Morgunblaðið - 08.01.1993, Page 11

Morgunblaðið - 08.01.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR ,1993 11 Dýrasta laxveiði- áin lækkar mikið Verð laxveiðileyfa í Laxá á Asum hefur lækkað mjög frá síð- asta ári. Engu að síður er áin af- gerandi dýrasta laxveiðiá lands- ins. Miðað við meðalveiði á stöng er áin auk þess besta laxveiðiá landsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er dýrasti tíminn í júlí að jafnaði um 100.000 krónur á stöng á dag, en um líkt leyti á síðasta sumri voru leyfi boðin á um 130.000 krónur og höfðu þau þá lækkað úr um 160.000 á stöng á dag sumarið 1991. Þá herma heimildir Morgunblaðs- ins að nokkuð sé búið að selja af leyfum á ýmsum tímum sumarsins, til dæmis hafi einn og sami erlendi veiðimaðurinn keypt báðar stangirn- ar í tólf daga samfleytt í júlí, en mikið sé einnig óselt, meira en oft áður, sé miðað við hve mikil eftir- spurnin hefur verið í Laxá í gegnum árin. Laxá er einnig hærri í verði en aðrar ár utan svokallaðs besta veiði- tíma. Þannig eru dagar í síðari hluta júnímánaðar falir á 75.000 krónur á stöng og dagar snemma í ágúst og rétt fyrir miðjan mánuðinn eru falir á 80.000 til 90.000 krónur. Rétt er þó að geta þess að söluaðilar eru ýmsir og verðleggur hver fyrir sig. Hér eru nefndir til dýrustu dagar sem frést hefur af. Morgunblaðið/gg Verð laxveiðileyfa fer lækkandi í mörgum ám. Veitt er á tvær stangir í ánni og í fyrra veiddust rúmlega 800 laxar. Var það fjórða sumarið í röð að veið- in er langt innan við þúsund laxa en þegar best lætur veiðast um 1.800 til 1.900 laxar. Áður hefur verið greint frá verð- lækkunum í þekktum ám svo sem Laxá í Kjós, Norðurá og á efsta hluta Langár á Mýrum. Víðast hvar mun þó verðið standa í stað frá gamla árinu og má nefna þar ár eins og Vatnsdalsá og Víðidalsá þar sem dýrasti dagurinn kostaði um 55.000 krónur í fyrra, og Miðfjarðará sem er í iíkum gæðaflokki, en allnokkru ódýrari. Leirvogsá, sem var ein af þremur bestu laxveiðiánum á síðasta stórveiðisumri, hækkar ekki, en þar kostar dagur á besta tímanum rúm- lega 30.000 krónur. ATHYGLISVERÐASTA AUGLÝSING ÁRSINS 1992 LUMAR ÞÚ Á AUGLÝSINGU? (slenski markaðsklúbburinn ÍNIARK i samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa efnir til samkeppni um athyglisverðustu auglýsingu ársins 1992. Skilyrði fyrir þátttöku er að auglýsingin sé gerð af íslenskum aðila og hafi birst fyrst á árinu 1992. Tilgangur samkeppninnar er að vekja almenna athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þeirra verðskuldaða viðurkenningu. Veitt verða verðlaun fyrir bestu auglýsinguna í eftirtöldum flokkum: Kvikmyndaðar auglýsingar Útvarpsauglýsingar Dagblaðaauglýsingar Tímaritaauglýsingar Auglýsingaherferðir Umhverfisgrafík Útsendiefni Vöru- og firmamerki Skilafrestur rennur út á hádegi 15. janúar 1993 Þátttökureglur og eyðublöð liggja frammi á skrifstofu SÍA, frá kl. 09:00-12:00, Háteigsvegi 3, 105 Reykjavík, simi 91-629588 og þti ncevö áncegjulegum ávcmgri Hefst 9. janúar - mæting 5x í viku í leikfimi - fitumælingar og vigtun - fræðslufundur þátttakendur skila matardagbók og fá - matardagbók umsögn og ráðgjöf um breytt mataræði - Ijúffengar mataruppskriftir m. léttu fæði - aðhald og hvatning Skemmtilegir tímar í góöum félagsskap og þú losnar við óvelkomna fitu og lærir aö tileinka þér nýjan lífsstíl svo aö aukakílóin veröi ekki framar vandamál. Þú færö ailar upplýsingar í síma 68 98 68. Verð kr. 9.900,- AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 68 98 68 ★ Morgunhópur k Daghópur ★ Kvöldhópur ★ Vaktavinnufólk velkomið ★ Barnagæsla A G R O 27.-31.1. 1993 Hópferð á þessa vinsælu sýningu, sem haldin verður í Herning á Jótlandi. Fararstjóri verður Agnar Guðnason. Dvalið í Kaupmannahöfn á heimleið. Verð frá 43.890 Innifalið er flug, gisting með morgunverði, akstur til Jótlands og á sýninguna og íslensk fararstjórn. íslenskur og danskur flugvallarskattur, 1.920 kr., ekki innifalinn. m.v.stgr. Sam vinimleröir - L anús ýn Austurstræti 12, sími 91-691010 Söludeild: Hótel Sögu við Hagatorg, sími 91 -622277 Akureyri: Skipagötu 14, sími 96-27200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.