Morgunblaðið - 27.01.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.01.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27, JANÚAR 1993 15 Úrræði eða úrræðaleysi Atvlnnuleysi á Islandl 1992 íoooo-/ 9000- 8000- 7000- 6000- “ 5000- Í9.4000- 3000- 2000- 1000 ^ W Z 1 i-. V- 0*3 2 3- E ,‘l •* o X5 2 £ n £ 00 ® E « _ — Q. O > © c w e s 8 1 * 3 •8 Skráöir atv.lausir Q Óskráöir atv.lausir eftir Reyni Hugason Hvernig getum við skapað meiri atvinnu? - Hvernig stendur á því að það er ekki meiri umræða um þessa mikilvægu spurningu en raun ber vitni? I lok ársins má ætla að um 9.500 manns hafi verið atvinnu- lausir, þar af voru 7.000 skráðir hjá Vinnumiðlunum. Þetta er um 7,2% atvinnuleysi. Atvinnuleysið nú er þegar erfiðasti vandi sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í tíð núlifandi manna. Upphæðirnar sem eyða verður til atvinnuleysisbóta á árinu eru svo geigvænlegar að það virðist sem stjórnmálamenn forðist að hugsa um vandamáiið eða að ræða það. Hver atvinnulaus og á bótum fær 46.000 kr. á mánuði. Ef 10.000 manns eru atvinnulausir verða þetta 460 milljónir á mánuði sem við þurfum að greiða í atvinnuleys- isbætur! Það eru 6 milljarðar á ári. Við höfum ekki beinlínis verið þekktir fyrir það íslendingar að vera framsýnir eða forspáir, en hvert mannsbarn má samt auðveld- lega sjá að við getum fljótlega á þessu ári siglt inn í það atvinnu- ástand að greiða verði 500 milljón- ir eða meira í atvinnuleysisbætur á mánuði, en það samsvarar þó ekki nema 7,6% skráðu atvinnu- leysi. Það vill auðvitað enginn henda 500 milljónum á mánuði út um gluggann með því að borga þær í atvinnuleysisbætur. Það er jafn- framt auðvelt að sjá fram á að fjár- hagsbyrðarnar verði fljótt óbæri- legar fyrir þjóðina ef atvinnuleysið nær ofannefndu stigi. Peningarnir til að greiða atvinnuleysisbætur koma frá þeim sem enn hafa vinnu. Skattbyrðar þeirra þyngjast því beinlínis í takt við aukið atvinnu- leysi. Við megum víst sjá að vandamál- ið er ógnvænlegt en verðum að treysta því að ötullega sé unnið að því að greiða úr vandanum. Við megum umfram allt ekki missa móðinn og verðum að vera tilbúin í þann uppskurð á íslensku atvinnu- lífi sem nauðsynlegur kann að reynast til þess að ná á ný fótfestu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þar sem vandinn er óvenjulegur og óhugnanlega mikill verðum við að vera tilbúin til þess að fara óhefðbundnar leiðir til þess að leysa hann. Við höfum til þessa farið troðnar slóðir í leit að lausnum, en greinilegt er að þær virka ekki. Forsætisráðherra sagði í ára- mótaræðu sinni að störfum hefði ekki fjölgað síðastliðin 6 ár í land- inu. Hver árgangur sem kemur út á vinnumarkaðinn er þó milli 3.000 og 4.000 manns. Með þessu er verið að segja að vandamálin hafi undið upp á sig ár frá ári. Það er greinilegt á þessu að við þurfum að taka atvinnumálin öðrum tökum en hingað til. Ein hlið vandamálsins er hið efnahagslega umhverfi atvinnulífs- ins, skattar og gjöld. Við það er glímt ötullega. Við höfum á síðustu mánuðum létt af atvinnulífinu tals- verðu af álögum og síðan íþyngt því aftur rneð öðrum sköttum og gjöldum. Útkoman í heild er óviss, en skiptir tæplega sköpum fyrir framkvæmdaviljann og getuna til þess að skapa ný störf í þjóðfélag- inu. Það sem við kunnum best eru fiskveiðar og vinnsla. Þessar grein- ar búa við mikið jafnvægisleysi sem endurspeglast í öllu þjóðfélaginu. Störfum fækkar jafnt og þétt í báðum þessum greinum. Iðnaður hefur dregist saman um 4.000 störf á 5 árum. Byggingastarfsemi hefur dregist saman um 30% á einu ári eða svo. Landbúnaður býr við of- framleiðsluvandamál og búum fækkar hægt og bítandi. Verslun og þjónusta dragast saman í takt við minnkandi kaupmátt almenn- ings. Hjá hinu opinbera hefur fyrir þó nokkru verið tekin sú stefna að fjölga ekki opinberum starfsmönn- um. Ofannefndar atvinnugreinar mynda kjarnann í hefðbundinni skiptingu þjóðarinnar eftir atvinnu- greinum. Það er greiniiegt að innan þessara greina gengur ekki allt sem skyldi. Hvaðan eiga þá ný störf að koma? . Svarið við þessu er kannski að það gangi ekki lengur að hugsa um vandamálin á hefðbundinn hátt. Við þurfum uppskurð á okkar at- vinnumálum. Við getum ekki skellt nema að hluta til skuldinni á bágt efnahagsástand erlendis. Við kom- umst ekki hjá því að viðurkenna að við höfum dregist aftur úr ná- lægum þjóðum í lífskjörum á und- anförnum árum. Við verðum að hafa kraft og vilja tii að grafast fyrir um hvers vegna það er, og hafa kjark og þor til að taka á vandanum til þess að auka hlut okkar og bæta samkeppnisstöðuna. Atvinnuskapandi aðgerðir Hér verður reynt að setja fram örfáar tillögur um atvinnuskapandi aðgerðir sem myndu þó breyta að- stæðum okkar umtalsvert ef þær kæmust í framkvæmd: Greiða mætti atvinnuleysisbætur beint til atvinnurekenda í stað laun- þega þegar unnt er að sýna fram á að skapa megi ný framtíðarstörf, sem annars yrðu ekki til, og að atvinnulausir yrðu ráðnir í störfin. Þetta er hugsað sem tímabundinn styrkur og bein innspýting ljár- magns til atvinnurekenda til þess að efla atvinnu í landinu, og kæmi að mestum notum í þeim greinum þar sem vaxtarvon væri og þar sem erfiðast er oft að fá fjármagn. Þessi leið hefur verið reynd er- lendis og er notuð á Norðurlöndum. Það er auðvelt að falla fyrir þess- ari hugmynd og erfitt að setja skynsamlegar reglur um fram- kvæmdina, en miklu betra er aug- ljóslega að atvinnurekendur séu styrktir til að halda uppi vinnu en að atvinnulausum sé greitt fyrir að sitja heima og rífa í hár sér. Hér er auk þess verið að tala um verulega fjármuni, verulegan styrk. í Noregi hefur komið fram að rannsóknir að 30% nýrra starfa verða til vegna þess að fólk er at- vinnulaust og neyðin rekur menn til þess að finna sér eitthvað til að gera. Lítil fyrirtæki skipta líka miklu máli og miklu meira máli en við íslendingar höfum almennt gert okkur grein fyrir. í Bandaríkjunum verða 80% nýrra starfa til hjá frum- kvöðlum og smáfyrirtækjum. Ofannefndar staðreyndir ættu að vera nægilegt tilefni til þess að vilja styðja fólk til þess að koma undir sig fótunum af eigin ramm- leik. í fyrsta lagi ætti að vera unnt fyrir atvinnulaust fólk að komast á námskeið þar sem það getur lært að vinna viðskiptahugmynd sinni brautargengi, þ.e. er lært að gera markaðsrannsókn og viðskiptaá- ætlun og að finna fjármagn. Einnig þarf það að læra undirstöðuatriðin í því að reka fyrirtæki, ef það kann það þá ekki þegar. Þeir atvinnulausu ættu auðvitað að geta lært á þennan hátt að koma undir sig fótunum á fullum atvinnu- leysisbótum, enda þarf það ekki að taka nema fáar vikur og allt að sex mánuðum. í Noregi geta atvinnulausir fengið allt að 2.000.000 ísl. kr. í styrk til að koma á fót eigin fyrirtæki við sambæri- legar aðstæður. íslendingar eru því miður svo einangraðir að þeir halda að góðar viðskiptahugmyndir séu torfengin Reynir Hugason „Greiða mætti atvinnu- leysisbætur beint til at- vinnurekenda í stað launþega þegar unnt er að sýna fram á að skapa megi ný framtíðarstörf, sem annars yrðu ekki til, og að atvinnulausir yrðu ráðnir í störfin.“ hlunnindi. Þetta er alls ekki rétt. Sumir hreinlega finna sína syllu sjálfir, en aðrir þurfa að leita að hugmyndunum. Að leita sér að við- skiptahugmynd til að vinna úr er lítið þekkt tækni hér á landi, en úr því er auðvelt að bæta. Vandinn er ekki að nálgast góða viðskipta- hugmynd. Vandinn er að vinna úr henni og gera hana að góðu fyrir- tæki. Atvinnuleysið minnkar ekki nema ný störf verði til. Ný.störf þurfa einnig að verða til hraðar en fólk kemur nýtt út á vinnumark- aðinn. Við getum ekki treyst því að þetta gerist af sjálfu sér og án aðstoðar. Það er engin goðgá að veita atvinnurekstrinum skynsam- legan stuðning. Blómlegur atvinnu- rekstur er hagur okkar allra. Hann tryggir okkur best gegn atvinnu- leysi. Við þurfum tvímælalaust að búa þannig í haginn fyrir atvinnu- reksturinn í landinu að hann búi við að minnsta kosti sambærileg skilyrði og atvinnurekstur í nálæg- um löndum. Ef við gerum það ekki er hætt við að hnignunin haldi áfram hjá hinum hefðbundnu greinum atvinnulífsins. Höfundur er formaður Landssamtaka atvinnulausra. Vilt þú lækka bifreiðatrygginga- iðgjöldin þín? Varkáru ökumennirnir fá aö njóta sín hjá okkur því þeir ganga aö hagstæðari kjörum vísum. Réttlátt ekki satt? Og þeir sem eru félagar í FÍB fá 10% afslátt á iðgjaldið! Við hvetjum þig til að gera verðsamanburð á bifreiðaiðgjöldum tryggingafélaganna. Munurinn kemur þér örugglega á óvart! Við minnum á að þú verður að segja upp tryggingunni þinni mánuði fyrir endurnýjunardag. Skandia Lifandi samkeppni - lægri iögjöld! VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.