Morgunblaðið - 08.01.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 08.01.1993, Síða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 23— Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Clinton og umheim- urinn Kosningabaráttan fyrir bandarísku forsetakosn- ingamar í nóvember einkenndist öðru fremur af deilum um innan- ríkismál. Að kalda stríðinu loknu stóðu Bandaríkin eftir sem eina risaveldi veraldar. Þetta risa- veldi, sem unnið hafði óumdeil- anlegan pólitískan sigur á al- þjóðavettvangi, stóð frammi fyr- ir þeirri staðreynd, að það hafði vanrækt eigin innviði. Bandarísk iðnfyrirtæki hafa farið halloka fyrir japönskum og þýskum samkeppnisaðilum. Gífurlegur fjárlagahalli og er- lend skuldasöfnun hafa verið viðvarandi vandamál undanfar- inn áratug. Stórborgir landsins, sem einu sinni voru eitt helsta stolt Bandaríkjanna, hafa grotn- að niður. Aukin glæpatíðni og hatrammar kynþáttaóeirðir settu mark sitt á síðasta ár. Með réttu eða röngu náði sú tilfinn- ing yfirhöndinni í hugum al- mennings að Bandaríkin væru á niðurleið. Sigur Bills Clintons, ríkis- stjóra í Arkansas, yfír George Bush Bandaríkjaforseta í kosn- ingunum hefur ekki síst verið túlkaður sem krafa kjósenda um breyttar áherslur í stjómmálum landsins. í stað þess að vera sí- fellt í því hlutverki að leysa deil- ur á alþjóðavettvangi ættu ráða- menn að einbeita sér að lækn- ingu þeirra meina sem þjáðu eigin þjóð. Efnahagsmálin hafa líka ver- ið þungamiðjan í því undirbún- ingsstarfí sem Clinton og að- stoðarmenn hans hafa unnið frá því hann náði kjöri. Clinton hef- ur lýst því yfír að hann ætli að fá nýja efnahagsstefnu sam- þykkta í þinginu á fyrstu hundr- að dögum sínum á forsetastóli. Flest bendir til að það muni tak- ast. Ólíkt Bush hefur hann ör- uggan þingmeirihluta á bak við sig. Þá hafa flestir þeir, sem hann hefur útnefnt til æðstu starfa, mikla reynslu af því að fást við þingið. Loks sýna skoð- anakannanir mikinn stuðning bandarískra kjósenda við það starf sem hinn nýkjörni forseti hefur innt af hendi til þessa. Til að undirstrika enn frekar að hann hyggist fyrst og fremst einbeita sér að innanríkismálum sagðist Clinton ekki hafa tíma til að eiga fund með John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann heimsótti Bandarík- in í síðasta mánuði. Þá lýsti hann því yfír að tímasetning fyrsta fundar hans og Borís Jeltsíns Rússlandsforseta yrði að hluta til að ráðast af því hvemig gengi að koma efna- hagsstefnunni í gegnum þingið. A meðan Clinton hefur undir- búið þær róttæku aðgerðir sem hann boðaði hefur það, eðli málsins samkvæmt, fallið í hlut hins fráfarandi forseta, George Bush, að sinna utanríkismálun- um, þó svo að það hafí verið gert í nánu samráði við Clinton. Síðustu vikur Bush í embætti hafa verið einstaklega annasam- ar. Bandaríkjamenn gegndu lyk- ilhlutverki þegar ákvörðun var tekin um að senda hersveitir til Sómalíu til að tryggja hjálpar- gagnasendingar til landsins. Samkomulag hefur tekist í deilu Bandaríkjastjórnar og Evrópu- bandalagsins um landbúnaðar- kafla GATT-samkomulagsins. Bush hefur beitt Serba auknum þrýstingi og hótað þeim frekari aðgerðum og jafnvel hemaði láti þeir ekki af yfirgangi sínum í Bösníu. í síðustu viku undirrit- aði hann í Moskvu ásamt Jeltsín START II-samkomulag, sem kveður á um stórfelldan -niður- skurð í kjamorkuvopnaherafla ríkjanna. Bandarísk herþota skaut fyrir skömmu niður íraska flugvél og bandamenn við Persa- flóa hóta írökum hernaðarað- gerðum flytji þeir ekki eldflaug- ar á brott frá suðurhluta íraks. Á meðan hagtölur sýna vænk- andi hag bandarísks efnahags- lífs hrannast óveðurskýin upp á alþjóðavettvangi. Friðarviðræð- ur í fyrrverandi Júgóslavíu hafa engan árangur borið til þessa. Saddam Hussein er enn kok- hraustur við völd í Bagdad og virðist ekki hika við að bjóða Vesturlöndum birginn á ný. Umbótaöfl í Rússlandi hafa á síðustu vikum verið á undan- haldi gagnvart afturhaldssinn- um sem krefjast þess að hægt verði á þróuninni í átt til mark- aðsbúskapar. Frakkar hafa hót- að að hnekkja því samkomulagi sem náðist í GATT-málunum. Sú ákvörðun ísraela að senda rúmlega fjögur hundmð Palest- ínumenn í útlegð til Suður- Líbanon á eflaust ekki eftir að gera samningamönnum í friðar- viðræðum um Mið-Austurlönd auðveldara fyrir. Þá hefur það sýnt sig í gegnum söguna að það er mun auðveldara að senda herafla til ríkja á borð við Sóm- alíu en að ná sveitunúm heim á ný. Það er Bandaríkjunum vissu- lega lífsnauðsynlegt að styrkja eigin undirstöður. Frá því verður hins vegar ekki litið að þetta risaveldi hefur verið kjölfesta' lýðræðis og öryggis í heiminum á þessari öld. Það bendir því margt til að þegar Clinton tekur við forsetaembættinu 20. janúar muni utanríkismálin verða fyrir- ferðarmeiri en hann hefði helst óskað. Vopnuð friðargæsla í Bosníu á vegum NATO til umræðu Hlutverk Islands er sem fyrr ómetanlegt við liðsflutningana - segir John Shalikashvili hershöfðingi, yfirmaður herafla bandalagsins í Evrópu YFIRMAÐUR alls herafla Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Evrópu, bandaríski hershöfðinginn John Shalikashvili, átti stutta viðdvöl hér á landi í gær og ræddi við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Fjallað var um ýmis mál er varða bandalagið, hlutverk íslands sérstaklega, samskiptin við nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu en einnig ástandið í Bosníu-Herzegóvínu og fleiri átakasvæðum í Evrópu. Að beiðni Sameinuðu þjóðanna hefur NATO gert áætlun um fram- kvæmd banns við öllu flugi herflugyéla Serba yfir Bosníu, með valdbeitingu ef þurfa þykir. Á blaðamannafundi var Shalikashvili spurður hvað mælti einkum gegn því að banda- lagið beinlínis skakkaði leikinn með hervaldi. „Ég hygg að það væri afar ein- föld lausn á einstaklega flóknu vandamáli," sagði Shalikashvili. „SÞ er stofnunin sem umheimurinn hefur falið að leysa deilurnar og hún hefur nokkrum sinnum leitað til okkar, að mínu viti ber okkur að veita SÞ aðstoð. Nefna má sigl- ingabannið [á Serba og Svartfell- inga] sem þurfti að framfylgja á Adríahafi, annað dæmi er skipu- lagning flugbannsins yfir Bosníu- Herzegóvínu. Það er enginn vafi á því að NATO gæti séð um að fram- fylgja banninu ef SÞ bæði okkur um það.“ Um hugsanlega beitingu landherafla á vegum bandalagsins sagði Shalikashvili að fyrst og fremst væri nú reynt að finna póli- tíska lausn, ekki hemaðarlega. „En það útilokar ekki að herlið gæti með ýmsum hætti komið að gagni, einkum við hjálparstarf til handa óbreyttum borgurum. Við verðum alltaf að muna að varanleg lausn hlýtur að verða pólitísk, ekki hern- aðarleg." Hershöfðinginn sagði aðspurður að hlutverk Island's, ef til beinna afskipta NATO kæmi í Bosníu, yrði sem fyrr að gegna hlutverki lífsnauðsynlegrar brúar milli Norð- ur-Ameríku og Evrópu. Aðstaðan hér hefði skipt miklu máli í stríðinu við Saddam Hussein íraksforseta 1991, lendingar á Keflavíkurflug- velli í tengslum við Eyðimerkur- storm hefðu skipt þúsundum. Is- land væri gmndvallarforsenda þess að hægt væri að tryggja liðs- og birgðaflutninga austur um haf. „Hörmungamar í Júgóslavíu eru ekki þær síðustu sem við verðum vitni að, fijálsar þjóðir munu verða að fást við fleiri slík mál og þegar þörf verður fyrir framlag ríkjanna í Norður-Ameríku verður mikil- vægi íslands ómetanlegt. Ef eitt- hvað er geri ég ráð fyrir að Island verði enn mikilvægara í framtíð- inni en nú.“ Er spurt var um framtíð NATO Morgunblaðið/Kristinn John Shalikashvili hershöfðingi, æðsti yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins í Evrópu. sagðist hershöfðinginn telja of snemmt að segja að hlutverk bandalagsins væri úr sögunni. Ein- faldast væri að spyija t.d. fólk í Austur-Evrópu hvort það vildi fremur að landið væri innan banda- lagsins en utan þess. Hann sagðist telja að nær allir myndu kjósa NÁTO-aðild og vildu eindregið að bandalagið efldist fremur en hitt. Sjálf árásarhættan úr austri væri þó úr sögunni. Nú væru þjóðir NATO að reyna að nota reynslu sína af meira en 40 ára vamarsam- starfi til að reyna að bregðast rétt við staðbundnum átökum eins og í Bosníu, reyna að vinna bug á öryggisleysinu og ókyrrðinni sem víða hefðu fylgt í kjölfar kalda stríðsins. Hugmyndir um kennslu á háskólastigi í sjávarútvegsfræðum fyrir útlendinga Nám fyrir vélstjóra og skip- sljóra þykir vænlegri kostur - að sögn Björns Dagbjartssonar hjá Þróunarsamvinnustofnun íslands „FYRIR um fimm árum var kannað, hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna hér alþjóðlegan sjávarútvegsskóla, í lík- ingu við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, en þá þótti það ekki vænlegur kostur. Mönnum leist þá mun betur á hug- myndina um nám fyrir erlenda vélsljóra og skipstjóra hér á landi. Fyrsta námskeiðið af þeim toga verður e.t.v. haldið hér síðar á árinu og þá sem liður í þróunaraðstoð," sagði Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Islands, í samtali við Morgunblaðið. Eins og skýrt var frá í Morgun- i kviknað hugmyndir um að koma blaðinu þann 3. desember sl. hafa I hér á fót námi í sjávarútvegsfræð- um á háskólastigi fyrir útlendinga, í líkingu við Jarðhitaskóla Samein- uðu þjóðanna, sem hér er starf- ræktur. Gunnar Svavarsson, for- maður Félags íslenskra iðnrek- enda, viðraði þessa hugmynd í grein í Morgunblaðinu á gamlárs- dag. Bjöm Dagbjartsson sagði, að Gunnar G. Schram, prófessor, hefði lagt fram tillögu í stjóm Þró- Verkefnastjóri Vínaróperunnar um Kristján Jóhannsson Fáir tenórar hafa jafngóða sönggetu og sviðsframkomu ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RUDOLF Berger, verkefnasljóri Vínaróperunnar, hefur sjaldan orðið var við eins mikinn áhuga á frammistöðu nokkurs söngvara og Islendingar hafa sýnt á frammistöðu Krisljáns Jóhannssonar í frumraun hans á sviði Vínaróper- unnar síðastliðið mánudagskvöld. „Mér finnst þessi áhugi nyög ánægjulegur,“ sagði Berger í samtali við Morgunblað- ið. „Þjóðin á ekki marga óperusöngvara á heimsmæli- kvarða og áhugi hennar á frammistöðu Kristjáns Jóhanns- sonar er því skHjanlegur." Kristján syngur aftur í Toscu á laugardagskvöld og í framtíðinni mun hann syngja önnur hlutverk í Vínaróperunni. „Við hefðum ekki gert samning við Kristján Jó- hannsson ef við teldum hann ekki vera í hópi fremstu tenóra heims,“ sagði Berger. „Framboð á tenómm er frekar takmarkað og það em fáir sem hafa jafngóða sviðsfram- komu og sönggetu og Kristján Jóhannsson." Tosca hefur verið á verkefna- skrá óperannar lengi og Kristján var eini nýi söngvarinn í uppfærsl- unni á mánudag. Sýningin hefur því ekki vakið athygli í austurrísk- um fjölmiðlum. „Kristján Jóhanns- son stóð sig mjög vel,“ sagði Berg- er. „Frammistaða hans var yfir meðallagi í samanburði við aðrar framraunir í Vínaróperanni. Sýn- ingin í heild var góð og áhorfend- ur fögnuðu henni, og Kristjáni Jóhannssyni sérstaklega, mjög vel Hokin,“ sagði Berger. unarsamvinnustofnunarinnar fyrir um fímm áram, þar sem lagt var til að þessi möguleiki yrði kannað- ur. „Niðurstaðan varð heldur nei- kvæð, því Norðmenn höfðu hafið undirbúning að svipuðum skóla, sem nú hefur tekið til starfa í Tromsö og Háskóli Sameinuðu þjóðanna í Tókýó býður upp á sjáv- arútvegsfræði. Það gerir Hum- berside College í Grimsby einnig. Loks var okkur bent á, að í Há- skóla íslands er ekki boðið upp á nám í fískifræði eða sjávarútvegs- fræðum og þótti því ýmsum geyst farið að ætla að fara að hefja há- skólakennslu fyrir útlendinga.“ Björn sagði að upp á síðkastið hefði verið kannað, hvort ekki væri vænlegra fyrir íslendinga að bjóða útlendingum upp á námskeið á lægri stigum, til dæmis vélstjór- um og skipstjóram frá þróunar- löndum. „Það mál er komið á nokk- um rekspöl og fyrsta námskeiðið verður hugsanlega haldið nú í ár. Stýrimannaskólinn og fleiri hafa verið að vinna að því máli. Þetta þykir mér ekki verri hugmynd en hin, en slíkan skóla þyrftum við að kosta sjálf. Ef skólinn nær að komast á legg fengjum við hugsan- lega einnig nemendur frá þróunar- löndunum, sem aðrar þjóðir styrktu til náms hér. Danir hafa til dæmis styrkt nemendur til náms í Englandi,“_ sagði Bjöm Dag- bjartsson, frámkvæmdastjóri Þro- unarsamvinnustofnunar íslands. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur Aðstaða fyrir siúklinsra í einangrun verði bætt SIGURÐUR Guðmundsson lyf- læknir á Borgarspítala telur hættu á að fjölónæmar berkla- bakteríur berist til landsins en þeirra hefur einkum orðið vart meðal eyðnisjúklinga í Banda- ríkjunum. Af um 15 heilbrigð- isstarfsmönnum á austurströnd Bandaríkjanna, sem smitast hafa af berklasjúkum eyðni; sjúklingum, hafa fjórir látíst. í bréfi tíl Stjórnar Sjúkrastofn- ana Reykjavíkur, er bent á að bæta þurfi verulega aðstöðu til fullkominnar einangrunar sjúklinga á Borgarspítala vegna vaxandi ónæmi ýmissa sýkla, þar á meðal berkla, gegn sýkla- lyfum. Hefur stjórnin falið Jó- hannesi Pálmasyni fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans, að vinna aðgerðar- og kostnað- aráætlun fyrir slíka aðstöðu. Sigurður sagði að á sþítalanum væru til staðar einangrunarherbergi en ekki nægilega vel úr garði gerð og þá sérstaklega með tilliti til loft- ræstingar. Koma þyrfti fyrir sér bún- aði með möguleika á yfir og undir- þrýstingi í herberginu. „Ástæðan fyrir því að þetta kemur upp er að við ótt- umst að fyrr eða síðar berist hingað fjölónæmir sýklar en það eru sýklar, sem eru ónæmir fyrir flestum ef ekki öllum sýklalyfjum sem venjulega eru notuð og þá erum við fyrst og fremst að tala um berkla, sem einkum tengj- ast eyðnisjúklingum en þeirra hefur nánast eingöngu orðið vart vestanhafs ennþá,“ sagði Sigurður. Eiðnisjúkling- um hættir til að smitast af sama ber- klastofni og gekk hér á landi en nú er svo komið að stofninn er ekki leng- ur næmur fyrir tiltækum berklalyfj- um. Sigurður sagði að ónæmi berkla- bakeríunar væri ekki eingöngu hægt að skýra með ónæmi eyðnissjúklinga. Berklasýkill hafi löngum verið þekkt- ur fyrir að geta tekið breytingum og þá sérstaklega ef eingöngu er beitt einni tegund lyfja. Sennilegasta skýr- ingin væri að berklasjúklingar hafi ekki farið að fyrir mælum lækna við lyfjatöku með þeim afleiðingum að sýkillinn fékk tíma til að mynda vöm gegn lyfjunum. „Berklasýkillinn hefur nánast eingöngu fundist hjá eyðni- sjúklingum ennþá en það hafa þó nokkrir heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum fengið sýkingu af völdum hans, þannig að við vitum að hann hagar sér eins og aðrir berklasý- klar og sýkt heilbrigt fólk,“ sagði Sig- urður. „Og nú hefur það gerst að nokkrir bandarísku heilbrigðisstarfs- mannanna hafa dáið af völdum berkla, sem þeir hafa sýkst af í vinnunni. En ég tek það skýrt fram að þessa sýkils hefur ekki orðið vart á Islandi, sem betur fer en fólk ferðast mikið milli landanna. Boðleiðin er til og meira en fræðilegur möguléiki á að hann berist hingað. Þess vegna viljum við Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar formanns skipulagsnefndar, fékk Hagkaup hf. fyrirheit um lóð undir verslun- og þjónustu í Kjama, með þvi skilyrði að hugmynd að skipulagi lóðarinnar lægi fyrir innan átján mánaða. Drög að skipulagi hafa verið lögð fyrir skipulagsnefnd og sagði Vilhjálmur, að þar væri gert ráð fyr- ir veralegri uppbyggingu. „Þetta er ekki nein Kringla en stærra húsnæði en í Foldahverfi,“ sagði hann. „Hag- kaupsmenn hafa mikinn áhuga á að vera einnig með kvikmyndahús í Kjarnanum auk annarrar þjónustu og koma upp éinangrunaraðstöð hér og koma þar með í veg fyrir útbreiðslu." Auk berkla hefur orðið vart við aðra sýkla hér á landi, sem eru ónæm- ir fyrir venjulegum sýklalyfíum en hægt hefur verið að ráða við eigi að síður með dýrari lyfjum. Nefndi Sig- urður lungnabólgusýkla sem dæmi og hefur meðal annars verið talað um bókasafn og heilsugæslu auk verslun- ar, sem þeir ætla sjálfir að vera með.“ í greinargerð Hrafnkels Thorlacius arkitekts, með skipulagsdrögunum, kemur fram að gert er ráð fyrir um 2.000 til 2.500 fermetra húsnæði í einni samstæðu með aðgangi að nokkru leyti frá yfirbyggðri göngu- götu. Hagkaup áformar um 1.200 fermetra fyrir verslun, sem fyrst og fremst verður matvöruverslun en að auki er þar gert ráð fyrir átta til tíu smærri aðilum. Áfast byggingunni er gert ráð fyrir kvikmyndahúsi með gramneikvæða sýkla, sem geta valdið alvarlegum sýkingum í blóðrás, lung- um, þvagfærum og víðar. „Það gildir það sama með þá, ónæmi þeirra gegn ýmsum sýklalyfjum fer vaxandi bæði hér og út um allan heim en ennþá eru til lyf sem hægt er að nota gegn þeim,“ sagði hann. tveimur til þremur sölum auk veit- ingastaða. Gert er ráð fyrir um 800 til 1.000 fermetra heilsugæslustöð, sem ætti að geta þjónað allri byggðinni norðan Grafarvogs auk þess sem gert er ráð fyrir læknastofum sérfræðinga, tann- lækna, augnlækna, apótek og optiker á um 1.500 fermetram í sömu bygg- ingu. Fram kemur að í skipulagsfor- sendum Teiknistofu TT3, er gert ráð fyrir útibúi frá Borgarbókasafni á unf 800 fermetram. Þá er talið æskilegt að innan ramma almennrar þjónustu verði meðal annars bensínsala, þvottaplan, þvotta- og bónstöð, dekkja- og stillingaverkstæði. Nokkrar athugasemdir komu fram á fundi skipulagsnefndar, sem tekið verður tillit við endanlegt skipulag lóðarinnar. Sagði Vilhjálmur, að lítið bæri á milli og verður skipulagsvinnu haldið áfram í samvinnu við Borgar- skipulag og Skipulagsnefnd. Verslun-þónusta Hagkaup Grunnskóli 8.-10. bekkur Bíó/veitingahús Verslun-þónusta Bilastarfsemi ^ ^ • iii . I A Bensfnstöð Bókasafn ■£> Heilsugæslai Fjölbrautaskóli Hugmynd að skipulagi í Kjarna í Borgarholti II Kirkja Borgarholtshverfi Hagkaup skipuleggur versl unar- og þjónustumiðstöð DROG að skipulagshugmyndum Hagkaups hf., að skipulagi verslunar- og þjónustumiðstöðvar ásamt kvikmyndahúsi í Kjarna í Borgarholtshverfi í Grafarvogi, hafa verið kynnt í skipulagsnefnd Reykjavíkur. Kjarninn nær yfir 14 hektara og verður miðliverfi fyrir öll Borgarholtshverfin þrjú, Engja- hverfi, Borgahverfi og Víkurhverfi auk Rimahverfis að hluta. Þar verður fjölbrautaskóli fyrir austurborgina og Mosfellsbæ. Vextir í félagslega húsnæðiskerfinu hækka úr 1% í 2,4% 1. mars Ráðherra vill undanskilja leiguíbúðir Skerðing vaxtabóta verður endurskoðuð VEXTIR í félagslega húsnæðiskerfinu hækka úr 1% í 2,4% 1. mars þegar gildistími kjarasamninga rennur út. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að valið hafi staðið á milli þess að draga úr útlánum tíl félagslegra íbúða úr 500 í 300 íbúðir eða hækka vextina og hún telji að húsnæðismálastjórn hafi valið vaxtahækkun- arleiðina þar sem hún hafi lagt tíl að úthlutað yrði til 500 íbúða. Jóhanna segist leggja áherslu á að vaxtahækkunin nái ekki til leig- íbúða á meðan ekki hafa verið innleiddar húsaleigubætur en það sé ekki endanlega rætt í ríkisstjórninni. Þá segir Jóhanna að þegar vaxtabótaskerðingin var ákveðin í desember, sem taka á gildi um næstu áramót, hafi orðið samkomulag um það í ríkisstjórninni að endurskoða útfærslu hennar í byijun þessa árs. Segist hún leggja áherslu á að skerðingin verði tekjutengd þannig að fólki með lág- ar tekjur og meðaltekjur verði hlíft en óvíst sé hvort samstaða náist um þetta milli stjórnarflokkanna. Gylfi Ambjörnsson, hagfræðingur Alþýðusambands fslands, segist fast- lega eiga von á að verkalýðshreyfing- in muni taka vaxtahækkunina upp í viðræðum um nýja kjarasamninga og reyna að koma í veg fyrir hana. Gylfi sagði að sú skýring sem gef- in hefði verið á vaxtahækkun í félags- lega kerfinu um að lánþegar fengju vaxtabætur ætti ekki lengur við þar sem ríkisstjómin hefði einnig ákveðið skerðingu vaxtabóta sem myndi leiða til mikillar hækkunar vaxtagjalda og kjaraskerðingar. Jóhanna sagði að núverandi ríkis- stjóm hefði hækkað ríkisframlagið til Byggingarsjóðs verkamanna frá tíð fyrrverandi ríkisstjómar og miðað við að hægt yrði að lána til 500 félags- legra íbúða næstu þijú árin. Sú áætl- un geti staðist miðað við þá vaxta- hækkun sem ákveðin hefur verið. Hún benti einnig á að fulltrúar allra flokka hefðu fallist á það sjónarmið, þegar félagslega húsnæðiskerfið var til end- urskoðunar og samþykkt að til að halda útlánagetu sjóðsins þyrftu vext- ir að hækka í allt að 2%. „Ég geri mér grein fyrir að skerð- ing vaxtabóta eins og hún var útfærð og samþykkt á Alþingi í desember setur strik í reikninginn en það varð samkomulag um það í ríkisstjóminni að endurskoða þá útfærslu. Eg legg áherslu á að hafa þær tekjutengdari og að sú skerðing á vaxtabótunum, sem á að koma til framkvæmda um næstu áramót, verði með þeim hætti, að fólki með lágar tekjur og meðal tekjur verði hlíft. Ég veit ekki hvort^ næst samstaða um það milli stjómar- flokkanna en engu að síður var geng- ið frá málinu með þeim hætti fyrir jól að þetta yrði endurskoðað í byq'un ársins, væntanlega með það í huga að það kæmi fram lagabreyting sem breytti þessu áður en vaxtabótaskerð- ingin kemur til framkvæmda,“ sagði Jóhanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.