Morgunblaðið - 27.01.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.01.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1993 Akureyrarbréf á þorra Akureyri eftirLeif Sveinsson i Fokkerinn hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli þriðjudaginn 19. janúar. Skyggni er frábært á leiðinni til Akureyrar, en þó tekur steininn úr, þegar við komum yfír Eyjafjörð, Herðubreið blasir við langt í austri, hana hefi ég aldrei séð fyrr héðan. Lending er mjúk, nokkuð frost, en annars góðviðri. Mikil snjóþyngsli eru á Akur- eyri, viðbrigði frá tveim síðustu vetrum, sem voru að heita má snjólausir. En lífið hér á Akureyri gengur sinn vanagang, þótt háir snjóruðningar séu við allar götur. Við hjónin höfum ekki komið til Akureyrar síðan í september, svo margt hefur breyst í miðbæn- um, t.d. í Hafnarstræti. Þar eru nú skúrarnir horfnir, sem spilltu mjög útsýni úr matsal Hótel KEA, „Morgunblaðshöllin" og Slippsk- úrinn. Norðar í Hafnarstrætinu er búið að opna nýja verslunarmið- stöð, Krónuna, jarðhæð tekin í notkun, en efri hæðir í smíðum. II Föstudaginn 22. janúar ökum við Ellert Kárason á BSO Eyjafjarðar- hringinn, fram Eyjaljörð allt suður undir Saurbæ og síðan austan meg- in fjarðarins, þar til hringnum er lokað við nýju brýmar á leirunum. Veðrið er frábært, við ökum um Möðrufellshraun og minnumst harmleiksins, er frá er sagt í Nýjum félagsritum, 7. árg. 1847: í Eyjafírði aldinn stendur reynir í auðri kleif í launpm ^alladal þar sem að bruna bunulækir tærir um bjarta grundu úr dimmum fjallasal. í greininni segir frá elskendum, sem voru systkin, en vissu það ekki fyrr en um seinan. Þau voru háls- höggvin fyrir bameign og dysjuð í úfínni urðinni. En upp af dys þeirra óx reyniviðurinn sögufrægi. Við höldum yfír brúna á Eyjafjarðará og út með Eyjafírði að austan. Kerling (1538 m) er ólýsanlega fög- ur í sólskininu. Þannig lýsir Trausti Einarsson útsýninu af Kerlingu í Ferðum, 1. tbl. 3. árg. 1942: „Af henni (þ.e. Kerlingu) getur að líta eitthvert stórfenglegasta útsýni, sem til er á landinu. Þaðan sér vest- ur yfír Skagaíjörðinn, norður yfír allan hinn hrikalega, sundurskoma ijallaklasa milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, austur á Hólsfjöll og niður í Mývatnssveitina í orðsins eiginlegu merkingu. Þá blasa við Snæfell, Herðubreið, Dyngjufjöll og Kverkfjöll í miðri norðurbrún Vatnajökuls. Síðan loka tindrandi jökulkrúnumar sjóndeildarhringn- um til suðausturs, suðurs og suð- vesturs. II Fyrir 15 árum, er við hjónin eign- uðumst hér orlofsíbúð, var ég fljótt smeykur við atvinnuuppbygging- una hér á Akureyri. Þrír svona gríð- arstórir vinnustaðir, SÍS-verksmiðj- urnar, Slippstöðin og Utgerðarfélag Akureyringa. Ég hugsaði með sjálf- um mér, ef bara einn þessara vinnu- staða bilar, þá er voðinn vís, stórat- vinnuleysi óhjákvæmilegt. Ótti minn reyndist j)ví miður ekki ástæðulaus. SlS-verksmiðjumar hættar starfsemi, Slippstöðin verk- efnalítil, en Útgerðarfélagið stend- ur eitt eftir öflugt og sterkt. Gamall, einlægur samvinnumað- ur sagði við dótturson sinn, þá orð- inn níræður: „Heldurðu virkilega nafni, að Sambandið deyi á undan mér“? Þótt Sambandið sé dautt, þá er KEA enn öflugt og verður ábyggilega um langa framtíð. Nú hefur það fengið samkeppni af að- ila, sem er þess verðugur, þar sem Hagkaup er. Verslun Hagkaupa er stórmyndarleg hér fyrir norðan, en Hótel KEA er aftur á móti glæsileg- asta hótel hér á landi. Árið 1978 vora 200 íbúðir í smíð- um hér á Akureyri. Fyrir fáum árum var aðeins byijað á um 10 húsum. Slíkar eru sveiflurnar í byggingariðnaðinum. Nú eru aðal- lega byggðar ellimannaíbúðir og stúdentagarðar. IV Vonandi rætist úr atvinnu- ástandinu hér nyrðra. Valgarður Ólafsson hjá SIF sagði einhvern tíma í blaðagrein: „Bretavinnuand- rúmsloftið náði aldrei til Akur- eyrar“. Hér býr harðduglegt fólk, sem býður aðeins eftir að takast á við ný verkefni. Halldór Blöndal þingmaður og ráðherra var sam- ferða okkur í flugvélinni norður á EVROPSKA VINNUVERNDARARIÐ Hönnun og vinnuvemd eftirHuldu Ólafsdóttur Allt frá 15. öld hefur verið skrif- að um mannfræðilegar líkamsmæl- ingar (anthropometri) sem era mælingar á fólki, t.d. líkamshæð, breidd mjaðma og axla, lengd hand- leggja og fótleggja, stærð fíngra, grips o.fl. Þessar mælingar era m.a. notaðar við hönnun húsnæðis, húsgagna, verkfæra, fatnaðar og fleira. Mismunandi líkamsbygging Töluverður munur er á stærðar- hlutföllum karla og kvenna og einn- ig er töluverður munur á fólki af ólíkum kynstofnum. Fatahönnuðir hanna föt af mis- munandi gerðum og stærðum til þess að flíkin passi sem best. í íþróttum er einnig tekið ákveðið mið af því að fólk er mismunandi. í kúluvarpi hafa konur og karlar ekki sömu stærð af kúlum. í körfu- bolta era bömin með minni bolta en þeir sem eldri era o.s.frv. Sú staðreynd að við erum ólík krefst þess að aðbúnað á vinnustöðum sé hægt að laga að hveijum og einum. Aðlögun vinnu að einstaklingnum Ein mikilvægasta vörn gegn álagssjúkdómum er sú að vinnuað- stæður séu góðar. Vinna sem er þannig að fólk þarf að bogra við hana getur valdið álagseinkennum svo sem bakverk. Sá sem vinnur við of hátt borð á það á hættu að fá vöðvabólgu í axlir. Á flestum skrifstofum fær fólk stóla sem hægt er að stilla eftir þörfum starfsmanna og eftir því við hvað er unnið. Væntanlega dettur engum atvinnurekenda í hug að bjóða starfsfólki sínu upp á eldhús- stól til að sitja á við vinnu sína. í frystihúsum hafa hönnuðir tek- ið tillit til þess að starfsfólkið er mishátt. í flestum frystihúsum er nú hægt að stilla vinnuhæð starfs- manna eftir stærð einstaklingsins eða þeim verkefnum sem verið er að vinna við. Starfsfólki ber að nýta sér stillimöguleika búnaðarins og vera vakandi fyrir því að bæta vinnuaðstæður sínar. Handverkfæri Handverkfæri, s.s. hamra, sagir, hnífa, skæri, bora o.fl. þarf að hanna þannig að henti starfsfólki. Vinnuhendur era misstórar og því er nauðsynlegt að hafa mismunandi stærðir af verkfærum. Það hefur sýnt sig að þegar konur hafa farið Vinnuvernd í verki að vinna í hefðbundnum atvinnu- greinum karla t.d. byggingavinnu, vélaverkstæðum o.fl. þá era flest verkfærin hönnuð út frá karl- mannshendi. Það gerið því konum eða körlum sem era með smáar hendur erfitt fyrir að nota slík verk- færi. Afleiðingarnar verða þær að álagssjúkdómar era tíðari hjá þeim sem nota verkfæri sem passa illa. Þetta aukna áiag getur valdið sina- skeiðabólgu í úlnlið og sliti á vöðv- um og liðamótum fíngra og úlnliða. Innkaup og val á búnaði Sá starfsmaður sem annast inn- kaup á búnaði, vélum og verkfærum hjá fýrirtækjum ber mikla ábyrgð. Rangt val á búnaði eða verkfæram getur valdið því að starfsfólk fái álagssjúkdóma. Það er vinnuvernd í verki að fylgjast með því hvað er í boði og kaupa það sem hentar starfinu best ekki bara kaupa sömu hlutina af gömlum vana. Starfsmaður Vinnueftirlitsins úti á landi spurði verkstjóra í frysti- húsi af hveiju þeir hefðu ekki fleiri tegundir af hnífum íyrir starfsfólk Leifur Sveinsson „Mikil snjóþyngsli eru á Akureyri, viðbrigði frá tveim síðustu vetrum, sem voru að heita má snjólausir. En lífið hér á Akureyri gengur sinn vanagang, þótt háir snjóruðningar séu við allar götur.“ þriðjudaginn. Hann er manna lík- legastur til að átaka til hendinni í atvinnumálum Norðlendinga. Að minnsta kosti var hann kominn á axlaböndin í vélinni og kominn á fulla ferð í vinnu sinni. Vonandi glæðist sjávarafli, þann- ig að allir Eyfirðingar geti tekið undir með Hríseyingum, sem sungu eftirfarandi kvæði á Hríseyinga- móti 1. mars 1952: Já, oft var í eyjunni gaman er allt flaut í þorski og síld, þá dugði ekki dögunum saman að dreyma um ástir og hvíld. Menn urðu eins og unglömb á vori og enginn fékk hausverk né gikt því umhverfið ilmaði af slori sem er áfeng og hressandi lykt. Höfundur er lögfræðingur og býr ýmist í Reykjnvik eða á Akureyri. Hulda Ólafsdóttír í snyrtingu. Hann svaraði að það væri ekki aðra hnífa að fá hjá sölu- aðila. Þá hringdi eftirlitsmaðurinn í söluaðilann og spurði hvers vegna þeir hefðu ekki meira úrval af hníf- um. Svarið var „nú verkstjórarnir biðja ekki um neitt annað“. I rannsókn sem gerð var hjá Vinnueftirliti ríkisins á líkamlegum óþægindum fiskvinnslufólks þ.e. frá vöðvum, liðum og beinum kom í ljós að veruleg óþægindi voru frá úlnliðum. Það er líklegt að óheppi- legir hnífar eigi þar einhveija sök. Það er því full ástæða til þess að endurskoða val á þeim. Fyrir skömmu var ég stödd í fyr- irtæki til að halda fyrirlestur um vinnu við tölvu. Þá sá ég að verið var að bera inn fjölda tölvuborða. Öll tölvuborðin voru eins og af þeirri gerð sem ég get ekki mælt með. Eg spurðist fyrir um hvers vegna þessi borð væru keypt og svarið var „við höfum alltaf keypt þessi borð“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.