Morgunblaðið - 27.01.1993, Page 18

Morgunblaðið - 27.01.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 Byggðastofnun og Ames sættu gagnrýni á atvinnumálafimdi á Stokkseyri Taprekstur frystíhúss setur sveitarsjóð í mikinn vanda Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Heitur fundur á þorra Frá fundinum í Gimli á Stokkseyri. Ragnar Arnalds alþingismaður og stjórnarmaður í Byggðastofnun er í ræðustól. Pláss fyrir mig? Á sjötta hundrað leikskólapláss bæta væntanlega úr brýnni þörf margra fjölskyldna. Fimmnýir leikskólar áþessuári LEIKSKÓLAPLÁSSUM í Reykjavík mun fjölga um að minnsta kosti 576 á þessu ári samkvæmt upplýsingum sem fram komu í ræðu Markúsar Arnar Antonssonar borgar- stjóra, við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1993. Ráð- gert er að opna fimm nýja leikskóla á árinu. Þeir verða í Rimahverfi, Borgarholti II, Selási, Háskólahverfi og við Starhaga. Þá verður bætt við húsnæði leikskóla á Njálsgötu og í neðra Breiðholti og pláss- um fjölgað. Borgarstjóri gat þess að samn- ingaviðræður stæðu yfir við fóstr- ur um aukna hagræðingu í rekstri með það fyrir augum að fjölga plássum á leikskólum, sem fyrir væru. Hann sagði að fóstrur hefðu sýnt góðan vilja til samstarfs við Reykjavíkurborg um þetta verk- efni, sem leitt hefði til þess að plássum fjölgaði um 150 á nýliðnu ári á leikskólum, sem þegar voru í rekstri. Borgarstjóri sagðist hafa vonir um að álíka fjölgun yrði í næsta áfanga og gætu þá um 730 leikskólarými eða fleiri bæst við í Reykjavík á árinu 1993. Það yrði meiri fjölgun en nokkurn tíma á einu ári og meiri en meðaltalsfjölg- un á heilu fjögurra ára kjörtíma- bili þegar litið væri til þriggja kjör- tímabila frá 1978 til 1990. Selfossi. STJÓRN Árness hf. og starfsmenn Byggðastofnun- ar fengu harða gagnrýni á almennum fundi um atvinnu- mál sem haldinn var á Stokkseyri á mánudags- kvöld. Grétar Zophoníasson sveitarstjóri sagði að 60 störf í fiskvinnslu hefðu verið flutt frá staðnum. Stokkseyrar- hreppur hefur tapað 29,8 milljónum króna með niður- fellingu á skuldum og áfölln- um ábyrgðum vegna Hrað- frystihúss Stokkseyrar. Framreiknuð til núvirðis nemur þessi upphæð 43,5 milljónum króna. 32 milljónir af þessari upphæð eru vegna lána sem hreppurinn tók og gekk í ábyrgðir fyrir voru til hlutafjárkaupa í fyrirtæk- inu árið 1991. Frummælendur á fundinum voru Grétar Zophoníasson, Jón Gunnar Ottósson, Ragnar Arnalds stjómarmaður í Byggðastofnun, Eggert Haukdal alþingismaður og varamaður í stjórn Byggðastofn- unar, Guðni Ágústsson alþingis- maður og Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Gagnrýni frum- mælenda^ beindist að ákvörðun stjórnar Ámess að fiytja alla fisk- vinnslu fyrirtækisins til Þorláks- hafnar. Einnig voru starfsmenn Byggðastofnunar gagnrýndir harðlega, forstjóri hennar og full- trúi stofnunarinnar við samein- ingu Hraðfrystihúss Stokkseyrar og Glettings. Fjöldi starfa á burt Grétar Zophoníasson sveitar- stjóri sagði flutning fiskvinnslunn- ar jafnast á við það að 440 störf flyttust frá Selfossi. Hann sagði að sveitarsjóður Stokkseyrar- hrepps þyrfti á fyrirgreiðslu að halda til þess að standast þau áföll sem fylgdu því að rekstur Hrað- frystihússins hætti. Jón Gunnar Ottósson sem var einn fulltrúa Stokkseyringa á hlut- hafafundi Árness hf., sagði að til- laga hefði verið lögð fram á hlut- hafafundinum um að fresta flutn- ingi vinnslunnar frá Stokkseyri og hlutlausir aðilar fengnir til að fara yfír málið. Þessi tillaga hefði ekki fengist rædd en aftur verið sam- þykkt traustsyfírlýsing á stjórn og framkvæmdastjóra á fundinum. Hættulegt fordæmi Ragnar Arnalds stjómarmaður Byggðastofnunar sagði það sitt mat að það samkomulag hluthafa sem gért var við stofnun Ámess ætti að standa og að ákvarðanir um hagræðingu gætu ekki fellt það. Hann sagði það geta verið hættulegt fordæmi að rifta sam- komulaginu vegna þess að ekki væri ólíklegt að svipuð staða kæmi upp annarstaðar á landinu. „Við munum í framtíðinni hvetja fyrir- tæki til sameiningar en þá verðum við að geta treyst því að gert sam- komulag standi,“ sagði Ragnar. Hann sagði að Símon Kærnested löggiltur endurskoðandi og Hönn- un hf. hefðu verið fengin til að vinna athugun og skýrslu um ákvörðun stjórnar Árness hf. að flytja vinnsluna frá Stokkseyri. í máli hans kom fram að stjóm stofnunarinnar hefði ákveðið _að skipa nýjan fulltrúa í stjóm Ár- ness hf. Brást Byggðastofnun? Eggert Haukdal alþingismaður sagði að starfsmenn Byggðastofn- unar hefðu brugðist í málinu og sagðist vera óhress með vinnu- brögð stjórnar fyrirtækisins, þau væru ekki traustvekjandi. Hins vegar sagði hann að finna þyrfti lausn fyfir alla byggðina. Margrét Frímannsdóttir gagn- rýndi störf fulltrúa Byggða- stofnunar við sameiningu fyrir- tækjanna. „Við vorum ósátt við Byggðastofnun og þá einkum for- stjórann," sagði Margrét. Hún sagði að það hefði verið margítrek- að á öllum fundum að það væm fullkomlega tryggt að jöfn vinna yrði á báðum stöðum. Fulltrúar Byggðastofnunar, Guðmundur Malmquist forstjóri og Sigfús Jónsson hefðu fullyrt að full trygg- ing væri fyrir þessu. Hún sagði að Stokkseyringar hefðu í einu og öllu fylgt ráðum stofnunarinnar og ábyrgð hennar væri þvl mikil á því hvernig framtíðin yrði á Stokkseyri. „Nú eru allar efasemd- ir okkar komnar fram og okkur hefur fundist vanta á að fylgst væri með því að samkomulagið væri haldið. Hún benti á að það væri erfitt fyrir einstæðar mæður og eldri konur að fara um langan veg til vinnu eins og raunin væri fyrir Stokkseyringa sem störfuðu hjá Árnesi. Guðni Ágústsson sagði vandann stóran en ekki yrði snúið aftur úr sameiningunni. Mikilvægt væri að Byggðastofnun fengi niðurstöðu í það hvaða áform væru uppi um hraðfrystihúsið, húsnæði Árness hf., á Stokkseyri, hvort það ætti sér framtíð ef Þróunarsjóður keypti það. Hann varaði við áhrif- um deilna á Ámes hf. og sagði að menn þyrftu að standa saman um að endurreisa atvinnulífið. Fundurinn á Stokkseyri var vel sóttur og nokkrar umræður urðu eftir framsöguræður. Þung um- ræða var gagnvart Byggðastofnun og stjórn Arness og veruleg gagn- rýni á stjórnarmenn þar kom fram í máli vel flestra. í lok fundarins voru samþykktar tvær tillögur, önnur um að beina því til Héraðs- nefndar Ámessýslu að hún for- dæmdi þær aðgerðir stjórnar Ár- ness hf. að flytja alla fiskvinnslu frá Stokkseyri. Hin tillagan var um að beina því til þingmanna að þeir útveguðu fjármagn til þess að koma á fót iðnaðarfyritæki með góða arðsemi og sem gæti veitt 30 manns atvinnu. Sig. Jóns. Kven- og safnaðarfélög Reykjavíkurprófastsdæma Aðstoð við starfsemi Sólheima í Grímsnesi TUTTUGU fulltrúar frá kven- og safnaðarfélögum Reykjavíkurpróf- astsdæma, sem hafa tekið sig saman til þess að aðstoða starfsemina á Sólheimum í Grímsnesi, hittust í morgunkaffi í biskupsbústaðnum laugardaginn 23. janúar sl. Á síðasta ári gáfu félögin styttu í lystigarð sem þar er verið að setja upp. Ebba G.B. Sigurðardóttir, eiginkona bisk- ups, sagði að á þessum fundi hefði verið skipst á skoðunum um áframhaldandi sam- starf félaganna. En aðalmarkmið samstarfs- ins væri að hlúa að starfsemi Sólheima. Hún sagði að tilefni heimboðsins á laugardaginn hefði einnig verið að sýna að hið mikla sjálf- boðaliðastarf sem unnið væri í þessum félög- um væri mikils metið. Samstarfið hófst fyrir tveimur árum Að sögn Ebbu hófst þetta samstarf kven- og safnaðarfélaganna fyrir tveimur árum. Þá var ákveðið að aðstoða við að koma upp Iystigarði á Sólheimum með því að gefa styttuna Sáðmanninn eftir Ríkarð Jónsson. Börnin hans gáfu höfundarréttinn en félög- in sáu um annan kostnað. Ebba sagði að styttan hefði verið afhjúp- uð með viðhöfn í haust. Sjötíu fulltrúar frá félögunum hefðu verið viðstaddir athöfnina og hefði þeim verið mjög vel tekið. Morgunblaðið/Þorkell Vel heppnuðu samstarfi haldið áfram Tuttugu konur frá kven- og safnaðarfélögum Reykjavíkurprófastsdæma komu saman í biskupsbústaðnum nýverið til þess að ræða um áframhaldandi stuðning við starfsemina á Sólheimum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.