Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
Utan alfaraleiða
Myndiist
Bragi Ásgeirsson
Einn er sá hópur iðkenda mynd-
listar, sem nefndur hefur verið
„utangarðsmenn“ og er þá oftast
vísað til nævista, en einnig til list-
sköpunar geðsjúkra og sérvitringa.
En hugtakið „utangarðslist" er
þó mun víðtækara og ekki fyllilega
rétt að nota það sem sérstaka og
altæka skilgreiningu á afmörkuð-
um hópi manna eins og hér er
gert. Heilbrigðir geta nefnilega
einnig verið utangarðs og það eru
raunar allir, er storka ríkjandi og
um leið hefðbundnu gildismati á
því hvað sé list. Ennfremur hefur
hugtakið fengið aðra merkingu á
síðustu áratugum, því að þessi teg-
und listar á miklu fylgi að fagna
víðast hvar og hefur orðið tilefni
ítarlegra rannsókna. Gefnar hafa
verið út veglegar bækur og sýning-
ar á verkum þessarar tegundar
listar gengið um heiminn.
Starfandi listamönnum, sem
einnig voru lengi vel utangarðs í
þjóðfélagsmynstrinu var vel kunn-
ugt um þá opinberun sem frum-
stæð, bernsk og list geðsjúkra var
og hagnýttu uppgötvanir sínar í
eigin listsköpun. Um það er drjúg-
ur hluti nútímalistar aldarinnar til
vitnis um. Alla þætti frumstæðra
og brenglaðra hvata má sjá í nú-
tímalist og á nútímalistasöfnum,
en í formi tilbúinna og hnitmiðaðra
athafna heilbrigðra. Jafnvel blygð-
unarleysið er virkjað umbúðalaust
og klósettathafnir settar á svið í
virðulegum sýningarsölum ásamt
því að hvers konar óeðli er verð-
launað.
Vitsmunaleg brenglun, sérviska
og óeðli eru þannig viðurkenndir
þættir í nútímalist og doktorsrit-
gerðir hafa verið ritaðar um ágæti
þessara þátta í myndsköpun og
þeir jafnframt iðulega teknir fram
fyrir rökrétta hugsun og næmt
fegurðarskyn. Þá hefur ljótleikinn
riðið húsum og gildi hans vegsam-
að af hálærðum og djúpvitrum
fagmönnum. Þessi atriði hafa ruðst
fram undir heitinu að ögra og
storka skoðandanum eða „provo-
kera“ eins og það nefnist á fag-
máli. Svo langt hefur þetta gengið
að nær ógjörningur er að hneyksla
lengur, því að menn hafa gert
skoðandann tilfinningasljóan fyrir
þessum atriðum og skert dóm-
hæfni hans um heilbrigt siðferðis-
legt gildismat.
En það sem um er að ræða í
hreinni og myndrænni túlkun, er
eðlisborin þörf einstaklingsins til
að skapa og tjá sig og sú þörf er
ekki einangruð við hugtakið lista-
maður, starfsemi listasafna né at-
hafnasemi innan listaskóla. Hún
er mun frekar vitsmunalegur hvati
sem finnst jafnt hjá heilbrigðum,
sem sérvitringum og geðsjúkum,
en fær misjafnlega mikil tækifæri
Umfang sýningarinnar er svo
mikið að ógerningur er að telja
upp einstaka þætti hennar og hef-
ur enda þegar verið gert í athyglis-
verðri grein eftir Jón Proppé í
Menningarblaðinu 9. janúar. Það
er heidur ekki hægt að nálgast
þessar myndir á sama hátt og
venjulegar listsýningar eða leggja
sama mat á fagurfræðilegt gildi
þeirra og myndverk heilbrigðra
listamanna. En það er mikilvægt
að nálgast myndverkin með opnu
hugarfari, því þau hafa mikið að
segja skoðandanum um fegurð
óvæntra sjónarhorna bernskrar
listar.
Flestir þeirra listamanna, sem
eiga myndir á sýningunni voru
uppgötvaðir á síðustu tveimur ára-
tugum, og það er ekki aðeins trúa
mín heldur vissa, að hægt er að
finna þúsundir hliðstæðra sem ekki
hafa verið uppgötvaðir. Það liggur
einfaldlega í hlutarins eðli, því að
hér er ekki um einangrað fyrir-
bæri að ræða heldur sannanlegan
hluta sköpunarþarfarinnar, sem
býr með flestum einstaklingum.
Það þarf einungis vissar utanað-
komandi aðstæður til að hreyfa
við þeim.
Það má með sanni mæla með
þessari sýningu og einkum er það
mikilvægt að skólarnir kynni nem-
endum sínum hinar margræðu
hliðar fijálsrar tjáningar.
í kaffistofu hefur verið komið
fyrir nokkrum íslenskum sýnis-
hornum sem um sumt má segja
að séu hliðstæður „utangarðslist-
ar“. Valið hefur tekist vel og vöktu
myndirnar „Ferskeytla" eftir
Gunnþórunni Sveinsdóttur (1885-
1970) og „Frá Hafnarfirði“ 1938
eftir Jón Hróbjartsson (1877-
1946) sérstaka athygli mína. En
einnig eru þar athyglisverð verk
eftir Kikó Korríró (Þórð Valdi-
marsson), Sigurlaugu Jónasdóttur
og Sæmund Valdimarsson.
Bill Traylor; án titils. Svartur hundur með rauða tungu.
P.O. Wentworth; án titils.
til að bijótast út. Listræna hvata
ber þannig ekki að einangra, því
þeir eru í flestum mönnum, og al-
þýðulist er ekki síður mikilvæg en
list stórmeistaranna enda kunna
þeir yfirleitt manna best að meta
hana, og það eru einmitt þeir sem
dregið hafa sjálfsprottna list fram
í dagsljósið og þá einnig list sér-
vitringa og geðsjúkra. Svo rík sem
listþörfin er getur afbrotamaður-
inn verið snillingur, sem lent hefur
á villigötum vegna þess að hin
mikla skapandi þörf hans er bæld-
ur hvati.
Hinar eðlisbornu athafnir geð-
sjúkra við myndsköpun, sem eru
úr tengslum við vitsmunalegt upp-
eldi og siðmenningu, eru náskyldar
list bama áður en þau ganga í
skóla, en að því viðbættu að hinir
geðsjúku hafa áður tileinkað sér
ýmsa þekkingu siðmenningarinn-
ar, en hafa glatað rökréttri stjóm
á henni.
Barnið hins vegar upplifir allt
sem nýtt og ferskt, en um leið og
það er að læra tákn og stafi fer
það að glata hinni hreinu og upp-
runalegu sköpunargáfu, því að það
gleymist að viðhalda henni ásamt
svo mörgu öðra sem að hinu innra
auga snýr og skynrænum kennd-
um. Hugarflugið er nefnilega ann-
ars eðlis en rökrétt og staðlað ferli.
í báðum tilvikum er vart til
upprunalegri né fegurri vitnisburð-
ur um sköpunarþörfina, sem er
manninum svo eðiisborin og sálinni
nauðsynlegt eldsneyti. Þessi þörf
þarfnast næringar ekki síður en
hin efnislega þörf, elia fjarlægist
maðurinn lífrænan uppruna sinn
og verður að skynlausu vélmenni,
er tekur við boðum frá öðrum og
er háður þeim. Líkt og tölvan hug-
viti og skynjunum þess sem notar
hana.
Tiiefni þessara hugleiðinga er
ákaflega skilvirk sýning í Hafnar-
borg í Hafnarfirði á list þeirra sem
Inez N. Walker; án titils. Kona.
eru á einhvern hátt utan aifara-
leiða í listsköpun sinni og hefur
hlotið nafnið „Bandarísk utan-
garðslist" og stendur til 31. jan-
úar. En þrátt fyrir að alfaraleiðir
eru ekki þræddar, hefur list ge-
rendanna ótvíræð einkenni og vill-
ir ekki á sér heimildir, en það er
einmitt styrkur hennar. Sálarkirn-
an og dulvitundin hefur meiri vídd-
ir en menn gera sér yfirleitt ljósa
grein fyrir og því hreyfa slíkar
myndir sterkt við skoðandanum
og þannig „provokera" þær á viss-
an hátt mun meira en t.d. róttæk-
asta nútímalist, en vei að merkja
á „heilbrigðan" hátt.
Styrkur þeirra er hin lífræna og
upprunaleg dýpt, sem er ekki til-
búningur né afleiðingar rannsókna
og fræðilegra rökræðna, heldur
birtist skoðandanum sem sjálf-
sprottin og kristalstær speglun
innra vitundarlífs. Hér eru menn
ekki að sýnast né rembast við að
falla inn í eitthvert kerfi til að
hljóta viðurkenningu, vera „in“
eins og það heitir, heldur er um
beina og afdráttarlausa tjáningu
að ræða, sem ber hveijum og ein-
um geranda vitni og er hluti af
eðli hans.
Þannig segir slík myndsköpun
mikið um það hvað er að gerast í
sálarlífi viðkomandi og viðbrögð-
um hvers og eins gagnvart um-
heiminum, jafnframt einnig frá
fyrra iífi og umhverfi. Og því era
framsæknir sálfræðingar og geð-
læknar fyrir löngu farnir að rýna
í myndsköpun skjólstæðinga sinna
til að skyggnast inn í sálarkviku
þeirra.
Sýningin í Hafnarborg er tví-
mælalaust ein áhrifamesta og lær-
dómsríkasta sýning er ratað hefur
í húsakynnin, og henni er á köflum
ákaflega vel fyrir komið eins og
t.d. í Sverrissal. Þar kemur fram
hvernig mögulegt er að auka við
víddir takmarkaðs húsrýmis án þess
að um ofhlæði sé að ræða. Satt að
segja naut maður myndverkanna
mun betur en nokkurra annarra er
þar hafa verið sett upp, þakkað
veri skilvirkri rýmishönnun.
Norræna húsið
Sýning á verkum
Kaj Franek
Sýning á listiðnaði eftir finnska hönnuðinn Kaj Franck
stendur yfir í sýningarsölum Norræna hússins, sem
fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir.
Sýningin kemur frá Listiðnaðarsafninu í Helsinki og er
þetta farandsýning sem hefur farið víða. Síðast var hún í
Röhsska-safninu í Gautaborg.
Kaj Franck fæddist í Finnlandi 1911 og lést 1989. Hann
stundaði nám við Centralskolan för konstflid 1929 til 1932.
Kaj Franck var einn þekktasti listamaður hinnar nýju
finnsku hönnunar. Hann vildi að allir ættu kost á sem
besjum, almennum nytjahlutum.
Arið 1960 var Kaj Franck boðin staða listræns stjóm-
anda Listiðnaðarskólans. Sem kennari í grannnámi og í
almennri myndbyggingu hafði hann mikil áhrif á hugmynd-
ir nýrrar kynslóðar finnskra hönnuða.
Sýningin í Norræna húsinu er opin daglega kl. 14-19,
henni lýkur sunudaginn 28. febrúar.
(Fréttatilkynning)
Frá sýningu á verkum Kaj Francks
Hvolsvöllur
Einsöngstónleikar í Tón-
listarskóla Rangæinga
Hvolsvelli.
ELÍSABET F. Eiríksdóttir, sópransöngkona, heldur fimmtudaginn 28.
janúar einsöngstónleika í sal Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli
við undirleik Agnesar Löve, píanóleikara. Á efnisskrá verða íslensk lög
og erlend, aríur og létt lög, eitthvað við hæfi allra þeirra sem ánægju
hafa af söng.
Elísabet er ein af okkar fremstu
söngkonum og hefur á undanförnum
áram verið áberandi í sönglífi íslend-
inga. Hún hóf söngnám í Söngskó-
lanum í Reykjavík fyrir tuttugu árum
og hefur á söngferli sínum sungið
með Sinfóníuhljómsveit íslands og
íslensku hljómsveitinni. Hún hefur
sungið ýmis óperuhlutverk og söng
m.a. aðalkvenhlutverkin í Grímu-
dansleik og Tosca á móti Kristjáni
Jóhannssyni í uppfærslu Þjóðleik-
hússins. Elísabet er kennari við
Söngskólann í Reykjavík.
Agnes Löve, píanóleikari, nam við
Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk
einleikara- og kennaraprófi við Tón-
listarháskólann í Leipzig. Hún hefur
haldið fjölda tónleika og verið einleik-
ari með Sinfóníuhljómsveit íslands,
komið fram í útvarpi og sjónvarpi,
var um árabil tónlistarstjóri Þjóðleik-
hússins og var m.a. hljómsveitar-
stjóri í söngleikjunum Oliver og
Söngvaseið. Agnes er nú skólastjóri
Tónlistarskóla Rangæinga.. S.Ó.K.