Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
49
Þórunn M. Eyjólfs-
dóttir - Minning
Fædd 25. maí 1931
Dáin 3. nóvember 1992
Hún móðursystir mín, Þórunn
(3 Marta Eyjólfsdóttir, sem ávallt var
kölluð Tótý, lést eftir skamma sjúk-
dómslegu á St. Jósefsspítala í Hafn-
^ arfirði 3. nóvember síðastliðinn. Tótý
var þriðja elst 6 systkina en þau
eru: Ragnheiður Eygló, dáin 1. febr-
úar 1988, Ólafur, Eyrún og Inga
María. Ein systir þeirra dó í æsku,
en hún hét Eyrún. Foreldrar þeirra
voru þau hjónin Eyjólfur Kristinsson
skipstjóri, fæddur 7. nóvember 1895,
dáinn 6. júlí 1977, og Guðrún H.
Ólafsdóttir húsmóðir, fædd 9. júlí
1899, dáin 8. apríl 1973 í Hafnar-
firði.
Tótý giftist 4. júlí 1953 Hafliða
Stefánssyni. skipstjóra og áttu þau
tvær dætur, Hafdísi arkitekt og
Guðrúnu skrifstofustjóra. Hafliði
fórst með bv. Júlí frá Hafnarfirði í
_ janúar 1959 í ofsaveðri við Nýfunda-
« land. Seinni maður Tótýar var Guð-
mundur Andrésson sjómaður og áttu
þau eina dóttur, Hrund. Þau skildu
fyrir nokkrum árum.
Hún Tótý ólst upp í glaðværum
systkinahópi og var æskuheimili
M hennar, Selvogsgata 2, ávallt vin-
sæll áningarstaður ættingja og vina.
A heimilinu bjó einnig föðurafi henn-
ar, Kristinn Grímsson, og urðu þau
miklir vinir, en afi var guðhræddur
maður og kenndi hann þeim systkin-
unum guðs orð og bænir.
Sem barn var Tótý í sveit hjá
móðursystur sinni að Hamraendum
á Snæfellsnesi og var Nesið ávallt í
miklu uppáhaldi hjá henni. Lítið
þekki ég til upvaxtarára hennar en
þegar sem bam var Tótý glaðvær,
ávallt jákvæð og með stórt hjarta.
Hún gekk í skóla í Hafnarflrði en
lauk gagnfræðaprófí við Gagn-
fræðaskólann á Laugarvatni. Síðar
■ lá leið hennar til náms í Danmörku
og lauk hún þar námi við húsmæðra-
skóla 1952. Áður en Tótý fór til
Danmerkur hafði hún kynnst Haf-
liða, en þau giftust 4. júlí 1953. Þau
Hafliði vom afar hamingjusöm og
— bjuggu við Köldukinn í Hafnarfirði.
M Vegna veikinda móður minnar bjó
ég hjá Tótý frænku einn vetur og
var sá tími eitt ævintýri, því þar var
alltaf eitthvað óvænt að gerast og
hafði Tótý yndi af að leika sér við
okkur krakkana og hjálpa til við
lærdóminn.
Ég gleymi aldrei þeirri stundu í
janúar 1959 þegar símhringingin
kom um að bv. Júlí væri saknað en
það varð mikil sorg í fjölskyldu okk-
ar og náði Tótý aldrei aftur þeirri
Iífsgleði sem áður var. Það vom erf-
ið ár framundan, með tvær litlar
stúlkur, tveggja og þriggja ára, en
þær nutu hlýju hjá afa og ömmu
þegar mamma var að vinna.
Tótý hóf verslunarrekstur með
eigin verslun í Ásgarði sem hún rak
um árabil. Einnig vann hún sem
smurbrauðsdama á Hótel Sögu og
tók að sér umsjón með veislum. Hún
þótti frábær kokkur og eru þau
ógleymanleg gamlárskvöldin með
fjölskyldunni þegar Tótý matreiddi
kalkún með tilheyrandi og afmælis-
veislurnar hjá henni em enn í manna
minnum. Hún var huglæg mjög og
hafði gaman af því að taka myndir
á upptökuvél og sýna okkur við
heppileg tækifæri. Myndasýningar-
kvöld hjá Tótý frænku var ævintýri
líkast. Myndasafn Tótýar er töluvert
og hafa dætur hennar flutt allar
fílmur yflr á snældur. Slíkt meistara-
verk er hverri fjölskyldu dýrmætt.
Á mínum yngri ámm var afmæli
aldrei alvöru ef Tótý frænka mætti
ekki með myndavélina, en það var
alltaf geislandi líf og fjör í kringum
hana og minnumst við systkinin
þeirra stunda með mikilli hlýju.
Lífshlaup Tótýar á búskaparárun-
um með Guðmundi þekki ég lítið.
Þau bjuggu um árabil á Blönduósi,
en þar stundaði hún verslunarstörf
við Kaupfélagið og hann sjó-
mennsku.
Nú hin seinni ár var Tótý frænka
oft gestur á mínu heimili og bjó hjá
okkur um tíma 1984-1985 og fengu
bömin mín þá að kynnast manngæð-
um he-mar, góðmennsku, fómfýsi
og hjá.r Fyrir það tímabil vilj-
um við öll þakka með einlægni og
virðingu.
Á kveðjustund okkar Tótý, sem
Sigríður Svanhvít Sig-
urðardóttír - Minning
Fædd 17. febrúar 1911
Dáin 14. október 1992
Ég vil minnast í örfáum orðum
ömmu minnar, Sigríðar Svanhvítar,
eða ömmu á Skóló, eins og hún var
oftast kölluð. Það eru margar minn-
| ingar sem skjótast upp í kollinn þeg-
ar maður sest niður og hugsar til
baka. Það var alltaf notalegt a koma
niðrá Skóló, því alltaf hafði amma
tíma fyrir mig. En hjá henni var
mitt annað heimili í æsku.
■ Já, það er margs að minnast,
’ margar kvöldstundir fóru í mas og
annan kjaftagang um lífið og tilver-
una.
En skemmtilegast var þó er við
fórum tvær ásamt dóttur minni til
Skotlands. Það var stutt en skemmti-
leg ferð, og alltaf talaði amma um
að fara aftur, en amma komst ekki
til Skotlands aftur en hún komst á
annan og betri stað, þar sem við
hittumst seinna.
Ég vil þakka ömmu minni allt sem
hún hefur gert fyrir mig. Guð veri
með henni.
Sigríður Svanhvít Halldórsdóttír.
var þremur dögum áður en hún yfír-
gaf okkur til ástvina sinna, ræddum
við lífíð og tilveruna mjög opið og
sagði Tótý við mig: Kristinn minn,
ég er lifandi dæmi um afdrif reyk-
ingamanna, komdu því á framfæri.
Ég vil fyrir hönd systkina minna
og fjölskyldu minnar þakka Tótý
frænku fýrir samfylgdina í lífínu og
sendi fjölskyldu hennar, dætrum og
barnabömum innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi guð styrkja ykkur öll.
Krístinn Arnar Jóhannesson.
BMSAM
-.—(WUtlMmiCX.'
p MVH [Wi
L'OR£AL
NYJUNG!
EL 'VITAL FROÐUNÆRING SEM EKKI ÞARF
AÐ SKOLA ÚR EFTIR HÁRÞVOTT.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Póstsendum
samdægurs.
Stærðir: 40-46.
Litur: Hvítt.
Ath.: Góðir innanhússskór
með Air Stream sóla.
Verð nú 2.495,-
áður4.995,-
Lmt
Stærðir: 36-41.
Litur: Marglitir.
Verð nú 2.495,-
áður 4.Ö9ÍV
Stærðir: 36-41.
Lftur: Svart.
Verð nú 2.495,-
V
Domus Medica,
Egilsgötu 3,
sími 18519
Kringlunni,
Kringlurmi 8*12,
sími 689212
J
Odýr jólafargjöld til helstu námsborga.
Verö frá 22.000 kr.
Samvinniilerðir-Laiiilsýii "'úJ-s
I
Rcykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 KeHavlk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Slmbréf 92 -1 34 90
Akureyrl: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87