Morgunblaðið - 08.01.1993, Síða 32
32
.MfíRPW^BIApifi ^XyDA9m-8r.JA^ýAfí.l993
Minning
Þórður S. Krístjáns-
son frá Alfsnesi
Fæddur 1. nóvember 1917
Dáinn 2. janúar 1993
Mig langar í þessum línum að
minnast Þórðar S. Kristjánssonar
frá Álfsnesi sem andaðist á Borgar-
spítalanum laugardaginn 2. janúar
sl.
Þórður hefur tengst fjölskyldu
minni svo lengi sem mig rekur
minni til. Við systkinin fímm frá
Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi,
böm Ingibjargar Guðmundsdóttur
og Sigurgeirs Jóhannssonar sem
þar bjuggu, höfum alltaf litið á
Þórð sem náinn fjölskylduvin. Ég
er yngst okkar systkina og kann
ég því ekki að segja frá hvemig
kynni Þórðar og fjölskyldu minnar
hófust.
Það var svo nokkmm áram eftir
andlát föður okkar, Sigurgeirs Jó-
hannssonar, að Þórður tengdist fjöl-
skyldu minni á annan hátt óijúfan-
legum böndum er hann og móðir
mín eignuðust saman lítinn dreng.
Þessi litli drengur, fíngerður, ljós
og fagur hlaut nafn föður míns,
Sigurgeir. Þar sem hann var lang-
yngstur tókum við systkinin fímm
virkan þátt í uppeldi og umönnun
hans með móður okkar sem þá
kaus að vera áfram ein með bömin
sín sem nú vora orðin sex. Þórður
var áfram náinn og góður fjöl-
skylduvinur sem var tíður gestur á
heimili okkar á þessum áram. Með
drengnum hans deildum við systk-
inin gleði og sorg eins og gengur
og gerist í systkinahópi í 22 ár, en
Sigurgeir lést aðeins 22 ára að aldri
eftir stutta en erfíða sjúkdóms- og
banalegu á heimili móður okkar og
stjúpa í Reykjavík snemma árs
1987. Þetta var mikið áfall fyrir
okkur öll og þá ekki síst fyrir móð-
ur okkar en samband mæðginanna
var mjög náið. Sigurgeir var alla
tíð mikill mömmustrákur, einlægur
og hlýr og þó hann hafí verið ung-
ur að áram kom óvenjulegur þroski
hans og lífssýn í ljós þegar hann
með einstöku æðraleysi og af raun-
sæi undirbjó sig og okkur ástvini
sína fyrir andlát sitt.
Það þarf ekki langa ævi til að
fínna hve allt er í heiminum hverf-
ult, og þegar „vinir berast burt í
tímans straumi" er oft mikið frá
manni tekið. En eitt er þó sem lifír
og það eru minningamar. Þórður
hafði alla tíð mikinn áhuga á ljós-
myndun og átti hann stórt og mik-
ið safn ljósmynda og litskyggna
bæði af samferðamönnum, ættingj-
um og vinum svo og úr óteljandi
gönguferðum hans um fjöll og fyör-
ur, og óbyggðir íslands. Þá tók
Þórður fjölda mynda af syni sínum
allt frá fyrstu dögum ævi_ hans og
langt fram á unglingsár. Á þessum
áram var ljósmyndavél ekki til á
hveiju heimili eins og nú og því var
þetta nokkuð sérstakt. Þegar sonur
hans var 10 eða 11 ára gamall gaf
Þórður honum kvikmyndatökuvél
sem þá voru fáséðir gripir á venju-
legum íslenskum heimilum. Hann
hvatti son sinn til að festa minning-
ar sínar bæði á fílmu og pappír líkt
og hann sjálfur hafði gert. Allar
þessar ljósmyndir og kvikmyndir
vekja upp og varðveita minningar.
Nú era þetta persónulegir dýrgripir
sem gera atvik og augnablik liðinna
tíma sem annars kjmnu að hafa
gleymst að ómetanlegum perlum í
safni minninga um ljúfan dreng sem
við áttum öll. Svo er Þórði fyrir að
þakka.
Menningar- og listalífíð í sveit-
inni var á margan hátt samofið
heimilislífí okkar systkinanna á
Liltu-Fellsöxl. Foreldrar okkar vora
bæði virkir þátttakendur við leik
og uppfærslur leikfélagsins í
hreppnum og sparistofan á bænum
var æfingahúsnæði hljómsveitar-
innar sem lék fyrir dansi á dans-
leikjum ungmenna- og skógræktar-
félagsins í sveitinni. Þá höfðu far-
andkennarar oftast aðsetur á bæn-
um sem var í alfaraleið og oft við-
komustaður ættingja og vina á leið
þeirra upp í Borgarfjörð. Þar var
því mikið um gestakomur og frá-
sagnagleði ríkti.
Við skyndilegt fráfall föður okkar
og flutninginn út á Skaga urðu
þáttaskil í lífi íjölskyldunnar. Með
Þórði komu jafnframt nýir, ferskir
vindar sem báru vott um nýja tíma
og tækifæri sem reyndar einkenndi
sjöunda áratuginn. Þórður kom úr
borginni og var hann óþreytandi
við að lýsa fyrir okkur hvemig lífið
gekk fyrir sig þar. Með Þórði fóram
við yngstu systumar þijár í okkar
fyrstu leikhúsferð þegar hann tók
okkur með í tjóðleikhúsið á Dýrin
í Hálsaskógi. Þá tóku við kvik-
myndahúsa- og safnferðir til borg-
arinnar sem öllum þótti mikið til
um á þessum áram.
Þórður var mikill dansmaður og
vora gömlu dansarnir hans sér-
grein. Hann var reglumaður bæði
á áfengi og tóbak og því var
skemmtun hans og gleðskapur með
sömu formerkjum og við höfðum
alist upp við á heimili okkar í sveit-
inni.
Móðir okkar fór á þessum áram
með Þórði í sína fyrstu utanlands-
ferð. Þá vora utanlandsferðir heldur
fátíðar meðal almennings og út-
lenskt sælgæti og fatnaður fáséður
vamingur. Þess vegna var þetta
stórviðburður í augum okkar bam-
anna úr sveitinni. Þá gaf Þórður
syni .sínum gjaman leikföng sem
okkur og krökkunum í götunni
þóttu nýstárleg og framandi enda
var jafnan viðkvæðið að drengurinn
sá ætti líka pabba í Reykjavík.
Þegar á þessum áram átti Þórður
mikið safn góðra og vandaðra bóka.
Ég hafði aldrei séð á einum stað
svo margar bækur. Flestar þeirra
hafði hann lesið enda mátti heyra
á honum að hann var víðlesinn og
fróður. Hann hafði stálminni og
hvar sem borið var niður í mann-
kynssöguna þá kunni Þórður svör
við öllu, að ég tali nú ekki um ár-
töl atburða, fæðingarár manna og
kvenna eða tölur yfírleitt. í þessum
efnum þýddi ekki að þræta við Þórð.
Ég held t.d. að Þórður hafi munað
afmælisdaga flestra sinna kunn-
ingja, vina og ættingja.
Þótt Þórður hafí alla tíð búið einn
kvaðst hann aldrei vera einmana
Minning
Páll Sigurðsson
íþróttakennari
Fæddur 3. júni 1904
Dáinn 25. desember 1992
Páll Sigurðsson íþróttakennari
frá Hofi í Hjaltadal andaðist á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki á jóla-
dag, 25. desember sl., á áttugasta
og níunda aldursári. Hann hafði á
langri ævi verið heilsugóður og
hraustmenni þar til fyrir ári, að
sjúkleiki fór að sækja á og dró
hann að lokum til dauða.
Páll var kominn af skagfirskum,
eyfírskum og sunnlenskum kenni-
mönnum, glímumönnum og
kraftamönnum, sem sagnir eru til
um, og bar órækt vitni þessara
forfeðra sinna. Hann fluttist á
fyrsta ári með foreldrum sínum,
Sigurði bónda og kennara frá
Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal og
konu hans Maríu Guðmundsdóttur
frá Háakoti í Stíflu, að Háakoti,
þar sem þau hjónin bjuggu fyrstu
árin. Þau fluttust síðar að Lundi
í Stíflu og var Páll löngum kennd-
ur við þann bæ og síðar við Hof
í Hjaltadal.
Páll ólst upp í Fljótunum og bar
svipmót þess fagra héraðs og ætt-
menna sinna. Þegar faðir hans,
Sigurður, dó 1919 gerðist hann
ráðsmaður hjá móður sinni í Lundi,
þá aðeins 15 ára og hélt búsforráð-
um ásamt henni allt til 1934.
Hann fór í Hólaskóla og útskrifað-
ist þaðan sem búfræðingur 1927.
Hann stundaði nám hjá Sigurði
Greipssyni í Haukadal 1929-1930
og var í glímuflokki sem sýndi á
Alþingishátíðinni á Þingvöllum
1930. Árið 1934 gerðist hann
kennari við Hólaskóla og kenndi
þar íþróttir allt til ársins 1963, að
vetrinum 1936-1937 undantekn-
um, er hann var við nám í íþrótta-
skólanum á Laugarvatni til þess
að auka þekkingu sína í starfinu
og afla sér réttinda í sinni kennslu-
grein.
Eftir nærfellt þijátíu ára
kennslu við Hólaskóla fluttist Páll
ásamt konu sinni til Akureyrar þar
sem þau unnu tii ársins 1983,
hann við verslunarstörf hjá KEA
en hún við saumaskap. Hugur
þeirra hjóna leitaði alltaf vestur
yfir Tröllaskagann, heim til
Skagafjarðar. Eg hygg að þegar
þau færðu sig til Akureyrar hafi
þau þá þegar stefnt að því að flytj-
ast til baka að starfstíma loknum.
Þó að Stíflan væri raunar öll í
samanburði við fyrri tíma, var þó
Skagafjörðurinn þeirra heimahér-
að. Það var því árið 1985 sem leið
þeirra lá aftur heim í Skagafjörð-
inn og hafa þau verið búsett á
og ekki þekkja það að láta sér leið-
ast. Hann hafði alltaf nóg fyrir
stafni í frístundum sínum og við
starfslok. Útivera, gönguferðir,
ferðalög, fjallgöngur, dans og lestur
góðra bóka var líf hans og yndi,
nauðsynleg næring fyrir líkama og
sál.
Fyrir rúmu ári á afmælisdegi
Þórðar, 1. nóvember 1991, sátum
við Þórður saman yfir kaffí og kök-
um í félags- og þjónustumiðstöð
aldraðra á Vesturgötu 7, en þar var
hann daglegur gestur. Samtal okk-
ar barst að syni hans og þeim áhrif-
um sem sonarmissirinn hafði á
hann. í framhaldi af því ræddi Þórð-
ur í alvöru um sitt eigið líf og hvern-
ig hann sá sína ævi líða hjá. Þá
komu mér í hug þessar ljóðlínur
Kristjáns frá Djúpalæk úr Ijóðinu
Kvöld við lækinn:
Kom þú, ungi vin, sjáðu Iítinn læk
hvar hann liðast gegnum engi.
Fram hjá frjálst og glatt
fer hann létt og hratt
líkur fagnandi ferðalang.
Eins og moldin manns
bíður marinn hans,
hlýr og mildur sem móðurfang.
Þórði var tíðrætt um móður sína,
einkum við þá sem hann þekkti
náið.' Það duldist engum að hann
líkt og sonur hans hafði verið sér-
staklega nátengdur móður sinni.
Þórður óttaðist ekki dauðann.
Hann kvaðst tilbúinn til að mæta
Sauðárkróki síðan.
Á Akureyri bjuggu þau Páll og
Anna við Klapparstíg, beint yfír
íþróttavellinum. Hann gat því not-
ið þess, sem þar fór fram úr glugg-
um íbúðarinnar, en það datt hon-
um ekki í hug að gera. Svo grand-
var var hann að slíkt fannst honum
vera þjófnaði næst.
Eins og sjá má af þessu ágripi
hér að framan hefur Páll snemma
vígst til þeirra starfa sem hann
stundaði lengst af ævi sinnar,
kennslu, uppeldis- og íþróttamála
og almennra félagsmála. Engan
veginn eru þó upptalin þau verk-
efni sem hann fékkst við á langri
ævi. Hann brá fyrir sig barna-
kennslu í Fljótum 1927-1929.
Hann var formaður Ungmenna-
sambands Skagafjarðar 1939-
1942, kenndi sund víðsvegar um
honum hvenær sem væri. Hann
hefði þegar gert þær ráðstafanir
sem væru á hans valdi.
Þessar línur úr ljóði Sigurðar
Kristófers Péturssonar lýsa vel
þeim hugmyndum sem Þórður hafði
um dauðann:
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfír þér.
Ég vil að lokum fyrir hönd okkar
systkinanna frá Litlu-Fellsöxl og
móður okkar þakka Þórði fyrir vin-
áttu hans og samfylgd. Megi ljós
lífs og kærleika lýsa brautir hans
hvar sem hann er og hvert sem
hann fer.
Blessuð sé minning hans.
Sigurbjörg Sigurgeirs-
dóttir (Silla).
Hver dagur á sitt kvöld og svo
er um ævidaga mannsins. Það
hafði húmað hægt og hljóðlega að
kvöldi hjá elskulegum frænda mín-
um og góðum vini Þórði Kristjáns-
syni frá Álfsnesi, sem í dag verður
til moldar borinn.
Þórður Snæland fæddist í Álfs-
nesi á Kjalarnesi 1. nóvember
1917, sonur Kristjáns Þorkelsson-
ar bónda og hreppstjóra í Álfsnesi
og konu hans Sigríðar Guðnýjar
Þorláksdóttur.
Kristján var sonur Þorkels
bónda í Helgadal í Mosfellssveit
Kristjánssonar bónda í Skógakoti
í Þingvallasveit, sem Skógarkots-
ætt er rakin frá.
Sigríður Guðný var dóttir Þor-
láks bónda í Varmadal.
Ættbogi Þórðar frænda er í dag
orðinn býsna stór, bæði Álfsnes-
ættin sem og Varmadalsættin.
Ekki var frændi sérlega mann-
blendinn, en góð skil kunni hann
á öllu sínu fólki og hélt saman
upplýsingum um ættir sínar.
Þórður var yngstur í fimmtán
systkinahópi. Systkinin frá Álfs-
nesi voru: Þorlákur Varmdal,
fæddur 22. apríl 1895, dáinn 9.
september 1966, bóndi í Álfsnesi,
kvæntur Önnu Jónsdóttur, og eign-
Skagafjörð um langt árabil, komst
í kynni við kirkjumál á Hólastað
og söng þar í kirkjukór, var kosinn
í hreppsnefnd og oddviti um skeið.
Hann sat í stjórnum ýmissa sam-
taka bænda o.fl. Enn eru þó ótalin
veigamikil verkefni sem Páll
fékkst við, búskapurinn og rit-
störfín. Áður er geti ráðsmennsku
hans í Lundi, en áður 1945 flutt-
ist Páll ásamt fjölskyldu sinni að
Hofí í Hjaltadal og hóf þar bú-
skap. Ekki er að orðlengja það, en
í höndum fjölskyldunnar óx bú-
skapurinn bæði að magni og gæð-
um og varð að fallegu búi með
góðar afurðir, enda hirðusemin og
natnin við búskapinn ætíð höfð í
fyrirrúmi hjá heimilisfólkinu.
Hugur Páls til ritstarfa og
fræðimennsku hefur vafalaust
vakað með honum alla tíð. Ég
hygg þó að hann hafi ekki snúið
sér að þeim málum í neinni alvöru
fyrr en hin síðari ár en þá líka af
fullri alvöra og atorku, eins og
honum var lagið. Eftir hann liggja
nú ýmsir þættir tengdir sögu og
sögnum og samtímaatburðum svo
sem frá Hólastað og úr Fljótum
sem birst hafa í afmælisriti Hóla-
skóla, Skagfirðingabók og víðar.
Einnig munu liggja eftir hann
ýmsir óprentaðir þættir. Hann var
gerður að heiðursfélaga Sögufé-
lags Skagfírðinga á 50 ára af-
mæli þess 1987.
Af því sem hér hefur verið talið
má sjá að Páll naut trausts og
trúnaðar samborgara sinna og
samfylgdarmanna í ríkari mæli en
flestir aðrir. En hann var heldur
ekki einn á ferð. Kona hans og
lífsförunautur, Anna Gunnlaugs-
dóttir frá Víðinesi í Hjaltadal, lof-
aðist honum ung að árum og tók
þátt í störfum hans og áhugamál-
um með hógværum og hljóðlátum
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á
ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og
á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt
er með greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins veg-
ar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk
sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá geng-
in, vélrituð og með góðu línubili.
Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.