Morgunblaðið - 07.01.1993, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993
TENNIS / ÍSLANDSMÓTIÐ INNANHÚSS || SKÍÐl / HEIMSBIKARINN
Hrafnhildur og
Stefán sigursæl
- á fyrsta Islandsmótinu innanhúss
FYRSTA íslandsmótið ítenn-
is innanhúss var haldið í
íþróttamiðstöðinni í Grafar-
vogi milli hátíðanna. Hrafn-
hildur Hannesdóttir úr Fjölni
og Stefán Pálsson úr Víkingi
-runnu hvort um sig þrenn
gullverðlaun.
Hrafhildur og Stefán léku sam-
an í tvenndarleik og sigruðu
en auk þess sigraði Hrafhildur í
einliðaleik telpna og kvenna og
Stefán í einliðaleik karla og tvíliða-
leik ásamt Fjölni bróður sínum.
Stefán sigraði Ólaf Sveinsson í
einliðaleik 6:3 og 6:2 og Hrafhild-
ur sigraði Evu Hlín Dereksdóttur
6:1 og 6:1. Þær áttust einnig við
í úrslitum í einliðaleik telpna og
þá vann Hrafhildur 6:1 og 7:6.
Stefán og Fjölnir sigruðu Olaf og
Jónas Bjömsson 7:5, 2:6 og 6:1 í
úrslitum í tvíliðaleik og í tvenndar-
leiknum unnu Hrafnhildur og Stef-
án þau Stafaníu Stefánsdóttur og
Stefán Eggertsson úr Fjölni 6:3
og 6:0. Stefanía sigraði í einliða-
leik meyja.
í öðlingafl0kki sigraði Einar
Ólafsson í einliðaleik en Hjálmar
Aðalsteinsson og Sigurður Ás-
geirsson í tvíliðaleik. Pálína Stein-
arsdóttir og Stefán Björnsson sigr-
uðu í tvenndarleik öðlinga.
Gunnar Einarsson sigraði í ein-
liðaleik drengja og einnig sveina.
Arnar Sigurðsson sigraði í einliða-
leik hnokka og Jón Axel Jónsson
í flokki snáða. Katrín Atladóttir
sigraði í flokki hnáta.
Keppendur vour 82 frá fimm
félögum auk þess sem fjórir þátt-
takendur eru búsettir erlendis.
Leikið var á þremur völlum sam-
tímis í íþróttamiðstöðinni.
Morgunblaðið/Valur Jónatansson
Pernilla Wiberg ólympíumeistari
frá Svíþjóð, sem heimsótti ísland á
síðasta ári, verður illa fjarri góðu
gamni í heimsbikamum það sem eftir
lifir vetrar.
Viltu auka þekkingu þína?
öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í
fjölmörgum greinum, fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri.
Innritun á vorönn fer fram dagana
4.-7. jan. kl. 8.30-18.00.
í boði verða eftirfarandi áfangar:
Bókfærsla Saga
Danska Skattabókhald
Enska Stærðffæði
Franska Tollskjöl
Fyrirtækið, stofhun og rekstur Tölvubókhald
íslenska Tölvufiræði
Landafiræði og saga íslands Tölvunotkun
Líffiræði Vélritun
Markaðsfræði Þjóðhagffæði
Ritun Þýðingar
Ritvinnsla Þýska
Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman
og láta mynda eftirtalin prófstig:
• Próf af bókhaldsbraut
• Próf af ferðamálabraut
• Próf af skrifstofubraut
• Verslunarpróf
• Stúdentspróf
Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
„Pillan“ úr leik
- sleit hásin og þarf í uppskurð
Pernilla Wiberg, ólympíumeist-
ari frá Svíþjóð sem heimsótti
ísland á síðasta ári, meiddist á
ökla í svigkeppni heimsbikarsins í
Maribor í Slóveníu í gær. Hún
þarf líklegast að gangast undir
aðgerð og verður þá frá keppni
það sem eftir er vetrar.
„Pillan“ eins Pernilla Wiberg er
oft nefnd fór strax á sjúkrahús í
Maribor og töldu læknar að hún
hefði slitið hásin í hægri fæti. Hún
hélt rakleiðis heim til Svíþjóðar
þar sem hún mun fara í frekari
rannsókn og í uppskurð. Þetta er
mikið áfall fyrir þessa frábæru
skíðakonu sem er nú í öðru sæti
í stigakeppni heimsbikarsins og
átti góða möguleika á að vinna
bikarinn. Hún á titil að veija á
heimsmeistaramótinu sem fram
fer í Japan í næsta mánuði og er
nokkuð Ijóst að hún nær ekki veija
hann.
Schneider í ham
Vreni Schneider frá Sviss sýndi
það í gær að hún hefur engu
gleymt er hún sigraði með miklum
yfirburðum í svigi heimsbikarsins
sem fram fór í Maribor í Slóveníu
í gær. Hún var tæplega einni og
hálfri sekúndu á undan Annelise
Coberger frá Nýja-Sjálandi, sem
varð önnur en ítalska stúlkan De-
borah Compagnoni, ólympíumeist-
ari í risasvigi, nældi í þriðja sætið.
Schneider, sem er 28 ára, vann
þar með fyrsta sigur sinn á tíma-
bilinu. Hún virðist kunna vel við
sig í Maribor því frá árinu 1984,
er hún byijaði að keppa í heimsbik-
arnum, hefur hún fímm sinnum
unnið mót í Maribor og tvisvar
hafnaði í öðru sæti.
„Andrúmsloftið hér er frábært
og ég get sagt ykkur að Slóvenar
vita ýmislegt um skíði. Ég kunni
mjög vel brautirnar og reyndi því
að gera mitt besta í fyrri umferð-
inni en síðari umferðin var full-
komin,“ sagði Schneider, sem nú
er í 5. sæti í heildarstigakeppninni
með 270 stig.
SKIÐAGANGA
ÚRSLIT
Daníel ekki
langtfrá
þeim bestu
Daníel Jakobsson skíða-
göngumaður frá ísafirði
stóð sig vel á sterku æfinga-
móti í 10 km göngu sem fram
fór í Falum í gær. Þetta mót
var einskonar generalprufa
fyrir heimsmeistaramótið sem
fram fer á sama stað í næsta
mánuði. Flestir bestu göngu-
manna Svía og Norðmanna
tóku þátt í mótinu og þar á
meðal ólympíumeistaramir,
Vegard Ulvang og Bjöm Dæ-
hlie.
Daníel hafnaði í 13. sæti af
46 keppendum og gekk vega-
lengdina á 25.56 mín. og var
1.50 mín. á eftir sigurvegaran-
um Sigurd Bjöm frá Noregi,
sem gekk á 24.05 mínútum.
Vegard Ulvang varð annar á
24.11 mín. og Björn Dæhlie
fimmti á 24.42 mín. Norðmenn
áttu sjö fyrstu menn í
göngunni. Matthias Fredrik-
son var fyrstur Svía, hanfaði
í 8. sæti á 24.47 mín.
Haukur Eiríksson frá Akur-
eyri og Sigurgeir Svavarsson
frá Ólafsfírði tóku einnig þátt
í mótinu. Haukur hafnaði í 21.
sæti á 27.24 min. og Sigurgeir
í 22. sæti á 27.27 mínútum..
SKOTFIMI
Skytturá
mót erlendis
eir skotmenn, þeir Hannes
Tómasson og Ólafur P. Jak-
obsson, taka þátt í opnu móti í
Luxemborg um helgina. Þar keppa
þeir í loftskammbyssu og eftir
mótið fara þeir til Stavanger í
Noregi á annað mót og þá bætist
Tryggvi Sigmannsson í hópinn.
Skíðl
Maribor, Slóveníu:
Svig kvenna mín
Vreni Schneider (Sviss)..........1:39.11
(49.89/49.22)
Annelise Coberger (N-Sjálandi)...1:40.42
(50.51/49.91)
Deborah Compagnoni (Ítalíu)......1:41.01
(50.54/50.47)
Kristina Andersson (Svíþjóð).....1:41.25
(50.68/50.57)
Julie Parisien (Bandar.).........1:41.25
(50.76/50.49)
Ingrid Salvenmoser (Austurríki)..1:41.35
(51.40/49.95)
Patricia Chauvet (Frakkl.).......1:41.38
(51.17/50.21)
Morena Gallizio (Ítalíu).........1:41.87
(51.37/50.50)
Elfí Eder (Austurriki) 1:42.46
(51.66/50.80)
Katrin Neuenschwander (Sviss) 1:42.57
(51.81/50.76)
Staðn í Htigakeppninni eftir 10 mót:
1. Wachter.........................415
2. Wiberg..........................319
3. Maier...........................280
4. Carole Merle (Frakklandi).......273
5. Schneider.......................270
6. Katja Seizinger (Þýskalandi)....263
7. Coberger........................220
8. Vogt............................218
9. Sylvia Eder (Austurríki)........189
10. Parisien...................... 184
Bischofshofen, Austurríki:
Skíðastökk
(stig, stökklengdir í metrum):
Andreas Goldberger (Austurríki)
....................237.10 (123.5/120.5)
Noriaki Kasai (Japan)
................... 235.10 (127.5/116.5)
Didier Mollard (Frakkl.)
....................227.30 (119.0/118.0)
Vesa Hakala (Finland)
................... 221.80 (119.5/115.0)
Jaroslav Sakala (Tékkósl.)
....................221.10 (123.5/110.6)
Jens Weissfiog (Þýskal.)
....................217.50 (116.5/116.0)
Staðan í heimsbikarkeppninni í skíða-
stökki eftir níu mót:
Wemer Rathmayr (Austurríki).............139
Andreas Goldberger (Austurríki).........117
Noriaki Kasai (Japan)....................86
Christof Duffner (Þýskai.)...............66
Jaroslav Sakala (Tékkósl.)...............66
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Chicago - LA Lakers............ 88:91
NewYork-Cleveland.............. 95:91
Houston - Phoenix..............104:106
Utah - San Antonio.............113:87
Dallas - Portland.............. 95:109
Boston - Charlotte.............107:103
Orlando - New Jersey........... 99:102
Atlanta - Washington...........100:107
Indiana - LA Clippers..........114:106
Miami - Detroit................ 89:83
Milwaukee - Minnesota..........114:100
Seattle - Golden State.........116:106
Sacramento - Denver............126:106