Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
15
Þorgeir Þorvarð■
arson — Minning
Ég kveð látinn vin með þeim
sömu orðum sem standa á jólakort-
inu sem ég fékk frá honum daginn
áður en hann dó. „Þakka þér fyrir
allt.“ Ég samgleðst honum að vera
laus úr viðjum líkamans sem var
orðinn svo þreklítill. Á erfiðum
stundum sótti hann oft styrk í
mátt bænarinnar og ég er viss um
að nú hefur hann reynt að orð
meistarans frá Nasaret eru sönn,
er hann segir „biðjið og yður mun
gefast" og líka hitt „að sælir eru
þeir sem hungra ög þyrstir eftir
réttlætinu, því þeir munu guðsböm
kallaðir verða“. Ég geymi minningu
um 55 ára langa vináttu og skyldu-
rækinn og umhyggjusaman föður.
Blessuð sé minning Þorgeirs Þor-
varðarsonar.
Sigríður Gísladóttir.
Mánudaginn 21. desember sl. lést
á heimili sínu Þorgeir Þorvarðarson
frá Bakka á Kjalarnesi. Hann var
fæddur 27. desember 1914 á Bakka
þar sem harm ólst upp í stórum
systkinahópi, en hann var fjórði af
ellefu systkinum, sem öll komust
upp. Mér er ekki vel kunnugur upp-
runi eða æviferill Þorgeirs, en veit
þó að hann var búfræðingur frá
Hvanneyri og vann lengst af störf
tengd landbúnaði og jarðyrkju, þótt
ekki yrði hann bóndi. Hann var
m.a. mjólkurbílstjóri í Kjós og á
Kjalarnesi á stríðsárunum, starfaði
síðar hjá Mjólkurfélaginu við vöru-
afgreiðslu og loks hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna. Þorgeir var
ókvæntur, en eina dóttur eignaðist
hann, Þórdísi, f. 1941, sem er gift
kona hér í bæ og á þrjú börn og
tvö barnabörn. Þorgeir lét eitt sinn
svo um mælt við mig að það teldi
hann eina sína mestu gæfu í lífinu
að þafa eignast Þórdísi.
Ég kynntist Þorgeiri fljótlega
eftir að ég slóst í hóp árrisulla gesta
Sundlaugar Vesturbæjar fyrir lið-
lega áratug. Þorgeir var þar einn
fastagesta, ávallt mættur á staðinn
vel fyrir sjö, ef ekkert hindraði.
Ekki var hann þó einn þeirra sem
„hékk á húninum" eins og við orð-
uðum það í okkar hóp, heldur byij-
aði hann á því að taka til á hlaðinu
og tíndi upp hvers kyns rusl og
drasl, sem aðrir miður þrifnir sam-
borgarar höfðu fleygt frá sér, og
kom því á sinn stað í rusladallinn,
sem óþrifnir sýnast ekki geta kom-
ið auga á. Snyrtimennska einkenndi
Þorgeir, sem sjá má á innganginum
í kjallarnum á Hagamel 23 og ekki
síður þegar inn er komið.
Annað var það sem í mínum
huga einkenndi Þorgeir öðru frem-
ur, en það var sá háttur hans að
heilsa okkur sundsystkinum sínum
yfirleitt með kjamyrtri og nýstár-
legri túlkun á einhveiju sem hann
hafði lesið í Morgunblaði dagsins
eða honum hafði borist á öldum ljós-
vakans síðasta sólarhringinn. Síðan
var þetta gjarnan tekið fyrir á
„Varðarfundi" við kaðalinn í laug-
inni að loknu morgunsundi. Þar var
Þorgeir hinn ókrýndi foringi, fund-
arstjóri og framsögumaður, allt í
senn. Iðulega svall honum móður
yfír ýmsu því sem efst var á baugi,
einkum á sviði stjórnmálanna. Mátti
þar margur una því að heyra harða
gagnrýni á leiðtoga sína, en því er
ekki að leyna, að framsóknarmenn
allra flokka virtust Þorgeiri jafnan
skapfelldir umfram aðra og ýmsir
ónefndir foringjar fengu betri út-
reið hjá honum en aðrir, svo um
sumum þótt nóg um á stundum.
Það mátti á Þorgeiri skilja, að
hann hefði verið nokkur gleðimaður
um dagana og ekki neitað sér um
ýmislegt það sem gjaman flokakst
undir lífsins lystsiemdir. Ekki veit
ég um það svo gerla, en handgeng-
inn mun hann hafa verið Bakkusi
um ævina, en vinfengi þeirra var
þó mjög í rénum þann tíma sem
ég þekkti Þorgeir og gat varla heit-
ið að þeir ættu samskipti utan ör-
sjaldan. Þorgeir sótti AÁ-fundi yfír-
leitt vikulega meðan okkar kynni
stóðu. Annar ljóður þótti mér verri
á ráði vinar míns, en það var hversu
ákafur tóbaksneytandi hann var.
Hann reykti sér vissulega til óbóta
og vildi ég kenna hnignandi heilsu
hans síðustu árin þeiri nautn hans.
Þorgeiri var fátt fimm daga í 78
ár, þegar hann lést, en fyrir mér
var hann alltaf mun yngri, bæði í
sjón og raun. Má vera að ég of-
meti þátt tóbaksins og vanmeti Elli
kerlingu í að leggja hann að velli.
Hinu verður ekki móti mælt, að
lungnasjúkdómur var farinn að
leggjast þungt á Þorgeir hin síðari
ár og olli á köflum löngum fjarvist-
um hans úr lauginni. Hans var
ávallt saknað þegar svo stóð á.
Hann hafði nú um nokkurt skeið
ekki treyst sér í laugina sakir bijóst-
þyngsla, en við vonuðum að með
hækkandi sól myndum við heimta
hann aftur glaðan og reifan og án
nokkurs bilbugs sem oft áður. Svo
fór að hann kvaddi fyrir fullt og
allt í þann mund sem sól var lægst
á lofti. Nú þegar hann er allur er
skarð fyrir skildi sem seint mun
fyllt. Ég veit að þetta mæli ég fyr-
ir munn allra sem þekktu hann úr
lauginni. Skápur 42 saknar vinar í
stað.
Ættingjum hans öllum votta ég
samúð.
Vlgfús Magnússon.
Tengdafaðir minn, Þorgeir Þor-
varðsson, verður borinn til grafar
frá Neskirkju í dag. Hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu, Haga-
mel 23, 21. desember, u.þ.b. viku
fyrir 78. afmælisdag sinn.
Þorgeir kenndi sig gjarnan við
föðurleifð sína, Bakka á Kjalamesi,
þar sem hann fæddist og ólst upp
hjá foreldrum sínum, Málhildi Tóm-
asdóttur og Þorvarði Guðbrands-
syni, í stórum systkinahópi.
Systkinin á Bakka voru 11, sem
öll komust á legg og lifðu fram á
efri ár. Fyrst féll frá Guðbjörg, eig-
inkona Gunnars Hólm. Þau eignuð-
ust 6 börn, og er kominn frá þeim
mikill ættbogi. Yngsta systirin féll
frá fyrir þremur árum, Hallfríður,
sem búið hafði í barnlausu hjóna-
bandi. Fyrir um ári lést svo Guð-
mundur múrarameistari, einhleyp-
ur.
Sjö eru nú eftirlifandi úr systk-
inahópnum. Eyjólfur, var lengst af
togarasjómaður. Á Bakka búa
rausnarbúi Gunnar og Bjarni,
ásamt systur sinni Gróu. Sigurður,
hefur löngum unnið að búskapnum
með systkinum sínum, en er annars
starfsmaður Vegágerðar ríkisins.
Hann bjó lengst af á Bakka, en er
nú kominn til Reykjavíkur. Tómas,
endurskoðandi, og Guðrún halda
heimili saman í Reykjavík. Öll hafa
þessi systkini komist vel áfram í
lífinu en eru ógift og barnlaus.
Samheldni hefur ætíð verið í
systkinahópnum og þau verið
hreykin af því, hve myndarlega er
búið á ættaróðali þeirra, Bakka,
sem er síðasti bærinn í sveitinni
með hefðbundinn landbúnað. í
æsku systkinanna var sveitin þeirra
mikið landbúnaðarhérað og fjöl-
menni á mörgum bæjum. Bakki
hefur verið eins konar fjölskyldu-
miðstöð fyrir systkinin og afkom-
endurna, enda þar vel tekið á móti
gestum og gangandi.
Eftir að Þorgeir lauk námi frá
Búnaðarskólanum á Hvanneyri
stundaði hann jarðbótastörf, aðal-
lega í Borgarfirði, með ýmiss konar
vinnuvélum, sem þá var nýlunda í
sveitum. Átti hann í fórum sínum
ýmsar skemmtilegar sögur frá því
skeiði ævi sinnar. Svo ók hann
mjólkurbílum um Kjós og Kjalarnes
um nokkurn tíma.
Loks tók hann við fastri stöðu
sem verkstjóri hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur og síðar hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna. Alls starfaði hann
við þessi störf í fjóra áratugi. Átti
hann þar góða daga, og eignaðist
stóran hóp tryggra vina. Störf þessi
áttu hug hans allan, enda ávann
hann sér mikið traust hjá yfirmönn-
um jafnt sem undirmönnum sínum.
Á vertíð í Eyjum kynntist hann
góðri konu, Sigríði Gísladóttur frá
Ketilsstöðum í Mýrdal, og eignaðist
með henni dóttur, Þórdísi, eigin-
konu mína. Þótt þau tækju ekki upp
sambúð, var gott samband milli
þeirra lengst af, ekki síst eftir að
dóttir þeirra óx úr grasi. Hún var
einkabarn hans. Nú þegar Þorgeir
fellur frá á hann sér sex afkomend-
ur, þ.e. Þórdísi, börnin okkar þijú
og tvö barnaböm okkar. Hann naut
þess að gegna afa- og langafahlut-
verkinu og var bömunum okkar
mjög traustur og góður. Höfðu þau
jafnan gaman af heimsóknum hans
og að heimsóknum til hans, enda
jafnan stutt á-milli. Hann var trygg-
ur í því hlutverki sem öðram.
Hann hafði gaman af lestri góðra
bóka, og að skeggræða slík mál.
Einnig ferðaðist hann töluvert,
bæði innanlands og utan. Alltaf
kynntist hann góðu fólki í ferðum
sínum og hélt kunningsskap við það
lengi á eftir. Sérstaklega minntist
hann oft á kynnisferð sem hann
tókst á hendur um Noreg til garð-
yrkjustöðva og dreifíngaraðila
garðávaxta. Þá kom oft fram hve
næmur hann var á ýmislegt í um-
hverfinu, hafði mjög glöggt gests
auga.
En Geiri, eins og hann var oftast
kallaður í þrengri hópi vina, varð
mikillar gæfu aðnjótandi á lífsleið-
inni, þótt hann hafí átt við sína
erfiðleika að etja stundum. Hann
átti stóran systkinahóp, eignaðist
mannvænlega afkomendur og mjög
stóran hóp vina og kunningja, sem
allir virtu hanp. Hann var jafnan
glaður á góðri stundu með fjöl-
skyldu og vinum, sagði sögur og
ræddi einarðlega um menn og mál-
efni líðandi stundar, var góður fé-
lagi og vinur, bæði í blíðu og stríðu.
Hann lét ekki deigan síga í þeim
efnum fram til hins síðasta.
Einn eiginleiki var áberandi í
fari Geira, sem allir sem hann
þekktu dáðust að. Það var snyrti-
mennska hans og hreinlæti. Heim-
ili hans var jafnan fínt og fágað,
þó enginn annaðist það, nema hann
sjálfur. Öllu var vel fyrir komið í
geymslum og skúffum, allt jafnan
á sínum stað. Klæðaburður hans
og þrifnaður var ætíð lýtalaus. Dag
hvern, sem Guð gaf honum heilsu
til, gekk hann til laugar með stóram
hópi vina árla dags í Sundlaug
Vesturbæjar, og átti þar jafnan
mjög góðar stundir.
Snyrtimennsku hans á vinnustað
var viðbrugðið. Margt ungt fólk,
sem undir hans stjórn starfaði, telur
sig eiga honum að þakka, að hafa
tamið sér að skilja aldrei við nokk-
urt verk hálfunnið, ganga frá öllum
verkfærum á skipulegan hátt að
verkslokum og fara ekki heim að
kvöldi nema vinnusvæðið væri að-
laðandi næsta dag.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar þakka Þorgeiri fyrir sam-
fylgdina á lífsleiðinni, og fyrir ástúð
hans og umhyggju fyrir bömunum.
Það verður óneitanlega skarð fyrir
skildi í fjölskyldunni við fráfall
hans.
Þorsteinn Magnússon.
ALLT AÐ 70% AFSLATTUR
HAGKAUP
gœöi úrval þjónusta