Morgunblaðið - 10.11.1992, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
*
Ast er...
I
i / 0
iuAo 8-15
... að segja henni að hún
hafi kyssilegar varir.
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1992 Los Angeles Tlmes Syndicate
Er það ekki einsdæmi í
hjónabandi að maðurinn
neiti að skilja?
HÖGNI HREKKVÍSI
hendur annarra og síst af
öllu í hendur stjórnar-
manna.
BREF TTL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Þá gerðist ég
Evrópusinni!
Frá Einari Sigurbjörnssyni:
Já, það gerðist eiginlega í einu
vetfangi dagana 12.-13. október
sl. Þá varð mér ljóst, að aðild að
EES-samningnum gæti ein tryggt,
að við íslendingar fengjum heil-
brigða neytendalöggjöf.
Eg hafði lengi verið á báðiim
áttum og reynt að vega rökin með
og móti. Aðild að EB fannst mér
auðvitað ekki koma til greina. Og
sl. sumar átti ég samræður við vin
minn, sem var nýkominn frá út-
löndum eftir nokkurra ára dvöl.
Og eins og títt er um landann,
þegar hann kemur heim eftir
nokkra útivist, fannst honum
ýmislegt í umræðum og opinberu
lífi hér á landi skrýtið, eitt þó
framar öðru, og það var hversu
opinberir aðilar á Islandi hefðu
kæruleysislega afstöðu til laga og
létu oft svo, að þau sé hægt að
túlka að geðþótta. Ég reyndi nú
að bera í bætifláka fyrir ráða-
mennina, en varð þó að taka und-
ir með vini mínum um margt. Og
þar kom, að vinur minn sagði: „Ég
held að innganga í EB sé eina
lausnin. Þá yrðum við íslendingar
að semja okkur að háttum siðaðra
þjóða.“
Það rumdi nú í mér eitthvað
um fijálsa þjóð i fijálsu landi og
ekki væri nú fullveldið falt fyrir
baunadisk.
En svo gerðist það nú fyrir fá-
einum vikum, nánar tiltekið mánu-
daginn 12. október. Þá áttum við
hjónin erindi við fyrirtæki eitt hér
í borg. Við vildum kanna dálítið,
sem gerst hafði í viðskiptum milli
þess og sonar okkar. Fulltrúi fyrir-
tækisins og trúnaðarmaður, er
með málið hafði farið, mætti okk-
ur með viðmóti, sem minnti helst
á það, að hann sprautaði á okkur
ísköldu vatni úr háþrýsidælu. Ég
ræddi við yfirmenn og lögfræð-
inga, neytendasamtök og önnur
fyrirtæki og samdóma álit var, að
það hefði verið farið fullkomlega
að lögum í þessum viðskiptum.
Og einn sagði, að umræður um
siðferði og önnur slík álitamál
ættu barasta ekkert erindi inn i
umræður um viðskipti, jafnvel
ekki lögfræði!
Og ég lá andvaka í rúminu mínu
heila nótt með hroll í mér eftir
háþrýstiþvottinn. Það vantar neyt-
endalöggjöf ná íslandi! Lögin
vernda fyrirtækin, ekki fólkið! Þar
með hvarf andastaðan við EES á
augabragði. Á grundvelli EES
verðum við íslendingar að sam-
ræma neytendalöggjöf okkar evr-
ópskri neytendalöggjöf. Þar með
gætum við stillt okkur í flokk með
siðuðum þjóðum, sem reyna að
tryggja það í lögum, að réttur hins
sterka ráði ekki, heldur nái laga-
vernd líka til hins veika.
Því styð ég EES.
EINAR SIGURBJÖRNSSON
prófessor
Bauganesi 28, Reykjavík
HEILRÆÐI
Góð björgun-
arvesti hafa þann
kost að snúa
sjálfkrafa þeim
er þau nota í flot-
legu. Öll vesti
ættu að vera með
endurskinsborð-
um flautu og
ljOSl.
Víkveiji skrifar
Fyrir nokkru tók Verðbréfa-
markaður íslandsbanka hf.
upp þá nýbreytni að efna til nám-
skeiða um fjármál einstaklinga.
Aðsókn var meiri en búizt var við
í upphafi og í Morgunblaðinu nú
um helgina mátti sjá auglýsingu
frá VIB um frekari námskeið af
þessu tagi.
Jafnframt hefur fyrirtækið gef-
ið út Fjármálahandbók VÍB, sem
á að auðvelda einstaklingum ann-
ars vegar að hafa yfirsýn yfir fjár-
mál sín og hins vegar að horfa til
framtíðar við uppbyggingu eigna.
Aðsókn að námskeiðum VÍB og
raunar einnig að námskeiðum um
áþekkt efni, sem Neytendasam-
tökin hafa efnt til, sýnir að nikil
þörf er fyrir leiðbeiningar um þetta
efni. Það þarf engum að koma á
óvart. Á síðasta áratug varð bylt-
ing í fjármálakerfi þjóðarinnar,
sem snerti mjög hag einstaklinga
ekki síður en fyrirtækja. Jafnframt
hefur fjölbreytni í þeirri flármála-
þjónustu, sem fólki stendur til
boða aukizt mjög, bæði í sam-
bandi við sparnað og lántökur.
xxx
En um leið og fjölbreytnin hef-
ur aukizt hefur margt komið
í ljós, sem þarf að varast. Hlut-
skipti eigenda hlutdeildarskírteina
í verðbréfasjóðum, sem Fjárfest-
ingarfélagið Skandia annast nú
en Fjárfestingarfélag íslands hf.
gerði áður er til marks um þá
áhættu, sem eru á ferðinni fyrir
sparifjáreigendur. Upplýsingar,
sem fram komu í Morgunblaðinu
í síðustu viku um kostnað við bíla-
kaupalán sýna, að fólk þarf að
huga vandlega að því, hvað lántök-
ur kosta.
Ef upplýsingastarfsemi af því
tagi, sem Verðbréfamarkaður ís-
landsbanka hf. stendur nú fyrir,
hefði verið til staðar fyrir áratug,
þegar verðtrygging fjárskuldbind-
inga hóf innreið sína og frelsi í
vaxtaákvörðunum í kjölfarið
ásamt fjölmörgum öðrum breyt-
ingum, sem urðu á þessu tímabili,
m.a. í skattamálum og með afnámi
vísitölutengingar launa, hefðu fjöl-
margar fjölskyldur, sem átt hafa
um sárt að binda vegna þessara
breytinga, komizt betur frá þeim
en raun varð á.
Þá er það til sérstakrar fyrir-
myndar, hvað VÍB hefur vandað
mjög til þessa verks eins og sjá
má á fyrrnefndri Fjármálahand-
bók fyrirtækisins. Ekki er ólíklegt,
að Verðbréfamarkaður íslands-
banka hf. hafi hér hitt naglann á
höfuðið, ef svo má að orði komast
og uppgötvað þjónustu, sem mikil
þörf er fyrir.
Fréttir frá Noregi um þá
ákvörðun Gro Harlem Brundt-
land að hætta sem formaður
norska Verkamannaflokksins til
þess að geta sinnt fjölskyldu sinni
betur í kjölfar sviplegs andláts
sonar þeirra hjóna, vekja upp
ýmsar tilfinningar um hlutskipti
stjórnmálamanna nútímans og
fjölskyldna þeirra.
Kröfur á hendur stjórnmála-
mönnum um að mæta á fundum
hér og þar, á kvöldin og um helg-
ar, svara símtölum heima við nán-
ast hvenær sólarhrings sem er,
tala við fjölmiðla, þegar fjölmiðlum
þóknast, eru orðnar yfirgengileg-
ar. Þegar þar við bætist vaxandi
og tillitslaus umfjöllun um einkalíf
þess fólks, sem þátt tekur í stjórn-
málum er ljóst, að eitthvað hlýtur
undan að láta. Stjórnmálamenn-
irnir sjálfir kunna að hafa harðan
skráp, en það sama á ekki endi-
lega við um maka þeirra og börn.
Fréttirnar af þingi norska
Verkamannaflokksins ættu að
verða alvarlegt umhugsunarefni
öllum þeim, sem telja nánast allt
leyfilegt, þegar í hlut á það fólk,
sem hefur helgað sig stjórnmálum
eða tekur þátt í opinberu lífi á
einhvern hátt.