Morgunblaðið - 08.01.1993, Page 15
Allir eru jafnir fyrir dauðanum, því
lúta jafnt miklir listamenn sem ann-
að fólk. Jólin eru hátíð fjölskyldunn-
ar og öll er þjóðin ein fjölskylda.
Við gefum hvert öðru gjafir til að
sýna ást okkar, virðingu og þakk-
iæti. Sigríður gaf okkur ríkulegar
gjafír með list sinni og lífsstarfi og
við þökkum guði fyrir að hann lét
hana fæðast og lifa sem íslending.
Sigríður fæddist 7. desember
1926 í Voss í Noregi, eina dóttir
Guðmundar Gíslasonar Hagalíns rit-
höfundar og Kristínar Jónsdóttur,
en Hrafn Hagalín bróðir hennar lést
fyrir mörgum árum. Hún hlaut í
erfðir bestu eigindir beggja foreldra,
því hún var gædd auðugri og upp-
runalegri listgáfu, mannþekkingu og
næmri athygli. Sönn einlægni og
heiðríkja einkenndu störf hennar á
leiksviðinu, túlkun hennar hóglát,
þelhlý og innileg. Og skaprík gat
hún verið — sköruleg og stór í snið-
um ef svo bar undir, jafnvíg á
gróskumikið skop og djúpa alvöru.
Það hefur verið henni dýrmætur
skóli að alast upp á miklu menn-
ingarheimili. Faðir hennar mikið les-
inn og dáður rithöfundur, sem gu-
staði af alla tíð og ef við hjá Leikfé-
laginu þurftum á fögrum og listræn-
um kjólasaum að halda, var ætíð
leitað til Kristínar og hún bjargaði
okkur, meðan hún gat haldið á nál.
Listir ailar voru án efa í hávegum
hafðar á æskuheimili Sigríðar. Hve
oft kom það ekki í ljós í starfi henn-
ar í leikhúsinu, að hún hafði þroskað-
an smekk og lífsviðhorf. Okkur, sem
störfuðu með henni þar, er öllum
ljóst að hún átti stóran hlut í ást-
sæld og gengi Leikfélags Reykjavík-
ur og að sæti hennar verður vand-
fyllt. Söknuður okkar er því þungur
og sár.
Við vorum fermingarsystkin. Það
voru tveir feimnir og framlágir
pjakkar úr Hnífsdal sem gengu til
prestsins inná ísafirði. Já, við geng-
um til prestsins í orðsins fyllstu
merkingu, því í þá daga var fátt um
bílferðir þar á milli og reiðhjól fengu
aðeins örfáir í fermingargjöf. Við
settumst á fremsta bekk, þorðum
ekki að líta aftureftir kirkjunni, þar
sem ísfirðingarnir sátu. Presturinn,
séra Marinó, boðaði spurningatíma
næsta dag og þá áttu allir að kunna
trúarjátninguna. Þá heyrðum við
bjarta stúlkurödd sem spurði, hvort
hún mætti ekki sleppa næsta spurn-
ingatíma og fara bara með trúaijátn-
inguna strax, því annars missti hún
bæði af félagsfræði og bókmennta-
sögutíma í Gaggó. Hún fékk leyfið
og flutti trúaijátninguna reiprenn-
andi og fagurlega. A leiðinni úteftir
töluðum við ekki um annað en hve
falleg hún hefði verið — og komin
í Gaggó — og hvernig hún hefði flutt
trúaijátninguna, alveg eins og leik-
konurnar í útvarpinu, en það var sú
eina leiklist sem við þekktum í þá
daga úti á landsbyggðinni. Ætli hún
verði ekki bara leikkona?
Og hún varð leikkona. Fyrsta
hlutverk Siggu hjá LR var ekki stórt.
Það var í Uppstigningu eftir Sigurð
Nordal, árið 1945. Þá var hún nem-
andi í Leiklistarskóla Lárusar Páls-
sonar, en þeir eru margir listamenn
leiksviðsins sem eiga heilladijúgri
leiðsögu hans og kennslu mikið og
margt að þakka. Árin 1951-53 var
hún svo við nám í Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins og lék þar nokkur
hlutverk, en árið 1954 kom hún svo
,aftur til starfa hjá LR og hafði þá
lokið námi við Þjóðleikhússkólann.
Fljótlega fékk hún viðameiri hlut-
verk, og þegar Leikfélaginu hafði
vaxið svo fiskur um hrygg, að það
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 8. JANÚAR 1993
15
gat árið 1964 tryggt sér leikarahóp
með föstum mánaðarlaunum, þó lág
væru, var Sigríður ein í þeim glæsta
hópi. Og á leiksviðinu í Iðnó vann
hún marga og stóra sigra, þótt auð-
vitað skiptust á skin og skúrir. Á
löngum ferli höfum við leikið saman
í mörgum sýningum og ég tel það
nú mikla gæfu mína og heppni, að
hún lék stór hlutverk í flestum þeim
sýningum sem ég leikstýrði hjá LR
hér á árum áður. Ég minnist t.d.
„Hitabylgju" sem gekk vel og lengi
og þar vann hún til leiklistarverð-
launa leikdómara, „Silfurlampans",
fyrir glæsilega frammistöðu. Þar
sýndi hún okkur, að köld rökhyggja
nær alltaf betri árangri ef að baki
slær heitt hjarta. Okkar ferill og líf
á leiksviðinu voru svo samofin að
mér vefst tunga um tönn og vona
ég að aðrir geri starfi Sigríðar hjá
LR og í útvarpi, sjónvarpi og kvik-
myndum nánari skil. Við hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur þökkum henni starf
hennar og hversu „ör hún var á auð
síns ríka sjóðs“. Hún vann sínu leik-
félagi uns yfir lauk og ég er þess
fullviss að þegar íslensk leiklistar-
saga þessara ára verður skrifuð,
munu afrek hennar fylla margrar
síður.
Það eru aðeins fimm ár síðan
Leikfélagið og við öll misstum Guð-
mund Pálsson, eiginmann Sigríðar,
í blóma lífsins og við höfum enn
ekki sætt okkur við þann missi.
Okkar á meðal var ætíð talað um
Gumma og Siggu, aldrei annaðhvort
þeirra — svo samrýnd voru þau og
óijúfanleg heild, að okkur fannst.
Það hryggir okkur, að aðeins örfáir
úr þeim samstillta hópi leikfélags-
manna, sem átti sér þennan draum
um nýtt og glæsilegt leikhús, Borg-
arleikhúsið, og vann vakandi og sof-
andi að því að hann rættist, lifðu
það að geta starfað þar að list sinni.
Þessari listgrein, sem svo margur
hefur unnað í líf og blóð og slitið
sér út á þeirri hlekkjagaleiðu — leik-
sviðinu — þar sem jafnvel minnsti
hlekkurinn er jafnmikilvægur og sá
stærsti. Guðmundur heitinn var
samnefnari þessara brautryðjenda
og því vil ég tileinka Siggu og
Gumma þessar ljóðlínur leikskálds-
ins Ernst Tollers: „Sá sem brautina
ryður deyr við dyraþrepið, — en
dauðinn iýtur honum í lotning.“
Sigríður Hagalín var feimin og
hlédræg, eins og svo margur góður
leikari, og kunni jafnvel ekki við sig
í margmenni. Hún blasti ekki við
okkur á síðum glanstímaritanna eða
í spjallþáttum fjölmiðlanna. Kannski
var hún einfari. Þó gat hún verið
hrókur alls fagnaðar og glaðst á
góðri stund, en umfram allt átti hún
ríkan lífsskilning og alvara lífsins
snerti hana djúpt. Vafalaust var það
aldurinn og reynslan. Öllum er okk-
ur í fersku minni hljóðlátur leikur
hennar í kvikmyndinni „Börn náttúr-
unnar“. Fyrir leik sinn þar hlaut hún
m.a. tilnefningu til Felix-verðlaun-
anna og vakti verðskuldaða athygli
á íslenskri leiklist og kvikmyndagerð
víða um heim. Og fyrir ári var hún
sæmd hinni íslensku fálkaorðu og
Alþingi valdi henni sæti í heiðurs-
launaflokki íslenskra listamanna.
Einhvern tíma heyrði ég um mann
og hljóðfæri hans. Einn strengurinn
var úr silfri, öllum hinum grennri
og þó svo spenntur, að hann virtist
titra við hveija hljóðsveiflu þeirra.
Einhver meðal áheyrendanna veitti
því athygli að lútuleikarinn snerti
aldrei þennan streng og spurði hann
hveiju það sætti. „Það er hann sem
ómar í þögninni,“ svaraði lútuleikar-
inn. SJÁ BLAÐSÍÐU 30
Pastamenn og konur
Islands sameinist:
ILRimCHÍAKn
LÓNIÐ
verður ítalskt frá
8. til 21. janúar.
Hin Róm-aða veitingakona og
hlaðborðasnillingur
Michelina Grasso
hefur gert ítalska byltingu á
Hótel Loftleiðum.
Hún mun sjálf ráða ríkjum til 14.
þessa mánaðar en eftir það munu
ís-talskir matreiðslumeistarar
hótelsins halda merki ítalskrar
matarmenningar á lofti.
Lauflétt, æsandi og alítalskt
hádegis- og kvöldhlaðborð með
heitum og köldum forréttum, fyrstu
réttum, öðrum réttum og
eftirréttum mun hita okkur upp og
kæla á víxl í takt við ítalskar
geðsveiflur.
Borðapantanir í síma 22321
FLUGUEIDIR
lÍT'EL LIITLEIIIR
ERTU MEÐ?
Tnjggðu pér möguleika
...fyrír lífið sjrílft