Morgunblaðið - 13.01.1993, Síða 30

Morgunblaðið - 13.01.1993, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 ÓfeigurJ. Ófeigs- son læknir - Minning Kveðja frá Mayo Alummi á íslandi í dag kveðjum við Ófeig J. Ófeigsson lækni í hinzta sinn. Vafa- laust munu aðrir greina betur frá ýmsum þáttum í æviferli hans, en við í stjórn Mayo Alummi á íslandi vildum minnast hans sérstaklega. Mönnum til glöggvunar skal þess getið, að orðið alummus þýðir fyrr- um nemi, einkum gildir það við bandaríska skóla. Mayo Graduate School of Medicine í Bandaríkjunum sæmir alla lækna, sem þar hafa stundað sémám í eitt ár eða leng- ur, nafnbótinni Mayo Alummis. Ófeigur var fyrsti íslenzki læknir- inn, sem stundaði framhaldsnám við þessa heimsfrægu stofnun, sem kölluð hefur verið Mekka læknis- fræðinnar, og það ekki að ástæðu- lausu, svo einstök er hún. Sem dæmi má nefna að sl. 2 ár var hún talin bezt í veröldjnni, að öllum öðrum ólöstuðum. Ófeigur eða Ofi eins og sumir nefndu hann, hóf framhaldsnám í lyflækningum og tengdum greinum við Mayo í janúar ®«Í936 fram til marz 1937. Hann hlaut því fyrstur íslenzkra lækna nafnbótina Mayo alummis en alls erum við um 15 íslenzkir læknar sem erum í þeim hópi. Okkur telzt til, að flestir erlendir alummi frá Mayo séu hlutfallslega frá íslandi, sem er heimsmet, sem við erum stoltir af. Hinn 19. febrúar 1976 taldi hóp- urinn að gaman væri að stofna fé- lagssamtök okkar, sem við nefndum Mayo Alummi á íslandi, Ófeigur .^var einróma kjörinn fyrsti formað- ur. Tilgangur og markmið okkar var að viðhalda og efla tengsl við Mayo Clinic eftir föngum, enda þótt slíkt sé oft erfítt vegna fjar- lægða, kostnaðar og ólíkra lifnaðar- hátta. Á langri starfsævi kom Ófeigur víða við, bæði í starfí og utan þess. Mörgum kann að þykja að hann hafí verið furðulegur í fasi og tali en í raun var hann skarpskyggn og athugull, framsýnn og mjög fær læknir. Auk þessa var hann ljúfling- ur hinn mesti, ávallt léttur og prúð- ur gagnvart vinum sínum. Veit ég samt að hann gat reiðst og fýndist honum gert á hlut sinn var slíkt ekki gleymt en frekar geymt, en hann flíkaði slíku ekki að jöfnu. Auk fæmi í lænisstarfí var Ófeigur mjög listrænn og var t.d. vel tiltæk- ur frístundamálari. M.a. sýndi hann málverk eftir sig á samsýningu lækna í Rochester. Að loknu námí í Kanada og Bandaríkjunum kom Ófeigur til starfa á Islandi. Dvölin vestra hafði djúp áhrif á hann, einkum heillaði hann hópstarf lækna við Mayo Clinic sem margir hafa reynt að líkja eftir en ekki öllum tekizt. Ennfremur heillaði hann hið geysi- góða læknisfræðibókasafn við Mayo. Slík söfn voru óþekkt hér- lendis. Læknar keyptu tímarit og visar að söfnum voru til en vel skipulögð söfn voru engin. Öfeigur hafði kynnst vel yfir- bókaverði Mayo Clinic, hr. Thomas E. Keys, og með aðstoð hans gaf Mayo Clinic íslendingum feikna mikið af bókum og tímaritum, sem skyldu seinna mynda kjarna í stóru samræmdu bókasafni. Því miður fór svo að draumur Ófeigs og bókagjöf- in lenti í mörg ár í kössum í geymsl- um engum að gagni. Ekki virtist unnt að finna húsnæði né fyrir- greiðslu til að heija starfsemi og skipulagningu alvörusafns. Enn fremur virtist áhugi ótrúlega lítill eftir því sem bezt er vitað, eða hafí áhugi verið, hafi hann verið kæfður. Bókasafnsmál þetta svaf því þymirósarsvefni í mörg ár og held ég að margir hafi borið býsna mik- inn kinnroða fyrir og langað til að ganga með hauspoka gagnvart gef- endunum. Sem betur fer rofaði til í þessum málum hægt og hægt. Menn sáu í hvert óefni var komið, en það tekur langan tíma að byggja upp. Margar góðar hendur hafa komið við og skal þar öllum þakk- að. Nú er vandfundinn a.m.k. spít- ali sem á ekki bókasafn en stórsafn er enn ekki til. Rétt er að geta þess að Mayo Clinic vildi gera enn betur við Is- lendinga og bauð t.d. Landakots- spítala afrit af öllum tímaritum, sem þeir gætu séð af, ef Landakot gæti tekið við. Þessi gjöf var því miður of stór fyrir húsnæði og umfang og var því augljóslega of- viða stofnuninni. Eftir að Mayo Alummi á íslandi stofnuðu samtök sín viðraði Ófeigur þá hugmynd sína, að íslendingar þökkuðu hina rausnarlegu gjöf á einhvem hátt. Það var því sam- þykkt að bjóða hr. Thomas E. Keys og konu hans Betty til íslands. Yfírvöld sýndu þessu máli skilning Macíntosh fyrir byrjendur Grunnatriði Macintosh, WorLs-ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byijendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 © hk-92101 Leikfimi og nudd Leikfiminámskeið í KvennaGalleríinu, Smiðsbúð 9, Garðabæ, eru að byrja. Innritun þessa viku kl. 13-16, s. 45399. Mætum hressar og frískar. Hanna Ó. Forrest og Sigriður Skúladóttir, iþróttakennarar. Eygió Sigurðardóttir, nuddarí. KmnoSahi SMIÐSBÚÐ 9, GARÐABÆ, SÍMI45399 -• Utsalcm hafin 10-70% afsláttur af Anni Blatt, Schachenmayr, Zareska o.fl. Sendum í póstkröfu Garn galleri, Skólavörðustíg 3, sími 13530. og greiddu fyrir slíku boði. Komu þau hjón til Islands í maí 1977 og var sýndur sómi og þakklæti. Rétt er að taka fram að ýmsar fleiri hendur hafa komið nálægt bókasafnsuppbyggingu hérlendis eftir hin erfíðu sokkabandsár. Ungt fólk gerir sér enga grein fyrir þeim erfíðleikum, sem vom til staðar áður fyrr, en nú dag má fá með aðstoð tölva, símmyndatækja og ljósrita gögn sem áður vom óað- gengileg. Samt er sem langt í land að við séu samstíga erlendum stór- söfnum, þannig að þótt birt hafi til, má ekki gleyma sér í stundar- framför, heldur stefna áfram. Auk áhuga síns á bókasafnsmál- um þeim sem þegar hafa verið nefnd, hafði Ófeigur mikinn áhuga á hópvinnu lækna, eins og stunduð var við Mayo og er enn. Slík starf- semi krefst mjög samstillts starfs- fólks og mikillar skipulagningar. Vísir að slíku samstarfi er kominn á íslandi en á enn langt í land á þroskabrautinni. Því hefur verið spáð, að hópstarf sé lausn framtíð- arinnar og verði alls ráðandi á 21. öldinni og ein bezta leið sem til sé, til að halda niðri vaxandi kostnaði en samt halda þeim vinnugæðum sem sjúklingar, læknar og annað starfsfólk í heilbrigðisstéttinni vill hafa. Útfærsla slíks er flókið mál, sem hugsa þarf til þrautar og þolir engar skyndiuppákomur né stund- arlausnir og sízt af öllu afskipti aðila, sem hafa takmarkaða yfirsýn og skilning. Vísindi heilluðu Ófeig alla tíð. Sem ungur maður tók hann eftir því að kæling við bruna hafði ótrú- lega jákvæð áhrif. Hann kannaði vantskælingu sem fyrstu hjálp við brunameiðslum, hélt mörg erindi um aðferð þessa hérlendis og er- lendis og reit margar greinar um efnið. Honum var víða sýndur mik- ill sómi fyrir bragðið og trúlegast hefur hann orðið eini íslenzki lækn- irinn sem hefur verið skrifað sér- staklega um í hinu þekkta tímariti Time Magazine einmitt vegna brunameðferðar sinnar. Menn sýndu í fyrstu lítinn áhuga á þess- ari aðferð en í dag þykir hún sjálf- sögð þar sem við á. Fyrir allmörgum árum varð Ófeigur fyrir því óláni að fá heila- blæðingu. Hann lá óvita í marga mánuði en dag einn vaknaði hann úr dáinu og sagði vGóðan dag, ég heiti Ófeigur^ J. Ofeigsson." Því miður hafði Ófeigur laskast veru- lega og varanlega af áfalli þessu. Hann var áður stálminnigur en nú hafði það brugðizt. Lífíð eftir það var honum og Unni konu hans erf- itt en reynt var að þrauka meðan kraftar entust. Nú er Ófeigur allur. Við Mayo Alummi og makar okkar vottum honum virðingu okkar og kveðjum góðan dreng. Unni Sigurðardóttur, eiginkonu hans, sem alltaf hefur sýnt pkkur mikla hlýju, sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Eins sendum við öllum ættingjum og tengslafólki samúðarkveðjur okkar. Páll B. Helgason, yfirlæknir. Látinn er í Reykjavík Ófeigur J. Ófeigsson læknir eftir langvarandi veikindi. Ófeigur var fæddur á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Foreldrar hans voru Ófeigur Ófeigs- Endurklœbum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. BólstnmÁsgríms, Bergstaðastræti 2, sími 16807. son bóndi þar og Jóhanna Guðrún Frímannsdóttir, ættuð úr Langadal. Ófeigur var settur til mennta og útskrifaðist stúdent 1927. Hann settisfyþví næst í læknadeild Há- skóla íslands og lauk prófí þaðan 1933. Að því loknu hóf hann fram- haldsnám í læknisfræði við virt háskólasjúkrahús í Kanada og Bandaríkjunum, lengst af við Winnipeq General Hospital og Mayo Clinic. Lagði hann einkum stund á almenna lyflæknisfræði, klíniska meinafræði og sýklafræði. Orð fór af dugnaði og fæmi Ófeigs í starfi við framangreindar stofnanir og er ekki ofmælt að hann hafi verið einn af gagnmenntuðustu yngri læknum í sínu fagi á þessum tíma. Ófeigur sneri heim til íslands frá Bandaríkjunum 1937 og var um skeið aðtoðarlæknir við lyflækn- ingadeild Landspítalans. Ófeigur vakti athygli á því löngu síðar hve sjaldgæf bráð kransæðastífla hafði verið á þessum tíma og fyrsta sjúk- dómstilfellið á lyflækningadeildinni hefði verið greint 1937. Ófeigur varð sérfræðingur í lyflækningum (lyflæknisfræði) 1940. ÞóttÓfeigur hefði hlotið menntun sína í læknis- fræði við hin fremstu sjúkrahús átti ekki fyrir honum að liggja að starfa á þeim vettvangi. Hann stofnaði lækningastofu í Reykjavík og vann þar sem sjálfstætt starf- andi sérfræðingur og við heimilis- lækningar. Þar nýttist kunnátta hans og dugnaður sérlega vel. Hann var afar vinsæll læknir enda stund- aði hann sjúklinga sína af kost- gæfni og stakri samviskusemi. Á þessum tíma var mikill sjúkrarúm- askortur á sjúkrahúsunum í Reykja- vík og engar bráðamóttökur við sjúkrahúsin svo sem nú er. Því var mikið álag á heimilislækninn sem oft vitjaði sjúklinga í heimahús, jafnt að nóttu sem degi. Að vísu var föst næturlæknavakt í Reykja- vík, sem oft leysti bráðasta vand- ann. Sá sem þetta skrifar átti því láni að fagna að starfa um árabil á lækningastofu í sömu húsakynnum og Ófeigur. Var gott fyrir yngri og óreyndari lækni að geta leitað til Ófeigs þegar í harðbakka sló. Ná- býli okkar á þessum árum var í alla staði hið ánægjulegasta. Snemma hlóðust á Ofeig margs konar trúnaðarstörf við ýmsar stofnanir í borginni, s.s. sendiráð, skólaækningar, kennslustörf við heilbrigðisstofnanir o.fl. Má með sanni segja að honum hafí aldrei fallið verk úr hendi á þessum tíma. Ekki er þó allt upp talið því að á árinu 1954 hóf Ófeigur að stunda vísindalegar rannsóknir. Voru þetta rannsóknir á bruna og meðferð hans með svokallaðri vatnskælingu. Ófeigur hafði á yngri árum orðið vitni að áhrifamikilli lækningu með vatnskælingu á brenndu barni í heimahúsi. Þetta atvik leið honum ekki úr minni og var síðan hvatinn að rannsóknarstörfum hans á þessu sviði. Rannsóknirnar voru gerðar á tilraunadýrum við rannsóknarstofn- anir í Glasgow og London og stóðu með hléum allt til ársins 1966. Rannsóknir þessar vöktu mikla at- hygli meðal lækna víða um lönd og flutti Ófeigur fyrirlestra um niður- stöður rannsókna sinna við ýmsa erlenda háskóla. Háskóli íslands sæmdi Ófeig heiðursdoktorsnafnbót í viðurkenningarskyni fyrir vísinda- störf. Ófeigi hlotnaðist margs konar heiður heima og erlendis og var hann m.a. heiðursfélagi Læknafé- lags Reykjavíkur. Vísindastörf Ófeigs munu halda minningu hans lengi á lofti. Undirritaður kynntist. Ófeigi fyrst á fræðslufundum og við fé- lagsstörf í Læknafélagi Reykjavík- ur fyrir rúmum 40 árum, síðar nán- ar við læknisstörf, svo sém áður var að vikið. Vinátta okkar efldist og góð kynni tókust með eiginkon- um okkar enda störfuðu þær um tíma með okkur á lækningastofun- um. Mér er minnisstætt er ég fór fyrst að sækja fræðslufundi í Læknafélagi Reykjavíkur að Ófeig- ur tók oft til máls að loknum fram- söguerindum um hin aðskiljanleg- ustu efni læknisfræðinnar, talaði skorinort og miðlaði óspart af sinni miklu þekkingu. Á öðrum vettvangi brá Ófeigur gjarnan á léttari strengi, jafnvel gáska og glens, og kom ókunnugum stundum í opna skjöldu með sérkennilegu spaugi. Ófeigur var glaðsinna að eðlisfari, ræðinn, ávallt kurteis, enda gæddur eðlislægri prúðmennsku, hann var glæsimenni svo að af bar. Síðar meir kynntist ég hinni miklu atorku og dugnaði Ófeigs, en hann var með þrekmestu mönnum og gæddur óbilandi viljastyrk sem kom kannski best fram við vísindastörfin og í sjúkdómsbaráttunni sem hann háði síðustu 11 árin., Eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Sigurðardóttur, kvæntist Ófeigur 1963. Þau voru mjög samrýnd. Heimili þeirra var skreytt fögrum ljstaverkum eftir húsbóndann, en Ófeigur var mjög listrænn, málaði fagrar myndir, ekki síst blóma- myndir og var einnig mjög hagur. Þau byggðu sér lítinn sumarbústað á Kjalarnesi og gróðursettu blóm og plöntur, enda var Ófeigur mikill áhugamaður um skógrækt. Þarna var sannkallaður unaðsreitur og dvöldu þau hjón þar öllum stundum að sumarlagi þegar tóm gafst til og heilsa Ófeigs leyfði. Aðdáunar- verð var umhyggja Unnar fyrir manni sínum í hinum erfíðu og lang- varandi veikindum hans. Með Ófeigi J. Ófeigssyni er fall- inn frá einn af mikilhæfustu mönn- um íslenskrar læknastéttar. Við Karólína sendum Unni og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Snorri Páll Snorrason. Fréttin um andlát Ófeigs barst okkur til Saigon. Það er mikið áfall, sem margir Islendingar þekkja, að fá slíka fregn ljarri ástvinum og ættjörð. Lífíð hefur sinn gang, en við fyll- umst söknuði yfír því að Ófeigur er ekki lengur meðal vor og mikið tómarúm hefur myndast í lífi Unn- ar. Ég kynntist Ófeigi fyrir þijátíu og einu ári og hef verið tengdason- ur hans í rúm tuttugu og fímm ár. Hann var þá unglegur, kraftmikill og óþolinmóður maður, sem átti mjög annríkt við fjölmörg störf. Sérstaklega tóku umfangsmikil læknisstörf mikinn hluta af tíma hans. Hann var læknir sjúklinga sinna í víðtækasta og besta skiln- ingi þess orðs, alltaf var hægt að ná sambandi við hann og hann var ætíð tilbúinn til þess að koma á vettvang. Ófeigur vildi vera læknir sjúklinga sinna og vissi hvað í því fólst. Ófeigur tók embættispróf í lækn- isfræði frá Háskóla íslands. Eins og meirihluti íslenskra lækna leitaði hann til útlanda til þess að öðlast sérfræðimenntun. Ófeigur var fyrsti íslenski læknirinn, sem hlaut menntun sína á Mayo Clinic í Minnesota. Hann lagði stund á lyf- lækningar og tíminn á Mayo átti eftir að móta hann alla ævi. Síðar bætti hann enn við þekkingu sína með störfum í Kanada. Kjarninn í vísindastörfum Ófeigs fólst í meðferð brunasára með köldu vatni, en á því sviði vann hann brautryðjandastarf með tilraunum við Royal Infírmary í Glasgow. Þessar tilraunir og þau klínisku við-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.