Morgunblaðið - 13.01.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 13.01.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Bergur Ambjam arson — Minning Fæddur 17. ágúst 1901. Dáinn 5. janúar 1993. I dag verður til moldar borinn föðurbróðir minn, Bergur Ambjam- arson. Mér verður hugsað til fyrstu kynna minna af honum. Ég, þá sjö ára gutti, að fara í sveit í fyrsta sinn norður í land ásamt bróður mínum, Þorsteini. Pabbi fór með okkur upp á Skaga með Akraborg- inni. Þar tók Bergur á móti okkur, stór og myndarlegur maður í uni- formi á flottum bíl (drossíu). Það var ekki lítil upphefð í þá daga að setjast upp í síkan bíl. Má segja að sú virðing sem ég fékk fyrir honum frænda mínum þama hafi haldist óbreytt alla tíð. Én af þess- ari fyrstu ferð man ég í dag fátt fleirá nema komuna til Akraness. Þar tók Sara á móti okkur bræðmm með sínu rólega og indæla yfir- bragði. Kærleikurinn virtist ljóma milli þeirra hjóna alveg frá því ég sá þau fyrst og þar til ég heimsótti þau síðast á DAS í hjónaíbúðina þeirra. Sara var þá orðin sjúklingur og annaðist Bergur hana af ein- stakri ástúð og umhyggju. Þau hjón hafa alltaf verið mér ofarlega í huga og þegar ég fékk að ráða nafni á fmmburði okkar hjóna var dóttir mín látin heita Sara. Það var ávallt gaman að heim- sækja hann frænda. Engin logn- molla ríkti í kringum hann því allt- af var eitthvað að gerast eða í bí- gerð. Ég man sem dæmi atvik eftir að hann var kominn á DAS og átti 6 „cylindra" bfl. Hann sagðist þurfa að skipta á honum og öðmm spræk- ari. Bfllinn yrði að vera 8 „cylindra" því hann sjálfur væri orðinn svo svifaseinn í umferðinni að bíllinn yrði að bæta það upp. Eftir að Sara dó kom tómarúm í líf Bergs og flutti hann aftur upp á Akranes í þjón- ustuíbúð aldraðra. Þar þekkti hann fleiri og var innan um gamla fé- laga. í því umhverfí hitti ég hann síðast, hressan að vanda. Vegna sjómennsku minnar hefur minni tími verið til heimsókna og landlegur oftast of stuttar til að áorka að rækta öll þau tengsl við vini og vandamenn sem gjaman þyrfti. Svo þegar frændur falla frá minnist maður þess með eftirsjá að hafa nú ekki varið meira tíma til að heimsækja fólk. Allt í einu er það orðið of seint og úr íjarlægð kveð ég frænda minn í dag. Hann er síðasti ættliður aldamótakynslóð- arinnar sem hverfur af sjónarsvið- inu. Ég kveð hann með söknuði en jafhframt með þakklæti í huga fyr- ir allt það sem hann var hér í lífí. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Arnbjörn Gunnarsson, Grindavík. í dag kveðjum við höfðingja og syrgjum hann með lotningu og þakklæti fyrir góð kynni. Bergur átti fáa sína líka, hugur- inn mikill og atorkan sem fylgdi honum fram í háa elli var einstök. En síðustu árin voru honum ekki þau gleðiár sem árin þegar hann var ungur — eða réttara sagt lítið eitt yngri — og var á sífelldum þeytingi, hvort sem var í starfi eða leik. Ég varð þess láns aðnjótandi að eiga samleið með Bergi síðastliðin 28 ár, eða allt frá þeim tíma er ég kynntist og gekk síðan að eiga son- ardóttur hans. Og er ég hugsa til þess þegar hann bauð mér í lax- veiði í fyrstu „alvöru laxána“ sem ég vætti færi í, en það var í Víði- dalsá 1967, ég aðeins 23ja ára og hann 66 ára, geri ég mér fyrst grein fyrir hvflíkur hugur og kraftur var í Bergi. Hann var á fótum kl. 6 að morgni þrátt fyrir að setið hefði verið uppi til klukkan tvö um nótt- ina í góðra vina hópi. Og hvflíkur hópur, veiðifélagar og sameignarfé- lagar að Litlu-Borgar-Iandi í Víði- dalnum til margra ára. Sagðar voru laxveiðisögur, stjómmál rædd og farið með gamanmál. Ég mun aldr- ei gleyma þessari ferð og þeirri lífs- reynslu sem ég öðlaðist. Eitt er þó víst, að minnimáttarkennd mín var mikil og verður mikil þegar ég ber saman burði okkar Bergs. Ég vona að margir hafí notið eins vel og ég samneytisins við þennan höfðingja. Og einu má bæta við: Mikið væri þessi heimur nú miklu betri ef við ættum marga slíka menn — og að margir fengju tækifæri til að kynnast og eiga samleið með þeim. Góði vinur. Ég veit að þú varst hvfldinni feginn. Ég veit að hugur þinn hefur mörg hin síðustu ár ver- ið hjá Söru þinni, handan móðunnar miklu. Vonandi hafa hugir ykkar nú _mæst á ný. Ég og afkomendur þínir úr Eyktarásnum þökkum samfylgdina. Megir þú hvfla í friði. Haraldur Haraldsson. Það eru svolítið blendnar tilfínn- ingar sem ég upplifi nú þegar ég kveð afa. Sársauki yfir að missa hann og þakklæti fyrir að hann fékk það sem hann þráði hvfldina. Afí var mikill athafnamaður, það gerðist svo margt í kringum hann. I því sambandi urðu til margar skondnar sögur sem hann sagði brosandi að væru verulega ýktar. Hann var mikill félagsmaður og oft leiðtogi í þeim efnum. Enda maður sem þorði að hafa skoðanir og fylgja þeim eftir. Hann var tilfínninga- maður og mátti ekkert aumt sjá án þess að láta sig það varða. Hann fylgdist alla tíð vel með hópnum sínum og tók bæði þátt í gleði okk- ar og sorgum. Afi og amma áttu fallegt heimili hér á Akranesi. Þar var alltaf gest- kvæmt, enda þau bæði höfðingjar heim að sækja. Vegna starfa sinna sem bifreiðaeftirlitsmanns ferðaðist afí mikið. En hann bjó alltaf svo um hnútana að amma væri ekki ein. Hún var mjög sjóndöpur í mörg ár og hann sýndi hann henni alltaf nærgætni og sérstaka virðingu. Þau eignuðust fímm böm og eru fjögur þeirra á h'fí. Amma lést fyrir rúmum 16 árum og var það afa mjög þung- bært. Þau höfðu þá búið um tíma í Reykjavík. Afí kom þá aftur til Akraness og bjó á Dvalarheimilinu Höfða. Fyrir nokkrum vikum hrakaði afa mjög mikið og fór hann þá á sjúkra- húsið á Akranesi. Ég vil nota tæki- færið og þakka öllum þeim sem önnuðust hann, bæði á Höfða og sjúkrahúsiriu. Ég vil þó sérstaklega þakka Þorgerði, móður minni, allt sem hún var honum. Að leiðarlokum þakka ég elsku afa mínum allt. Minningin lifir og lýsir okkur sem eftir stöndum um ókomin ár. Hvfli hann í friði. Legg ég nú bæði líf og ðnd ljúfi Jesús, í þína hðnd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Ólöf Hannesdóttir. Séifræðingar i blóiiiaski’eytiiigiiin við öll ta’kifæri Skólavöi’ðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð Megir saliiogmjög góð {ijónnsta. llpplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HéTEL LOFTLEIIIR t Móðir mín, dóttir okkar, systir og mágkona, INGER LAXDAL EINARSDÓTTIR, lést í Landspítalanum sunnudaginn 10. janúar. Einar Marteinsson, Birgitte Laxdal, Einar Pálsson, Þorsteinn Gunnar Einarsson, Páll Einarsson, Steinunn Einarsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÁSTA SVEINBJÖRNSDÓTTR, Brekkugerði 22, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi lO. janúar. Guðmundur Gunnlaugsson, Elinborg Stefánsdóttir, Sonja Ingvadóttir, Hraf nhildur Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og barnabörn. t Móðir mín, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 9. janúar. JarðarförinferframfráÁskirkju mánudaginn 18.janúarkl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Jóhannesdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ANDRÉS GUÐMUNDUR JÓNSSON rennismiður, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.30. Svanhvrt Skúladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför ömmu minnar, tengdamóður og langömmu, ELÍNAR PÁLSDÓTTUR, Aflagranda 40, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 15.00. Elín Davíðsdóttir, Guðmundur Þór Guðmundsson, Jón Jóhannesson og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. t Kær vinkona, systir og frænka, KRISTRÚN ÓLAFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er lést 8. janúar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudag- inn 14. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Kristniboðssambandið, sfmar 91 -678899 og 93-11745. Sveinbjörg Arnmundsdóttir, systkini og aðrir ættingjar. t Útför ARA BJÖRNSSONAR, Selási 6, Egilsstöðum, verðurgerðfrá Fossvogskirkju föstudaginn 15.janúarkl. 13.30. Bjarghildur Sigurðardóttir, Erla Aradóttir, Pétur Jónsson, Gerður Aradóttir, Sigurður Arason, Björn Arason, Bergljót Aradóttir, Ingibjörg Aradóttir, Einar Halldórsson, Inga Fanney Egilsdóttir, Margrét Sóimundsdóttir, Karl F. Jóhannsson, Guðni Pótursson, Guðný Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Brunnstíg 2, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn- ar, er bent á slysavarnadeildina Hraunprýði í Hafnarfirði. Þórlaug Júliusdóttir, Eyþór Júliússon, Bergljót Gunnarsdóttir, Sigrfður Júlíusdóttir, Arnfinnur Arnfinnsson, Þorkell Júlíusson, Erla Friðjónsdóttir, Guðbjörg Júlfusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.