Morgunblaðið - 08.01.1993, Side 34

Morgunblaðið - 08.01.1993, Side 34
34 MORPUNPIAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8, JANÚAR 1993 r a Dans - dans - dans 12 ára stúlka, 153cmá hæð, sem æft hefur dans í 5 ár og æfir 3svar í viku óskar eftir herra. Upplýsingar ísíma 684427. félk i fréttum DÆGURTONLIST REKSTRARVÖRUR fyrir skritstofuna Sparaðu og nýttu pér janúartilboð RV Stgr. m. VSK.: Bréfabindi-------------------------------------- 188,- L-plastmöppur, 100stk........................... 756,- RV-ljósritunarpappír, 5x500 blöö______________ 1.295,- Auk þess bjóöum við upp á disklinga, tölvupappír, faxpappír ofl. Hreinlega allt til hreinlætis og margt, margt fleira fyrlr stofnanir, fyrirtækl og heimlli. Opið frá kl. 8.00 -17.00 Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91-685554 - Fax: 91-687116 Póník saman á ný Hljómsveitin Pónik, frá vinstri: Úlfar Sigmarsson, Ari Jónsson, Kristinn Sigmarsson og Þórir Úlfarsson. Hver man ekki eftir hljómsveit- inni Pónik, sem um árabil lék á dansleikjum vítt og breitt um landið og hafði sérstakt orð á sér fyrir vönduð vinnubrögð og lipran og skemmtilegan hljóðfæraleik. Pónik hefur nú verið endurvakin og hefur verið ráðin til að leika fyrir dansi í veitingahúsinu Dans- barnum við Grensásveg frá og með helginni sem nú er að ganga í garð. Það voru skólasveinar í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar sem stóðu að síofnun hljómsveitarinnar á haustdögum árið 1962 og fyrstu útgáfuna skipuðu þeir Úlfar Sig- marsson, Einar Hólm, Halldór Pálsson og Guðmann Kristbergs- son. Tveimur árum síðar var brotið blað í sögu sveitarinnar er Einar Júlíusson mætti til leiks og er nafn- ið Pónik og Einar greip djúpu letri í sögu dægurtónlistar á íslandi enda starfaði sú sveit með nokkr- um mannabreytingum í átta ár. Margir hafa komið við sögu hljómsveitarinnar frá upphafi, en allan tímann var Úlfar Sigmarsson við hljómborðin og lengst af var Einar söngvari. Gítarleikarar voru Magnús Eiríksson, Kristinn Sig- marsson og um skeið Finnur Torfi Stefánsson. Um bassann sá fyrstu árin Sævar Hjálmarsson en 1972 tók Hallberg Svavarsson við. Trommuleikarar voru Erlendur Svavarsson, Björn Bjömsson og Sigurður Karlsson og Kristinn Svavarsson saxaipnleikari byijaði með Pónik árið 1970. Þorvaldur Halldórsson söngvari kom einnig við sögu 1973 til 1974 og hét sveit- in þá Pónik og Þorvaldur. í septem- ber 1974 byijaði svo Pónik og Ein- ar á ný og bættist þá meðal ann- ars Ari Elfar Jónsson í hópinn, en Ari hafði skotist upp á stjömuhim- ininn með hljómsveitinni Roof Tops nokkrum árum áður og var í hópi vinsælustu poppara landsins. Einn- ig má geta þess að Ingibjörg Guð- mundsdóttir, söngkona úr B.G. og Ingibjörg, starfaði með Pónik einn vetur. A þessum árum, 1974 til 1977 lék Pónik í Sigtúni fyrir fullu húsi helgi eftir helgi og minnast margir þeirra ára með ánægju. Raunar mætti telja upp marga fleiri þjóðkunna tónlistarmenn sem komu við sögu á löngum og litrík- um ferli Pónik, sem starfaði með hléum allt fram til vorsins 1989 en þá skildu leiðir. Það er því vissulega ánægjuefni að félagarnir Ari, Úlfar og Kristinn skuli vera að fara að spila saman á nýjan leik. Ekki er síður ánægju- legt að fjórði maðurinn í hljóm- sveitinni er Þórir, sonur Úlfars, en Þórir hefur þegar getið sér gott orð sem hljómsborðsleikari þrátt fyrir ungan aldur. Þeir félagar verða á Dansbamum fram á vor og að þeirra sögn leggst árið vel í þá enda kváðust þeir eiga von á að liðið sem skemmti sér með þeim í Sigtúni á „gullárunum" léti sjá •sig. ÚTSALA HEFST Á MORGUN LAUGARDAGINN 9. JANÚAR LANGUR LAUGARDAGUR A LAUGAVEGINUM -0PIÐ FRÁ KL. 10.00 TIL 17 Verslunin NETTÓ, LAUGAVEGI 30, býöur til vöru-verðs-veislu, sem hefst laugardaginn 9. janúar 1993, og stendur í örfáa daga. 10-60% AFSLÁTTUR VIÐ BJÓÐUM: Nærföt, náttföt, sloppa, boli, buxur, sportfatnaö fyrir alla fjölskylduna, auk þess sokkabuxur, sokka og margt, margt fleira. sértílboo daglega LAUGAVEGI 30, SÍMI 624225 COSPER - Komdu inn, við verðum líka að segja mömmu frá trú- lofun okkar. UTSALA ÚTSALAN ER HAFIN Gardínuefni kr. 290,- pr. meter. Dragtarefni kr. 590,- pr. meter. Tilbúnir kappar ó tilboósverói og margt, margt fleira mjög ódýrt. VEFTA, Hólagarði, sími 72010.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.