Morgunblaðið - 27.01.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
9
ÓLAFSFIRÐINGAFÉLAGIÐ
ÞORRABLÓT
Nú eru síðustu forvöð að fá miða á þorrablót
félagsins nk. föstudag. Engir miðar seldir við
innganginn, hvorki á blót né ball.
Pantanir í símum 30246,688796 og 41953.
Nú er rétti tíminn til að
hefja reglulegan sparnað með
áskrift að spariskírteinum
Hver er Christopher?
Bandaríska tímaritið The New Republic
fjallar í forystugrein í nýjasta hefti sínu
um skipan Warrens Christophers í emb-
ætti utanríkisráðherra. Telur blaðið þá
embættisskipan ekki í samræmi við þá
vinda ferskleika og nýjunga sem nú blási
um Washington.
Svikin vara
I greininni segir: „Nú
er ljóst að hinn raunsæi,
hefðbundni, fijálslyndi,
íhaldssami, hægfara
miðjumaður, Warren
Christopher, verður ut-
anríkisráðherra. Við
biðjum forláts, okkur
finnst við hafa verið
hafðir að fíflum. Svo
virðist sem nýju demó-
kratamir séu tiltölulega
áþekkir gömlu demó-
krötunum, a.m.k. hvað
utanríkismál snertir.
Ekki er hægt að segja
með vissu að Christopher
tákni einhvers konar
upprisu Carterisma þar
sem við vitum ekki hvað
hann táknar yfirleitt.
Hæfni hans er ekki dreg-
in í efa. En hæfur maður
án markmiða er litlu
æskilegri en hæfileika-
laus maður. Hvað sem
öðru líður er Christopher
hálfgerður Sfinx hvað
varðar málefni Bosníu,
Kina, Rússlands, út-
breiðslu kjamorku-
vopna, Mið-Austurlönd,
Suður-Afríku, alþjóðlega
vopnasölu, Haiti og
hungursneyð í Afríku.
Það, hversu varlega
hann setur skoðanir sín-
ar fram, missir algerlega
marks. Slík varkámi á
eflaust vel við í heimi
lögfræðinnar. Og þar
liggur hundurinn graf-
inn. Skipan Christophers
í embætti er óvænt viður-
kenning pömpiltsins frá
Little Rock á því gamla
viðhorfi að utanrikis-
þjónusta sé eithvað sem
lögfræðingar snúi sér að
þegar þeir hætta lög-
fræðivafstri; utanríkis-
ráðherrann eigi að vera
í hlutverki sáttasenýara
og stjórnanda. Verkefni
utanríkisráðherrans er
hins vegar, fyrst og
fremst, að móta og þróa
hlutverk Bandaríkjanna
í heiminum og varpa ljósi
á gildi og hagsmuni sem
að baki liggja og síðast
en ekki síst að koma þvi
á framfæri af fullum
krafti.
Kalda stríðið var deila
sem einkenndist af mikl-
um stöðugleika og skipti
stómm hluta heimsins
upp í tiltölulega stöðugar
blokkir. A þeim tima gat
hlutverk stjórnandans
hugsanlega dugað til.
Það sem við þurfum nú
á að halda er hugmynda-
flug og nýjungagirni. Að
kalda striðinu loknu ein-
kennast alþjóðamál af
eins konar alheims-
óreiðu. Togstreita risa-
veldanna setti hömlur á
ýmsar fomar deilur víðs
vegar um heiminn en
þær hömlur em ekki
lengur til staðar. Alls
staðar em deilur að
spretta upp og margar
gefa ekki tilefni til skyn-
samlegra, lögfræðilegra
samningaviðræðna (likt
og hinar árangurslausu
sendiferðir Cyrus Vance,
læriföður CÍn-istophers,
til Bosníu hafa sýnt fram
á).
Það er undarlegt í
þessu (jósi að hinn nýj-
ungagjami Clinton skuli
hafa tekið ákvörðun um
að festa gömlu aðferðim-
ar í sessi. Utanríkisþjón-
usta hans hefði fallið vel
í kramið hjá Michael
Dukakis
Skortur á fjöl-
breytileika
Leiðarahöfundur New
Repubtíc segir Clinton
hafa valið mjög breiðan
hóp til að gegna forystu
á sviði innanríkismála. I
efnahagsmálum komi
samstarfsmenn hans
meira að segja úr svo
mörgum áttum að það
jaðri við ósamræmi. í
utanríkismálum sé hins
vegar enga breidd að
finna né heldur ferska
vinda.
I stað þess að velja
mann við hlið Christoph-
ers sem bæti hann upp í
reynslu eða skoðunum
hafi Clinton, í anda þeirr-
ar stefnu stjórnarskipt-
anna að sýna lit gagnvart
minnihlutahópum, valið
blökkumanninn Clifton
Wharton sem næstæðsta
mann utamikisþjón-
ustunnar. Wharton, sem
farið hefur með stjórn
lífeyrissjóðs háskóla-
kennara, sé vel metinn
og hæfur. Hættan sé hins
vegar að hann verði eins
konar spegilmynd ■
Christophers. Þá sé helst
orðaður við þriðja æðsta
embættið Peter Tarnoff,
fyrrum aðstoðarmaður
Christophers og sé hans
helst minnst fyrir mjög
furðulega grein í Pollý-
önnu-stíl, sem hann ritaði
fyrir leiðarasiðu New
York Times þegar Persa-
fióastríðið var í algleym-
ingi.
Haukar
ogdúfur
Loks segir: „Persaflóa-
stríðið, aðgerðimai’ í Só-
malíu og umræðan um
Bosníu hafa sýnt fram á
að við erum á leið inn í
tímabil þar sem valdbeit-
ing, eða möguleikinn á
valdbeitingu, mun vega
þyngra í utanríkisstefnu
okkar en flestir væntu.
Því höfum við áliyggjur
af þvi að tregða tÚ vald-
beitingar, á borð við þá
sem demókratar hafa
sýnt í kjölfar Víetnam-
stríðsins, festi sig í sessi
á ný. Málið snýst ekki
lengur um hauka og dúf-
ur. Slíkar skilgreiningar
eru úr sér gengnar; jafn-
vel Jesse Jackson styður
aðgerðimar i Sómaliu.
Málið snýst um það hvort
Bandaríkin, undir stjórn
Bills Clintons, séu reiðu-
búin að haga sér í sam-
ræmi við það sem þau
em, nefnilega eina risa-
veldið í heimi. Þau eiga
ekki að stjómast af duttl-
ungum eða árásargimi
en ekki heldur aðgerðar-
leysi. Verið þess minnug
að Clinton var á báðum
áttum um Persaflóastríð-
ið, hafði réttara sagt
hvora skoðunina í kjölfar
annarrar. Þessar emb-
ættisskipanir vekja í
bijósti okkar ótta um að
hin raunverulega skoðun
hans á málinL' hafi verið
sú sem réð því að hann
tók afstöðu með meiri-
hluta demókrata á
Bandaríkjaþingi gegn
Persaflóastriðinu."
ríkissjóðs.
Notabu símann núna,
hringdu 1
62 60 40,
69 96 00
eða 99 66 99
sem er grænt númer.
RÍKISVERÐBRÉFA
K E I Ð V í B
Pjriut Árnnson, Jjnrmnlnfulllnii hjá
fírnnda hf. Iiefursóll námskeii) í
fjnrmálum einslaklinga hjá VIII
„Markmiðum í húsnæðisr, lífeyris- og peningamálum eru
gerð góð skil og hvernig á einfaldan hátt hægt er að ná
þeim. Námskeiðið er góð leiðsögn og á erindi til allra.“
Fjármálanámskeiði VÍB er einkum ætlað að leiðbeina
þátttakandanum við að nýta tekjur sínar sem best og byggja
upp sparifé og eignir. Reynt hefur verið að gera námskeiðið
þannig úr garöi að þátttakandinn geti sjálfur ráðið fram úr
fjármálum sínum og skipulagt þau til'að ná sem bestum
árangri. A námskeiðinu er m.a. lögð áhersla á markmið í
fjármálum til langs og skamms tíma, þar sem reynt er að
samræma drauma og veruleikann.
Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um
Fjármálanámskeið VIB og einnig er hægt að fá sendar
upplýsingar í pósti.
Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040
sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Armula 13a, 155 Reykjavik. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26. Símsvari 68 16 25.