Morgunblaðið - 13.01.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.01.1993, Qupperneq 10
10 MORGlfNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 IVESTURATT Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ivar Orgland: Fingals flayte. Dikt frá Vesterhavet. Omslag og illustrasjonar av Hans Ger- hard Sorensen. Fonna Forlag, Oslo 1992. Ivar Orgland er svo tengdur Is- landi og íslenskum efnum að það er nær óhugsandi að norskur uppr- uni hans geri hann að „útlendu skáldi" í augum íslendinga. Fimmtándá ljóðabók hans, Fingals floyte, staðfestir þetta. Undirtitillinn Dikt frá Vester- havet segir nokkuð um yrkisefni skáldsins. Hugur Ivars Orglands leitar vestur á bóginn, til Eng- lands, Skotlands, Færeyja og Is- lands og annarra eyja og land- svæða sem gildi höfðu fyrir nor- rænt landnám og þar sem norræn- ir menn höfðu lengri eða skemmri dvöl. Það er ekki síst hinn kelt- neski arfur sem fyrir skáldinu vak- ir að túlka, enda segir um Fingal þann sem bókin dregur nafn af: „Fingal var ein gælisk barde./ Fingal var ein keltisk skald." Mörg ljóðanna eru uppspretta ferðalaga, eins konar ferðaljóð. Að baki býr lærdómur og lestur. Gælisk morgon er eitt þeirra ljóða sem færa okkur þann andblæ sem skáldið vill miðlæ Gjennom den grá og stille morgoneii i Dundee hoyrer eg tonar frá gælisk fortid, tonar med lengt og vemod i, dei berre du kunne trolla fram nár det var vemod i dine strenger, den sorgmilde dámen som tona lenger, keltiske barde, pá harpa di... Og inst i hugane váre hoyrer vi enno omen - ljuvleg som reykjelses-ange i domen----- kjærleikens tonar med böd til vár tid... Þrá og angurværð, erindi ástar við okkur sem nú lifum, allt er þetta Ivari Orgland hugfólgið. Og hann hikar ekki við að sækja yrkis- efni til liðins tíma og styðjast við gamalt ljóðform. Hann er líklega eina norska skáldið nú sem yrkir í ballöðustíl. Engin ástæða er til að gera frá- sögn í ljóði útlæga og ljóðrænn léttleiki og rómantíska heyra ekki aðeins sögunni til. Um sérstöðu sína í skáldskapn- um yrkir Ivar Orgland í ljóðinu I ljoset frá „Faust". Þar deilir hann á þá sem meta ljóð á útreiknaðan hátt og eru hallir undir kenningar. Slíkir kæra sig ekki um tilfínning- ar í skáldskap. Ivar Orgland tekur aftur á móti undir með Goethe um gráma allra kenninga og grænku þess lífs sem lifað er heilum huga. í samræmi við þetta er skáldið ekki svartsýnt þrátt fyrir nálægð haustsins og vetrarins. Það lofar ástina og tryggðina og er þakklátt gjöfum lífsins. Gamansemi er líka áberandi í Fingals floyte. Maður með lífs- skilning Ivars Orglands á auðvelt með að sjá hið kátlega og skop- lega. Þetta gerir bók hans skemmtilega aflestrar og eykur fjölbreytni hennar. En þau ljóð þar sem skáldið nær einna lengst eru af ljóðrænum toga, hnitmiðuð og hljómrík og umfram allt einlæg eins og Livsrop, Nár songen har stilna — , No kan det hausta — , Takk for draumen og Epilog. Þessi Ivar Orgland ljóð geta ekki kallast frumleg, en frumleiki er ekki allt. í síðasta hluta Fingals floyte eru ljóð frá íslandi, Þingvallaljóð og þakkarljóð til Islands og minn- ingarljóið um skáldin Davíð Stef- ánsson og Jóhann Siguijónsson. Lýst er ferðalagi um landið með Davíð Stefánssyni. Þeir sem heyrt hafa Ivar Orgland tala um Davíð Stefánsson kannast við hrifningu hans og virðingu fyrir skáldinu norðlenska og þetta rifjast upþ við lestur ljóðsins: „Han var ein trugen ven, ein av dei beste./ Ein ven var i hans munn eit heilagt ord.“ A stöku stað í bók Orglands má greina veikt bergmál frá Dav- íð, en þar er fremur um skyldleika en bein áhrif að ræða. Fingals floyte er ljóðabók sem sýnir okkur hinar ýmsu hliðar Ivars Orglands sem skálds. Hún verður kannski ekki talin meðal helstu ljóðabóka hans, en örlát er viðeig- andi orð. Skáldið gefur mikið af sjálfu sér og breikkar og dýpkar þá mynd sem við höfum gert okk- ur af honum. Fataverslun Til sölu fataverslunin Fell, Mosfellsbæ, sem er með eigin umboð og innflutning. Þekkt og rótgróið fyrirtæki. Allar nánari upplýsingar gefur: Fasteignamiðlunín Berg, Skúlatúni 6, sími 625530. íbúð við Hjarðarhaga Til sölu einstaklega falleg 4ra-5 herb. 120 fm íbúð á 1. hæð í 3ja hæða sambýlishúsi. íbúðin skiptist í 3 svefnherb. (möguleiki á 4.), saml. stofur, stórt eldhús, þvottaherb., baðherb. og gestasnyrtingu. Suðursvalir. Sérhiti. í kjallara er sérgeymsla, sameiginl. þvottahús o.fl. Sameign nýtekin í gegn, utan sem innan. Bílskúr fylgir. Eignin er veðbandalaus. Tilb. til afh. nú þegar. Upplýsingar: Málflutningsskrifstofa Guðmundur Pét- ursson, Pétur Guðmundarson, Hákon Árnason, Jakob R. Möller, Suðurlandsbraut 4a, sími 680900. 011 01 07A L^RUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJORI L I IQU'LlO/y KRISTINNSiGURJÓNSSON,HRL.lögGilturfasteignasau Nýjar á fasteígnamarkaðnum m.a. eigna: Nýtt, glæsilegt einbhús v. Þingás m. 6 herb. rúmg. íb. á tveimur hæðum auk bílsk. m. verkstæð- isrými alls 226 fm. Húsið er íbhæft, ekki fullgert. Mikil og góð lán fylgja. í hinu vinsæla Stekkjahverfi einbhús ein hæð ásamt bilsk. 166 fm. Stór, ræktuð lóð. Verð aðeins kr. 13,5 millj. Glæsileg sérhæð - öll eins og ný neðri hæð í þríbhúsi 6 herb. skammt frá Menntaskólanum v. Hamra- hlíð um 140 fm nettó. Stórt og gott föndurherb. í kj. Góður bflsk. Ágæt sameign. Skammt frá Sundlaug Vesturbæjar nýl. og góð 3ja herb. íb. á 1. hæð um 80 fm. Parket. Svalir. Góð sam- eign. Skipti mögul. á lítilli íb. ^ • • • • Við Bústaðaveg - nágrenni óskast 4ra-6 herb. ib. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNASM.AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 © 622030 t FASTEIQNA 1 MIÐSTOÐIN Skipholti 50B LÁTRASTRÖND/SELTJ.6292 Nýkomið í einkasölu skemmtil. staðsett 239 fm parhús á glæsil. útsýnisst. Gengiö er beint inn á aðalhæð hússins sem skiptist í forstofu, gestasn., stofu, og eldhús. Gert er ráð fyrir 5 herb. á teikn. en eru í dag 3 herb. og rúmg. flísal. baðherb. Á neðri hæð er rúmg. bílsk. með miklu rými innaf sem gæti nýst sem vinnuherb. eöa geymsla. Hita- lögn í innkeyrslu. Laust. HÁTÚN - ÁLFTANESI — HÚSNLÁN 5 MILU. 7455 Nýkomið í einkasölu mjög fallegt 175 fm timburhús þ.m.t. 37 fm tvöf. bílsk. Fráb. staðsetn. Endahús. Stutt í skóla og sundlaug. Áhv. veðdeiid 4,8 millj. og hagst. lífeyrissjóðslán 1,2 millj. HVASSALEITI - LAUS4099 Nýkomin í einkasölu mjög góð 127 fm 5 herb. íb. á 2. hæð ásamt aukaherb. í kj. 4 svefnherb., mjög stór stofa. Vest- ursv. Góður bílsk. með öllu. Frábært útsýni (neðsta biokkin). Verð 9,2 millj. RAUÐALÆKUR 2557 Erum með í sölu 3ja herb. 81 fm íb. Björt, snyrtil. og lítiö niöurgrafin, í þrí- býli. Sérinng. Hornlóð. Vinsæl staðsetn. Verð 6,7 millj. Mögul. skipti á stærri eign í sama hverfi. ÞINGHOLTIN/BYGGT ’85 - LÁN 3,6 MILLJ. 2561 Nýkomin í sölu stórgl. 85 fm 3ja herb. ib. á 1. hæð (jarðhæð) í mjög fallegu steyptu þríbhúsi. Parket. Flísar. Allt sér þ.m.t. innb. Sérbílastæði. Áhv. húsbréf og byggsjóður 3,6 millj. SPORÐAGRUNN 2562 Glæsil. 83 fm 3ja herb. íb. á þessum eftirsótta stað. Sórinng. Mikið endurn. m.a. eldhús, bað, hurðar, Danfoss o.fl. Áhv. veðdeild 3,4 millj. Verð 7,6 millj. „Tár, angur og unaður“ Bókmenntir Kristján Kristjánsson Dísyrði Steinunn Ásmundsdóttir 45 bls. Goðorð, 1992. Árið 1989 kom út fyrsta ljóðabók Steinunnar, „Einleikur á regnboga", en flest ljóðin í þeirri bók eru myrk og þunglyndisleg og full af sársauka sem birtist kannski helst til nærri yfírborði þeirra, líkt og reynsla höf- undarins hafí ekki náð að renna saman við formið. Innan um voru þó ljóð sem sýndu ákveðinn þroska og nokkur tök á tungumálinu. Nú, þremur árum síðar, sendir Steinunn frá sér aðra ljóðabók, „Dís- yrði“, þijátíu ljóð sem hún skiptir niður í þrjá hluta. Ljóð hvers hluta mynda ákveðna heild, þau standa sjálfstætt en hverfast um afmarkað efni líkt og um kvæðabálka sé að ræða. Uppsetningin styður slíka tengingu, hver hluti ber ákveðið heiti meðan ljóðin eru nafnlaus og númeruð með rómverskum tölum. Fyrsti og annar hluti eru ná- tengdir, þeir lýsa umskiptum sem verða í lífí ljóðmælandans og má rekja í þeim ákveðna sögu. Fyrsti hlutinn heitir „Rætur í nýju landi“ og dregur nafn sitt af lokalínu síð- asta ljóðsins. Steinunn yrkir í þess- um híuta á keimlíkum nótum og í fyrstu bókinni, ljóðin miðla myrkri lífssýn, ótta og kvöl, jafnvel von- leysi og uppgjöf (t.d. ljóð II og IX). En svo gerist eitthvað í síðasta ljóð- inu, sem er „bjartasta" ljóðið í þess- um hluta: „Eg veit ekki almennilega hvað gerðist/ .. .ég lifnaði allt í einu við // mér uxu hvítir vængir // í stað sorglegra hljóða / kom úr barka mínum hinn fegursti söngur // hjartað barðist ekki lengur af ótta / það sló í takt við lífið. // Ég festi rætur í nýju landi.“ (bls. 20.) Annar hlutinn heitir „Dísyrði" og er freistandi að líta svo á að þetta „nýja land“ sé sjálf ástin með stór- um staf. Lesandanum birtist ást- fangin kona. í upphafsljóði hlutans stendur: „Enn er hún ekki ein / en nú er það ástin sem henni fylgir / og vemdar hana gegn óttanum." Og annað ljóðið hefst á þennan veg: Ég var kysst í morgun og elskuð í nótt. Ástin gefur fyrirheit og virðist heit og sterk: „á millum sálna okkar / er strengur / svo styrkur / að orða er ekki þörf“ (bls. 26). Þessi strengur brestur þó furðu fljótt, elskhuginn hverfur á brott og ástin reynist alls ekki það haldreipi sem vonast var eftir. Ljóð X (bls. 32): Allt er að falli komið ég sé mig í skuggsjá — konuna í rústunum með kramið hjarta í lófanum. Og óttinn fyllir líf ljóðmælandans að nýju. Það er ekki djúpt á tilfínningam- ar í þessum ljóðum, formið er ein- falt og gamalkunnugt; hér er allt sagt nokkuð beinum orðum. Mynd- málið er yfirleitt fábrotið og bygging ljóðanna stundum ómarkviss. Rödd- in í ljóðunum er vissulega einlæg en þó ekki alveg iaus við tilgerð því oft er notast við tungumálið nánast gagnrýnisiaust eins og sjá má í Steinunn Ásmundsdóttir dæminu hér að ofan. Þriðji hlutinn er svolítið sér á parti, sjö ljóð undir heitinu „Öræfa- ljóð“, sem fjalla um tengsl ljóðmæl- anda við landið. Náttúmvemd og smæð mannsins andspænis fyrir- bæram náttúrannar ber hér m.a. á góma og ort er um Herðubreið og Odáðahraun. Lýst er löngun til að eiga í landinu „athvarf og skjól" en þó er landið fjarlægt, líkt og aðskiln- aður manns og náttúra verði ekki yfírstiginn. „Odáðahraun / svo óhagganlegt / tími þinn annar en okkar /(. ..) Kynslóðir koma og fara / vilja ráðskast með þig / en týnast hver af annarri / án sérstaks hróð- urs í hraun" segir i síðasta ljóði bókarinnar. ----♦ ♦ ♦---- Kvennakór Reykjavíkur stofnaður UNDANFARIÐ ár hafa konur sungið saman í kórskóla Margrét- ar J. Pálmadóttur í Kramhúsinu. Þessi hópur hélt eftirminnilega tónleika í Langholtskirkju 8. maí sl. og voru þeir til styrktar Stíga- mótum. Auk kórskólans komu fram listamennirnir Jóhanna G. Linnet, Þorsteinn Gauti Sigurðs- son, karlakór Reykjavíkur og síð- ast en ekki sist Barnakór Grens- áskirkju. í framhaldi af tónleikunum var ákveðið að stofna kvennakór og verður kórinn formlega stofnaður og inntökupróf haldin á Hallveigar- stöðum miðvikudaginn 13. janúar kl. 17-22 og sunnudaginn 17. jan- úar kl. 13-17. Undirbúningsnefndin vill eindregið hvetja konur til að láta slag standa og taka þátt í stofn- un Kvennakórs Reykjavíkur. Þeim konum sem ekki standast þau inn- tökuskilyrði sem nú era sett verður bent á ýmsa möguleika til undirbún- ings. Þetta er einstakt tækifæri fyr- ir allar konur sem söngurinn hefur blundað með og ekki síst fyrir þær sem á áram áður hafa tekið þátt í bama- eða unglingakórstarfi. (Úr fréttatilkynniiigu.) Nýjar bækur Ljóð eftir mæðgin TRÓMET og Fíól nefnist Ijóða- bók eftir mæðginin Amalíu Lín- dal og Tryggva V. Líndal. í bókinni eru 38 ljóð eftir Tryggva og segir á kápusíðu, að um helmingur ljóðanna hafí birzt áður, einkum í Lesbók Morgun- blaðsins. Amalía Iindal, móðir Tiyggva, bjó síðustu ár sín í Kanada. Hún skildi eftir skáldsögnr og ljóð í handritum. í þessari bók birtast nokkur ljóðanna á frummálinu, ensku. Útgefandi er Tryggvi V. Líndal. Bókin er 61 blaðsíða og kostar 700 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.