Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.11.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992' fólk f fréttum MARTIN SHORT Verslað sér til hugg- unar í mótlætinu Leikarinn lágvaxni, Martin Short, leitaði sér huggunar í verslunum New York-börgar þegar Ijóst var hveijar viðtökur gagnrýn- enda urðu við nýjustu afurð hans, Captain Ron. Er skemmst frá því að segja að þeir rifu myndina í sig og því var ekki um annað að ræða en að bregða sér í búðirnar til að dreifa huganum. Short gaf sér þó tíma til að líta upp og brosa í gegn- um tárin er ljósmyndari rakst á hann klyijaðan pokum og pinklum. Næsta verkefni Shorts verður fjarri New York borg, leið hans ligg- ur til Chicago þar sem hann mun setja upp söngleik. UMSKIPTI Úr Lagakrókum í kamrasmíði Fyrir nokkru var nokkur upp- lausn í starfsliði hinna vin- sælu framhaldsþátta „Laga- króka“, er Harry Hamlin, Jimmy Smits og Michelle Green ákváðu nokkuð óvænt að láta leiðir skilja. Hamlin og Smits léku frá byijun burðug hlutverk, en Green var í byijun í heldur snauðu hlutverki lögfræðingsins Abby. Vegur henn- ar fór þó jafnt og þétt vaxandi. Michelle Green Michelle Green segir að það hafi verið erfítt að segja skilið við trausta vinnu við vinsælan þátt eftir sex ára samfleytt starf, en það hefði verið enn erfíðara að hugsa til þess að halda áfram að leika sömu persónuna. Hún væri þó þakklát fyrir tækifærið, því hún væri nú þekkt leikkona og reynsl- unni ríkari. Leikarar „Lagakróka" hafa ekki lapið dauðan úr skel og ungfrúin, sem er nú þrítug, býr í „spænsku“ 10 herbergja einbýlis- húsi í Hollywood. Hún er einhleyp og laus og liðug. Sambýlingar hennar eru þó margir, ferfætlingar af ýmsum tegundum og fiðurfé. Hún segir framtíðina óráðna, en kvikmyndaleikur komi vel til greina, einnig ætli hún að láta gamlan draum rætast að leika á sviði. í millitíðinni segist ungfrú Gre- en ætla að njóta þess að hvíla sig aðeins, hún hafí varla tekið sér frí sem heitið geti í sex ár.„ Einu sinni fór ég þó í mánuð til Mexíkó á vegum stofnunar sem vinnur að bættum hreinlætisaðbúnaði meðal fátækra. Þar sló ég upp útikamra í mánuð og það var gaman. Sem stendur er ég einu sinni í viku á opinberu heimili fyrir yfirgefna hunda, gef þeim að borða og snyrti þá. Það eru þakklátir skjólstæð- ingar,“ segir Michelle Green. Martin Short kom m.a. við í stór- versluninni Bloomingdales í von um að finna huggun í búðarhill- unum þar. HOTANIR Þolinmæði Clints entist í fimm ár Ameðan hörkutólið Clint Eastwood var bæjarstjóri í Carmel í Kaliforníu var maður nokkur ævinlega að angra hann. Sá heitir Brian Neun og þau fimm ár sem liðin eru síðan að Eastwood settist fyrst í bæjarstjórastólinn hefur Neun ekki látið sér duga að hringja í Clint á kontórinn. Hann hefur ekki hikað við að hringja í kappann heim og ekki endilega gætt að því hvort dagur væri eða nótt. Neun þessi virtist hins vegar vera hinn meinlausasti þó að þreytandi væri hann að sönnu, því leiddi Eastwood piltinn hjá sér og var föðurlegur og þolin- móður, enda ekki grunlaus um að Neun ætti við einhveijar sálrænar flækjur að etja. Neun var hinn kátasti og titlaði sig vin Clints Eastwood. En fyrir nokkru síðan tók Neun að fær- ast allur í aukana, símtölunum fjölgaði og voru þau þó þétt fyrir. Þá fór að bera á yfir- gangi. Hann fór að heimta fé og vörur af Eastwood og er brýnið tók lítt í það fylgdu hótanir um líkamsmeiðingar í Clint Eastwood. kjölfarið. Og þá nennti Eastwo- od þessu ekki lengur. Hótanir Neuns voru teknar á segulband og spilaðar fyrir lögregluna sem handtók piltinn. Dómari var sammála um að hótanirnar væru alvarlegs eðlis og sætir Neun nú geðrannsókn, en Eastwood fær frið fyrir honum. Að minnsta kosti í bili. Nýlega sást til Daryi Hannah og Johns Kennedy á veitingastað í New York. Það skiptust á skin og skúrir í sambúð þeirra Daryl Hannah og Jackson Browne. SKILNAÐUR Daryl Hannah í faðm Kennedys eikkonan Daryl Hannah fékk J sig fullsadda af sambúðinni við rokktónlistarmanninn Jackson Browne á dögunum. Allar fregnir HVOLSVOLLUR Aldraðir lyfta sér upp Það er árviss viðburður í Rangár- vallasýslu að Rótarýmenn bjóða öldruðum íbúðum sýslunnar til kaffí- samsætis og skemmtunar í Hvolnum. Þá taka félagar í Rótarýfélagi Rangæ- inga sig til og undirbúa skemmtiatriði á meðan konur þeirra útbúa dýrindis ijóma- og brauðtertur. Að þessu sinni var boðið upp á fjöl- breytt skemmtiatriði. Jón R. Hjálm- arsson las upp úr væntanlegri bók sinni, Raddbandið söng, Sigurður Haraldsson las sögu eftir Þóri Bergs- son og stjórnaði fjöldasöng ásamt Páima Eyjólfssyni við undirleik Ag- nesar Löve. Samkomunni stjórnaði forseti Rótarýklúbbsins, Friðjón Guð- röðarson. Var gerður góður rómur að samkomunni og þótti eldri borgunum þetta kærkomið tækifæri til að hittast og spjalla saman yfir kaffiveitingum. - S.Ó.K. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir A samkomu eldri borgara var fjöldasöngur sem Sigurður Haraldsson og Pálmi Eyjólfsson leiddu. af skilnaði þeirra eru óljósar, vinir hennar segja hana hafa flúið heim- ili þeirra í miklu uppnámi eftir barsmíðar Browne en vinir hans segja hana manna ólíklegastan til að gera konu mein. Hjónaleysin höfðu verið saman í tíu ár og sambúð þeirra storma- söm í meira lagi. Höfðu þau skilið með hávaða og látum allnokkrum sinnum en alltaf tekið saman aft- ur. Daryl Hannah, sem er 32 ára, er þekkt fyrir leik sinn í myndum á borð við Splash og Roxarme en Jackson Browne, 43 ára, er vin- sæll rokkari. Kynni þeirra hófust er hann dró leikkonuna upp á svið á tónleikum í Chicago. Daryl Hannah hefur verið orðuð við John Kennedy yngri, þegar upp úr sam- bandinu við Browne hefur slitnað. í sumar munu þau hafa tekið upp þráðinn að nýju þar sem Hannah mun þá þegar hafa ákveðið að segja skilið við Browne. Telja margir samband Daryl Hannah og Kennedy unga orsök barsmíðanna. John Kennedy hefur vart vikið frá hlið Hannah síðan hún flúði frá Browne en hvort hún er reiðubúin til að stofna til nýs sambands er enn ekki ljóst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.