Morgunblaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1993
33
60, sem útskrifuðust um vorið 1943,
sóttu um 5. bekk það haustið. Þar
af hætti einn um áramót, svo að af
þeim árgangi héldu einungis 4 piltar
áfram. I þann hóp bættust 3 nem-
endur, sem lokið höfðu verslunar-
prófi tveimur árum fyrr, þannig að
í lærdómsdeild sátu einungis 7
námsmenn. í þeirra hópi var Gísli
Guðlaugsson. Eins og nræri má geta
urðu kynni þessa hóps náin og mun
nánari en almennt gerist um ár-
ganga í menntaskóla. Kom þar bæði
til að hópurinn var fámennur, svo
og hitt að hér var verið að troða
nýja braut, skapa nýjar hefðir, sem
engin fordæmi voru fyrir. Ofan á
þetta bættist að aðalkennari deildar-
innar, dr. Jón Gíslason, síðar skóla-
stjóri, setti metnað sinn í að nemend-
ur yrðu ekki skólanum til skammar
í hópi háskólaborgara. Hann gerði
því miklar kröfur til nemendanna
og krafðist mikilst af sjálfum sér.
Við lásum saman, við skemmtum
okkur saman og fylgdumst grannt
með því í hvaða stúlkum hinir væru
skotnir.
Gísli Guðlaugsson var alvörugef-
inn, en þó hrókur alls fagnaðar þeg-
ar það átti við og engu óglaðari en
hinir þótt eitthvað hefðu dreypt á
víni en það lét hann ógert. Hann
hafði létta og ljúfa frásagnargáfu,
sem naut sín vel í þessum þrönga
hópi. Augljóst má vera að svo löng
skólaganga í skóla, sem krafðist þó
nokkurs skólagjalds, sem ekki var
tekið við aðra skóla, fyrir ungan
mann utan af Iandi, sem ekki var
af auðugum kominn, hefur verið
krefjandi og vel þurft að huga að
útgjöldum og eyðslu. Gísla tókst
þetta með ágætum. Hlýtur það að
vera umhugsunarefni nú á tímum
þegar fólki er talin trú um að enginn
geti stundað nám eða lokið því nema
njóta framfæris hins opinbera í formi
námslána, sem þá voru ekki til og
engum datt í hug.
Það eitt að svara námskröfum
kennsluskrárinnar og yfirkennarans
var í sjálfu sér þó nokkuð afrek. Það
og sú staðreynd að í 7 manna hópi
gafst ekkert tækifæri til undankomu
varð sennilega til þess að þessi hóp-
ur varð acf leggja harðar að sér en
nokkur stúdentsárgangur frá nokkr-
um skóla fyrr eða síðar.
Ekki er þó sennilegt að þetta hafí
valdið því að Gísli hvarf frá frekara
námi. Hann hafði í sjálfu sér náð
því markmiði sem hann hafði sett
sér og langskólaganga var ekki ofar-
lega í hans huga. Annað hefur senni-
lega frekar valdið því að við stúd-
entspróf lét Gísli staðar numið í
skólagöngu, þótt hann héldi áfram
að bæta við lærdóm sinn og þekk-
ingu til dauðadags.
Það lýsir nokkuð staðfestu Gísla
Guðlaugssonar að hann valdi sér
ákveðið verksvið strax í upphafi
starfsferils síns og hélt sig að mestu
að því alla sína starfsævi. Trygging-
ar voru ævistarf hans og er óhætt
að fullyrða að í því starfi, og sérstak-
lega á vettvangi farmtrygginga,
hafi hann öðlast meiri þekkingu en
flestir aðrir landsmenn.
Gísli haslaði sér völl í atvinnulífinu
við lok heimsstyijaldarinnar. Friður
komst á í Evrópu 8. maí 1945 og
Japanir á undanhaldi. Trygginga-
heimurinn var að opnast á ný. Nýir
straumar, nýir skilmálar, nýir menn.
Þetta var freistandi starfsvettvangur
fyrir ungan mann og verkefni blas-
andi við á báðar hendur.
Gísli réðst til Karls D. Thulinius,
sem rak tryggingafélag í Reykjavík.
Starfaði hann þar m.a. með tveimur
öðrum verslunarskólamönnum, þeim
Gísla Ólafsyni, síðar forstjóra Trygg-
ingamiðstöðvarinnar hf., og Kristni
Hallssyni óperusöngvara, en þeir
áttu allir eftir að hafa mikíl áhrif í
tryggingaheiminum hér á landi.
Þegar Vátryggingarfélagið hf. var
stofnað var Gísli Guðlaugsson ráðinn
til þess fyrirtækis. Umsvif þess voru
mikil á tímabili. Sinnti Gísli starfi
sínu þar með miklum ágætum ávann
sér og félaginu mikið traust við-
skiptavina þess.
Tryggingastarfsemi er áhættu-
samur atvinnurekstur, svo sem lesa
má um í dagblöðum um þessar
mundir og Vátryggingarfélagið hf.
hætti störfum.
Réðst Gísli þá til nafna síns og
fyrrum samstarfsmanns Ólafsonar,
sem hafði tekið við forstjórastarfi
hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Þar
nýttist frábær þekking Gísla á farm-
tryggingum og tryggingum al-
mennt, auk þess sem hann starfaði
að endurtryggingum og hafði með
höndum endurkröfur tryggingafé-
lagsins á hendur öðrum, svo sem
farmflytjendum, þegar um bóta-
skyldu þeirra var að ræða í sam-
bandi við meðferð á farmi. Hafði
Gísli aflað sér staðgóðrar þekkingar
á ákvæðum íslenskra siglingalaga
um þetta efni og þeim erlendu al-
þjóðaskilmálum sem vísað er til í
farmskírteinum og farmsamningum.
Afstaða þeirra sem um tryggingar
fjalla á vegum tiyggingafélaga eru
með nokkuð mismunandi hætti.
Sumir virðast líta fyrst og fremst á
það sem skyldu sína að forðast að
þurfa að bæta tjón. Er þá oft gripið
til smáaletursins og leyndra fyrir-
vara og undanþága sem hinn tryggði
varar sig ekki á. Skilyrði um skoðun
tjóna og tilkynningar eru algengur
þröskuldur í bótakröfum. Ekkert var
fjær Gísla en að ríghalda í slíkar
vamir, enda er ekki vitað til þess á
öllum hans starfsferli að félagið sem
hann starfaði hjá yrði dæmt til
greiðslu bóta sem Gísli hafði hafnað.
A sama hátt munu ekki þekkjast
dæmi til þess að Gísli hafi stofnað
til málaferla vegna endurkrafna,
sem ekki fengust staðist fyrir dómi.
Þetta ásamt öðru sýnir að Gísli Guð-
laugsson var í vandasömum störfum
sínum bæði réttsýnn og sanngjarn.
Réttsýnn vegna þess að mat hans á
staðreyndum, réttindum og skyldum
var heilbrigt og rökrétt. Sanngjam
vegna þess að hann níddist aldrei á
vanþekkingu viðsemjenda sinna eða
yfirsjónum. Fyrir þetta öðlaðist hann
traust viðsemjenda sinna í stað tor-
tryggni, vináttu í stað andúðar.
Þótt Gísli væri hollur húsbændum
sínum leit hann ekki síður svo á að
í hollustunni fælist skylda gagnvart
viðskiptavinum til að miðla þeim af
þekkingu sinni og reynslu, þannig
að þeir veldu kosti í fmmskógi
tfygginga sem best hæfði þörfum
þeirra og óskum. Um stuttan tíma
eða meðan verið var að byggja álver-
ið í Straumsvík réðst Gísli sem aðal-
bókari til ísal hf.
Gísli Guðlaugsson þræddi starfs-
feril sinn til enda. Um áramót skyldi
pakkað saman og kvatt langt og
giftudijúgt ævistarf. Nú gæfíst tími
til margvíslegra tómstundastarfa
sem setið höfðu á hakanum. Senni-
lega hefður hann hugsað til með
gleði og tilhlökkun, að senn tæki í
dag að lengja og styttast í að gróð-
ur tæki að lifna í hrauninu kringum
sumarbústaðinn snotra. Snarkið í
arninum var honum ánægjuleg tón-
list þegar hann skaust þangað með
Guðrúnu sinni um helgar. Þar átti
hann mikið verk óunnið.
Gísli Guðlaugsson var vel íþrótt-
um búinn og þrekmaður frameftir
ævi. Hann hafði ánægju af að um-
gangast hesta og hafði á þeim gott
lag. Sá hæfíleiki hans gekk í erfð
til Guðmundar sonar hans sem mik-
ið hefur fengist við tamningar og
margan hestinn leitt til sýninga og
verðlauna. Það var unaður að ríða
út með Gísla. Sú íþrótt sem hann
þó stundaði mest var badminton og
var hann þar sem annars staðar vel
gjaldgengur. Það sýnir tryggð Gísla
að áratugum saman lék hann þessa
íþrótt við sömu félagana og mynduð-
ust með þeim og fjölskyldum þeirra
sterk vináttubönd.
Gísli hafði ánægju af að tefla og
náði á því sviði ágætum árangri.
Þótt Gísli umgengist á vinnustað
starfsfélaga, sem mjög hafa látið til
sín taka við laxveiðar, er ekki til
þess vitað að hann hafi fengið áhuga
á þeirri íþrótt. Þó er í minni dagar
við Haffjarðará þegar kunnáttumað-
ur hafði leitt hann milli veiðistaða
og beitt allri hæfni sinni til þess að
setja í físk án árangurs, að Gísli
varð eftir við ána er kvöldaði og kom
heim að veiðihúsi skömmu síðar hinn
rólegasti með 7-8 punda Iax, senni-
lega hinn eina sem hann veiddi á
lífsleiðinni.
Gísli Guðlaugsson var hamingju-
samur í fjölskyldulífí sínu og hjóna-
bandi.
Ungur að árum hitti hann unga
glæsilega blómarós i Kvennaskól-
anum í Reykjavík. Eftir það sá hann
ekkert annað og gengu þau í
hjónabnd hinn 8. desember 1945.
Foreldrar Gísla voru hjónin Krist-
ín Ólafsdóttir og Guðlaugur Gíslason
úrsmiður en foreldrar Guðrúnar voru
Magnfríður Benediktsdóttir og Guð-
mundur Sigurðsson.
Börn þerira Gísla og Guðrúnar eru
Guðmundur Þór, starfsmaður kirkju-
garðanna í Reykjavík, og Kristín
meinatæknir, starfsmaður rann-
sóknarstöðvarinnar við Barónsstíg í
Reykjavík.
Með andláti Gísla er stúdentahóp-
ur Verslunarskólans frá 1945 rofinn
og verður aldrei heill aftur.
Víst vissum við þegar við sungum
„gaudeamus igitur“ að „post
molestam senectutem nos habebit
humus“. Því skal ekki sköpum renna
en minninguna um góðan félaga og
kæran vin munum við varðveita uns
við förum sömu leið.
Guðrúnu, börnum þeirra og fjöl-
skyldu allri vottum við einlæga sam-
úð okkar og fjölskyldna okkar.
Blessuð sé minning Gísla Guð-
laugssonar.
Stúdentar VÍ 1945.
+
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HINRIKH. HANSEN
kjötiðnaðarmaður,
Glaðheimum 24,
Reykjavík,
sem lést 31. desember sl., verður jarð-
sunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði,
föstudaginn 8. janúar kl. 13.30.
Magnfríður Dis Eiríksdóttir,
Sigrún Óskarsdóttir, Sigurður Þorleifsson,
Sveinbjörn Hinriksson,
Jóhannes Pálmi Hinriksson, Ásgerður Ingólfsdóttir,
Hinrik A. Hansen, Ásta Jóna Skúladóttir,
Gislína G. Hinriksdóttir, Sigþór Jóhannesson
og barnabörn.
t
Útför bróður okkar,
JÓNASAR ÁSGEIRSSONAR,
er lést 25. desember, fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn
9. janúar kl. 14.00.
Ferð verður frá BSÍ kl. 12.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmunda Ásgeirsdóttir,
Einar Ásgeirsson.
Lokað
Skrifstofa Félags járniðnaðarmanna verður lokuð
föstudaginn 8. janúar vegna útfarar GUÐMUND-
AR S.M. JÓNASSONAR.
V
Félag járniðnaðarmanna.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR HAGALÍN
leikkona,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
8. janúar næstkomandi kl. 13.30.
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Björn Vignir Sigurpálsson,
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Kolbeinn Atli Björnsson.
+
Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Hólagötu 36,
Vestmannaeyjum,
áður Tobbakoti, Þykkvabæ,
verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
9. janúar kl. 14.30.
Örn Bragi Tryggvason, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir,
Ingvar Örn Arnarson.
Minningarathöfn um föður okkar,
ÁGÚSTLÁRUSSON
frá Kötluholti,
verður í Stykkishólmskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 14.00.
Jarðsungið verður frá Brimilsvallarkirkju laugardaginn 9. janúar
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Helgafellskirkju.
Lára Ágústsdóttir,
Sæunn Ágústsdóttir.
Bróðir okkar,
ÞÓRÐUR S. KRISTJÁNSSON
frá Álfsnesi,
Drápuhlíð 15,
verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 8. janúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Systkinin.
+
Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA HALLDÓRSDÓTTIR
frá Eystri-Gjábakka,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 9. janúar kl. 11.00.
Ásta Þórarinsdóttir, Bjarni Simensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN JÓNSSON
frá Flateyri,
Digranesvegi 62,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar
kl. 15.00. Jóhanna B. Snæfeld,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn,
ERLINGUR INGIMUNDARSON
plötu- og ketilsmiður,
Nesvegi 62,
lést á heimili sínu að kvöldi 5. janúar 1993.
Guðrún Sigfúsdóttir Öfjörð.
+
Útför ástkærs sonar míns, fóstursonar,
bróður okkar, mágs og frænda,
GUÐNA VIGNIS GUÐMUNDSSONAR,
sem lést þann 29. desember, fer fram
frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. jan-
úar kl. 15.00.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á MS-félag (slands.
Sigrún Guðlaugsdóttir, Einar Magnússon,
Þórunn Guðmundsdóttir, Tryggvi Guðmundsson,
Þorbjörg Guðmundsdóttir, Birgir Ævarsson,
Guðmundur Guðmundsson, Lára Einarsdóttir,
Harpa Böðvarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
#