Morgunblaðið - 08.01.1993, Page 40

Morgunblaðið - 08.01.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 mumnn „ ~pii cuð Lficu veL ób cl. SpltcuUzruJrvi." (Lf^ o- 'i, [f, 10» Ást er... |6uu •T-Zl ... að hjónabandið endistvel TM Rea. U.S Pat OH.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Tlmes Syndicate Ég er að safna til heimilis- haldsins. HÖGNI HREKKVÍSI — oi 1. 0n: 2taa 2©C BREF TBL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Er Herjólfur ónýtur? Frá Snorra Óskarssyni: Frá því í sumar að listisnekkjan Heijólfur kom til Eyja hefur varla linnt látunum að lýsa skipinu sem stórhættulegu. Meðan á smíðinni stóð var talað um skipið sem verð- andi manndrápsfleytu, stefni og stærð væru viðsjárverð. Er skipið kom frá Noregi varð ég stórhrifinn af snekkjunni. Það eina sem ég sá að var það að skipið var of stutt miðað við hæð. En þar sem ég kann ekkert í skipaverkfræði eða stöðug- leikavísindum gat ég ekkert sagt af viti í þvi máli. Ég er Vestmanneyingur í „húð og hár“ ef ég má státa mig af því, og man hina Herjólfana. Ég held meira að segja að ég hafi orið sjóveikur í þeim báðum. Og sem farþegi dæmi ég skipið eftir því hvort ég verð sjó- veikur eða ekki, það eru mín vísindi, og þannig dæmi ég skip hvernig það fer með mig í sjó. Nú er hinn nýi kominn í gagnið og ég hef heyrt að hann sé bara ónýtur, nýtt skipið. Þar sem ég er nú ekki á förum frá Eyjum þarf ég víst að lifa með þessum „ósköpum" þangað til nýtt skip kem- ur. Nú hef ég siglt með skipinu nokkr- um sinnum. Eitt skiptið var til Þor- lákshafnar í suðvestan 8 vindstigum og um nóttina hafði verið all nokkru hvassara. Aldan kom á kinnunginn og það voru góðar gusur sem þær gáfu skipinu. Skáldin kalla svona gusur ránarkossa og þessir voru a.m.k. í stærri kantinum hvað svo sem skáldin vilja kalla þá. Ég tók mér ekki koju heldur sat uppi í borð- sal og var með kaffi. í stærstu öldun- um færðist bollinn aðeins á skálinni. En ég varð stórhrifínn af þessu skipi hversu vel það klauf öldumar, og nokkrir „samlandar mínir" sátu á öðrum stað í skipinu og við tókum tal saman. í svona spjalli eru allir sérfræðingar sem leggja orð í belg og allt miðað við hvað okkur finnst. Er ekki líka reynslan ólygnust? Nú fórum við að bera saman þennan nýja Heijólf og þann sem áður var. Ekki var annað að heyra en að skoð- anir okkar lægju að því að þessi hefði yfirburði miðað við hinn. Nú liðu nokkrar vikur og ég var á heimleið. Það voru suðaustan 12 vindstig og Heijólfur seinkaði brott- för vegna veðurs. Þá auðvitða vissi ég að töluverður veltingur yrði. Er skipið kom til Þorlákshafnar kolbraut við hafnarkjaftinn. Auðvitað yrði sjó- veiki og pína mitt hlutskipti næstu 4 tíma — þannig hefur það verið. En er til hafnar kom hafði engin sjóveiki gert vart við sig og ég gat hæglega sofnað í þessu ölduróti. Auðvitað var sjóferðin ekki eins og í sumarblíðu, skipið valt, menn reyndu að skorða sig sem mest og fólk lagðist fyrir. En eftir stendur að skipið fer mjög vel í sjó og skips- höfn hefur náð mikilli leikni að beita skipinu. Vegna þessarar reynslu vil ég leggja mitt af mörkum til að sporna gegn þessu slæma orði sem fer af skipinu að Herjóifur sé ónýt- ur. Eftir mína reynslu af skipinu er ég stórhrifínn af þessari feiju. Hún hefur farið vel með mig, landkrabb- ann, og þá veit ég að fólk getur tek- ið sér ferð á hendur án þess að liggja fárveikt í sjóveiki. Heijólfur er lista- fleyta og sú glæsilegasta sem ég hef siglt með og eru þær orðnar þó nokkrar. Heijólfur er því ekki ónýtur heldur ónýttur. Til að skipið megi sleppa við ill áhrínisorð vil ég biðja skipinu vemd- ar Guðs og skipshöfn blessunar Drottins, í Jesú nafni. Fylgi því heill og gæfa. Takk fyrir gott skip. SNORRI ÓSKARSSON safnaðarhirðir Hvítasunnusafnað- arins í Betel, Faxastíg 2b, Vestmannaeyjum. Hefjum hvalveiðar Frá Valgarði L. Jónssyni: Óvenjulegt atvinnuleysi og sí- harðnandi heimilishagur fjölda fólks eru þær slæmu fréttir sem eru okkur fluttar daglega í fréttamiðlum lands- ins. Þetta eru alvarleg tíðindi, sem eiga eftir að skapa mikið böl og ómælda vanlíðan margra íslendinga á komandi tímum, nema við verði brugðist af fullri dug og dáð. Nú dugar ekki að sofa á verðinum og láta fljóta að feigðarósi. í voru landi bíða ónotuð tækifæri til aukinnar atvinnu og á þeim málum ber nú að taka af fullri alvöru. Hvalskipin fjög- ur bíða tilbúin bundin við festar, einnig verksmiðjan í Hvalfirði og annað sem þarf til að hefjast handa og veiða hval, sem krökkt er af svo sem kunnugt er af fréttum, t.d. sjó- manna loðnuskipa. Frá Hvalveiði- stöðinni í Hvalfírði voru stundaðar hvalveiðar í áratugi af hinni alkunnu hagsýni. Verndunarsjónarmið voru ætíð efst á blaði, reyndar var árang- urinn eftir því, að hér skyldi haldast svo jöfn veiði sem skýrslur bera vitni um í öll þessi ár er besta sönnun þess að hér var vel á verði staðið um sókn í stofninn innan þeirra marka sem hann þoldi og markmiðið eitt að nýta aflann til þess ýtrasta í fyrsta flokks verðmæti: Þessi veiði- skapur stendur öllu öðru fremri sé borið saman við það sem þekkist hjá öðrum hvalveiðimönnum og fréttir eru af. Loftur heitinn Bjamason og sonur hans Kristján eiga ómældan heiður skilinn fyrir þeirra ströngu fyrirmyndarreglur sem gilt hafa. Vegna þessa ætti Hvalstöðin í Hval- fírði að eiga forgang að þessum veið- um. Þá ekki síst til að sýna og koma á vandaðri vinnubrögðum í veiðiskap. Það er vítaverð ósanngimi að virða ekki í verki slíkar mannúðar- og umgengnisreglur við lífríki náttúr- unnar, sem þama var í heiðri höfð. Við erum veiðimannaþjóð og lifum af sjávarfangi, um það verður ekki deilt. Hitt ber að standa vörð um, að með fullri gát og virðingu sé um auðlindir náttúrunnar gengið. Nátt- úruvemdarsinnar geta þar og víðar unnið gott verk, og í þeirri starfsemi ættu þeir að fá samhug okkar allra. Ég legg til að því ágæta fólki verði nú kynnt ítarlega starfsemi hvalveið- anna frá Hvalfirði. Ég veit ekki bet- ur en þama sé allt til skráð, því hæg heimatökin. Þetta þarf að skoða af hlutleysi í fullri einlægni með það í huga að þetta er lífsbjörg fámennrar þjóðar í harðbýlu landi, við þurfum ekkert síður en Grænlendingar að lifa af fiskveiðum, þar með töldum hvalveiðum. Mér fyndist friðarsinnar ættu að láta okkar veiði afskipta- lausa, nema hvað þeir litu til með að allt færi fram af sömu ströngu reglum og við hefur verið höfð. í staðinn vildi ég leggja til að Hvalur hf. veitti þeim einhvem styrk til góðra verka. Víða er þörf á umbót- um. Þannig mundi myndast gott samstarf með þessum aðilum sem væri öllum til góðs. Strax í vor þarf að ýta úr skor fjórum vel búnum hvalskipum og veita 250-300 manns góða atvinnu. Ekki veitir af á þreng- ingartímum. Vinnum af dug og drenglyndi, stöndum saman. VALGARÐUR L. JÓNSSON, Höfðagrund 14, Akranesi. Víkverji skrifar Vinkona Víkveija hafði orð á því á dögunum að jólatrésskemmt- anir yngstu kynslóðarinnar ættu að vera reyklausar og sagðist hún til skamms tíma hafa haldið að svo væri. Hún hefði um þessi jól komist að annarri niðurstöðu er hún fór með syni sínum á tvær slíkar skemmtan- ir. Á báðum jólaböllunum gerðist það að fullorðið fólk, sem sat skammt frá henni, dró upp vindlinga er skammt var liðið á skemmtunina og blés eitr- inu ótæpilega framan í ungviðið. Finnst Víkveija þessi framkoma fyr- ir neðan allar hellur og til lítils sóma fyrir fullorðna fólkið, sem stundum að minnsta kosti vill og þykist vera fyrirmynd þeirra sem yngri eru. xxx Víkveiji hefur stundum verið að furða sig á efnisvali útvarps- stöðvanna, en honum þótti keyra um þverbak fyrir skömmu, þegar hann hlustaði á Sólina, FM 100.6, um kl. 20 eitt kvöldið. Þá voru við stjómvöl- inn tveir piltar, sem muldrúðu eitt- hvað um að þáttur þeirra ætti að fjalla um kynlíf og kynóra. Þá var kominn hlustandi á línuna, unglings- stúlka, sem vildi senda systur sinni afmæliskveðju. Piltarnir sögðu stúlk- unni, að þátturinn fjallaði um kynlíf og kynóra og spurðu hana: „í hvaða stellingu fínnst þér best að gera það?“ Að vonum kom nokkuð á stúlk- una, sem svaraði flaumósa að hún vissi það ekki og hefði aldrei gert „það“. „Megum við afmeyja þig í beinni?" spurðu piltarnir þá og voru afar fyndnir, að eigin mati. Þegar stúlkan var farin úr síman- um hóf annar piltanna að lesa það sem hann sagði lýsingu á kynórum ungs manns. Þá kastaði fyrst tólf- unum. Það var sama hvemig Vík- veiji velti þeirri sögu fyrir sér, nið- urstaðan varð sú, að pilturinn lýsti, í beinni útsendingu útvarpsstöðvar, nauðgun. Stúlkan í sögunni hafði auðvitað kallað nauðgunina yfír sig með því að fara niðrandi orðum um söguhetjuna. Víkveija fínnst að útvarpsstöðin ætti að sjá sóma sinn i að útvarpa þætti, þar sem ungu fólki er gerð grein fyrir því, að nauðgun á ekkert skylt við kynlíf og vonar, að þessi útsending hafí verið mistök, sem aldrei endurtaki sig. XXX Fyrst skrifari er á annað borð farinn að agnúast út í útvarps- sendingar vill hann leyfa sér að kvarta yfir auglýsingum stöðvanna á eigin efni. Alltof oft er auglýst eða kynnt efni sem búið er að flytja; klaufaskapur sem hlýtur að vera hægt að komast hjá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.