Morgunblaðið - 10.11.1992, Side 64
MORGVNBLADID, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SlMI 691100, SIMBRÉF 691101, PÓSTHÓLF 1665 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
I
Islendingnr tekinn
með IOV2 kg af hassi
við komu til Spánar
ÞRÍTUGUR íslendingur var handtekinn á landamærum Spánar og
Marokkós hinn 31. október, en í bifreið hans fundust IOV2 kíló af
hassi. Þá var ferðafélagi hans, sem líka er íslendingur, einnig hand-
tekinn, en honum var sleppt eftir að hinn fyrrnefndi kvaðst hafa
staðið einn að smyglinu.
Marin Guðrún Briand de
Crévecoeur, ræðismaður íslands á
Malaga á Spáni, sagði að tollverðir
hefðu fundið hassið falið í bifreiðinni
þegar maðurinn og félagi hans komu
til spænsku borgarinnar Ceuta, sem
er í Afríku, norður af Marokkó.
Marin Guðrún sagði að maðurinn,
sem hefur verið búsettur á Spáni,
hefði nú fengið skipaðan verjanda.
.__«^ún sagði að sér væri ekki kunnugt
um hvort fram hefði komið að maður-
inn hefði ætlað sér að flytja hassið
hingað til lands.
Annar íslendingur situr í fangelsi
á Malaga á Spáni. Maðurinn, sem
hefur búið á Spáni undanfarið ár,
var handtekinn fyrir um fjórum mán-
uðum, sakaður um nauðgun. Marin
Guðrún sagði að mál hans væri mjög
flókið og hefði lítið gerst í því frá
því að hann var handtekinn. Það
stæði þó vonandi til bóta, því hann
hefði nýlega fengið nýjan verjanda.
Verksmiðja Stálfélagsins í Hafnarfirði
Ekkert viðunandi til-
boð hefur enn borist
BÚNAÐARBANKINN og Iðnþró-
' linarsjóður munu í dag eða á
morgun taka ákvörðun um hvern-
ig hagað verði áframhaldandi til-
raunum til sölu á verksmiðju og
öðrum eignum íslenska stálfélags-
ins en ekkert viðunandi tilboð
hefur enn borist í eignirnar sem
seldar voru á nauðungaruppboði
29. október sl. samkvæmt upplýs-
ingum Jakobs Ármannssonar í
Búnaðarbankanum.
Tvö innlend tilboð hafa borist í
eignimar, annað frá Furu hf., sem
er í eigu Haraldar Þórs Ólafssonar
en hann átti hlut í íslenska stálfélag-
inu hf. og sat í stjóm þess. Tilboðs-
frestur sá sem Haraldur setti er nú
runninn út og sagðist hann í gær
ekki vera tilbúinn til að segja um
hvort hann hygðist endumýja tilboð-
ið. Ekki hefur fengist uppgefið hver
eða hveijir stóðu að hinu tilboðinu
en það mun hafa verið talsvert lægra
en tilboð Haraldar. Búnaðabankinn
og Iðnþróunarsjóður vilja fá um 300
milljónir króna fyrir eignimar sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins.
Nokkrar fyrirspumir hafa borist
frá erlendum aðilum en áhugi þeirra
snýr eingöngu að því rífa niður verk-
smiðjuna og flytja búnað hennar úr
landi.
Móttöku brotajáms verður haldið
áfram við verksmiðju íslenska stál-
félagsins en Búnaðarbankinn og Iðn-
þróunarsjóður, hafa gert samninga
við starfsmenn um að áfram verði
unnið við móttöku á járninu. Alls
hafa sjö starfsmenn unnið við mót-
töku á brotajámi á undanfömum
mánuðum. Verða þeir lausráðnir og
með viku uppsagnarfrest þar sem
um bráðabirgðafyrirkomulag er að
ræða á meðan reynt er að finna
kaupendur sem eru tilbúnir til að
hefja starfsemi verksmiðjunnar.
Morgunblaðið/Gunnar Blöndal
Smakkað á Gullfossi
Þessi sænski ferðamaður kom að Gullfossi um helgina og vildi vita
hvemig hann smakkaðist.
Erlendir lánardrottnar
SIS væntanlegir hingað
Sér fyrir endann á samningaviðræðum Sambandsins og
Landsbankans, að sögn Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra
FULLTRÚAR erlendra lánar- on, sem annast lánafyrirgreiðslu
drottna Sambands íslenskra sam- Hambros til íslenskra aðila sagði
vinnufélaga eru væntanlegir í samtali við Morgunblaðið í gær
eru
liingað tií lands í næstu viku, til
skrafs og ráðagerða við Lands-
bankann um framhald viðskipta,
þegar samningum eignarhaldsfé-
lags Landsbankans, Hamla hf. og
Sambandsins verður lokið. Tom
Boyce, hjá Hambros Bank í Lond-
að Hambros Bank hefði ekki sett
fram nein sérstök tímamörk um
það hvenær samningaviðræðum
Hamla og Sambandsins skyldi lok-
ið, en hann kvaðst gera sér vonir
um að mál hefðu skýrst til muna
í næstu viku, þegar fulltrúar er-
Fischer stingur upp á
tveimur einvígjum hér
BOBBY Fischer hefur áhuga á að tefla á næstunni tvö einvígi í
viðbót við Borís Spasskí. Kemur að mati Fischers vel til álita að
þau fari fram á íslandi. Kom þetta fram í samtali Morgunblaðsins
við Spasski á sunnudag.
Spasskí sagðist hafa rætt það
við Fischer um helgina hvort þeir
ættu að fara saman til íslands í
boði Skáksambands íslands. „Fisc-
her spurði strax hvað hann fengi
borgað fyrir,“ sagði Spasskí. Þegar
Spasskí var inntur eftir því hvort
Fischer myndi vilja fá borgað fyrir
að koma hingað til lands jafnvel
þótt ekki væri gert ráð fyrir tafl-
mennsku af hans hálfu kvað
Spasskí svo vera. „En almennt tal-
að leist honum vel á hugmyndina,"
sagði Spasskí. „Þess má geta að
Fischer nefndi það við mig hvort
við ættum ekki að tefla tvö einvígi
í viðbót á íslandi ef ekki tækist
að semja við Garrí Kasparov heims-
meistara um að þeir Fischer sett-
ust að tafli. Mér leist að sjálfsögðu
vel á það,“ sagði Spasskí.
Fischer ætlar að dveljast áfram
í Belgrad að minnsta kosti fyrst
um sinn. Spasskí áformaði hins
vegar að fara heim til Frakklands
nú í byijun vikunnar. Þegar hann
var spurður hvort þeir hefðu feng-
ið verðlaunaféð greitt svaraði
Spasskí neitandi. Hann vildi ekki
svara þegar hann var spurður hvort
hann teldi að hann ætti eftir að fá
peningana í hendur.
lendra lánardrottna Sambandsins
kæmu til íslands.
Tom Boyce sagði einnig: „Við hjá
Hambros erum eins og kunnugt er
lánardrottnar Sambandsins, sam-
kvæmt því gamla skipulagi sem þar
ríkti. Þess vegna erum við í viðræð-
um við Landsbankann um þær samn-
ingaviðræður sem eiga sér stað á
milli Landsbankans og Sambandsins.
Við hjá Hambros höfum ekki sett
fram nein tímamörk, en við komum
til Reykjavíkur í næstu viku til þess
að eiga fund með forsvarsmönnum
Landsbankans. Við gerum okkur
vonir um að mál hafí skýrst til muna
fyrir þann fund. Þá munum við m.a.
ræða með hvaða hætti erlendir lánar-
drottnar Sambandsins, við og aðrir
munum bregðast við óskum um að
halda áfram lánastarfsemi tii nýja
félagsins, eignarhaldsfélagsins
Hamla."
„Ég hugsa að styttist í það, að
sjái fyrir endann á samningaviðræð-
um Sambandsins og Landsbankans,“
sagði Guðjón B. Olafsson, forstjóri
Sambandsins í samtali við Morgun-
blaðið. Aðspurður hvort hann teldi
að aðilum tækist að ljúka samning-
um á fyrirhuguðum fundi Hamla og
Sambandsins á morgun, sagði Guð-
jón: „Það get ég ekki fullyrt um, en
það fer að styttast í að þessu ljúki.“
Selfoss
Skotið með
riffli á hús
SKOTIÐ var af riffli á íbúðarhús
í Lambhaga 4 á Selfossi í gær.
Skotið fór í gegnum útvegg og
fannst kúlan inni á eldhúsgólfinu.
Ekki urðu nein slys við þetta en
íbúar hússins voru á ferli í eldhúsinu
skömmu áður en kúlan fór í gegnum
vegginn.
Við rannsókn málsins kom í ljós
að sögn lögreglu að unglingar hefðu
verið að handleika skotvopn í um
100 metra fjarlægð frá húsinu með
þessum afleiðingum.
Eldur í
íbúðarhúsi
ELDUR kom upp á geymslulofti
í einbýlishúsi við Góuholt á
ísafirði síðdegis í gær. Húsráð-
endur voru að heiman en ná-
grannar tilkynntu um að mikinn
reyk legði frá húsinu kl. 16.
Þegar slökkvilið kom á vettvang
kom í ljós að eldur var á geymslu-
lofti og rufu slökkviliðsmenn þá gat
á þak hússins, rifu einangrun úr og
þurftu því ekíri að nota vatn til að
ráða niðurlögum eldsins. Gekk
slökkvistarf fljótt fyrir sig. Reykur-
inn hafði borist niður í íbúð hússins
og olli talsverðum skemmdum. Elds-
upptök eru ókunn samkvæmt upp-
lýsingum lögreglu.
Bifreið valt í
hálku o g krapi
Fólksbifreið fór út af þjóðveg-
inum og valt í Helgafellssveit
skammt frá Stykkishólmi í gær.
Tvennt var í bílnum og slapp
með minniháttar meiðsl en bíllinn
er mikið skemmdur. Mikil hálka og
krap var á veginum þar sem bíllinn
fór út af.
Barnaheill
Kristján
Jóhannsson
á tónleikum
KRISTJÁN
Jóhannsson
mun syngja á
tónleikum í
Hallgríms-
kirkju til
styrktar
Barnaheill
hinn 20. des-
ember næst-
komandi.
Kristján söng síðast opinber-
lega á íslandi þegar Þjóðleik-
húsið var tekið aftur í notkun
eftir endurbætur í mars á síð-
asta ári.
Allir sem fram koma á tón-
leikunum gefa vinnu sína en þeir
eru auk Kristjáns, Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, Módettukór Hall-
grímskirkju og Hörður Áskelsson
organisti. Þá er von á Rico Sacc-
ani hljómsveitarstjóra en ekki
hefur enn fengist endanlega
staðfest hvort hann kemur. Allur
ágóði af tónleikunum rennur til
starfsemi Bamaheilla.