Morgunblaðið - 27.01.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.
Umtalsverður
samdráttur hefur
orðið í rekstrinum
NIÐURSKURÐUR fjárveitinga til rannsókna á vegum
Landsvirkjunar hefur komið hart niður á starfsemi verk-
fræðistofa sem Landsvirkjun hefur keypt af ráðgjöf. Þann-
ig minnkaði vinna Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen
hf. fyrir Landsvirkjun um helming milli áranna 1991 og
1992, og að sögn Viðars Ólafssonar forstjóra verkfræðistof-
unnar minnkar vinnan verulega milli áranna 1992 og 1993,
en á þessu stigi er ekki ljóst hve mikill sá samdráttur verður.
Auka snjóþak
á bílnum
ÞAÐ getur verið talsverð vinna
að skafa snjó af bílum eftir ofan-
komu eða skafrenning. Þegar
þessi mynd var tekin fyrir
skömmu átti Sævar Þótjónsson
í Ólafsvík talvert verk fyrir
höndum við að hreinsa snjóinn
af bíl sínum því snjóþakið á hon-
um var nærri mannhæðarhátt.
Verulegur snjór er í Ólafsvík
eins og víðar á landinu og háir
skaflar.
Verkfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsen hf. hefur sérhæft sig í virkja-
namálum og er hún langstærsta
verkfræðistofan sem verið hefur í
vinnu fyrir Landsvirkjun. Viðar
Ólafsson sagði að vitað hefði verið
að samdráttur væri framundan, og
hefði fyrirtækið búið sig undir hann
um nokkurt skeið. Árið 1991 vann
verkfræðistofan fyrir Landsvirkjun
bæði við Blöndu- og Fljótsdalsvirkj-
un, sem þá var á undirbúningsstigi,
en í lok ársins kom svo ákvörðunin
um að á byggingu fyrirhugaðs ál-
vers yrði frestað, og þar með var
hætt við Fljótsdalsvirkjun.
Viðar sagði að niðurskurðurinn
hjá Landsvirkjun hefði nú þegar
haft í för með sér talsverðan sam-
drátt í rekstri verkfræðistofunnar.
Þar væru nú starfandi 65 manns,
og hefði verið gert ráð fyrir að draga
svolítið úr mannahaldinu.
„Þá hefur hluti af starfsfólkinu
farið í 80% vinnu og öll yfirvinna
hefur verið skorin niður. Óvissan
framundan er talsvert mikil því að
samdráttur er á markaðnum að öðru
leyti. Það er samdráttur í húsbygg-
ingum og samdráttur hjá sveitarfé-
lögum, þannig að samdrátturinn frá
því „normalástandi" sem var er nú
á bilinu 18-20%.°Svona hlutir taka
verulega á í rekstrinum," sagði Við-
Arnarfjörður
Sjö ær bom-
ar á Ósi
Bíldudal.
SJÖ ær eru bornar á bænum Ósi
í Arnarfirði. Fyrsta ærin, Ljós-
brá, bar tveimur lömbum 25.
desember sl. Sex ær hafa borið
siðan og eru tvær til viðbótar
komnar að burði. Alls eru þrett-
án lömb komin en verða jafnvel
fimmtán eða sautján næstu daga.
í samtali við Þorbjörn Pétursson,
bónda á Ósi, sagði hann að þetta
væri orðin venja og árviss viðburð-
ur. Á sama tíma í fyrra voru 23
ær bornar en urðu 31 í allt. „Það
stefnir í að um 18-20 ær beri fram
í apríl. Hér er mikill snjór og erfitt
að komast í fjárhúsin fyrir okkur.
Lömbin spjara sig ágætlega og éta
þau þurrhey," sagði Þorbjörn.
R. Schmidt.
-----♦-------
Loðnan enn
of dreifð
ENGIN veiðanleg loðna hefur
fundist úti fyrir Austurlandi
þrátt fyrir víðtæka leit en illa
hefur viðrað til leitar að undan-
förnu. Að sögn Hjálmars Vil-
hjálmssonar, leiðangurssljóra á
Bjarna Sæmundssyni, er loðnan
dreifð og varla von til að veiðar
hefjist að gagni fyrr en hún
gengur nær landinu.
Hjálmar sagði að sæmilegt veður
hefði verið á miðunum út af Austur-
landi á þriðjudag og leitað hefði
verið á stóru svæði án árangurs.
Fiskiskipin Börkur og Hólmaborg
gerðu tilraun með að kasta á loðnu
á Reyðarfjarðardjúpi með litlum
árangri.
v Sprungiö hitaveitukerfi
er ekki beinlínis efst á óskalista íbúbareigenda
samt springur þab aftur og aftur.
i...; Eina varanlega lausnin
ab mati Rannsóknastofnunar byggingaribnabarins
er varmaskipti - snjöll heildarlausn sem
ALFA-LÁVAL hefur þróab í 30 ár.
0 Ráöfæröu þig viö okkur
sérfræbingar munu leibbeina þér varbandi þá
lausn sem þér hentar - svo ab þú komir ekki einn
góban veburdag ab öllu á subupunkti.
7
■
A Alfa Laval
- varmaskipti, eina varanlega vörnin
gegn gufusoöinni íbúb.
I SINDRI
| -sterkur í verki
1 BORGARTÚNI 31 • SÍMI 6272 22