Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 f Hlutabréfin eru fallin svo að við getum keypt þau sjálfir ... Nú reynum við að ná þeirri réttu ... Jftorg BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Fyrir hverja er Sjónvarpið? Frá Pétrí GuðSnnssyni: í VELVAKANDA Morgunblaðs- ins hinn 10. þ.m. er grein með þess- ari yfirskrift frá Kristni J. Bjama- syni um textun Áramótaskaupsins og útsendingu á táknmálságripi ávarps forseta íslands á nýársdag. Um Skaupið er það að segja að ætlunin var að allir söngtextar í því yrðu textaðir neðanmáls, en því miður varð ekki af því vegna mis- skilnings og mistaka innan Sjón- varpsins. Hugmynd um að endursýna Skaupið með texta kom ekki fýrir útvarpsráð, og á það því engan hlut að því máli. Hvað snertir ávarp forseta ís- lands sem sent er út kf. 13 á nýárs- dag er rétt að ágrip þess hefur ver- ið flutt undanfarin ár að því loknu. Nú tókst svo illa til að ágripið var tveimur mínútum lengra en ávarpið sjálft, eða rúmar 22 mínútur. í dag- skrá sem gefín var út löngu fyrir jól var tilkynnt að næsti dagskrárlið- ur, innlendur fréttaannáll, hæfíst kl. 13.30. Átti upptökustjóra og táknmálsþul því að vera ljóst að tími fyrir ágripið gat ekki verið nema 5 til 10 mínútur, svo sem verið hefur á undanfömum árum. Þar við bætt- ist að útsendingarstjóri uppgötvaði þetta ekki fyrr en langt var komið flutningi á ávarpi forseta íslands. Engin tök vom þá á að kalla út táknmálstúik til að senda beint út stjrttra ágrip, og ekki var svigrúm til að seinka öðram dagskrárliðum þennan dag með því að það hefði valdið uppundir stundarfjórðungs seinkun á þeim öllum, þar á meðal áttafréttum Sjónvarps, sem yfírleitt hafa verið sendar út á réttum tíma þótt ýmis önnur óstundvísi hafí oft verið í dagskrá Sjónvarpsins. Þetta rof á táknmálstúlkun var afsakað af kynningarþul og á skjá- texta sem birtur var strax og hægt var að koma því við var tilkynnt að ágripið yrði flutt í heild sinni kl. 14.40 daginn eftir, sem gert var. Sjónvarpið harmar mjög að svo skuli hafa farið með þessa tvo þætti, sem tengjast áramótum, og í báðum tilvikum er um að kenna röð mis- taka sem ekki verður farið hér nán- ar út í. Um aukna þjónustu við heymar- lausa, sem einnig er drepið á, er það að segja að undirritaður batt miklar vonir við að textavarpið gæti orðið heymarskertum og heyrnarlausum notadijúgt. Ég minni á að þar era fréttir sendar út allan daginn, og vonir standa til þess að fyrir næstu áramót verði hægt að senda þar út texta á völd- um íslenskum dagskrárliðum, svo sem Áramótaskaupinu og ávarpi forseta Islands, svo að þeir sem þess óska geti sjálfir sett texta yfír mynd Sjónvarpsins. Þannig hefðu þeir einir textann sem hans vildu njóta, en hinir sem telja traflun að honum yrðu þá ekki fyrir henni. PÉTUR GUÐFINNSSON, framkvæmdastjóri Sjónvarps. Að virða heymarlausa Frá Önnu Jónu Lárusdóttur: Ávarp forseta íslands er vissulega virðing við þjóðina alla. Vigdís flytur jafnan falleg ávörp sem öll þjóðin fylgist með og hún sér líka fyrir því að þau séu túlkuð yfír á táknmál. Samt sem áður væri ef til vill athug- andi að setja texta við ávarp henn- ar, því hvorki meira né minna en 12.000 íslendingar þjást af alvar- legri heymarskerðingu og eiga því erfítt með að fylgjast með talmáli. Nú í ár var aftur á móti klippt á táknmálstúlkun áramótaávarps for- seta íslands í miðju kafí. Þetta er mjög leiðinlegur og jafnframt sorg- Iegur atburður. Heymarlausir sátu eins og vana- lega á nýársdag spenntir fyrir fram- an skjáinn og svo er skyndilega klippt á í miðju kafi. Þettá eru fordómar gagnvart heymarlausum. Við erum aiveg eins og annað fólk, nema að við heyrum ekki. Við eram íslenskir ríkisborgarar, fædd og uppalin hér. Við erum ekki útlendingar þó svo við eigum í baráttu við fordóma hér á landi, líkt og margir útlendingar eiga í erlendis. Við erum alvöru íslendinga af holdi og blóði með okk- ar réttindi, þarfir og skyldur. Það sem aðgreinir okkur er að móðurmál okkar er íslenskt táknmál. Það er því mikið réttindaspursmál að borin sé virðing fyrir okkar móðurmáli, líkt og íslendingar standa vörð um sitt móðurmál. Hvemig eiga heymarlaus böm að alast upp með heilbrigða sjálfsmynd og meðfædda virðingu fyrir eigin móðurmáli, þegar það er ekki talið merkilegra en svo að ein- faldlega er klippt á það í sjónvarpi? Annað mál en ekki síður mikil- vægt er áramótaskaup sjónvarpsins sem er flestum landsmönnum til- hlökkunarefni og hin ágætasta skemmtun. Um alllangt skeið hefur Félag heymarlausra beðið um að settur verði texti við áramótaskaup- ið, svo allir landsmenn geti notið þess. Nú i ár bauðst Félag heymar- Iausra til að borga allan kostnað við textunina, en allt kom fyrir ekki. Ekki vora einu sinni söngvamir text- aðir. Ástæðan sögð vera að íslenskur texti myndi trufla aðra. Sorgleg stað- reynd að heymarlausir fá aldrei tæki- færi af ótta við að þeir trufli fegurð- arskyn almennings. En hinn 1. janúar var ekki aðeins klippt á áramótaávarp forsetans, heldur var táknmálsfréttum líka sleppt. Fréttaþulir táknmálsfrétta hafa barist fyrir leiðréttingu launa í nokkur ár, en ekki hafa þau fylgt verðbólgu né öðrum launahækkun- um á vinnumarkaðnum og eru því í dag úr öllu samhengi. Hvers vegna er okkur alltaf ýtt út í hom? Það er líkast því að við séum ekki venju- legt fólk, heldur dýr. Samstarfíð hefur gengið erfíðlega við yfirmenn Ríkissjónvarpsins. Við vonum að þessi mál verði lagfærð, það er svo sannarlega þörf á því. Ég vil minna á að við heyrum ekki í útvarpi og ekki talmál í sjónvarpi. Þeir aðilar sem hafa einhveijar athugasemdir fram að færa eru þvf vinsamlegast beðnir um að gera það á einhvem hátt sem er aðgengilegur heymar- lausum, t.a.m. í dagblöðum landsins. ANNA JÓNA LÁRUSDÓTTIR, formaður Félags heymarlausra Klapparstíg 28, Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI Sumum fínnst Víkveiji sjálfsagt vera að bera í bakkafullan lækinn með því að gera óveður undanfarinna daga að umræðuefni hér, en það verður þá bara að hafa það. Víkveiji kom frá Lúxemborg síðastliðinn sunnudag og Ienti á Keflavíkurflugvelli síðdegis, í kol- bijáluðu veðri. Raunar vora raunir Víkveija og ferðafélaga hans við það að koma hingað til lands í óveðrinu nánast engar í samanburði við þær sem hijáðu þá ferðalanga sem skiluðu sér flugleiðis til lands- ins nokkram klukkustundum síðar. Það sem vakti athygli Víkveija við komuna var einstaklega hæg og lítil tollafgreiðsla á Keflavíkurflug- velli. Vélin frá Lúxemborg var troð- full af farþegum, sem auk þess voru a.m.k. um 150 talsins að koma úr skíðaferð til Evrópu, og þar af leiðandi með þann geysilega far- angur sem slíkum ferðalögum fylg- ir. XXX Einungis var tollafgreitt í gegn- um eitt hlið þetta síðdegi og myndaðist fljótlega óþolandi kraðak í salnum, þar sem farþegar vora að heimta farangur sinn af færi- böndum og troða sér síðan í röð, sem var orðin eins og ótrúlega hlykkjóttur ormur áður en yfír lauk. Víkveiji spurði tollafgreiðslumann hveiju þetta sætti þegar svo marg- ir biðu afgreiðslu og vora svörin á þann veg að það væri við engan annan að sakast en Qárveitinga- valdið. Fjárveitingar Ieyfðu ekki að fleiri störfuðu við eftirlitið og af- greiðslu og því yrðu farþegar bara að bíta í það súra epli að sætta sig við biðina. Ekki var nóg með þetta, heldur virtist Víkveija sem tollaf- greiðslumaðurinn beinlínis sigtaði út þá farþega sem vora að koma úr skíðaferð og rannsakaði farang- ur þeirra mun nákvæmar en ann- arra. Þetta vakti furðu Víkveija, því hér var um að ræða á annað hundrað ungmenni sem voru að koma heim úr æfingaferðum á veg- um íþróttafélaganna. Ungmennin voru á aldrinum 11 til 16 ára. Ein- hvem veginn er Víkveiji þeirrar skoðunar að þama hafí tollverðimir verið að beina spjótum sínum að þeim sem hvað ólíklegastir hljóta að teljast tilheyra þeim hópi sem smyglar ólöglegum vamingi inn í landið. XXX Við aksturinn til Reykjavíkur, í hífandi stormi og skafrenn- ingi, vakti það athygli Víkveija hversu margir bílar höfðu þegar stöðvast á Reykjanesbrautinni, þótt enn hefði aðalóveðrið ekki skollið á. Þeir voru ugglaust ekki færri en 15 bílamir sem keyrt var framhjá og stóðu þá mannlausir, rétt utan vegar, sem var hreint ekki svo þægilegt, í því lélega skyggni sem var til aksturs þennan dag. Það var varla fyrr en ekið var upp að hlið bifreiðanna sem ljóst varð, að þær stóðu utan vegar. Kannski er þetta vísbending um að allt of margir ökumenn fari af stað í erfiðum veð- urskilyrðum, erfíðri færð og kannski á illa útbúnum ökutækjum og láti svo bara skeika að sköpuðu, hvort þeir ná að ljúka ferð sinni á eigin farartæki, eða verða að treysta á að aðrir komi þeim til bjargar ef illa fer. Víkveiji skrifar 4 i I i i i i i i 1 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.