Morgunblaðið - 07.01.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Lítið tilefni til
bjartsýni
*
Inýju tölublaði brezka tímarits-
ins Economist er birt línurit,
sem sýnir þróun landsframleiðslu
að raungildi á síðasta ári og
áætlaða þróun á þessu ári í 24
aðildarríkjum OECD. ísland er í
neðsta sæti þessara nkja á árinu
1992 og áætlað að ísland verði
í næstneðsta sæti á hinu nýbyij-
aða ári. Landsframleiðsla minnk-
aði verulega á síðasta ári og
OECD gerir ráð fyrir, að svo
verði einnig í ár. Finnar, sem
voru í næstneðsta sæti á síðasta
ári mega búast við verulegri
aukningu landsframleiðslu á
þessu ári. Svíar eru eina þjóðin,
auk okkar íslendinga, sem horfa
fram á minnkandi landsfram-
leiðslu á árinu 1993. Þetta sýnir,
að við erum að dragast stórlega
aftur úr öðrum þjóðum.
Því miður er engin ástæða til
að ætla, að þróunin verði á annan
veg, en OECD gerir ráð fyrir
samkvæmt þessu línuriti Econ-
omist. Að mörgu leyti má búast
við, að árið 1993 verði enn erfið-
ara ár en árið 1992. Þorskafli
verður minni, atvinnuleysi er vax-
andi vandamál, margvíslegar
skattaálögur skerða kjör fólks
enn frekar, sem dregur úr kaup-
mætti almennings, sem aftur
leiðir til minnkandi viðskipta og
veltu í þjóðfélaginu.
Þrátt fyrir yfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar fyrir nokkrum vik-
um, að hún mundi beita sér fyrir
aðgerðum til þess að tryggja
vaxtalækkanir, fara vextir hækk-
andi og hafa raunvextir sjaldan
verið hærri en nú. Eins og venju-
lega er ómögulegt að festa hend-
ur á þeim skýringum, sem gefnar
eru á vaxtahækkunum. Talsmenn
bankanna vísa til vaxandi verð-
bólgu, bankamálaráðherra telur,
að bankarnir séu einfaldlega að
auka vaxtamun vegna eigin af-
komu. Samtök fiskvinnslustöðva
telja, að vaxtahækkunin nú leiði
til útgjaldaaukningar, sem nemur
verulegum fjárhæðum fyrir fisk-
vinnsluna.
Þrátt fyrir mikið uppnám á
Alþingi og í þjóðfélaginu við af-
greiðslu fjárlaga fyrir ári og að
nokkru leyti aftur nú verður ekki
séð, að ríkisstjóm og Alþingi
hafi tekizt að marka nokkur
þáttaskil, sem orð er á gerandi í
ríkisfjármálum. Nokkur umsvif
hafa verið við einkavæðingu en
ekki í þeim mæli, sem búast
mátti við, þegar núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum.
Vel má vera, að ósanngjarnt
sé að gera þær kröfur t'il ríkis-
stjómar, að henni takist á 19
mánuðum að snúa þjóðfélagsþró-
uninni við eg beina henni í nýjan
arveg. En það er ekki ósann-
gjarnt að gera þær kröfur, að á
þessu tímabili hafí stefnan verið
mörkuð með svo afgerandi hætti,
að öllum sé ljóst hvert ferðinni
er heitið. Hefur það tekizt?
Tvennt getur breytt þeirri
dökku mynd, sem við blasir að
öllu óbreyttu. í fyrsta lagi, að
samningurinn um þátttöku okkar
í Evrópska efnahagssvæðinu
verði samþykktur á Alþingi og
að EFTA-ríkjunum takist að ná
fram þeim breytingum á samn-
ingum við EB, sem tryggi, að
EES komi til framkvæmda
snemma á þessu ári. Það getur
leitt til einhverrar vítamínsprautu
fyrir atvinnu- og viðskiptalíf. í
öðru lagi er hugsanlegt, að breytt
stjórnarstefna í Washington leiði
til aukins hagvaxtar í Bandaríkj-
unum, sem smátt og smátt hafi
áhrif í okkar heimshluta og þar
með á efnahagsstöðu okkar.
Það er alvarlegt umhugsunar-
efni, að hvorki Alþingi, ríkisstjóm
né samtök atvinnuveganna virð-
ast hafa fastmótaðar hugmyndir
um, hvert beri að stefna í at-
vinnumálum. Ætlum við að
leggja jafn mikla áherzlu á sjáv-
arútveginn og hingað til þrátt
fyrir minnkandi sjávarafla og ef
svo er, hvernig á að bregðast við
þeim gríðarlega mun, sem er á
veiðigetu annars vegar og veiði-
heimildum hins vegar? Hinn nýi
þróunarsjóður sjávarútvegsins á
að svara þessari spurningu að
nokkru leyti en enn sem komið
er hafa stjómvöld einungis tekið
grundvallarákvörðun um stofnun
hans en frekari útfærsla á verk-
sviði hefur ekki verið skilgreind.
Hvaða þættir aðrir verða ráðandi
í atvinnuuppbyggingu okkar á
næstu árum? Stóriðja? Ferða-
þjónusta? Útflutningsiðnaður?
Umræður um þessi mál hjakka
{sama farinu. Hvorki stjómmála-
menn né forystumenn atvinnulífs
komast út úr þeim farvegi, sem
þeir em í. Dag eftir dag, viku
eftir viku, mánuð eftir mánuð,
ár eftir ár, hlustar þjóðin á sömu
togstreitu milli þröngra sérhags-
muna. Hvar er yfirsýnin? Hveijar
em meginlínurnar í stefnumörk-
un þjóðarinnar, þegar horft er til
framtíðarinnar? Ekkert af þessu
virðist vera til. Þess vegna og af
mörgum öðrum ástæðum er lítið
tilefni tii bjartsýni á hinu nýbyij-
aða ári.
Hitt er svo annað mál, að þjóð-
in getur herzt í átökum við þessa
erfiðleika. Ef við tökumst á við
þá f stað þess að víkjast undan
þeim bíður okkar betri tíð, þegar
fram í sækir, þótt ekki verði það
endilega á þessu ári.
Byggðastofnun vill
stöðva flutning fisk-
vinnslu frá Stokkseyri
Höldum okkar striki, segir Pétur Reim-
arsson framkvæmdastjóri Arness hf.
> Morgunblaðið/RAX
I læri hjá meisturunum
Skákskóli íslands bauð ungum úrvalsnemendum í skák upp á fjögurra daga námskeið, sem lauk í gær. Þar
veittu stórmeistaramir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson ýmis góð ráð. Þá öttu nemendurn-
ir, sem voru tuttugu og á aldrinum 10-20 ára, kappi hver við annan. Akureyringar stóðu sig best og hrepptu
þijú efstu sætin. Sigurvegari varð Rúnar Sigurpálsson, 20 ára, sem vann allar sjö skákir sínar, Páll Þórsson, 15
ára, varð í öðru sæti og Halldór Ingi Kárason, 13 ára, hafnaði í þriðja sæti. A myndinni þiggja stórmeistarar
framtíðarinnar góð ráð hjá Helga Olafssyni.
Selfossi. ^
„VIÐ HÖLDUM okkar striki fram að hluthafafundi. Það ylli okkur
verulegu fjárhagsljóni ef við hættum þessu í miðjum klíðum,“ sagði
Pétur Reimarsson framkvæmdastjóri Árness hf. um ályktun stjórn-
ar Byggðastofnunar 5. janúar. í ályktuninni fer stofnunin meðal
annars fram á að ákvörðun fyrirtækisins um að flytja alla fisk-
vinnslu á einn stað í Þorlákshöfn verði tekin til endurskoðunar.
sér eftirfarandi ályktun um þessar
ráðstafanir Árness hf., en stofnunin
á tæp 22% í fyrirtækinu: „Stjóm
Árness hf. hefur ákveðið að öll físk-
vinnsla félagsins fari fram í Þorláks-
höfn, þrátt fyrir skýlaus ákvæði í
1. grein hluthafasamkomulags sem
gert var 31. desember 1991 þar sem
kveðið er á um að fyrirtækið verði
með starfsemi bæði á Stokkseyri
og í Þorlákshöfn. Þess vegna fer
stjórn Byggðastofnunar fram á það
við stjóm Árness hf. að þessi
ákvörðun verði tekin til endurskoð-
unar og að efnt verði til hluthafa-
fundar hið fyrsta. Jafnframt verði
stöðvaðar aðgerðir sem bijóta fyrr-
nefnt samkomulag, svo sem flutn-
ingur tækja og véla frá Stokkseyri,
en leitað leiða til samkomulags um
hagræðingu í rekstri sem eignarað-
ilar geta unað við.“
Að Árnesi hf. standa alls 200
hluthafar. Aðaleigendur em tíu aðil-
ar, fyrri eigendur Glettings, með
50%, Byggðastofnun með 21,8%,
Olís hf. með 5%, Stokkseyrarhrepp-
ur með 2,5% og ýmsir smærri aðilar
samtals 20,7%.
Á stjómarfundi í fyrirtækinu í
gærkvöldi var ályktun Byggða-
stofnunar tekin fyrir. Samþykkt var
að halda hluthafafund 14. janúar
klukkan 14. Engin samþykkt var
gerð um efnisinniþald ályktunar
Byggðastofnunar. Á hluthafafund-
inum 14. janúar verður lögð fram
tillaga frá Byggðastofnun um að
staðið verði við hluthafasamkomu-
lagið og þá gefst hluthöfum kostur
á að tjá sig um málið.
Sig. Jóns.
Stefnt er að því að öll fiskvinnsla
Ámess hf. verði í Þorlákshöfn og
að flutningi tækja og búnaðar frá
Stokkseyri verði lokið um mánaða-
mótin næstu, en á nýliðnu ári var
fiskur unninn á báðum stöðunum.
Fulltrúi Stokkseyringa í stjórn fyrir-
tækisins hefur lýst óánægju með
þessa ákvörðun og telur hluthafa-
samkomulag, sem gert var þegar
Árnes hf. var stofnað, við samein-
ingu Hraðfrystihúss Stokkseyrar og
Glettings hf., hafa verið brotið.
Stjórn Byggðastofnunar sendi frá
Vaxtamuiiur bankans jokst
ekki við vaxtahækkunina
- segir Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbanka íslands
BANKASTJÓRI Búnaðarbankans segir að vaxtamunur bankans hafi
ekki aukist við vaxtahækkun bankans um áramótin. Viðskiptaráðherra
hefvr gagnrýnt banka og sparisjóði fyrir vaxtahækkunina, meðal ann-
ars á þeim forsendum að hún feli í sér aukinn vaxtamun.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið á
miðvikudag, að vaxtahækkanir
bankanna fælu tvennt í sér sem ekki
væri rakið til verðlagsþróunarinnar,
aukinn vaxtamun og hækkun vaxta
vísitölubundinna lána. Jón nefndi
sérstaklega að vaxtahækkun ís-
landsbanka hefði verið nokkuð mik-
il, en bankinn hefur hækkað for-
vexti víxla um 4% frá nóvemberbyij-
un og er nú með hæstu útlánsvexti
banka, hvort sem um er að ræða
vísitölubundna eða óverðtryggða
vexti.
Valur Valsson bankastjóri íslands-
banka vildi ekkert láta hafa eftir sér
um vaxtamál þegar Morgunblaðið
leitaði eftir því í gær. En Jón Adolf
Guðjónsson bankastjóri Búnaðar-
bankans sagði við Morgunblaðið, að
vaxtamunur bankans hefði ekki auk-
ist við vaxtahækkunina um áramót-
in. „Við gáfum okkur það í þetta
sinn, að vaxtamunur yrði ekki aukinn
og okkar útreikningar staðfesta
það,“ sagði Jón Adolf.
Bankarnir hækkuðu allir verð-
tryggða kjörvexti um áramótin, Bún-
aðarbanki og Landsbanki um 0,25%,
í 7,25% og 7,5%, og íslandsbanki
um 0,75% í 8,25%. „Það má segja
að við höfum verið allt að mánuði
of seinir að hækka þessa vexti því
kjörvextir á vísitölubundnum útlán-
um fylgja eftirmarkaði ríkisskulda-
bréfa og á þeim tíma sem við hækk-
uðum voru vextir á eftirmarkaði
7,6-7,8%,“ sagði Jón Adolf.
Hann sagðist ekki eiga von á að
Búnaðarbankinn þyrfti að hækka
vexti á næstunni miðað við fyrirliggj-
andi verðlagsforsendur. Og ef miðað
væri við verðbólguspá þijá mánuði
fram í tímann og verðbólgu á þrem-
ur undanförnum mánuðum hefði
vaxtahækkunin um áramótin ekki
þurft að koma á óvart.
Benedikt Davíðsson, stjórnarformaður SAL og forseti ASÍ
Lífeyrissj óðimir verða líklega
að hætta útlánum til sjóðfélaga
Sjóðunum er ekki um að kenna hátt raunvaxtastig í landinu, segir Víglundur
Þorsteinsson, formaður sljórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna
HÁTT raunvaxtastig í landinu veldur því að vaxtamunur lífeyris-
sjóðslána og ríkisverðbréfa er orðinn svo mikill, að við blasir að líf-
eyrissjóðirnir verði að hætta útlánum til sjóðfélaga alfarið, eða hækka
vexti þeirra til iafns við bankavexti ella, að sögn Benedikts Davíðsson-
ar, forseta ASI og formanns sljórnar Sambands almennra lífeyris-
sjóða. Hrafn Magnússon, framkvæmdasljóri SAL, sagðist ætla að
meðalvextir lífeyrissjóðslána væru jafnvel undir 7%, en vextir frá
3,5% allt upp í meðalvexti verðtryggðra útlána bankanna þekktust.
Að sögn Víglundar Þorsteinssonar, sljórnarformanns Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, veitir sjóðurinn hagkvæmustu lánin til sjóðfélaga
á hveijum tíma, en önnur bréf væru keypt á markaðsverði. Hann
sæi því ekki sekt lífeyrissjóðanna í að halda uppi háum raunvöxturn
í landinu, eins og Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs
Landsbankans, lét í ljósi í frétt Morgunblaðsins í gær.
Benedikt sagði að með tilkomu
almenna útboðskerfisins á verðbréf-
um hafí verið horfið frá ’86-kerfinu
svonefnda, þar sem lánskjör lífeyris-
sjóða voru eftirávextir sem voru
ákveðnum hundraðshluta fyrir neð-
an vexti ríkisskuldabréfa, með það
fyrir augum að vextir myndu lækka
í kjölfarið.
„Eftir að útboðin fóru í gang, er
þetta opið fyrir alla, og allir sitja
við sama borð við tilboðsgerð,“ sagði
Benedikt. „Það er hins vegar ríkis-
ins að ákveða hvort það tekur til-
boðunum. Ríkið ákveður þessa að-
ferð í þeim tilgangi að færa niður
vexti, að því er sagt er. Lífeyrissjóð-
imir sitja ,þar við sama borð og all-
ir aðrir sem bjóða í bréfín - bank-
amir og aðrir. Sjóðirnir eru nánast
engir gerendur um þetta, heldur er
það ríkið sem ræður alfarið ferð-
inni.“
Benedikt sagði að með þjóðar-
sáttarsamningum hafi verið mælst
til þess við Hfeyrissjóðina að færa
vaxtastig sjóðfélagalána niður í 7%.
„Lífeyrissjóðirnir urðu almennt við
þessu, og hafa haldið því stigi allar
götur síðan, á sama tíma og ríkis-
verðbréfin hafa hækkað úr 7,2%
sem þau voru þá, upp I 9,8%, eða
yfír 30%. Auk þess hafa bankarnir
hækkað vexti, en vextir lífeyrissjóð-
anna standa kyrrir," sagði Bene-
dikt. „Sjóðirnir eiga í miklum vanda
núna, því það má segja að þeir séu
að bijóta sínar samþykktir með því
að viðhalda þessum lánaflokki á
þessu vaxtastigi. Ég sé ekki annað
en þeir verði að hætta að lána til
sjóðfélaga, því það er ekki gott að
hækka vexti upp í bankavexti. Ég
held að sjóðirnir verði bara að hætta
þessari lánastarfsemi - það verði
að gera þetta í gegnum bankana."
Aðspurður kvað Benedikt þann
hagstæða vaxtamun sem næðist á
markaði miðað við vexti til sjóðfé-
laga hugsanlega geta valdið því að
sjóðfélagar sem ættu lánsrétt i líf-
eyrissjóðunum komi og taki lán á
7% vöxtum og farið svo á ríkismark-
aðinn og kaupi bréf með 10% vöxt-
um. „Mér sýnist það augljóst, að
ef vaxtastigið heldur áfram að vera
svona hátt á ríkismarkaðnum og í
bönkunum hljóti að verða að hætta
þessari starfsemi hjá lífeyrissjóðun-
um.“
Sé ekki sekt lífeyrissjóðanna
Víglundur Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, sagði að hagkvæmustu lán-
in væru til sjóðfélaganna, en hin
bréfin kaupi sjóðurinn á því mark-
aðsverði sem seljendur bréfanna
bjóða á hveijum tíma. „Við könn-
umst ekki við sekt okkar í að við-
halda háum raunvöxtum, en við
erum tilbúnir til að taka þátt í að
kveða niður drauginn,“ sagði hann.
„Lífeyrissjóður verslunarmanna
hefur mjög varfærna útlánastefnu.
Hann kaupir ríkisverðbréf, banka-
bréf, bréf fjárfestingarlánasjóða,
hlutabréf í skráðum almennings-
hlutafélögum, og hann lánar sjóðfé-
lögum,“ sagði Víglundur. „Við lán-
um sjóðfélögum á 7% vöxtum ofan
á lánskjaravísitölu, og þau lán eru
við lægri vöxtum en við kaupum
bankabréf, bréf fjárfestingarlána-
sjóða og ríkistryggð bréf. Lífeyris-
sjóður verslunarmanna segir auðvit-
að ekki við fj árfestingarlánasj óði,
ríki og banka, „herrar mínir, þetta
eru allt of háir vextir sem þið eruð
að bjóða okkur, viljið þið ekki lækka
þá?“, en ég er alveg handviss um
það, að ef það verður sameiginlegt
átak ríkisstjórnar og bankanna að
reyna að lækka vextina í landinu,
mun Lífeyrissjóður verslunarmanna
taka þátt í því með þeim af öllu afli.“
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri SAL, sagði að vextir lífeyris-
sjóðslána væru almennt í kringum
7% hjá langflestum lífeyrissjóðum
tengdum ASÍ. Hins vegar væru
verkfræðingar með 3,5% vexti og
bæir, ríki og sveitarfélög auk ýmissa
banka með 5,5%. Mjög fáir lífeyris-
sjóðir væru þó með meðalvexti verð-
tryggðra útlána bankanna.
Að sögn Skúla Skúlasonar hjá
Samvinnulífeyrissjóðnum voru vext-
ir á lífeyrissjóðslánum hækkaðir úr
7 í 8% um áramótin samkvæmt
ákvörðun stjómar sjóðsins, í fram-
haldi af vaxtahækkunum bankanna
og efnahagsástandi almennt.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Frá undirritun kaupsamnings. Fyrir enda borðsins situr Hlöðver Kjartansson lögfræðingur, en
hann vann að málinu fyrir hönd Flateyrarhrepps. Honum á hægri hönd sitja fulltrúar seþ'enda,
Einar Oddur Kristjánsson, Gunnlaugur Kristjánsson, Hjörtur Jónsson og Björgvin Þórðarson. Hand-
an borðsins sitja fulltrúar kaupenda, Kristján Jóhannsson, Jóhannes G. Jónsson, Þorleifur Pálsson,
Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Jóhannsson sveitarstjóri á Flateyri.
Gengið frá sölu Gyllis frá Flateyri til ísafjarðar
Seldum ekki Gyllisnafnið
sem fer á næsta togara
- segir Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hjálms
ísafirði.
„ÞAÐ kom aldrei til að við seldum nafnið með togaranum, því
við ætlum að eiga það þar til við kaupum næst togara," sagði
Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hjálms á Flateyri í
gær, en þá voru undirritaðir samningar um sölu á skuttogaranum
Gylli til Flateyrarhrepps, sem samstundis seldi skipið til nýstofn-
aðs hlutafélags á staðnum í eigu hreppsins og íshúsfélags ísfirð-
inga.
„Það ætti enginn íslendingur
að velkjast í vafa um það að þessi
atvinnugrein á í miklum kröggum
og fyrirtæki róa lífróður til að
halda sér ofansjávar. Ég trúi því
að með þeim aðgerðum sem við
höfum verið að vinna að undanfar-
ið takist okkur að ná landi. Ef til
vill á eftir að verða einhver breyt-
ing á högum starfsfólks hjá
Hjálmi, en ég hef fulla trú á því
að hér verði haldið uppi þróttm-
iklu atvinnulífí og að við munum
þurfa á aðfluttu vinnuafli að
halda. Við vildum ekki selja Gyllis-
nafnið með skipinu, enda trúum
við því að við munum eignast tog-
ara aftur þegar aðstæður til þess
verða heppilegar," sagði Einar
Oddur.
Hann sagði að þeir væru að
byija útgerð á 172 tonna línubáti
sem hefði áður heitið Valur, en
héti nú Sóley. Auk þess leggðu
upp hjá fyrirtækinu fjórir aðrir
línubátar svo reikna megi með að
þorskafli til vinnslu verði meiri
en áður. Æsa, sérbyggður skel-
fiskbátur sem keyptur hafi verið
í fyrra, fari á kúfiskveiðar eftir
fáa daga og í kringum þær veiðar
og vinnslu verði nokkur vinna.
Þessar aðgerðir bæti fiárhags-
stöðu fyrirtækisins um 300 millj-
ónir auk þess sem lausafjárstaðan
batni um 100 milljónir. Lán séu
nú svo til öll til 12—15 ára, sem
sé mjög vel viðunandi.
„Ég óska nýjum eigendum til
hamingju með skipið sem ég veit
að er mjög gott, enda höfum við
lagt alla áherslu á að afhenda það
eins og við vildum sjálfir fá það
í hendur. En þessar breytingar
hafa sett okkur í afar slæma
stöðu. Við vorum búnir að selja
skipið til traustra aðila á Nes-
kaupstað og við viljum standa við
gerða samninga. Þá koma til opin-
berar aðgerðir sem valda riftun
án þess að við verði ráðið. Slíkt
er alltaf afar óheppilegt, jafnvel
þótt kaupandinn sé jafn ágætur
og raun ber vitni, því við þekkjum
íshúsfélag ísfirðinga að góðu einu
líkt og Birting á Neskaupstað,"
sagði Einar Oddur ennfremur.
Þegar skrifað hafði verið undir
samninga í kaffístofu Hjálms
flutti Eiríkur Finnur Greipsson
oddviti ávarp, eftir að Einar Odd-
ur hafði formlega afhent skipið.
Hann þakkaði aðilum fyrir gott
samstarf við undirbúning kaup-
anna og sagðist vera ánægður
með hlut hreppsins í þessari milli-
göngu.
Þorleifur Pálsson, stjómarfor-
maður Þorfinns og íshúsfélags
ísfírðinga, þakkaði árnaðaróskir
og gat þess að ástæður hefðu
breyst frá því í haust að viðræður
fóru fram milli Hjálms og íshúsfé-
lagsins um kaup á skipinu. Hann
þakkaði mönnum drengileg við-
skipti.
Litlar mannabreytingar verða
um borð. Grétar Kristjánsson
verður áfram aðalskipstjóri, en
1. stýrimaður Brynjólfur Garðars-
son fer af, en hann verður skip-
stjóri á Sóleyju.
Gyllir á að koma til ísafjarðar
í dag, þar sem hann tekur físki-
kassa og vistir og fer á veiðar I
kvöld. Gert er ráð fyrir að togar-
inn landi eftirleiðis á ísafírði og
fískurinn fari til vinnslu hjá íshús-
félaginu, en að öðru jöfnu verður
áhöfnin frá Flateyri. Úlfar
Finnbogi Jónsson hjá Síldarvinnslunni í Néskaupstað
Leitað verður lögfræði-
legs álits á sölunni á Gylli
FINNBOGI Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á
Neskaupstað, segir að leitað verði lögfræðilegs álits á réttmæti
þess að Flateyrarhreppur nýti sér forkaupsrétt sinn á togarnum
Gylli til þess að selja hann hlutafélagi í eigu Flateyjarhrepps
(30%) og fshúsfélags ísfirðinga (70%). Hann segir að kaupin
þýði að sveitarsljóri í ákveðnu byggðarlagi geti gengist fyrir
því að láta sveitarfélagið neyta forkaupsréttar til að selja kunn-
ingjum sínum í allt öðrum landshluta skip.
Finnbogi sagði að stjóm Birt-
ings, sem ætlaði að kaupa Gylli,
væri eðlilega mjög ósátt við stöðu
mála. „í lögum um stjórn físk-
veiða er kveðið á um forkaups-
rétt sveitarfélags ef skip er selt
frá viðkomandi stað. Jafnframt
kveða lögin á um að ef sveitar-
stjórn neytir forkaupsréttar skuli
hún gefa útgerðaraðilum sem
heimilisfesti eiga í sveitarfélag-
inu kost á að kaupa skipið. Að
okkar mati hefði ekkert óeðlilegt
verið við að Flateyrarhreppur
hefði neytt forkaupsréttar og
selt skipið aftur útgerðaraðilum
á staðnum svo framarlega sem
þeir hefðu haft heimilisfesti þar
þegar okkar samningur var gerð-
ur. Að það skuli hins vegar vera
hægt að stofna félag af öðrum
aðilum í allt öðru sveitarfélagi
nokkrum dögum áður en for-
kaupsréttarfrestur rennur út
verður að teljast mjög vafasamt,
svo ekki sé meira sagt,“ sagði
Finnbogi og sagði að hann teldi
samninginn milli Flateyrarhrepps
og hlutafélagsins ekki vera í anda
umræddrar greinar í lögum um
stjórn fiskveiða. Þvi teldi hann
skylt að leita lögfræðilegs álits á
málinu.
Finnbogi sagði að stjórn Birt-
ings ætti eftir að koma saman
og ræða hvað yrði gert í ljósi
nýjustu atburða. „Við munum þó
að sjálfsögðu halda áfram að
fylgjast með þróun mála á skipa-
markaðinum en fyrst í stað mun-
um við hugsanlega reyna að leita
samstarfs við aðila sem hafa skip
en takmarkaðan kvóta til þess
að veiða fyrir okkur,“ sagði hann.