Morgunblaðið - 08.01.1993, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. JANUAR 1993
MEIRIHATTAR
UTSALA
hefst í dag
^ » S K A F V /? , -
STRÆTO
K A K R ^
Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, sími 650680.
15-50 %
AFSLÁTTUR
STOR-
ÚTSALA
LITAVERS
<o
áttur
veggfóður og borðar 25 % afsl
keramikflísar 15-40%afsláttur
gólfdúkar 15- 40% afsláttur
gólfteppi 20-50 %afsláttur
stök teppi 20% afsláttur
dæmi: Monaco 160 x 230 kr. 7.880
Sara 160 x 230 kr. 4.632
dreglar-mottur
sparsl-lím
OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 1
líttu við í Litaveri
- það hefur ávallt borgað sig
Minning
Guðmundur S.M.
Jónasson, vélsmiður
Fæddur 5. desember 1931
Dáinn 31. desember 1992
Algerlega óvart barst undirrituð-
um andlátsfregn Guðmundar Stef-
áns Mildenbergs Jónassonar vél-
smiðs sem lést 31. desember sl.
Hann var fæddur 5. des. 1931.
Guðmundur var mætur félagi og
vinur undirritaðs og náinn sam-
starfsmaður frá mars 1973 til 1989
eða í rúmlega sextán ár. Guðmund-
ur var hreinskiptinn dugnaðarmað-
ur sem rækti störf sín af alúð, at-
orku og samviskusemi með hliðsjón
af félagslegum markmiðum og við-
horfum.
Guðmundur hefur í tveggja ára-
tuga starfi unnið mikið og gott starf
í þágu Félags járniðnaðarmanna og
félagsmanna þess og áunnið sér
stuðning og traust þeirra. Megin
verkefni Guðmundar sem sam-
starfsmanns félagsins hefur verið
fjácmálaumsýsla og er það eitt ærið
og nægilegt verkefni hverjum
manni. Auk þess hefur hann unnið
mikið og vel að öðrum þáttum í
félagsstarfinu.
Guðmundur S.M. Jónasson var
fæddur í Hnífsdal og ólst þar upp.
Hann stundaði nám við Iðnskólann
í Reykjavík og Vélskóla Fiskifélags
íslands og verklegt iðnnám í vél-
smíði hjá Vélsm. Héðni hf. 1954-
1958. Guðmundur var vélstjóri á
fiskiskipum 1960-1968 og einnig
var hann sem vélsmiður hjá Vélsm.
Héðni 1968-1973. Hann var ráðinn
starfsmaður Félags járniðnaðar-
manna frá 1. mars 1973 og hefur
hann einnig átt sæti í stjórn félags-
ins sama tímabil 1973-1992. Einn-
ig hefur Guðmundur verið í mið-
stjóm Málm- og skipasmíðasam-
bands íslands og í stjórn Lífeyris-
sjóðs málm- og skipasmíða.
Foreldrar Guðmundar: Jónas
Þórðarson frá Vognm við Isafjarð-
ardjúp, smiður í Hnífsdal látinn
1965 og Sigríður Magnúsdóttir
húsmóðir og verkakona. Sigríður
varð níræð 11. júlí sl. Guðmundur
hefur hugsað vel um móður sína
og stutt hana háaldraða. Allir sem
þekkja vita hversu vel Guðmundur
hefur hugsað um móður sína og
meta hann fyrir umhyggju hans við
hana.
Guðmundur Jónasson kvæntist
29. ágúst 1959 Hallfríði P. Ólafs-
dóttur tannsmið og bankaritara.
Foreldrar Hallfríðar: Ólafur Péturs-
son og Sigríður Samúelsdóttir, eru
bæði látin.
Böm Hallfríðar og Guðmundar
eru þijú. Ægir Jens fæddur 30.
nóv. 1959, Jónas Þröstur fæddur
8. jan.' 1962 og Sigríður Hrund
fædd 6. júní 1965.
Systur Guðmundar eru Fanney
Sigrún, Hulda Maggey Soffía, Jóna
Kristín og Guðrún Þórhildur Björg.
Nú þegar Guðmundur S.M. Jón-
asson er allur þakka félagar og
samstarfsmenn honum fyrir óeigin-
gjarnt starf og félagslega afstöðu
til málefna.
Hugheilar samúðarkveðjur til
Hallfríðar eiginkonu Guðmundar og
bama þeirra og fjölskyldna.
Guðjón Jónsson
járnsmiður.
Við hver áramót hvarflar hugur-
inn til liðinna tíma. Minningarnar
hrannast upp. Börn fæðast og vaxa
úr grasi, og verða brátt að máttar-
stólpum þjóðfélagsins. Einnig
hverfa sjónum okkar í'bili yfir móð-
una miklu ungir og aldnir sem við
sárt söknum, og er ofar okkar skiln-
ingi hvers vegna þeir voru burt
kallaðir.
Að okkar mati hverfa magir allt-
of fljótt, sem okkur virðist eiga
mikið eftir ógert hér í heimi, en
sláttumaðurinn spyr hvorki um ald-
ur né annað, og enginn veit hver
verður næst kallaður.
Jarðvist okkar er svo stutt að
mikill vandi er okkur lagður á herð-
ar með að nýta þann stutta tíma
vel, það greinum við vel þegar litið
er til baka.
Árin líða hvert af öðru næstum
sem örskot. Oft er tíminn knappur
til að koma því í verk sem inna
þarf af hendi. Nýliðið ár var þar
engin undantekning. Skömmu áður
en blysin lýstu upp himininn og
kirkjuklukkurnar hringdu út árið,
var enn eitt verk óunnið, það var
að sýna gengnum vinum og ástvin-
um virðingu og þökk, með því að
setja Ijós á dánarbeð þeirra, það
var síðasta verkið, þar fóru síðustu
kraftar Guðmundar S.M. Jónsson-
ar, þannig var hans lífshlaup, trú-
mennska í störfum, umhyggja fyrir
ástvinum sínum og vinum.
Allt frá því að við vorum smá
börn heima í Hnífsdal minnist ég
hans sem góðs drengs í orðsins
fyllstu merkingu. Ég ætla ekki að
rekja störf Guðmundar S.M., það
verður gert af öðrum, aðeins senda
litla kveðju til vinar. Kveðjur og
þakkir eru léttvægar þegar minnst
er drengskaparmanns, en minning-
arnar eru perlur sem verða vel
geymdar. Mér var sýnt traust, þeg-
ar mér var falið að gæta hans og
veija hann gegn óhöppum og slys-
um, þegar við sem börn vorum við
leik í fjörunni, eða á Stekkjunum
heima í Hnífsdal. Það fór vel á með
okkur strax í barnaleikjum, og eng-
an skugga bar á, þá er við hitt-
umst síðar á lífsleiðinni, alltaf var
gleði og glaðværð yfir okkar sam-
fundum.
Guðmundur S.M. var gæfumað-
ur, hann fann sér traustan og góð-
an lífsförunaut Hallfríði Ólafsdótt-
ur, og byggðu þau sér fagurt heim-
ili á Borgarholtsbraut 35, Kópavogi.
Börnin þeirra þijú, Ægir, Jónas
og Sigríður, tengdabörnin, og
barnabörnin þijú, hafa veitt þeim
ómælda gleði gegnum tíðina.
Guðmundur S.M. var góður
heimilisfaðir, faðir, tengdafaðir og
afi. Honum var mjög annt um fjöl-
skyldu sína og mátti vera stoltur
af henni. Hann hafði gaman af
ferðalögum og naut sín í faðmi íjöl-
skyldunnar. Háaldraða móður sína
annaðist hann af einskærri skyldu-
rækni og natni sem við gætum
mikið lært af, en þannig voru öll
hans störf rækt.
Á gamlársdag færðist skuggi
yfir himininn, fjölskyldu hans og
vini, þá er hann var skyndilega
burt kallaður. Fjölskylda hans og
vinir drúpa höfði með virðingu og
þökk i huga fyrir samfylgdina og
góðverkin sem hann vann fyrir sam-
ferðafólk sitt.
Hinn djúpa harm háaldraðrar
móður, eiginkonu, barna og annarra
fjölskyldumeðlima biðjum við góðan
guð að milda og lina þjáningar.
Einnig í hans nafni sendum við
hjónin dýpstu samúðarkveðjur.
Guðrún Jónsdóttir.
Vinur okkar Guðmundur S.M.
Jónasson varð bráðkvaddur á gaml-
ársdag, aðeins 61 árs gamall.
Það er alltaf mikil eftirsjá í góð-
um mönnum. eins og Guðmundi.
Hann var greindur maður og
skemmtilegur, glaður í viðmóti og
glettinn vel á góðum stundum.
Hjálpsamur var hann og traustur
og reyndist mörgum vel. Guðmund-
ur var sérlega barngóður og börn
hændust mjög að honum hvar sem
hann fór. Okkar böm nutu þess,
og þó sérstaklega dótturdóttir okk-
ar, sem var hjá þeim sín fyrstu
æviár og þau hjónin reyndust henni
framúrskarandi vel eins og bestu
foreldrar.
Guðmundur fæddist 5. desember
1931 í Hnífsdal. Foreldrar hans
voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir
og Jónas Þórðarson. Guðmundur
ólst upp í Hnífsdal ásamt systrum
sínum fjórum.