Morgunblaðið - 27.01.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1993
I-UGM Íl/.U/Ai- .:!• I.IAI RlHIVUIÍA UÍU / . 111 /11, m M7:
5
-t
Iðnó fær nýjar aðaldyr
Endurbygging Iðnó kostar um 110 millj.
Ákveðið að heQa
endurreisn Iðnó
Framkvæmt fyrir 40 milljónir á árinu
BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær áætlanir hús-
stjórnar Iðnó um endurbyggingu hússins en til hennar er
varið 40 millj. kr. í nýsamþykktri fjárhagsáætlun borgarinn-
ar. Að sögn Haralds Blöndals, formanns hússtjórnarinnar,
verður fljótlega hafist handa við framkvæmdir en frumhug-
myndir um kostnað, án húsgagna, búnaðar og opinberra
gjalda, hljóða upp á um 110 millj.
Samkvæmt hugmyndum Ingimundar Sveinssonar arkitekts verður aðalinngangur Iðnó færður í upprunalegt horf
og verður aðkoma að húsinu þá úr norðri, frá Vonarstræti.
Jafnréttisráð um stöðuveitingu í Héraðsdómi Reykjavíkur
Ekkí var brotið gegn
jafnréttislöguniim
KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niður-
stöðu að ráðning Sigurðar Tómasar Magnússonar í stöðu
skrifstofustjóra Héraðsdóms Reykjavíkur hafi ekki brotið
gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla.
Fimm lögfræðingar sóttu upphaf-
lega um stöðuna, þar á meðal Þór-
hildur Líndal og Georg K. Lárusson.
Georg var ráðinn en afþakkaði stöð-
una er hann var skipaður sýslumaður
í Vestmannaeyjum.
Staðan var þá auglýst að nýju og
sóttu sjö manns um hana, þar á
meðal Þórhildur Líndal og Sigurður
Tómas Magnússon, sem var ráðinn.
Þórhildur vildi ekki una þessum
málalokum og óskaði eftir því að
kærunefnd jafnréttismála færi fram
á það við settan dómstjóra í Reykja-
vík, Friðgeir Björnsson, að hann
upplýsti nefndina um hvaða mennt-
un, starfsreynslu og aðra sérstaka
hæfileika umfram kæranda þeir tveir
umsækjendur hefðu sem ráðnir voru
til starfans.
Starfandi kærunefnd vanhæf
Starfandi kærunefnd taldi sig van-
hæfa og var sérstök kærunefnd skip-
uð, en í henni áttu sæti þrír lögfræð-
ingar; Guðríður Þorsteinsdóttir for-
maður, Gylfi Knudsen og Jón Þor-
steinsson.
Þórhildur hafði gegnt störfum full-
trúa yfirborgardómara í átta ár en
störfum deildarstjóra í félagsmála-
ráðuneyti í sjö ár, og taldist því hafa
mun lengri starfsaldur en Georg og
Sigurður Tómas. Dómstjóri taldi
Georg standa kæranda framar að
því leyti að hann hafði gegnt starfi
aðalfulltrúa yfirborgardómara og
þannig öðlast reynslu af skrifstofu-
stjórn, og auk þess verið settur sýslu-
maður og borgardómari.
Auk starfa sem dómarafulitrúi
hafi Sigurður Tómas Magnússon
verið settur borgardómari, aðstoðar-
maður liæstaréttardómara og fulltrúi
lögmanns. Störfin hafí öll verið innan
réttarkerfisins en engin stjórnunar-
reynsla hafi verið til staðar. Dóm-
stjóri taldi að jafnstaða hafí verið
með Þórhildi og Sigurði Tómasi að
því er varðar störf þeirra sem lög-
lærðra fulltrúa yfirborgardómara.
Að öðru leyti hafi val dómstjóra ver-
ið huglægs eðlis.
Hönnunarvinnu er ólokið en
ákveðið hefur verið að Ingimundur
Sveinsson arkitekt annist hana á
grundvelli hugmynda sem hann hef-
ur sett fram. Að sögn Haralds er
byggt á því að notkun hússins verði
tvíþætt; annars vegar aðstaða til
menningarstarfsemi fyrir leikhópa
og aðra tistamenn en hins vegar
greiðasala. Hvor þátturinn verði
óháður hinum.
Verkalýðsfélögin Dagsbrún,
Framsókn og Sjómannafélag Reykja-
víkur leystu til sín Iðnó í vor frá
Alþýðuhúsinu hf. og gerðu samning
við Reykjavíkurborg um að borgin
legði fram fé til viðgerða gegn allt
að 55% eignarhlut.
Pilturinn
sem lést
ISLENSKI skiptineminn sem
lést í bílslysi í Virginíuríki í
Bandaríkjunum 18. janúar síð-
astliðinn hét Guðmundur Árna-
son.
Hann var 17 ára gamall, fæddur
21. september 1975, og var til
heimilis í Spóarima 21 á Selfossi
en hafði frá því í haust dvalist sem
skiptinemi í Bandaríkjunum. Útfor
Guðmundar Árnasonar verður gerð
frá Selfosskirkju á laugardag.
Glerskáli við Tjörnina
Haraldur Blöndal sagði að hug-
myndir Ingimundar Sveinssonar geri
ráð fyrir að svið og áhorfendasalur
verði fært til upprunalegs horfs, sem
og kaffisalur á efri hæð. Viðbygging
frá um 1930 verði rifin en byggður
glerskáli við suðurhlið hússins. Skál-
inn tengist greiðasölunni.
Haraldur sagði að Iðnó væri í
slæmu ásigkomulagi, t.a.m. væru
allar lagnir ónýtar. Akvörðun borgar-
stjórnar miðaðist við að húsið yrði
tekið í notkun á næsta ári en Harald-
ur Blöndal vildi ekki tjá sig um hvort
af því gæti orðið enda margt óvíst
um ástand hússins.
Guðmundur Árnason
| ÉA || Él I Rúmgóður fjölskyldubíll á verði smábíls -
HUI *y 834.000,- kr!
RR4BöNuSi
^umþessa^ Uð*
\6»mvctrardcJcJc,
^UrT> l'n þorrannl
HYunoni
...til framtíðar
Bílarnir fást til afbendingar strax!
Verið velkomin - Gerið verðsamanburð og reynsluakið
HYUNDAI PONY árgerð '93.
BIFREIÐAR &
LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
ÁRMÚLA 13. SÍMI: 68 12 00
BEINN SÍMI: 3 12 36
<&
<&
<&
&>