Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 Guðni Vignir Guð- mundsson Fæddur 19. mars 1958 Dáinn 29. desember 1992 Mig langar til að minnast vinar míns og félaga Vignis Guðmundsson- ar örfáum orðum. Viggi, eins og hann var ætíð kallaður, lést þann 29. des- ember sl. aðeins 34 ára gamall. Kynni okkar Vignis hófust fyrir rúmum tuttugu árum er fjölskyldur okkar fluttust í Skuggahverfið í Reykjavík. Vignir á Vatnsstíginn og ég á Lindargötu. Leiðir okkar lágu fljótlega saman í gegnum fótbolta sem við strákamir í hverfmu stund- uðum gjaman á planinu við Lindar- götuskólann eða niðrí Lindó eins og við kölluðum það. Þar eð hverfíð til- heyrði Valshverfínu skyldum við Valsmenn verða og Valsmenn urðum við upp frá því. Er mér óhætt að segja að Vignir hafi gert einkunnar- orð séra Friðriks Friðrikssonar stofn- anda KFUM og Vals, að sínum, „Lát- um kappið aidrei bera fegurðina of- urliði", ekki hvað síst er skákíþróttina varaði. I skuggahverfínu var oft glatt á hjalla og margt brallað í stómm stráka hópi og oft svo langt fram eftir kvöldum að foreldrar okkar voru farnir að hafa áhyggjur. Sennilega hefur þá skákáhugi okkar bundið okkur þeim tryggðarböndum í upp- hafí, sem aldrei slitnuðu öll þessi ár. Sá sterki þáttur í kynnum okkar Vigga, ásamt sameiginlegum áhuga á knattspymu og tónlist, var upp- spretta margra ánægjustunda. í tón- listinni skipaði breska hljómsveitin Jethro Tull jafnan hæstan sess og var Ian Andersson forsprakki sveit- arinnar í miklu uppáhaldi hjá Vigga, en jafnframt höfðaði klassísk tónlist til hans, sérstaklega hin síðari ár. Viggi var vel að sér á ýmsum sviðum og viðræðugóður um alla hluti og mat ávallt andleg lífsgæði meir en —Minnmg veraldleg. Honum á ég mikið að þakka. Ótal minningar flögra um hugann. Heima hjá Vigga á Vatnsstígnum var oft eins og lítið félagsheimili fyrir okkur nánustu vini hans; Jóhann Ársæl, sem nú er í fragtsiglingum, Magnús Gunnar lögregluþjón og Valdimar Unnar, sem lést sviplega í umferðarslysi í London árið 1988, þar sem hann var við nám. Sigrún, móðir Vignis, og Einar fósturfaðir hans sýndu okkur oft mikið umburð- arlyndi þegar við vorum allir saman komnir upp á lofti, undir súðinni, og þurfti stundum ekki alla til. Þó sam- band Magga og Unnars við Vigga hafí orðið slitróttara með árunum var þó hist yfir spilum og tafli á eins til tveggja ára fresti og þá auðvitað heima hjá Vigga. Árið 1977 dundi mikil ógæfa yfír er Vignir greindist með MS-sjúkdóm- inn. Reyndist það honum afar erfítt bæði andlega og líkamlega og sætti hann sig aldrei fyllilega við hlut- skipti sitt. Versnaði honum stöðugt uns hann varð bundinn við hjólastól rúmlega tvítugur að aldri og átti hann ekki afturkvæmt úr honum. Naut hann mikils og góðs stuðnings frá MS-félaginu og minntist hann oft á þann góða félagsskap og þá umönn- un er hann naut í húsakynnum félags- ins í Álandi í Reykjavík. Mikil breyting varð á högum Vigga er hann stofnaði sitt eigið heimili um áramótin 1988-89 á Hverfísgötu 54, en örlögin hafa hagað því þannig að hann naut þess ekki nema fjögur ár. Jóhann Ársæll (Jói), sem ég minntist á áður, hélt tryggð við Vigga alla tíð og ávallt kom hann færandi hendi til hans þegar hann kom úr siglingum, og oftar en ekki var minnst á Jóa er við Viggi spjölluðum saman. Eins manns er enn ógetið í þessum vinahópi, en það er Birgir, mágur Vignis, og hófust þau kynni 1979. Var hann ásamt Jóa og undirrituðum hinn fasti kjami í vinahóp Vigga og féll hann strax vel inn í þann hóp eins og um æskuvin hefði verið að ræða, enda áhugamálin flest hin sömu. Er það einlæg ósk mín að okkur hafí tekist að gefa Vigga eitt- hvað jákvætt af okkur, því svo sann- arlega gaf hann okkur mikið. Ég vil að lokum biðja góðan Guð að styrkja ástvini Vignis, Sigrúnu og Einar, systkini hans þau Tobbu, Gumma og Þórunni og fjölskyldur þeirra og Jóa, elskulegan vin hans. Kaliið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Gunnar Th. Gunnarsson. Mig langar að minnast vinar míns Guðna Vignis Guðmundssonar er lést fyrir aldur fram 29. desember. Vign- ir, eins og hann kaus að kalla sig, var fæddur í Bolungarvík 19. mars 1958. Foreldrar hans voru Sigrún Guðlaugsdóttir og Guðmundur Óli Guðmundsson. Vignir var næstyngst- ur fjögurra systkina, þau eru Þórunn, fædd 1944, Guðmundur, fæddur 1949, og Þorbjörg, fædd 1959. Nítján ára gamall greindist Vignir með MS-sjúkdóminn og var bundinn að mestu við hjólastól síðustu 10 ár og alveg allra síðustu ár. Vignir stund- aði nám við MH, en varð að hverfa frá námi vegna veikinda er herjuðu á. Vignir ólst að mestu upp í Reykja- vík og var borgin honum einkar kær, vildi helst ekki annarstaðar vera, hann bjó á Hverfísgötu með gott út- sýni til Esjunnar sem honum þótti mikið augnayndi. Vignir missti föður sinn 11 ára gamall, en móðir hans giftist aftur Einari Magnússyni. Vignir talaði oft um hve hann væri „heppinn að eiga bestu mömmu í heimi, hún gerir allt fyrir mig eins og hún getur,“ sagði hann og tók fram dýrindis mat sem hún hafði fært honum, „og bakkelsið hennar mömmu, ekkert bragðast betur“. Systkini Vignis voru honum mjög náin, Guðmundur var Vigni oft innan handar og Birgir maður Þorbjargar reyndist honum sem annar bróðir, hjá Þórunni systur sinni og fyölskyldu hennar á ísafírði dvaldist Vignir oft í nokkrar vikur á ári í góðu yfírlæti og nú síðast í nóvember sl. Vignir og Lína dóttir Þórunnar áttu sameig- inleg áhugamál þar sem tónlistin var, en Lína dvelur nú í Ameríku við tónlistamám. Einhveiju sinni er Vignir kom að vestan bauð hann mér í skötu að hætti vestfírskra, en þaðan var hann ættaður. Vignir átti þijá nána vini, þá Birgi Ægisson, Gunnar Th. Gunnarsson og Jóhann Siguijóns- son, og litu þeir inn til Vignis þegar tækifæri gafst og var þá teflt af kappi og rifjaðir upp síðustu leikir úr knattspymunni en Vignir hélt með Mál íji^í og menning Síðumúla 7 - 9, sími; 68 85 77 • Laugavegi 18, sími: 2 42 40 91-í 992-1993-1994-1 BANTEX BREFABINDI Magn 20 stk. Verö 6.120,- kr. Tilboð 4.498,- kr. Það sparast 1.627,- kr. ÞAÐ SPARAST ALLT AÐ 20% Á ÖÐRUM VÖRUFLOKKUM EF KEYPT ER í HEILUM KÖSSUM! PLASTMÖPPUR, GATAPOKAR, SKIPTIBLÖÐ, STAFRÓF, REIKNIVÉLARÚLLUR, TÖLVUMIÐAR, TÖLVUBINDI, DISKLINGABOX OG MARGT FLEIRA Á TILBOÐSVERÐI! 8 s o cg 2 Œ O Val í gegnum þykkt og þunnt, og hafði sjálfur verið flínkur með boltann sem strákur, einnig fylgdist hann grannt með enska boltanum í sjón- varpinu. Vignir var seinþreyttur við að setja plötur á fóninn og var þá gaman að sjá hann pijóna á hjóla- stólnum í takt við músíkina þegar vel lá á honum. Stökum sinnum gat Vignir átt það til að vera hijúfur á yfirborðinu en sjá hijúfí staldraði stutt við, og helst vildi hann aldrei leggjast til svefns öðravísi en að vera sáttur við samferðafólkið. Vignir lét sér fátt óviðkomandi í þjóðmálaum- ræðunni og hugleikin vora honum samskipti fólks, sagði til dæmis eitt sinn: „Hugsaðu þér að til séu menn sem eru giftir sömu konunni ár eftir ár án þess að tjá henni ást sína, ef ég ætti konu myndi ég segja henni það á hveijum degi.“ En þá sagði ég að mér fýndist það hljóma eins og biluð plata! Vignir sagði þá: „Mér er alveg sama, ég mundi í það minnsta segja konunni minni það á laugardög- um og láta hana svo einhvernveginn finna það hina dagana." Vigni vora umferðarmál ofarlega í huga og þótti með ólíkindum hve menn vora óvark- árir í akstri eins og eitt sinn er við urðum vitni að er ekið var á kyrrstæð- ann bíl fyrir utan gluggann hjá hon- um með þeim afleiðingum að þeim tveim bílum yrði ekki ekið framar og sagði eitt sinn er honum ofbauð umferðargnýrinn, að bílstjórar ækju oft um Hverfísgötu eins og hún væri „hraðbraut í óbyggðum". Gott þótti Vigni að maður hringdi á undan sér áður en litið var inn hjá honum og skammaði mig fyrir hve fljót ég var í ferðum stundum og sagði: „Ætlarðu kannski að lenda í hljólastól eins og ég,“ þetta varð til þess að ég dró smám saman úr hraða án þess að ég nefni nokkrar tölur þar um. Vignir hafði gaman af ljóðum góð- skáldanna og var hrifinn af hending- unni „aðgát skal höfð í nærveru sál- ar“ eftir Einar Benediktsson og hafði hana oft yfír og reyndar kvæðið allt. Vignir sem átti ágætt plötusafn, sagði stundum: „Ég vildi að ég hefði fæðst svona 2-3 áram á eftir Gumma bróður, þá hefði ég náð betur Bítla- tímabilinu og allri þeirri geijun er átti sér stað á áranum 1963-1973“ -en það fannst mér nú ekki, nema að síður væri svo vel var hann heima í þessu tímabili og oft vissi hann sög- una á bak við lögin. Átrúnaðargoð Vignis var Ian Andersson, höfuðpaur Jethreo Tull, og var það honum ekki lítils virði að geta loksins, loksins barið þá augum á Akranesi nú í sept- ember síðastliðinum, er við Vignir ásamt þeim vinunum Bigga og Gunna fóram á ógleymanlega tónleika og urðu þeir til þess að Vignir orti ljóð um þessa tónleika er lyftu honum í hæstu hæðir á túlípanann tölvuna sína. Skömmu áður, eða í ágúst, lá Vignir með hastarlega nýrnasýkingu á sjúkrahúsi en sagði þá, ef ég verð orðinn góður þegar Jethro Tull koma til landsins er þetta allt í lagi, og það stóðst. Vignir hafði næmt eyra fyrir íslensku máli, einnig þótti honum enska skemmtileg og var fljótur að fletta upp í orðabók og glósa hjá sér þegar nýtt orð rak á fjörarnar. Vign- ir átti ágætlega búinn bíl, BMW-bif- reið með bílasíma, og þótti honum gott að koma við hjá mömmu sinni og Einari um helgar, einnig lagði hann leið sína oft í MS-félagið og vildi hag þess félags sem mestan. Eins og áður hefur verið vikið að var Vignir oft veikur vegna sjúkdómsins, en gerði ekki mikið úr því, sagði oft ,já, en svona er lífíð" en sjáanlegt var í augum hans er hann var þjáður með bakverki og eins var það að fætur hans vora sífellt að gera honum erfiðara fyrir, en allt síðastliðið ár var vinstra hné hans alveg kreppt, sjónin var líka farin að gefa sig. Fannst mér oft með ólíkindum hve þolgóður Vignir var á erfiðum stund- um. Til stóð að Vignir flytti í nýtt húsnæði Öryrkjabandalagsins nú á nýja árinu en örlögin hafa hagað því á annan veg. Ég vil að endingu þakka Vigni vini mínum samverana og óska honum góðrar ferðar á vit nýrra heimkynna, ættingjum og vinum hans sendi ég mínar samúðarkveðjur. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Helga Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.