Morgunblaðið - 07.01.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
Landbúnaðarráðuneytið um hækkanir á verði ýmissa búvara
I samræmi við breytingar á
verðlagi og endurgreiðslum
Landbúnaðarráðuneytið sendi i
gær frá sér greinargerð um þær
hækkanir sem urðu á afurðum
alifugla, nautgripa og hrossa 1.
janúar. Kemur þar fram að þær
séu i fullu samræmi við breytingar
sem urðu á endurgreiðslum á virð-
isaukaskatti um áramótin og þær
almennu verðlagsbreytingar sem
að mati sexmannanefndar hafa
orðið frá 1. mars sl. Fjármálaráðu-
neytið hefur einnig farið yfir út-
reikningana og segir Bolli Þór
Bollason, skrifstofustjóri, að stað-
fest sé að þær hækkanir sem fram-
leiðendur hafa sett fram stafi ekki
allar af lækkun endurgreiðslna
vegna þessara afurða.
Framlög til endurgreiðslu á virðis-
aukaskatti voru lækkuð um 250
Maharishi
Mahesh Yogi,
upphafsmaður
Innhverfrar
íhugunar.
ninga rfundur
á Grensásvegi 11 (húsi Málarans), 2. hæð, kl. 20.30
í kvöld, fxmmtudag. Innhverf íhugun er auðlærð, nátt-
úruleg hugleiósluaðferð til að þroska persónuleikann.
Aðferðin hjálpar til að:
★ Hafa minna fyrir lífinu en auka sköpunarhæfni
og árangur.
★ Fá hugmyndir sem stuðla að lausnum viðfangsefna.
★ Þróa innri kyrrð og fullan mátt hugans.
★ Losa líkamann við djúpstæða uppsafnaða streitu.
Nánari upplýsingar á kynningarfúndinum eða
í síma 678178.
íslenska íhugunarfélagiö.
Bókhaldsnámskeið
Sérhönnuð námskeið með
þarfir atvinnulífsins í huga.
Bókhald I. stig byrjendur 20 tímar
★ Farið í grunnatriði bókhalds, gerð
einfalds rekstrar- og efnahagsreiknings.
Byrjar 11. janúar, tími: mán., mið.
Bókhald II. stig framhaldsflokkur 20 tímar
★ Bókhaldsæfíngar og reikningsskil
einkafyrirtækja.
Byrjar 12. janúar, tími: þri., fim.
Bókhald III. stig 20 tímar
Raunhæft verkefni:
★ Skil og innheimta virðisaukaskatts.
★ Launabókhald.
★ Viðskiptamannabókhald.
★ Frágangur, afstemmningar, milliuppgjör.
★ Samning rekstrar- og efnahagsreiknings.
Byrjar 1 1. janúar, tími mán., mið.
Bókhald IV. stig Tölvubókhald
Opus allt 20 tímar
★ Fjárhags- og viðskiptamannabókhald,
raunhæft verkefni.
Byrjar 15. febrúar, morgun- og kvöldtímar
Bókhalds- og rekstrarnám I-IV stig 68 timar
Aðalnámsgreinar:
★ Hlutverk bókhalds, bókhaldslög.
★ Bókhaldsæfingar og gerð milliuppgjöra.
★ Launabókhald.
★ Skil og innheimta virðisaukaskatts.
★ Raunhæft verkefni.
- frágangur, afstemmingar, milliuppgjör.
- samning rekstrar- og efnahagsreiknings.
★ Tölvubókhald - Opus allt.
Byrjar 18. janúar, morgun- og kvöldtímar.
Skattframtöl fyrir einstaklinga, 16 tímar,
byrjar 3. feb.
Innritun er þegar hafin.
Viðskiptaskólinn
Skólavörðustíg 28, sími 624162.
milljónir, eða úr 460 milljónum í 210
milljónir milli fjárlaga 1992 og 1993,
en þessi breyting veldur breytingum
á afurðaverði alifugla, svína, hrossa
og nautgripalqöts. Fram kemur í
greinargerð landbúnaðarráðuneytis-
ins að verðlagsnefndum landbúnað-
arins hafí verið tilkynnt um þessa
breytingu í lok sl. árs. Fór þá fram
verðlagning og nýskráning verðs fyr-
ir afurðir alifugla, nautgripa og
hrossa. Ekki er opinber skráning á
verði svínakjöts, og hækkanir því á
valdi framleiðenda.
Landbúnaðarráðuneytið bendir á
að sé tekið tillit til ógreiddra reikn-
inga frá desember og stöðu fjárlaga-
liðarins um áramót, hafí ráðuneytið
ákveðið að lækka endurgreiðslu á
hveija einingu þessara afurða að
meðaltali um 64,7%. Fjármálaráðu-
neytið hefur fengið aðrar niðurstöðu.
Bolli benti á að fjármálaráðuneytið
gengi út frá 55% lækkun niður-
greiðslna en landbúnaðarráðuneytið
tæki einnig tillit til uppsafnaðs halla
á síðasta ári.
Hvað einstakar afurðir varðar þá
kemur fram í skýringum landbúnað-
arráðuneytisins að vegna breytinga
á endurgreiðslum úr ríkissjóði hækk-
ar verð eggja um 7,28%. Almennar
verðlagsbreytingar að mati sex-
mannanefndar frá 1. mars sl. nema
4,12%. Samtals'nam því verðhækk-
unarþörfín 11,40%. Að tillögu bænda
í verðlagsnefndinni var rúmlega
helmingi hækkunarinnar frestað til
1. mars nk., og því varð hækkunin
á verði eggja 5% 1. janúar. Verð á
kjúklingakjöti hækkar um 11,14%
vegna breytinga á endurgreiðslu vsk.
Almennar verðlagsbreytingar frá 1.
mars eru taldar 4,08%, og verðhækk-
unarþörfín því samtals 15,22%.
Breytingar á endurgreiðslum á vsk.
vegna nautgripakjöts hækkar verð
þess um 13,48%. Engar almennar
verðlagsbreytingar voru gerðar til
bænda af sexmannanefnd og slátur
og heildsölukostnaður hélst óbreytt-
ur. Því nam verðhækkunin samtals
13,48%. Verð svínakjöts hækkar um
8,65% vegna breytingar á endur-
greiðslu vsk. og að mati framleiðenda
nema almennar verðlagsbreytingar
frá 1. október 3,11% nettó eftir lækk-
anir vegna afnáms aðstöðugjalds.
Samtals nemur áætluð verðhækkun-
arþörf svínakjöts því 11,76%.
Uppsagnir verða von-
andi endurskoðaðar
- segir Páll Bergþórsson veðurstofustjóri
í BYRJUN febrúar verður væntanlega Ijóst hver tekur við starfi veður-
stofustjóra um næstu áramót þegar Páll Bergþórsson hættir fyrir ald-
urs sakir. Páll segir að þá verði skipaður starfsmaður til að sinna
stefnumótun stofnunarinnar og sá hinn sami verði næsti yfirmaður
hennar. Hann vonist til að þessi hreyfing á málum fái þá sjö veðurfræð-
inga sem sagt hafa upp störfum til að endurskoða ákvarðanir sínar.
Auglýst var í gær eftir veðurstofu-
stjóra og óskað eftir að viðkomandi
komi til starfa hið fyrsta til að taka
þátt í vinnu við stefnumótun í tengsl-
um við athugun sem nú stendur yfír
á þróun og stefnumiðum Veðurstof-
unnar. Páll Bergþórsson segist hafa
fengið samþykki umhverfísráðuneyt-
is til að tilvonandi veðurstofustjóri
verði hið fyrsta ráðinn til þessa sér-
verkefnis. „Mér þótti eðlilegt að sá
sem tekur við stjórn stofnunarinnar
að ári hafí áhrif á þróun starfsemi
hennar,“ segir Páll.
Morgunblaðið/Silli
Fuglarnir taldir.
26 þúsund
fugiar í
jólatalningu
Húsavik.
LOKIÐ er hinni árlegu jðla-
talningu fugla á svæðinu frá
Skjálfandafljóti að vestan,
austur með Tjörnesi og allt
að ósum Litluáar í Keldu-
hverfi og í landi Laugabóls í
Reykjadal. Alls töldust 37
tegundir og samtals 25.587
fuglar og er það fjölgun frá
fyrra ári.
Samkvæmt upplýsingum
Gauks Hjartarsonar eru helstu
niðurstöður talningarinnar að
fjöldi einstaklinga er nokkru
meiri en þá síðast var talið og
munar þar mestu um óvenju
mikinn fjölda af fýl. í hlýindum
undanfarið virðist fuglinn koma
að landi og jafnvel setjast í
björg þó um hávetur sé. Hávell-
um hefur fjölgað mjög. Æðar-
fuglar eru nokkru færri en síð-
asta áratug og snjótittlingar
óvenju fáir.
Tegundum hefur fækkað frá
fyrri talningum. Þar veldur trú-
lega harðari vetrarbyijun en
undanfarin ár, svo óvenju litlar
komur erlendra flækingsfugla
hafa verið til landsins í haust.
— Fréttaritari.
Feðgar sem hafa ferð-
ast saman víða um heim
Útivera að vetri
Gunnlaugur Rögnvaldsson
Filippus Pétursson og sonur hans
Gabriel eiga ættir að rekja til Frakk-
lands, en Filippus kom hingað tví-
tugur að aldri og heillaðist svo af
náttúru landsins og sögu að hann
hefur verið hér síðan og m.a. skipu-
lagt ferðir útlendinga til landsins í
á annan tug ára. Þeir feðgar hafa
ferðast víða saman, m.a. um ísland,
Nepal og Sahara-eyðimörkina og
finna til samkenndar í skauti náttúr-
unnar. Báðir eru heillaðir af lands-
laginu hérlendis.
„Ég kom hingað tvítugur að aldri
frá Frakklandi og ákvað einhveiju
sinni að labba frá Mývatni og suður-
úr yfír hálendið. Ég hafði alltof lítinn
mat meðferðis, varð uppiskroppa
með næringu og lifði á eggjum úr
náttúrunni eftir að ég fór um Nýja-
dal. Þegar ég kom svo í borgina las
ég um Fjalla-Eyvind og sá lestur og
mín upplifun á hálendinu varð til
þess að ég heillaðist af landinu og
hef ekki farið síðan," sagði Filippus
í samtali við Morgunblaðið, en hann
vinnur nú hjá Safari-ferðum, sem
reknar eru af Útsýn og Guðmundi
Jónassyni hf. og sérhæfír sig m.a.
í ferðum um hálendið með útlend-
inga.
Frost í Sahara
Filippus hefur eytt miklum tíma
Feðgarnir Filippus og Gabriel.
á hálendinu. Á hveiju ári er hann
marga mánuði á fjöllum, mest yfír
sumartímann, en einnig í ferðum á
veturna, ýmist á vélsleðum eða
gönguskíðum. Dvöl sína hérlendis
hóf hann með því að ljósmynda dýra-
lífið og selja erlendum tímaritum,
en fór síðar í ferðamennskuna af
fullum krafti og byggði upp eigið
fyrirtæki í kringum það. En Filippus
hefur ekki einskorðað sig við ísland,
hann hefur farið með hópa um Sa-
hara-eyðimörkin og segir það
óvenjulega upplifun. „Þótt furðulegt
sé þá getur verið 20 stiga frost á
nóttinni í Sahara, en samt er það
er ekkert tiltökumál að sofa undir
berum himni, loftið er alveg raka-
laust og ekki bítandi kuldi eins og
hérlendis," sagði Filippus.
Sonur hans Gabriel hefur ferðast
með honum um eyðimörkina og einn-
ig um hálendi íslands, en hann er
fímmtán ára gamall og dugnaðar-
forkur. „Ég treysti honum jafnvel í
ferðum og fullvöxnum manni, hann
gefst aldrei upp. Við erum nýkomn-
ir.frá Nepal, þar sem við ferðuð-
umst saman. Ég tók hann fyrst með
tveggja ára gamlan og hann hefur
flakkað með mér síðan," sagði
Filippus, „hann vildi sem polli helst
alltaf vera blautur, með tvo lítra af
vatni í stígvélunum og annað í þeim
dúr, var strax greinilega tilbúinn í
svaðilfarir. Ég gæti sent hann með
þyrlu upp á Mýrdalsjökul og hann
myndi bjarga sér til baka, jafnvel í
þoku, hann þekkir landsvæðið nvíög
vel.“
Sonurinn vill hrakninga
„Það er í raun skemmtilegt hvem-
ig samskipti okkar hafa þróast. Ég
ólst upp við sannkallað lúxuslíf, en
hann hefur mest gaman af fjallaferð-
um og hrakningum. Strákurinn
hjálpar mér í mörgum ferðum og
hefur sjálfur farið með sjónvarpstök-
ulið um landið. Hann er fæddur með
hæfileika á þessu sviði og getur stað-