, iðnaður og sjávarútvegur Ég ætla ekki út í frekari upptaln- ingar, en bæta má því við að versl- unarrekstur Sambandsins hefur gengið illa mörg undanfarin ár enda oft verið tap á Verslunardeild þess, sem er auðvitað afleitt með svo mikilvægan hluta rekstursins sem Verslunardeildin er. Þá tapaði Sambandið oft umtalsverðum upp- hhæðum á iðnaði. Einnig hefur það orðið fyrir stórum áföllum í við- skiptum við fískfyrirtæki. Nýtt Sambandshús Fyrir nokkrum árum var Sam- bandshúsið við Sölvhólsgötu selt ríkissjóði. Byggt var nýtt Sam- bandshús á Kirkjusandi í Reykja- vík. Nýja húsið kostaði nokkuð meira en áætlað var, en varð þó ekki dýrt. Þetta er stórt og glæsi- legt hús, vandað og án alls tildurs. Nú er þetta hús til sölu en hefur ekki selst; enda það stórt, að það er ekki á margra færi að kaupa það. Eins og er er þessi eign veru- legur baggi á Sambandinu, því það á þarna þijár ónotaðar hæðir, sem metnar eru hátt á fjórða hundrað millj. kr. Vonir standa til þess að úr þessu sé nú að rætast. Ástæður Nú er eðlilegt að menn og þá fyrst og fremst samvinnumenn, spyiji, hvers vegna fór þetta svona? Vafalaust hefur verið of mikið um rangar eða vafasamar ákvarð- anir sem hafa leitt af sér tap og fjárhagsvanda. Stjórnkerfí Sambandsins hefur reynst of þunglamalegt og ímynd þess meðal almennings ekki svo góð sem skyldi. Reynt var að hressa upp á ímyndina með því að gera nýja stefnuskrá fyrir Samvinnuhreyf- inguna, sem samþykkt var á Sam- bandsfundi á Húsavík í júní 1982, þ.e. á 100 ára afmæli Kaupfélags Þmgeyinga, sem er elsta kaupfélag landsins. Þetta var í sjálfu sér gott mál og í það var lögð umtalsverð vinna, en það fór því miður fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Meðan Sambandið var og hét lagði það árlega umtalsverðar upp- hæðir til menningarmála. Veitti t.d. • fjármuni til styrktar góðgerðar- stofnunum og til efnilegra lista- manna sem stóðu í kostnaðarsömu námi. Munu margir okkar bestu listamanna hafa notið þessa. Lengi vel rak Sambandið Sam- vinnuskólann. Fyrst í Reykjavík, síðan á Bifröst. Þurfti það jafnan að veija verulegum fjárhæðum til skólans beint, auk þess sem fjár- festingin á Bifröst kostaði sitt. Nú hefur skólanum verið breytt í sjálfs- eignarstofnun og er nú orðinn há- skóli, „Samvinnuháskólinn á Bif- röst“. Ér talið að skólinn þannig breyttur falli betur að hinu almenna fræðslukerfí eins og það er í dag, heldur en verið hefði að skólanum lítið eða ekki breyttum. Um marga áratugi rak Sam- bandið Bréfaskóla SIS, sem þurfti oft á fjárhagsstuðningi að halda. Sambandið hefur sem sagt víða komið við; en ekki notið hins al- menna velvilja sem það á skilið. Það færðist mikið í fang og stund- um réðu hugsjónaleg sjónarmið of miklu um afgreiðslu mála hjá stjóm þess. Bréf 17. apríl ’89 Áður en lengra er haldið ætla ég að nefna eitt mál, sem var nokk- uð umrætt á sínum tíma og snerti það sem gerðist hjá Sambandinu hinar örlagaríku vikur vorið 1989, en það er bréf sem ég sem stjórnar- formaður ritaði forstjóra Sam- bandsins 17. apríl 1989. Ymsir hafa haldið því fram, að stjórn Sambandsins hafi verið sinnulaus og afskiptalítil um mál- efni þess. Þetta er rangt. Ef fundar- gerðir stjórnarinnar frá árunum 1988 og 1989 eru lesnar sést, að rekstur og afkomuhorfur hafa á svo til hveijum fundi stjómarinnar verið til umræðu. Alvöruþrungnar bókanir voru gerðar þar sem skorað var á forstjóra og framkvæmda- stjóra Sambandsins að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að rétta við hag þess. Þrátt fyrir kröfur stjómarinnar og góðan ásetning framkvæmda- stjóranna og forstjórans hrakti okkur undan, meira og meira af leið, hallarekstur hélt áfram og enn gekk jafnt og þétt á eigið fé Sam- bandsins. Á fundi í stjórn Sambandsins 5. apríl 1989 var hin erfíða fjárhags- staða enn til umræðu. Eftir þann fund held ég að öllum stjórnar- mönnum hafí verið ljóst, að skriður Sambandsins var þá orðinn svo þungur niður, að ekkert nema kraftaverk gæti bjargað því. Það var erfitt að vera formaður stjórnar Sambandsins undir þáver- andi kringumstæðum. Eftir að hafa hugsað málin fram og aftur ákvað ég að skrifa forstjóra Sambandsins bréf, sem er dagsett 17. apríl 1989. Þar rakti ég áhyggjur stjómarinnar og skyldur hennar gagnvart kaup- félögunum og félagsmönnum þeirra. Þá spurði ég forstjóra og framkvæmdastjóra um hvað þeir hugsuðu sér að gera til þess að rétta við hag fyrirtækisins hver á sínu sviði. Hinn 16. maí ’89 fékk ég svör forstjóra og framkvæmdastjór- anna, allmikil að fyrirferð, alls 55 vélritaðar síður. Svarendurnir höfðu greinilega lagt vinnu í svör- in. Allir stjórnarmenn Sambandsins fengu þessar greinargerðir hálfum mánuði fyrir sambandsfund. Eftir að hafa lesið svörin jókst mér bjartsýni og ég fór að vona að framundan væru bjartari dagar. Vonbrigði En Adam var ekki lengi í Para- dís. Eftir því sem leið á árið 1989 varð betur sýnt, að yfir okkur var að ganga eitt taprekstrarárið enn. Var nú ljóst orðið, að rekstur Sambandsins undir því skipulagi, sem það var þá, var óviðráðanleg- ur. Upp úr þessu var síðan gerð hin mikla breyting á skipulagi Sam-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.