Morgunblaðið - 08.01.1993, Side 12

Morgunblaðið - 08.01.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 Fjöður verður að hænu - o g hænan að j ólasteik eftir Jakob F. Ásgeirsson í einni af jólabókum haustsins er staðhæft að þrír nafnkunnir íslend- ingar, Jón Leifs, tónskáld, Guðmund- ur Kamban, rithöfundur, og Kristján Albertsson, rithöfundur, hafi árið 1938 gengið á fund þýsks prins og boðið honum að verða kóngur á ís- landi, hvorki meira né minna. Bókin heitir Kóng við viljum hafa! og er eftir Örn Helgason sálfræðing sem búsettur mun í Noregi og sagður er á bókarkápu „áhugamaður um sagn- fræði“. Ekki skulu bomar brigður á áhugann og sé þá þessi bók rituð af miklum 4huga en þekkingin ekki risið undir áhuganum. Bókin er, sannast sagna, hvorki fugl né fiskur, mestan part fáránlegar bollalegging- ar byggðar á flugu sem sat fast í höfðinu á hinum þýska prinsi og augsýnilega var ekki með öllum mjalla. Ég er hér á ferð til að taka upp hanskann fyrir Kristján Albertsson. Fyrir yngri kynslóð er rétt að taka fram að Kristján Albertsson var einn kunnasti maður sinnar tíðar, einn fremsti pólitíski blaðamaður lands- ins, menningarfrömuður í sex ára- tugi, leikrita-, skáldsögu-, ævisögu- og ritgerðahöfundur, sendiráðunaut- ur í París, fulltrúi ísiands á þingum Sameinuðu þjóðanna, heimsborgari par excellence og þjóðfrægur af frá- sagnarsnilld sinni. Hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið í hug að manni með gáfnafar Kristjáns Albertssonár, sem gerþekkti íslenskt stjómmálalíf, m.a. nákunnugur Jóni Þorlákssyni og einkavinur Ólafs Thors, hafi komið til hugar að gera þýskan prins að konungi á íslandi? Slíka ijarstæðu gat auðvitað eng- inn látið sér detta í hug nema hann væri með öllu ókunnugur íslenskum stjómmálaaðstæðum. Kristján Albertsson heyrir fýrst um þennan þýska prins frá vini sínum Jóni Leifs, trúlega 1938, ef ekki síð- ar, en Kristján var þá lektor í ís- lensku við háskólann í Berlín. Jón Leifs var sem kunnugt er stórmerkur maður en átti til að fá óraunhæfar hugmyndir. Flestar hnigu hugmyndir hans að því að auðga menningarlíf fslands á einhvem hátt og vom þær jafnan stórar í sniðum. Einhvern tíma á fjórða áratugnum hefur Jón fengið þá hugmynd að þegar við skiljum við Dani 1943 sé okkur best borgið með því að fá þýskan fursta til að verða konungur á íslandi, helst mann af ríkri ætt sem gæti þá gert eitt- hvað fyrir ísland í menningarlegu tilliti, en Jóni var auðvitað kunnugt um hvað hinir mörgu þýsku smáf- urstar höfðu gert mikið fyrir listir og vísindi, ekki síst tónlistarlíf. Jón þekkti þýskan embættismann, Emst Zuckner að nafni, sem starfaði í áróðursmálaráðuneyti Göbbels og hafði Norðurlönd á sinni könnu, og biður hann að benda sér á vænlegan prins. Zuckner vísar honum á prins Friedrich Christian zu Schaumburg- Lippe, sem vann í áróðursmálaráðu- neytinu og var í vinfengi við sjálfan Göbbels. Kristján taldi ekki líklegt að Zuckner hafi tekið þessari mála- leitan Jóns alvarlega sem sýnir að hann vísar honum á prinsinn, sam- starfsmann sinn, sem hann vissi hinn mesta einfeldning. Jón Leifs stofnar síðan til kynna við þennan prins og virðist telja honum trú um að hann ætli sér að vinna að því að prinsinn verði' konungur á íslandi! Kristján kvaðst ekki hafa orðið var við að Jón hafi haft samráð við aðra íslendinga um þessa hugmynd sína, enda svo sem ekki líklegt að honum myndi takast að telja málsmetandi menn á að það væri íslandi fyrir bestu að hefja þýskan fursta til kon- ungdóms í landinu. Jón hafi sýnilega viljað ('era einn um að koma þessu af 'stað og t.d. ekkert samráð haft við sig, aðeins sagt sér frá þessu uppátæki eftirá, og sjálfur hafí hann þá náttúrlega átalið vin sinn fyrir að vera með svona fálm út í loftið. Kristján heyrir svo ekki meira um prinsinn fyrr en fáum árum eftir að heimsstyrjöldinni lauk. Jón sagði þá Kristjáni að þessi þýski prins væri kominn í samband við sig á ný og vilji nú óður og uppvægur koma til íslands og gera alvöru úr konungs- hugmyndinni og flaggi m.a. með því að Danakonungur hafí verið guðfað- ir sinn. Kristján bað Jón í öllum bænum að hafa manninn ofanaf þessum fyrirætlunum, hann yrði bara gerður hlægiiegur og Jón sjálfur líka, ef hann sýndi sig á Islandi sem „kon- ungsefni" Jóns. Kristjáni var ekki kunnugt um hvernig það varð að prinsinn kom ekki til Islands í þetta sinn. En Jón hafði komið þessari flugu svo rækilega í höfuðið á prinsinum að þar sat hún til æviloka. Rúmum tveim áratugum síðar, þegar Jón Leifs var allur, gerir þýski sendiherr- ann í Reykjavík boð fyrir Kristján og kveðst hafa fengið bréf frá þýsk- um prins sem boði komu sína til Is- lands og geri ráð fyrir að það verði metið eitthvað við sig að það hafi einu sinni staðið til að hann yrði konungur á íslandi, t.d. með opin- berri móttöku og blaðaviðtölum. Kristján sagði sendiherranum sem var að þetta væri della sem aldrei hefði átt sér neinn raunhæfan stað, það háfi einn einasta maður einhvern tíma talað um þetta við prinsinn og enginn annar nokkru sinni, svo hann vissi til. Þýski sendiherrann sagði enn- fremur að prinsinn hefði látið í ljós ósk um að hitta Kristján að máli. Ályktaði Kristján sem svo að Jón Leifs hljóti á sínum tíma að hafa látið að því liggja, til að gefa tillögu sinni eitthvað betri fótfestu, að ís- lenski lektorinn í Berlín, Kristján Albertsson, sem væri í vinskap við ýmsa íslenska áhrifamenn, væri ekki ólíklegur liðsmaður og þýski prinsinn skrifað hjá sér nafn sitt. Kristján sagði sendiherranum sem var að hann' hafi aldrei séð þennan mann og aldrei haft nein samskipti við hann, hann kæmi sér bókstaflega ekkert við og eftir því sem hann vissi best kæmi Island honum ekkert við. Mun prinsinn loks hafa komið hingað til lands sumarið 1973, en einungis haft sólarhrings viðdvöl sem farþegi á skemmtiferðaskipinu Europa. Sama ár gaf hann út lítið kver, Köning von Island? þar sem hann rakti ættir sínar og sögu — að því er virðist með það fýrir augum að sýna fram á að ís- landi væri sómi að slíkum_ kóngi. Hann sendi þá m.a. forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn, eintak af kver- inu. Forsetaembættið skrifaði prins- inum að það sem kynni að hafa bor- ist í tal með honum og ónafngreind- um íslendingum árið 1938 væri þeirra einkamal og lögboðnum stjómvöldum á íslandi með öllu óvið- komandi, og myndi þýðingarlaust að hafa samband við embættið á nýjan leik útaf þessu máli. Nokkrum árum síðar kom Sigurð- ur Hafstað, sendifulltrúi í Noregi, að máli við Kristján og sagði að norskur sagnfræðingur væri að skrifa grein sem ætti að heita „Þeg- ar til stóð að ísland yrði konung- dæmi“ eða eitthvað í þá veru og vildi komast í samband við Kristján. Krist- ján sagði sem fyrr að hann væri enginn aðili að þessu máli. Sigurður tók samt af honum loforð að skrifa manninum nokkrar línur og segja honum hvers kyns væri. Kristján gerði það, útskýrði hvemig þetta væri tilkomið, og mun Norðmaðurinn hafa hætt við að skrifa greinina. Þessi vom afskipti Kristjáns Al- bertssonar af hinu þýska „konungs- efni“. I samtali okkar Kristjáns um þetta mál barst Guðmundur Kamban aldrei í tal og sýnist ekki tilefni til að blanda honum j málið, fremur en Kristjáni sjálfum. í bók Arnar Helga- sonar eru þeir hins vegar báðir gerð- ir að vitorðsmönnum Jóns Leifs og reynt að láta lfta út sem mikil alvara hafi verið á ferðum og það hafi raun- verulega staðið til að kalla þýskan prins til konungdóms á Islanði. Heimildir Arnar Helgasonar um þátt íslendinganna eru ekki aðrar en snubbótt frásögn í endurminning- um prinsins og bréf sem hann á að hafa skrifað árið 1979. í endurminn- ingunum eru engir íslendingar nafn- greindir og frásögnin öll svo enda- slepp að augljóst er að ekkert býr að baki henni nema hugsanlega hálf- tíma samtal við Jón Leifs. Má það kallast undarlegt af sálfræðingi að Brestir í kerum II. hluti. eftir Gísla Jónsson Litast um á Fróni Hveijum skyldi fyrstum hafa hug- kvæmst það óráð að afnema aðstöðu- gjald á íslandi? Líklega hefur það verið ungur viðskiptafræðingur, kannski rekstrarhagfræðingur. Hann hefur að minnsta kosti ekki átt langa setu í hreppsnefnd, ekki verið kunnugur sveitarstjórnarmál- um. Af þeim ráðstöfunum, sem gerð- ar hafa verið-upp á síðkastið, fínnst mér afnám aðstöðugjaldsins verst, og reyndar upphaf margs annars sem bágast er að þola. Aðstöðugjaldið var gott gjald og ákaflega erfitt að svíkja undan þeim skatti. Það var á sínum tíma rtauðvörn sveitarfélaganna gagnvart atvinnufyrirtækjum sem löngum reiknuðust tekjuskattslaus. Atvinnurekstur er ekki góðgerðar- starfsemi. Ekki bar á öðru en fyrirtæki, smærri og stærri, bæru þetta gjald. Hluti aðstöðugjaldanna var skírður landsútsvar og látinn renna í Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga. Þar í greiddu til dæmis bankar, olíufélög og önnur rakin gróðafyrirtæki. Nú hefur svo óhönduglega til tekist, að landsút- svarið á ekki að fylgja aðstöðugjald- inu, sem er þó alveg sama eðlis, og munu dómar um þetta ganga. Reynd- ar væri miklu skynsamlegra að halda hvoru tveggja. Ef menn hafa brotið hér gegn einhveijum jafnstöðuá- kvæðum stjómarskrárinnar, þá á auðvitað að taka aðstöðugjaldið upp aftur, fremur en fella niður landsút- svarið. Þá er mér ekki síður undrunarefni hversu sammála menn virðast hafa verið um afnám aðstöðugjaldsins; vinnuveitendur, verkalýðsleiðtogar, stjóm og stjómarandstaða. Eitthvert uml mátti þó heyra í nokkrum sveit- arstjórnarmönnum fyrst í stað, svo að ofmælt væri að segja með Oliver Cromwell, þegar hann lokaði Parlia- mentinu, að það hafi ekki heyrst svo mikið sem hundur gelta. Sveitar- stjómarmenn hafa þó gert veður út af því sem minna er og það með réttu, því að allar götur síðan í Við- reisn virðist það vera eðli ríkisvalds- ins að ganga á rétt sveitarfélaga. En nú var stungið upp í þau dúsu. Eitthvert kvis hef ég heyrt utan að mér um það, að aðstöðugjaldið breyti gegn samningnum um EES. Ég veit ekki til þess að nokkur staf- krókur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið banni íslendingum að leggja aðstöðugjald á fyrirtæki. Reyndar held ég að ýmsir hafi nú fengið bakþanka út af afnámi að- stöðugjaldsins, en þar verður því miður líklega ekki aftur snúið um sinn. Dúsan, sem stungið var upp í sveitarfélögin, er hluti af tekju- skatti, og að því er mér skilst með því móti, að þeim sveitarfélögum sem best höfðu innheimt aðstöðugjaldið, með öðrum orðum eru byggð skilvís- ustum atvinnurekendum, verði refs- að. En þetta _ á aðeins að vera til bráðabirgða. Á þessu ári ætla menn sér að takast á um, hvað til frambúð- ar skuli koma í stað aðstöðugjald- anna. Líklega verður niðurstaðan hækkun útsvara á almenning. Ekki kemur afnám aðstöðugjalds sjávarútveginum að teljandi gagni. Hann greiddi svo lágt aðstöðugjald að það skipti afar litlu máli fyrir afkomu fyrirtækja í þeirri grein. Allt bendir til þess að varanleg hækkun launatekjuskatta á almenn- ing komi í stað aðstöðugjaldsins, ef sveitarfélögin ætla að halda uppi framkvæmdum og þjónustu í líkingu við það sem verið hefur, og mun ekki mega minna vera upp og ofaii. Svo er að sjá sem festa eigi í sessi svokallaðan hátekjuskatt, enda þótt innheimta hans virðist ganga gegn þeim rökum sem uppi voru höfð um ágæti staðgreiðsluskatts á sínum tíma. En hátekjuskattur hefur fleiri ókosti. Hann er og hefur ævinlega og alstaðar verið refsiskattur á dugnað, heiðarleika og hugvit. (Ég bið menn að lesa grein próf. Þórólfs Þórlindssonar hér í blaðinu fyrir nokkru.) Þeir sem hafa háar tekjur af dugnaði og vitsmunum og telja rétt fram, þeim á nú að refsa með hátekjuskatti. Má ég taka dæmi. Ég er á móti því að Halldór Laxness, Ásgeir Guðbjartsson og Þorsteinn dómi, að menn sem þurfa ekkert að gera annað en hirða vexti af bankainnstæðum og arð af hluta- bréfum, borgi eignatekjuskatt, þegar þessar tekjur gefa færi á kóngalífi án fyrirhafnar. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að setja þessa skoðun fram í nafni laun- þegadeildar Sjálfstæðisflokksins." Vilhelmsson skipstjórar og Jóhann Malmquist tölvumaður borgi há- tekjuskatt, og slíkir menn að hug- viti, dugnaði og hvers konar afburð- um yfirleitt. Hvað varð um Astrid Lindgren í Svíþjóð? Hún flýði til Bandaríkjanna. Og fleiri. Hitt er jafnsjálfsagt að mínum dómi, að menn sem þurfa ekkert að gera annað en hirða vexti af banka- innstæðum og arð af hlutabréfum, borgi eignatekjuskatt, þegar þessar tekjur gefa færi á kóngalífi án fyrir- hafnar. Ég ætla að taka mér það Jakob F. Ásgeirsson „Hvernig getur nokkr- um heilvita manni dott- ið í hug að manni með gáfnafar Kristjáns Al- bertssonar, sem ger- þekkti íslenskt stjórn- málalíf, m.a. nákunnug- ur Jóni Þorlákssyni og einkayinur Ólafs Thors, hafi komið til hugar að gera þýskan prins að konungi á íslandi?“ sjá ekki af bók prinsins að hann hefur lifað í annarlegum heimi. í bréfinu virðist hins vegar koma fram (bréfið er ekki birt í bókinni) að þrír Islendingar hafi annaðhvort verið málinu hlynntir eða jafnvel hitt prins- inn, og að fyrir þessum mönnum hafi verið hljómsveitarstjóri en hinir tveir hafi verið þekktur rithöfundur og áhrifamaður í hinum íslenska Ihaldsflokki. Þessu trúir sálfræðing- urinn eins og nýju neti og getur sér þess svo til að þremenningarnir hafi verið Jón Leifs, Guðmundur Kamban og Kristján Albertsson. Síðan fer hann á flug: Þremenningarnir hljóta að hafa gefið í skyn að „þeir töluðu fyrir munn einhverra áhrifamanna á íslandi" og að „það væri umtalsverð- ur stuðningur við rnálið", því að öðr- um kosti hefði prinsinn ekki tekið „boð þeirra jafnalvarlega og raun ber vitni“. Síðan bætir sálfræðingur- inn við, grafalvarlega: „Víst er að án slíks stuðnings hafa þremenning- arnir verið að blekkja prinsinn og hafa hann að ginningarfífli og vand- bessaleyfi að setja þessa skoðun fram í nafni launþegadeildar Sjálfstæðis- flokksins. Ein afleiðingin af afnámi aðstöðu- gjaldsins var hin hörmulega „loka- lending" á álþingi fyrir jólin, er sú ákvörðun var tekin að lækka skatt- leysismörk. Það hljóta að vera komn- ir brestir í ker flokksins míns, ef fólk eins og Hrafnkell á Eskifírði, Sigurður á Hellu, Elínbjörg á Akra- nesi, Magnús L., Magnús Geirsson, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir og Guðjón A. Kristjánsson geta ekki borið höfuðið hátt og varið stefnu og gerðir Sjálfstæðisflokksins fyrir sjálfum sér og öðrum. Margnefnd þjóðarsátt frá 1990 hefur ekki orðið þess umkomin að bæta hag launþega eða koma í veg fyrir atvinnuleysi, en hún hefur hald- ið verðbólgu niðri. En nú er svo hra- pallega komið á landi hér, að það á að fara að 'kenna fólki að vera at- vinnulaust, og það af illri nauðsyn. En má ég með hliðsjón af því, sem er að gerast í nágrannalöndum okk- ar, biðja um dálitla verðbólgu heldur en stöðnun og atvinnuleysi. Ég held að það séu brestir í keri vestrænnar hagstjórnar. Þeir brestir valda því meðal annars að þegnarnir eru orðn- ir hundleiðir bæði á stjórnendum sín- um og stjórnarandstöðu, „fed up“, segja þeir í Economist. Ég var víst að reyna að lýsa þessu í fyrsta þætti. I hinum efnuðu lýðræðisríkjum Vest- urlanda hefur verðbólguleysi og „stöðugleiki" verið keypt með varan- legu atvinnuleysi og trúnaðarbresti milli fólks og foringja. Og í versta falli með ofbeidi og kynþáttahatri. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.