Morgunblaðið - 13.01.1993, Side 12

Morgunblaðið - 13.01.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Konseptið lifir Myndlist Eiríkur Þorláksson Rétt fyrir áramótin var opnuð í Gallerí einn einn á Skólavörðu- stíg fyrsta sýning þessa árs, en hér er um að ræða samsýningu tveggja ungra listakvenna, sem báðar eru að sýna verk sín í fýrsta sinn hér á landi. Inga Svala og Olga Bergmann útskrif- uðust báðar frá Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1991, og hafa stundað framhaldsnám við-listaskóla í Evrópu. Viðfangs- efni þeirra eru afar ólík, en þrátt fyrir það falla verk þeirra vel saman og styrkja í raun hvað annað í sýningarrýminu. Olga Bergmann hefur í námi sínu í Svíþjóð kynnst þeirri fornu blöndun litarefna, sem var notuð áður en olíulitir komu til, og nefnist egg-tempera. Þessi efnis- meðferð gefur litum sérstaklega þýða áferð, og viðfangsefnið getur jafnvel virkað gagnsætt, þannig að myndir unnar á þenn- an hátt bera með sér einstaka mýkt, sem önr.ur litarefni ná síð- ur að kalla fram. Þetta kannast allir skoðendur fomrar myndlist- ar ágætlega við; Olga hefur hins vegar valið að setja ekki femis ofan á litina til að loka verkun- um, og því bera þau með sér nokkuð aðra tilfinningu en gömlu myndirnar. Listakonan hefur einnig leitað fanga á fomum slóðum hvað varðar myndmálið sjálft; per- sónugerðin minnir á býsanska list, sem síðan mótaði þá list sem þreifst undir vemdarvæng grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Olga nýtir sér þessa myndhefð á persónulegan hátt í verkum sínum, sem hún gefur samheitið „Ástand“. Táknmálið sem hún notar er hins vegar ekki ljóst, og hefði verið æskilegt að gestir fengju í hendur einhverjar skýr- ingar eða leiðsögn til að „kynna sér ástandið". Án slíks er líklegt að flestir fari á mis við það sam- spil tákna og myndefnis, sem þama á sér stað, t.d. í „Ástand 1 (Jungfruen i det gröna)“ og þrímyndinni „Ástand 4“. Inga Svala hefur heillast af hugmyndafræði konsept-listar- innar, og verk hennar hér sýna ljóslega, að slík list getur allt í senn verið lifandi, skemmtileg, vel fram sett og sýnt hugdirfð. Hún leikur sér hér með hug- my.ndina „af dufti, að dufti“, ef svo má segja; hún hefur á skipu- legan hátt breytt verkum manns- ins (framleiðsluvömm eins og borði og stólum, eða hugverkum eins og orðabókum, dagblöðum, tímaritum) í duft, og þannig lok- ið ákveðinni hringrás. Verkinu „Heima er bezt“ (nr. 5) er ná- kvæmlega lýst: „Unnið var úr janúarútgáfu Morgunblaðsins, Hustlers og Lögbirtingarblaðsins, auk þess einni sérútgáfu af Hustler. Hvert blað lagði leið sína í gegnum pappírstætara og því næst í gegnum Júpiter-rafmagns- Inga Svala: Borð og tveir stólar. hakkavél. Hvert blað um sig, sem þá var farið að nálgast form dufts, var sett í 500 gramma glerkrukkur. Blöðin em misjafn- lega efnismikil og fylla ekki öll jafnmargar kmkkur. Á hveija krukku var límdur miði með upp- lýsingum um verkið og innihald krukkunnar. Samtals urðu krukkurnar 96 og vinnustundir við duftgerð 58,1 klst.“ Duftið er síðan skoðunarefni út af fyrir sig; Lögbirtingarblað- ið reynist létt og ljóst, karl- rembublaðið dökkt og þungt, og blað allra landsmanna afar blandað og fyllir upp í fjórar krukkur fyrir einstaka útgáfu- daga. - Tilvísanirnar verksins (og nafnsins) em íjölmargar og mis- vísandi; þegar hreint saltið (nr. 7) - duft sem má borða - er sett upp til samanburðar, verður heildarmyndin enn skemmtilegri. Hér er um að ræða vel unnin verk ungra listakvenna, og verð- ur fróðlegt að fylgjast með hvort þær ná að fylgja þessum ágætu upphafssporum sínum á lista- brautinni eftir í framtíðinni. Sýningu þeirra Ingu Svölu og Olgu Bergmann í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg lýkur miðvikudaginn 13. janúar. Draumar og fjarlirif Bókmenntir Erlendur Jónsson Ingvar Agnarsson: LÍFHEIM- AR DRAUMANNA. 224 bls. Skák- prent. 1992. Ingvar Agnarsson hefur sent frá sér alþýðlegt rit um stjörnufræði, Leiðsögn til stjarnanna (1989), ágæta bók. Nú kemur frá honum annars konar rit sem einnig tengist stjömufræði en hlýtur þó að teljast huglægs eðlis. í stómm dráttum er þar haldið fram kenningum Helga Fjeturss um fjarhrif og drauma sem höfundur styður með dæmum frá eigin reynslu. Má vel gera sér í hug- arlund að Ingvar hafí viljað styrkja kenning sína með samantekt og út- komú áðumefnds stjörnufræðirits, sýna fram á að kenning sín sé reist á traustari gmnni en hugarburði ein- um saman og því leyfíst sér fremur að láta hugann reika um þau svið þar sem jafnframt verður stuðst við tölur og mælingar. Þar að auki leit- ast Ingvar við að tengja þetta tvennt saman, telur ekkert »dulrænt nema það eitt, sem enn er ekki skilið, það eitt, sem enn hefur ekki tekist að skilja náttúmfræðilegum skilningi«. Um eðli og orsakir drauma hefur margt verið skrifað. Á miðöldum og lengi síðan var litið á drauma sem fyrirboða, sbr. Laxdælu og fleiri fomrit. Tuttugasta öldin hefur að mestu hlýtt kenningum Freuds um drauma og duldir. Kenningar Helga Pjeturss styðjast við hvomgt ef rétt er skilið en sækja skýringar til ann- arrar áttar, það er að segja til sam- bands við líf á öðmm hnöttum. Þeim er þetta ritar er ókunnugt um fjölda þeirra sem fylgir kenning- um Helga Fjeturss. Hitt er ljóst að í þeim hópi er eindreginn kjarni sem stundar fræði þessi dyggilega. Þess er getið að suma kafla bókarinnar Ingvar Agnarsson hafí höfundur lesið upp á fundum í Félagi Nýalssinna. Ingvar Agnarsson gerir sér ljóst að torvelt muni að sannfæra alla um kenningar Nýalssinna þar sem sönn- unargögn verða ekki svo auðveldlega lögð á borðið. En hann hafnar þeirri vinnuaðferð að sanna fyrst en reyna síðan, telur að hugboð geti allt eins verið undanfari vísindalegrar rann- sóknar sem síðan leiði til raunhæfrar niðurstöðu. Auðvitað skarast þessar kenning- ar við vísindalegar getgátur, t.d. um líf á öðmm stjömum (eða fylgihnött- um stjama). Slík er stjörnumergðin sem svífur um geiminn að telja verð- ur sennilegt að líf kunni að kvikna víðar en hér, jafnvel þótt það kunni annars að vera sjaldgæft og tilviljun háð. Sá er þetta ritar ætlar sér ekki þá dul að kveða upp neins konar dóm um kenningar þessar. Hitt leynir sér ekki að höfundur hefur lagt mikla vinnu í bók sína. Og virðing sína fyrir efninu tjáir hann með þvi að vanda stíl sinn og málfar. Norðan heiða o g sunnan jökla Bókmenntir Erlendur Jónsson HÚNVETNINGUR. Ársrit Hún- vetningafélagsins í Reykjavík XVI. 145 bls. 1992. SKAFTFELLINGUR. Þættir úr Austur-Skaftafellssýslu. 243 bls. Ritstj. Sigurður Björnsson. 8. árg. Útg. Sýslunefnd Austur-Skafta- fellssýslu. Höfn, 1992. Húnvetningur er að þessu sinni helgaður skógrækt í héraði. Birt em ávörp og ræður þar að lútandi, einn- ig þáttur eftir Bjöm Þ. Jóhannesson sem nefnist Skógur og skógrækt í Húnaþingi. Meðal annars efnis má nefna þáttinn Hin þögla stétt eftir Þórhildi Sveinsdóttur (nefnd Þórunn í efnisyfírliti). Þórhildur hverfur aftur til ársins 1930 en þá hleypti hún heimdrag- anum og hélt til Reykjavíkur í þeim vændum að ráðast þar í vist. Ekki var hún ein um það. Sjaldnast var um aðra vinnu að ræða fyrir ungar stúlkur sem freistuðu gæfunnar í höfuðstaðnum. En öll efnaheimili héldu þá vinnukonu. Þórann lýsir starfinu skilmerkilega svo langt sem það nær en hefði mátt segja fleira um húshald og heimilisbrag. í fyrst- unni hlaut hún að dást að öllum fín- heitunum. Sveitafólk bjó þá heldur fátæklega og þótti kauðskt þegar það spókaði sig á götum Reykjavík- ur. Bókmenning þá, sem það hafði gjaman aflað sér, bar það ekki utan á sér. Því var síst að furða þó ungu stúlkunni yxi í augum glansinn og ríkidæmið á reykvísku heimili. »Mér fannst ég aldrei hafa slíkt augum litið,« segir Þórhildur. Morgun hvern hófst vinnudagurinn klukkan sjö. Fyrst var að kveikja upp. »Næst var að laga te og færa hjónunum í rúm- ið.« Skemmst er frá að segja að þama mátti stúlkan svo þræla frá morgni til kvölds við illt viðurværi og sýnu verra atlæti. Leifamar, sem stundum vom af skomum skammti, mátti hún hirða eftir að borðhaldi var að fullu lokið. Síst mátti vinnukonan hangsa við eigin matmál. Af sjálfu leiddi að hún varð að vera fljót að éta. Eigi að síður taldi frúin sig verða að kasta að henni þessari glósu: »Ég kann illa við að sjá yður borða svona græðgis- lega.« Þótt yfirvarpið væri að kenna góða borðsiði hefur spamaðarsjón- armiðið líkast til vegið þyngra í huga frúarinnar. En matamíska hafði löngum verið landlæg og taldist til búhygginda. »Erfíðisvinna venst,« segir Þórhildur. »En lítilsvirðingin, sem var daglegt brauð, hana var verra að þola.« Frásögn Þórhildar, sem hefði mátt vera bæði lengri og ýtarlegri, lýsir vafalaust dæmigerðri stöðu vinnu- konunnar á reykvísku heimili á ámn- um milli stríða. Sambærilegar frá- sagnir fyrr og síðar benda til þess. Í þeim skilningi er þáttur hennar mikils virði. Gleggra hefði samt ver- ið ef hún hefði tilgreint stétt og stöðu húsbænda sinna. Var heimilisfaðir- inn embættismaður með háskóla- menntun að baki? Eða virðulegur kaupsýslumaður? Eða hafði hann hagnast á prettum og braski eins og margur borgarbúinn fyrr og síðar? Var fólk þetta aðflutt eða bæjarbúar að upprana? Þórhildur segir vel frá. Þó vinnu- konan væri þarna minnst metin hef- ur hún líkast til verið öðmm fremri að gáfum og atgervi í húsi þessu. Og ýmsu hefði hún getað teflt fram á móti hofmóði frúarinnar. Sennilegt er að herra og frú hafí kosið þann stjómmálaflokkinn sem langflestir reykvískir borgarar fylktu sér þá um. En svo vildi til að formaður hans var bóndasonur norðan úr Húnavatns- sýslu! Sama máli gegndi um ijómann af læknastéttinni, en læknar nutu mikillar virðingar meðal borgaranna - vegna þess að þeir vom hátekju- stétt! Ef frúin hefur leitað læknis er eins líklegt að hún hafí hitt fyrir bóndason úr héraði vinnukonunnar. Þaðan vora ennfremur ýmsir oddvit- ar menningarinnar sem frúin hefur áreiðanlega virt nokkurs - ef þeir bám nógu fínar og virðulegar nafn- bætur! En Þórhildur getur þess ekki að slíkur mannjöfnuður hafí komist á dagskrá. Ef hún hefði imprað á slíku hefði henni áreiðanlega verið skipað að taka pokann sinn, og það skjótlega. Sagnfræðingar hafa á síðari ámm skráð ýmislegt um lífshætti Reykvík- inga á þriðja, en einkum þó á fjórða áratugnum. Mest hefur það verið byggt á hagskýrslum og samtíma blaðafréttum; oft líka tengt pólitík og stéttabaráttu, og þá samið út frá tilteknum forsendum sem höfundar hafa fyrirfram gefið sér. Þess háttar fróðleikur segir ekki nema hálfa sög- una ef ekkert er greint frá daglega lífínu - því sem Þórhildur lýsir svo glögglega. Fljótlega eftir að breski herinn steig á land buðust stúlkum ótal önnur störf. Þar með lauk öld vinnu- kvennanna í raun. Reynsla þeirra af reykvískum efnaheimilum var ekki slík að þeim þætti ástæða að dvelja þar lengur en nauðsyn krafði. Hljóðfæri og söngur í kirkjum heitir svo annar athyglisverður þátt- ur í þessum Húnvetningi, birtur 1912 í tímaritinu Tónlistin, höfundur Þor- steinn Konráðsson, organisti á Ey- jólfsstöðum í Vatnsdal. í inngangs- orðum segir að greinin geymi »mik- inn fróðleik um tónmennt í kirkjum í Húnaþingi,« og er það vafalaust rétt. Þarna er greint frá hljóðfæra- eign sýslubúa og organistar nefndir. Þá er og skýrt frá því hvar hver hafði numið. Sjálfur hafði Þorsteinn lært hjá Jónasi Helgasyni í Reykja- vík auk fjögurra annarra sem hann tilgreinir. Hins vegar er hvergi minnst á Magnús Einarsson á Akur- eyri sem kenndi mörgum að leika á orgel upp úr aldamótum, Húnvetn- ingum sem öðmm. Svo sýnist sem höfundi hafí ekki verið kunnugt um það. Þátt sinn virðist hann hafa byggt á því sem honum hafði borist til eyma fremur en á skipulegri at- hugun því fyrirvarar em margir, »mun hafa verið« og svo framvegis. Löng er leið norðan úr Húnaþingi austur í Skaftafellssýslu, enda em hémð þessi harla ólík með hliðsjón af landslagi og veðurfari. Margra grasa kennir í Skaftfellingi að þessu sinni. Þar em meðal annars rifjaðar upp minningar úr seinni heimsstyij- öldinni. Ferðasaga er eftir Unni Jóns- dóttur, Sumarfrí 1965. Unnur, sem lést fyrir þrem ámm, hefur kunnað þá list að segja látlaust og notalega frá hversdagslegum atvikum. Fróð- legar em líka Sögur af Hellnaskerí eftir Pál Imsland jarðfræðing. Þó þátturinn heiti »sögur« er innihald hans að mestu jarðfræðilegs eðlis. En Páll beinir þarna sjónauka sínum að skeri nokkm í Homafirði. Þangað vom fyrrum sóttar hellur til húsa- gerðar. Þar sem þetta var blindsker, alltaf á kafi í sjó, mun verkið hafa verið kalsamt í meira lagi. En upp úr 1950 gerðust þau undur að Hellnasker tók að skjóta upp kollin- um á háfjöru. Síðan hefur það verið að rísa úr sæ jafnt og þétt. En ris Hellnaskers segir okkur aftur að landið sé allt að hækka. Þó jarðskorp- an sé hörð fyrir haka eða járnkall er fjöðmn hennar slík að land rís og hnígur eftir fargi því sem á hana er lagt. Og Vatnajökull er ýmist að stækka eða minnka. Ekki em þetta ný vísindi, að sönnu. En fáa hefur ef til vill grunað að land gæti risið jafnhratt og raun ber vitni. Hversu mikið á jöklana hleðst tengist svo aftur loftslagsbreytingum. ísland er sennilega viðkvæmara en nokkurt annað á jörðu hér fyrir slíkum sveifl- um. Lækkun á hitastigi um tvær til þijár gráður mundi ekki skipta sköp- um á Sikiley eða í Flórída. Hér mundi slík breyting hins vegar boða komu nýrrar ísaldar og endalok mannvistar í landinu. Þótt Hellnasker tæki ekki strax við sér á það ris sitt vafalaust að þakka hlýskeiðinu mikla 1926-63. Sigurður Björnsson er höfundur þriggja þátta, auk formála. Öríaga- vefur nefnist einn. Þar segir Sigurð- ur frá gömlum munnmælum sem honum vom hermd 1940. Þegar Sig- urður fór síðar að grafast fyrir upp- mna sögunnar samkvæmt rituðum heimildum kom í ljós að munnmælin vom á gildum rökum reist. Það voru atburðir sem gerðust fyrir og um aldamótin 1800 sem Öræfíngar höfðu svo kirfilega geymt í minni. Ef Sigurður hefði nú skráð þátt sinn eftir sögusögninni einni saman hefðu verið liðnar tvær aldir næstum milli atburðar og skrásetningar. Fræði- menn, sem deila um bókfestu og sagnfestu, skyldu gefa gaum að því. Hitt þarf ekki að tvila að sérstök skilyrði verði að vera til að arfsagnir varðveitist öldum saman eins og í þessu dæmi. Húnvetningur og Skaftfellingur em ekki í tölu þeirra rita sem mesta athygli vekja. Og ekki er allt stór- merkilegt sem f þeim birtist. Sem heild em rit þessi þó mun virðingar- verðari en margt hvað sem meira er hampað. Fyrirlestur í Nýlistasafninu íslensk myndlist í alþjóðlegu samhengi Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur, heldur fyrirlestur í Nýlista- safninu við Vatnsstíg, fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30. Halldór Björn mun þar fjalla um stöðu íslenskrar myndlistar í alþjóðlegu samhengi og núverandi mögnleika hennar á erlendum vettvangi, auk þess sem hann veltir fyrir sér hugsanlegri þróun mála á næstu árum. í fréttatilkynningu segir, að Hall- verið sýningastjóri Norrænu listam- dór Bjöm hafi fylgst náið með þróun myndlistar, íslenskrar og erlendrar, haldið fjölda fyrirlestra hér heima og erlendis og fjallað um myndlist í blöðum, tímaritum, útvarpi og sjónvarpi. Síðustu ár hefur hann iðstöðvarinnar á Sveaborg í Hels- inki. I framhaldi af fyrirlestrinum mun Halldór Bjöm svara spurningum áheyrenda og tóm mun gefast til umræðna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.