Morgunblaðið - 10.11.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 10.11.1992, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 Af hveiju ekki kirkjuskjól? eftir Toby S. Herman Mikil umræða um vellíðan bama á íslandi hefur heyrst að undan- fömu. Síðan Stöð 2 sýndi þáttinn um Bamaheill hefur meðvitund al- mennings og yfirvalda um þessi málefni farið vaxandi. En það var einmitt sá þáttur sem vakti undran mína á hversu lítið sumir þegnar kirlrjunnar vissu um, eða vildu vekja athygli á þeirri starfsemi, sem í dag kallast Kirkju- slqól. Einstöku sinnum hefur verið minnst á Kirkjuskjól í fjölmiðlum og þá sem áhugavert og jákvætt framtak af kirkjunnar hendi. Engin ítarleg skrif hafa birst og enn vita fáir um tilvist skjólsins eða mögu- leika þess úrræðis. Sem einn fram- kvöðull Kirkjuskjóla og forstöðu- maður Kirkjuskjóls í Neskirkju tel ég mig því verða að vekja á því athygli og um leið að hvetja þá sem hafa peningavöldin innan kirkna að láta ekki lengur á sér standa. Stuðl- ið að tíþpbyggjandi og jafnframt fyrirbyggjandi starfi í þágu bama og opnið skjól í ykkar sókn. Kirkjuskjól var ætlað sem vandað úrræði fyrir fjölda bama og þá for- eldra sem þurfa eða vilja koma börnum sínum fyrir á morgnana. Hugmyndin var að nýta rými í safn- —ttðarheimilum kirkna þann tíma dags, sem lítið starf er fyrir hendi og bjóða upp á athvarf fyrir böm sem era ein heima að morgni dags. Ætlunin var að allir hefðu rétt á plássi fyrir böm sín, og að hver kirkja kæmi af stað skjóli í sinni sókn. Sóknunum var ætlað að styrkja starfsemina mánaðarlega og að lána húsnæðið. Foreldram var ætlað að borga mánaðargjald svipað og fyrir hálfan dag á leik- skóla og borgin þá viðbót fyrir hvert —J*bam eins og á öðrum einkareknum skóladagheimilum. Hefðu sóknimar sinnt þessu sem skyldi væra u.þ.b. 150 til 200 færri böm á aldrinum 6-10 ára ein heima á morgnana í dag. Sérstaða Kirkjuskjóla Sem skóladagheimili fyrir böm á aldrinum 6-10 ára hefur Kirkju- skjól þá sérstöðu að vera rekið í skjóli kirkju. Einnig tengir það kyn- slóðir með því að virkja eldra fólk innan safnaðarins til að koma og njóta nærvera bamanna og miðla þeim af reynslu sinni og visku. Þessi þáttur skjólsins er í samræmi við þá hugmynd að nýta kunnáttu eldri borgara og að virkja þá sem hæfa og þarfa þegna þjóðfélagsins í stað þess að hvetja þá til aðgerðar- leysis. í dag er eldra fólkið sem vinnur í skjólinu sjálfboðaliðar og þeirra eina umbun hefur verið gleð- in sem það gefur og fær af því að vera með bömunum. Það er mín von að sóknin umbuni þeim á viðun- andi hátt. Aðrir starfsmenn í skjól- inu hafa allir menntun við hæfi hvort sem er í uppeldis- og sálar- fræði eða í tónlist og myndlist. Markmiðið er að hafa menntað fólk sem getur hlúð að og hvatt bömin í þroska þeirra og virkri sköpun. Foreldrar sem vista börn sín í Kirkjuskjóli geta fengið fjöl- skylduráðgjöf. Stuðningur við fjöl- skylduna í heild sinni og þar af leið- andi börnin er jú aðalmarkmið skjólsins. Hvað læra börnin? Börnin fá aðstoð við heimanám, svo að þegar þau koma heim úr skóla geta þau notið þess að vera með fjölskyldum sínum. Þau börn sem eru í tónlistarkennslu geta æft sig á píanó og fengið leiðsögn. 1. nóvember byrjar kennsla á blokk- flautu. Lítið _sem ekkert er til af leikföngum. í fyrstu var það af hreinni neyð, en hefur stuðlað að því að bömin læra að nýta það sem til er í fjölhæft föndur og að þróa eigin hugmyndir. Þau era að búa til brúðuleikhús og æfa lítil leikrit. Þau hafa æft söng og flutt fyrir fólkið á Grand. Þau fara í safnferð- ir og fjöraferðir. Þau læra að leika sér saman í fjölbreyttum hópi og að bera virðingu hvert fyrir öðra. Börnin læra einnig að bera virð- ingu fyrir umhverfí sínu og fyrir því að vera í krikju. Þau sýna það með því t.d. að syngja borðbæn Ný geislaplata frá Nýdanskri HIMNASENDING er heitið á nýjustu geislaplötu hljómsveitar- innar Nýdanskri sem keraur út 9. nóvember. Þetta er fimmta plata hljómsveitarinnar. Geislaplatan var tekin upp í Surr- ey í Bretlandi undir stjóm hljóm- sveitarmeðlima og Kens Thomas sem starfað hefur með stjömum á borð við Paul McCartney o.fl. Öll lögin era samin af meðlimum hljóm- sveitarinnar, þeim Daníel Ágústi Haraldssyni, Stefáni Hjörleifssyni, Bimi Jr. Friðbjömssyni, Jóni Ólafs- syni og Ólafi Hólm. Himnasending inniheldur tíu lög. Á plötunni leitast hljómsveitin við að ná fram ferskum hljóm og áhrif- um jafnt í tónsmíðum sem flutn- ingi, segir í frétt frá Skífunni. Stöð 2 var á staðnum þegar platan var tekin upp og verður þáttur um gerð þlötunnar sýndur 9. desember kl. 21.30. Þorsteinn J. Vilhjálmsson stjómaði upptöku á þættinum. Umslag plötunnar er hannað af Guðmundi Karli Friðjónssyni og Berki Amarssyni ljósmyndara. Út- Hljómsveitin Nýdönsk. gáfutónleikamir verða haldnir á Hótel Sögu 11. nóvember og verður Bylgjan með beina útsendingu frá þeim. Það er Skífan hf. sem gefur Himnasendinguna út og annast dreifíngu. (Fréttatilkynning) áður en þau drekka morgunhress- ingu. Sr. Frank M. Halldórsson hefur komið aðra hverja viku og átt helgistund með börnunum. Hann nær vel til þeirra og hefur unnið traust þeirra og virðingu. Hér er vakin athygli á því að kristileg fræðsla er í höndum prestanna og þeirra aðstoðarmanna. Kirkjuskjól er þjónustustarf af hendi kirkjunnar og aðskilið boðuninni, en með því að koma til móts við sóknarböm sín á raunveralegan hátt hefur kirkjan fundið nýjan lið í safnaðar- starfí sínu. Bömin í Kirkjuskjóli og fjölskyldur þeirra tengjast kirkjunni og prestum sínum af meiri einlægni. Aðdragandi Hugmyndin um Kirkjuskjól varð til þegar Sólveig Guðlaugsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir og undirrituð sóttu fund hr. Ólafs Skúlasonar biskups, eftir að hafa lokið námi í fjölskylduráðgjöf. Okkar ósk var, meðal annars, að kirkjan setti á fót athvarf fyrir börn í safnaðarheimil- um kirkna. Biskup tók þessu vel enda málefni sem virtist hafa vakn- að hjá kirkjunnar mönnum. í ljós kom að kirkjuþing hafði skipað nefnd til að kanna möguleika á slíku. Okkur var boðið að taka þátt í nefndinni og það gerðum við. Nefndinni var falið það hlutverk að kanna möguleika á að vista böm í safnaðarheimilum kirkna. Fljótt kom í ljós að ekki var unnt að hafa opið hús fyrir börnin því slíkt kallaði á fjármagn sem kirkj- unnar menn töldu kirlq'ur ekki hafa. Ákveðið var að gera tilraun í tveim kirkjum og upphaflega vora það Fella- og Hólakirkja og Dómkirkj- an. Skjólin skyldi opna 15. mars 1991 og yrði starfað til loka grunn- skóla það árið. Starfsemi kirknanna var aðeins ólík að því leyti að Fella- Hólakirkja bauð upp á meiri þjón- ustu, þ.e.a.s. heitan mat í hádeginu og bömin komu klukkutíma fyrr í skjólið. Starfsemin var skipulögð með tilliti til húsnæðisins sem hún átti að vera í og átti það sérstak- lega við um Dómkirkjuna. Þegar u.þ.b. vika var í opnun skjólanna kom í Ijós að þrátt fyrir að sr. Jak- ob Hjálmarsson, einn af nefndar- mönnum, taldi öraggt að við gætum verið með bömin í Dómkirkjunni hafnaði sóknamefndin því alfarið. Þetta kom okkur leikmönnum spánskt fyrir sjónir svo vægt sé til orða tekið. Sr. Bemharður Guð- mundsson, sem einnig sat í nefnd- inni, gerðist þá bjargvættur stund- arinnar og fór á fund sóknamefnd- ar í Neskirkju til að kanna hvort við gætum fengið að vera þar með þessa tilraun, og það varð úr. Tilraunin gekk vel Tilraunin gekk vel í alla staði, og niðurstaðan varð að þetta væri vel framkvæmanlegt ef vilji væri fyrir hendi. Gerð var mikil greinar- gerð í lokin og einnig lítið mynd- band sem nú safnar ryki á fræðslu- deild kirkjunnar. Á kirkjuþingi það árið var fjallað um þetta lítillega og biskup hvatti til aðgerða. í grein- argerðinni eins og í myndbandinu var nafn okkar íjölskylduráðgjafa, og boð um aðstoð við að setja Kirkjuskjól á fót. Enginn lét í sér heyra. Við biðum í von um að haft yrði samband við okkur og með haustinu yrðu að minnsta kosti 10 skjól sett á stað. Þegar ekkert gerð- Toby S. Herman „Sem skóladagheimili fyrir börn á aldrinum 6-10 ára hefur Kirkju- skjól þá sérstöðu að vera rekið í skjóli kirkju.“ ist fóram við að hnýsast á biskups- stofu og var okkur tjáð að nú væri tilrauninni lokið, gögnin frágengin og nú væri það alfarið undir ein- stökum kirkjum komið hvort haldið yrði áfram. Við höfðum lagt ómælda vinnu í hugmyndafræði og uppbyggingu skjólanna. Sannfær- ing okkar var sú að þetta væri úr- lausn fjölda barna. Við héldum á ýmsa fundi með ýmsum prestum og próföstum til að koma máli okk- ar á framfæri. Þrátt fyrir marga fundi, sem við sóttum alfarið á okk- ar kostnað, tókst okkur ekki að fá leyfi til að opna eitt einasta skjól. Hvað er til fyrirstöðu? Hvers vegna er erfítt að opna Kirkjuskjól? Mikið starf er fyrir hendi og varla við það bætandi. Það kostar peninga. Bömum fylgir um- gangur, notkun og slit á öllu verald- Iegu verðmæti. Upphaflega var far- ið fram á að sóknin styrkti skjólið með 35.000 krónum á mánuði. Þetta er að sjálfsögðu ótrúlega lít- ið, en þetta voram við tilbúnar að fara af stað með. Það nægði ekki til, kirkjurnar áttu enga peninga að sögn forræðismanna. Ef pening- ar voru til, þá var búið að ráðstafa þeim til kaups á rándýram hljóðfær- um og hljóðkerfum, viðbyggingum sem vora til að mynda það íburðar- miklar að gert var ráð fyrir sér- stöku brúðarherbergi svo að brúð- urin gæti klætt sig í kirkjunni. Álykta má að við stöllur þylq'um afar púkó að fínnast slík nýjung engu skipta. En hvað með börnin, er ekki hægt að ieyfa þeim að vera einhvers staðar? Jú, ef til vill í fram- tíðinni mætti fá arkitekt til að hanna einhverskonar viðbót, eflaust einhvern tímann. Ekki virtist skorta peninga að okkar mati. Hér á landi eru margar kirkjur og ekki vantar glæsibraginn innan húss sem utan. Allt kostar þetta peninga, og hver borgar? Jú, við þessi sóknarbörn sem kirkjan skírir, fermir, giftir og grefur. Állt er þetta í stakasta lagi, en bömin hljóta að skipta megin- máli. Bömin eru jú framtíð þjóðar- innar og öll beram við ábyrgð á því að koma þeim heilum til manna. Hvemig er komið fyrir þjóðfélagi þar sem börnin eru álitin byrði? Hverjir era þeir sem láta nestispoka handa bömum sínum á hurðarhúna heimila sinna og hvert er fordæmi kirkju sem leyfir ekki Kirkjuskjól vegna þess að það kostar fáeinar krónur? Við vorum spurðar, hvers vegna þurfa foreldrar að vinna nótt sem nýtan, dag? Eiga ekki allir nóg af veraldlegum gæðum? Hvernig er með þessar mæður, þurfa þær að vinna, hvers vegna eru þær bara ekki heima? Jú, víst má deila um hvað hver og einn þarf til að lifa sómasamlegu lífí, en ekki var minnst á feður í þessu samhengi og speglar þetta e.t.v. afstöðu kirkj- unnar til kvenna. Burtséð frá því, þá leynist mótsögn í því að reisa framúrstefnumannvirki til dýrðar almættinu og um leið deila á þegna þess fyrir græðgi og hégóma. Ég hef í það minnsta þá sannfæringu að minn guð kýs að hlúa að einu bami og að hafa hús sitt og safnað- arheimili án glysskrams. Hvar er Kirkjuskjól í dag? Að mér vitandi er Kirkjuskjól eins og það var hugsað aðeins í einni kirkju og það er í Neskirkju. Eins og sálinni hans Jóns var okkur hent þar inn af sr. Bernharði á sín- um tíma og má segja það guðsnáð því annars væri Kirkjuskjól varla til í dag. Sókn Háteigskirkju rekur einnig Kirkjuskjól. Ég fanga því og hrósa forræðismönnum þess fyrir framtakið. Það skjól er aðeins öðru- vísi en upphafshugmynd Kirkju- skjóla. Þar eru t.d. eldri borgarar ekki þátttakendur og mun meiri kristileg fræðsla fer fram í því skjóli. Fella-Hólakirkja sem þjónar þeim söfnuðum sem helst þurfa skjól er með tvær sóknarnefndir og ekki næst samstaða um að opna skjól milli þeirra. Dómkirkjan hefði ekki afborið þá röskun á ró sinni sem þessi bamastarfsemi hefur óneitanlega í för með sér. Lokaorð Fólk sem misst hefur atvinnu sína þarf á miklum stuðningi að halda. Atvinnuleysi fylgir mikið óöryggi. Þegar biskup talar um sameiginlegt átak kirkjunnar fyrir þetta fólk vaxa vonir mínar um að þjóðkirkjan sé að verða virkari í nútímaþjóðfélagi. En þegar biskup talar um að nýta safnaðarheimilin í slíkt starf vakna óneitanlega hjá mér efasemdir. Þegar borgarstjóri Reykjavíkur talar um einsetinn skóla, ef tilraun sem nú er í gangi í fímm grannskól- um borgarinnar heppnast, þá minn- ist ég þeirrar tilraunar sem kirkjan stóð fyrir á sínum tíma. Tilraunir sem hannaðar era til að ganga, gerðar af fagfólki og með samvinnu allra sem að henni standa eiga góð- an möguleika á að heppnast. Til- raunir geta einnig orðið til þess að fresta ákvörðun um lausn vandans sem er fyrir hendi. Ég hvet biskup, borgarstjóra og aðra sem áhuga hafa á málefnum bama að gera foreldrum kleift að vinna fyrir böm- um sínum án þess að þurfa að setja þau á götuna. Höfundur er fjölskylduráðgjufi og forstöðumaður Kirkjuskjóls í Neskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.