Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 50

Morgunblaðið - 10.11.1992, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992 + Móðir okkar, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, frá Káranesi i' Kjós, andaðist í Hafnarbúðum 9. nóvember. Fyrir hönd barna og tengdabarna, Ólafía Lárusdóttir, Eirikur Ellertsson. Bróðir okkar, + GUÐMUNDUR SIVERTSEN, búsettur í Seattle í Bandaríkjunum, er látinn. Katrín Sivertsen, Marteinn Sivertsen. Bróðir okkar, GUNNAR ÞÓRARINSSON sölumaður, áður Laugavegi 76, lést sunnudaginn 8. nóvember. Systkinin. + Elskuleg eiginkona og móðir, MARGRÉT G. VIGGÓSDÓTTIR, Austurbrún 6, lést í Landakotsspítala 8. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Guðmundsson og synir hinnar látnu. + Elskuleg eiginkona og móðir, KRISTBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Þykkvabæ 11, Reykjavík, lést 8. nóvember. Ólafur Runólfsson, Hólmfriður F. Svavarsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG H. GUÐBJARTSDÓTTIR, Álakvfsl 98, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 8. nóvember. Hildigunnur Lóa Högnadóttir, Georg Bæringsson, Ólafur Yngvi Högnason, Kristfn Guðmundsdóttir, Aðalheiður Högnadóttir, Guðmundur Einarsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, tengdafaðir og afi, VILHJÁLMUR BJÖRNSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri, Selvogsgrunni 31, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Bjarnveig Helgadóttir, Reynir Eyjólfsson, Kristín Bjarnveig Reynisdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN HJÁLMTÝSSON, Suðurhólum 28, sem lést 2. nóvember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni miðviku- daginn 11. nóvember kl. 13.30. Herdfs Hauksdóttir, Stefán Jóhannsson, Katrfn Árnadóttir, Þórunn Rafnar, Hallgrímur Jónsson, Hildur Rafnar, James Padgett og barnabörn. Minning Sigurhelga Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 18. apríl 1934 Dáin 1. nóvember 1992 Foreldrar Sigurhelgu voru Páll Jónsson, bifreiðastjóri á Akureyri, fæddur 12. nóvember 1908, dáinn 1985, og Jósefína Þorleifsdóttir, fædd 18. desember 1907, dáin 1991. Foreldrar Páls voru Jón Tóm- asson og Sigurlína Sigurgeirsdóttir er bjuggu á Tjömum og víðar í Eyjafírði, síðast á Akureyri, en for- eldrar Jósefínu voru Þorleifur Jó- hannsson, sjómaður, og Kristbjörg Jósefsdóttir á Dalvík. Sigurhelga ólst upp á Akureyri. Hún kynntist tvennum tímum því hún var í vist um sumur í sveit þar sem gamlir búskaparhættir voru enn við lýði og aðstæður eftir því. Hún var vel gefín og stóð hugur hennar til náms og ferðalaga. Eftir gagnfræðapróf 1951 fór hún í Húsmæðraskólann á Laugalandi 1953-1954 og síðan í Hjúkrunarskóla íslands. Hún lauk prófi þaðan árið 1959 og vánn svo tvö ár á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Margir íslenskir hjúkrun- arfræðingar hafa stundað nám og störf í öðrum löndum og flutt heim reynslu og þekkingu annarra þjóða í greininni. Sigurhelga hélt utan árið 1961 og vann í hálft ár á rík- isspítalanum í Ósló. Kom hún svo heim og starfaði á Landspítalanum til 1964. Veturinn 1964-1965 var hún ráðin til kennslu í Hjúkrunarskóla íslands, en hann starfaði þá eftir nýjum lögum frá 1962. í framhaldi af því lagði hún aftur leið sína til Noregs, í þetta sinn til framhalds- náms í hjúkrunarkennslu við Norg- es höyere sykepleieskole í Ósló í hálft annað ár. Lauk hún prófí það- an 1966. Nú tekur við langur kenn- araferill 1967 til 1981. Hún kenndi aðallega hjúkrun sjúklinga á lyf- lækningadeildum og var yfírkennari frá 1972. Hefði sá ferill líklega orð- ið lengri ef hjúkrunamámi á Islandi hefði ekki verið breytt og það fært á háskólastig. Reyndar kom hún síðar að stundakennslu á Hjúkrun- arnámsbraut Háskólans, en fyrst varð hún nemandi þar. Sigurhelga var farin að nálgast fímmtugt þegar Hjúkmnarskólinn var lagður niður, en áður en þar kom söðlaði hún um, tók stúdents- próf árið 1980 og dreif sig svo í Háskólann. Það hefur vafalaust verið henni léttara vegna þess að hún var ógift og bamlaus og hafði gaman af að læra, en sýnir engu að síður kjark hennar, dugnað og greind. Hún lauk prófí frá Náms- braut í hjúkrunarfræði með B.Sc.- gráðu árið 1984. Ekki syrgi Sigur- helga þessar breytingar sjálfrar sín vegna og var ánægð með að þetta umrót skyldi hafa orðið á ævi sinni. Eins og margir aðrir sem lengi fást við sömu hluti, en hafa yfir góðum gáfum, þekkingu og reynslu að búa fann hún að hún hafði búið við stöðnun og nú komu ferskir vindar, sem blésu nýju lífi í tilveruna, og nokkur áhætta til að krydda með. Eftir krejfandi nám komu krefj- andi störf. Hún fór að vinna við hjúkmn, fyrst á Landakotsspítala, en síðan á gjörgæsludeild nýfæddra bama, Vökudeild, og var þar í íjög- ur ár. Á þeim vinnustað skiptast mjög á skin og skúrir. Minnist Sig- urhelga ungbamanna oft með nokkmm söknuði eftir að hún fór að vinna við gjörólík störf á atvinnu- sjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðv- arinnar. Þar naut hún í senn reynslu sinn- ar sem kennari og námsins í Há- skólanum og sýndi bæði skipulags- hæfíleika og hugkvæmni í heilsu- vemdargrein, sem fáir hjúkmnar- fræðingar hafa starfað við á ís- landi, en á sér mikla framtíð. Bætti hún við nám sitt fjögurra eininga námskeiði í eiturefnafræði í Háskól- anum og sat þar í fyrirlestrum með nemendum á síðasta ári í lyfjafræði lyfsala. Að auki var hún óþreytandi að lesa sér til eftir þörfum. Hún var deildarstjóri frá 1990 og þangað til veikindi hennar dundu yfír eins og þmma úr heiðskíru lofti fyrir réttu ári. Samhliða þessu starfi vann hún við starfsmannaheilsu- gæslu hjá Reykjavíkurborg af alúð og áhuga. Sigurhelga var stórlynd og stolt kona, en þó þægileg í samstarfi og viðmótsþýð við það fólk sem naut þjónustunnar. Hún var ákaflega gagnrýnin á margt í umhverfínu og þjóðfélaginu, en sýndi næman skilning á viðkvæmum málum og átti gott með að setja sig í spor annarra. Meðal þess sem Sigur- helga hafði mesta skömm á vom hvers kyns skottulækningar, blekk- ingarstarfsemi, falsanir og loddara- skapur. Hún fylgdist vel með öllu slíku og las sér til um kreddukenn- ingar og hugmyndir á bak við því um líkt. Átti hún auðvelt með að benda á veikleika í þessum spila- borgum mannshugans. Gat hún fyllst heilagri reiði yfir því þegar fólk var féflett eða dregið á asna- eyrunum af einhveijum Ioddurum og oftast gerði hún stólpagrín að þeirri fákænsku mannanna og trú- , girni sem oft birtist ljóslega þegar fólk er að bjóða eða þiggja þá „val- kosti“ sem hér um ræðir. Sigur- helga var fremur alvömgefin eri hafði góða kímnigáfu. Hún hafði lag á að gera góðlátlegt grín að sjálfri sér og öðmm. Hún sagðist hafa lengsta starfsheiti á íslandi: Atvinnuheilsugæsluhjúkmnarfræð- ingur. Hún gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, var meðal annars í stjóm Hjúkmnarfélagsins 1967-1971 og í Hjúkrunarráði 1974-1978 og ýmsum nefnduni á vegum Hjúkmn- arfélagsins. Þetta ár er vinnuvemd- arár Evrópu og vildi félagið í því sambandi leggja áherslu á heilsu- vemd í starfi hjúkmnarfræðinga. Átti Sigurhelga sæti í undirbún- ingsnefnd á vegum félagsins og á Heilsuvemdarstöðinni vann hún einnig að því að afla gagna um áhættuþætti í starfí hjúkmnarfræð- inga og annarra starfsmanna á sjúkrahúsum og var komin vel á veg með úrvinnslu þeirra, þegar örlögin stöðvuðu þessa vinnu skyndilega. Stefnt hafði verið að því að gefa út á vegum deildarinnar skýrslu um þessi mál, sem hún yrði aðalhöfundur að. Er skemmst frá því að segja að starfsfólk heilbrigð- isþjónustunnar hefur löngum verið svo upptekið við að sinna sjúkdóm- um og vandamálum annarra að hættumar í eigin umhverfí og eigin vandamál hafa varla fengið nægan gaum. Faglegur metnaður og starfs- áhugi komu einnig fram hjá Sigur- helgu með því að hún sótti allmarg- ar ráðstefnur innan lands og utan. Ekki var Sigurhelga neinn „fagidj- ót“. Hún var Ijöllesin, hafí gott vald á ensku og skandinavísku, ferðaðist til margra landa og tók þátt í ýmiss konar félagsstarfí. Hún sýndi trúmennsku í starfí og var það mikill missir að þurfa að sjá af þessari hæfíleikakonu svo langt um aldur fram. Samstarfsfólk á Heilsuvemdar- stöð Reylqavíkur sendir systkinum hennar, systkinabömum og öðrum nákomnum ættingjum samúðar- kveðjur. Helgi Guðbergsson. ERFIDRYKKJUR (' Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 I'ákafx-ni I I s. 6S 61 20 + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÞÓRÐUR Þ. ÞORBJARNARSON borgarverkfræðingur, Fornastekk 9, verðuc jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknar- stofnanir. Sign'ður Jónatansdóttir, Sigríður Þ. Þóröardóttir, Jónatan Þórðarson, Brynja Gunnlaugsdóttir, Þórður Þórðarson, Gerður Gröndal. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Suðurbraut 12, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. nóv- ember kl. 13.30. Ægir Benediktsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Benedikt Elenbergsson, Árdfs Benediktsdóttir, Sigurður Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, JÓN ÍSLEIFSSON fyrrv. organisti, söngstjóri og kennari, lóst á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 1. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er vin- samlegast bent á Minningarsjóð hjúkr- unarheimilisins Skjóls. Gunnþórunn Pálsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.