Morgunblaðið - 07.01.1993, Side 35

Morgunblaðið - 07.01.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 35 ÁTÖK Hjónaband Whitney Houston og Bobby Brown á leið í vaskinn? Miklar hremmingar dynja nú yfir söngkonuna Whitney Houston og fór aldrei svo að hún fengi notið þess í friði að leika í sinni fyrstu kvikmynd og fylgjast með viðtökunum. Myndin, „The Bodyguard", eða Lífvörðurinn, þar sem mótleikarinn er ofurstjarnan Kevin Costner hefur fengið bæri- lega dóma og Costner reyndar betri dóma en Houston þó hún þyki eiga góða spretti. En einkalífið hefur verið brösótt og fregnir herma að hún vilji nú skilja við eiginmann sinn, popparann Bobby Brown. Þau hafa aðeins verið gift í fimm mán- uði og hún á von á sér eftir tæp- lega þijá mánuði. Fyrir skömmu munaði minnstu að hún missti fóstrið og kom til kasta lækna á Morristown Memorial-sjúkrahús- inu, sem tókst að bjarga barninu. Mitt í geðshræringunni úttalaði Whitney sig um að eiginmaðurinn Bobby Brown sinnti sér lítt, heldur héldi áfram uppteknum hætti og hagaði sér eins og hann væri enn eftirsóttur piparsveinn. Whitney þykir ein besta dægur- lagasöngkona veraldar og með feg- urri konum að auki og ímynd henn- ar hefur ævinlega verið hreysti og fegurð. Aldrei var hún við lausung kennd eða marga karlmenn eins og margar stöllur hennar. Var það svo áberandi að illar tungur báru á hana samkynhneigð. Ævinlega bar hún þó á móti slíku og sagði sig þrá að eiga mann og barn. Samband hennar og Bobby Brown var mjög umtalað og brúðkaupið hið íburðarmesta. Nú er hins vegar Whitney og Bobby Brown skömmu eftir brúðkaupið. sagt að brotalamir séu þegar farn- ar að myndast. Eins og búast mátti við fór Gróa á Leiti af stað á dögunum og sagði heitt ástarsamband blómstra á milli Whitney og Kevins Costner og það hafi valdið því að nú er stirt á milli Whitney og Bobby, en bæði Whitney og Costner bera á móti slíku. Whitney segir á hinn bóginn að bóndi hennar virði engin loforð sem gefin voru um hvernig lífi þeirra saman yrði háttað. Hann hafi verið gleði- og söngmaður mikill og hefði hún viljað að hann hefði betri hemil á sér í samkvæm- islífinu. Þessu hafi hann lofað en efndir hafi engar orðið og til að kóróna allt saman sýndi hann til- vonandi barni lítinn áhuga. Mikið yrði að breytast ef hjónabandinu ætti ekki að ljúka. Hermt er einnig að Whitney Whitney Houston er ekki sögð mjög glöð í bragði þessa dag- anna. hafi verið mjög taugatrekkt um all nokkurt skeið og kunni kvik- myndagerðin, þungunin, brúð- kaupið og söngstarfið að hafa reynst henni ofviða, svona allt sam- an hvað ofan í öðru. Þessi titringur hennar þykir hafa komið fram á dögunum er hún fékk þær upplýs- ingar að íbúðarhús sem hún festi kaup á í Beverly Hills fyrir nokkr- um misserum hafi áðucverið aðset- ur klíku djöfladýrkenda. Er henni varð ljóst að nótar Lúsifers hefðu hreiðrað þarna um sig taldi hún það útskýra hversu illa sér hefði alltaf liðið í húsinu. Ágerðust þau óþægindi hröðum skrefum eftir að þessi tíðindi lágu fyrir og endaði málið með þeim hætti að Whitney réði til sín færustu árafælur Kali- forníu og skiluðu þeir Whitney- húsinu „hreinu". Samningurinn undirritað- ur, frá vinstri til hægri: Jóhanna Oskarsdóttir, Hjörvar Jensson, og Hannes Ragnarsson. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal ÍÞRÓTTIR Landsbankinn styður körfuboltamenn í Keflavík Keflavík. andsbanki íslands hefur gert stuðnings- og auglýsingasamn- ing við Körfuknattleiksráð Keflavík- ur og er samningurinn til þriggja ára. Samningurinn var nýlega undir- ritaður við hátíðlega athöfn í veit- ingastaðnum Þotunni í Keflavík þar sem báðir aðilar lýstu ánægju sinni með samninginn. Samninginn undir- rituðu Jóhanna Óskarsdóttir útibús- stjóri Landsbankans á Keflavíkur- flugvelli, Hjörvar Jensson umdæmis- stjóri Landsbankans á Suðurnesjum og Hannes Ragnarsson formaður Körfuknattleiksráðs Keflavíkur. - BB Ég get ekkert að því gert þótt snúran í ryksögunni sé ekki nógu löng. 5 vikna módelnámskeið fyrir karla og konur frá 16 ára aldri. Námskeiðið er bœði œtlað byrjendum og þeim sem hafa einhverja reynslu af módelstörfum. Það er tilvalið fyrir þá sem œtla sér að fá störf hjá módelumboðsskrifstofu og vantar þjálfun: - í að vera gott módel - fyrir Ijósmyndatökur og myndbandstökur. Eftir námskeiðið fœr hver þátttakandi eigin Ijósmyndir og myndbandsspólu til að setja í möppu. Námskeiðinu lýkur í kvikmyndaveri með stórglœsilegri tískusýningu þátttakenda sem tekin verður upp á myndband og allir fá eintak af. Leiðbeinendur verða: • Sóley Jóhannsdóttir, eigandi Dansstúdíós Sóleyjar. sem þjálfað hefur flest módel fyrir Elite og Ungfrú íslands keppnir. Henni til aðstoðar verður Helena Jónsdóttir. • Grímur Bjamason. einn af fremstu tísku- og auglýsingaljósmyndurum landsins. • Rafn Rafnsson. reyndur kvikmyndatökumaður. meðal annars á sviði tísku og auglýsinga. Haldin verða 3 námskeið: I. 11. janúar -12. febrúar II. 15. febrúar -19. mars III. 22. mars -16. apríl Kennslustaður: Engjateigur 1. Innritun og upplýsingar í símum 687701 og 680960 milli kt. 12 og 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.