Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 19

Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ í:i.‘íU MA'JHAl. .V MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 Li il'Jl'AG'UliVGHf UKIA tt Hjúkrunarfræðingar Lausnin vandfundin - segir heilbrigð- isráðherra „Hjúkrunarfræðingar hafa sett fram kröfur um almennar launa- hækkanir, sem samsvara um 40 þúsund króna launahækkun á mánuði að meðaitali. Þetta sem þeir nefna launaleiðréttingu kall- ar auðvitað á endurskoðun kjara- samninga. Aðaivandinn við lausn á deilunni er sá, að 420 einstaki- ingar í hjúkrunarfræðingastétt eru ekki réttur samningsaðiii, heldur ber að semja um endur- skoðun kjarasamninga við stéttar- félög þeirra," sagði Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráð- herra, í samtali við Morgunblaðið. Ekki náðist í talsmann hjúkrunar- fræðinga í gærkvöldi, en samn- ingafundur stóð þá enn. I gær hélt stjórnarnefnd Ríkisspít- alanna fund með fulltrúum hjúkrun- arfræðinga og Ijósmæðra á Landspít- ala, að sögn Sighvats, en hann sagði erfitt að finna lausn á málinu til að koma í veg fyrir að þessir hópar hætti störfum 1. febrúar. Hjúkrunar- fræðingar færu fram á 3-5 launa- flokka hækkun og viðbótarhækkun fyrir fasta yfirvinnu. „Launaflokka- hækkunin samsvarar 9-15 þúsund króna hækkun mánaðarlauna og um 30 tímar í fastri yfirvinnu samsvara um 30 þúsund krónum. Slíkar kröfur falla undir endurskoðun kjarasamn- inga.“ Sighvatur sagði að hjúkrunar- fræðingar vísuðu til þess, að breyt- ingar hefðu verið gerðar á Borgar- spítalanum. „Þar voru málavextir þeir, að 52 hjúkrunarfræðingar voru í hálfu starfi og fengu yfirvinnu greidda fyrir það sem vantaði upp á heilt starf. Þannig voru laun þeirra samsvarandi launum fyrir 125% starf. Það var samið við þá um að þeir yrðu ráðnir í fullt starf, gegn því að hækká um 3-5 launaflokka. Kostnaðaraukinn var því enginn fyr- ir sjúkrahúsið. Hjúkrunarfræðingar á Landspítala vilja hins vegar al- mennar launahækkanir til allra, hvort sem um fullt starf er að ræða eða ekki, auk fastrar yfirvinnu. í þessu máli vantar því bæði peninga hjá Ríkisspítulunum ti! að ganga að kröfunum og viðsemjanda fyrir ríkið. Þá felst auðvitað sú hætta í þessu að við förum í vítahring almennra launahækkana." verdens k‘ent «om | Se tegene £dl 's™™- 6r dod, HM- i 00613 vevet i hler* 1rT'isbruk I te holdt mILA 1n skui- / ---- * ™ ’nhan/ The world’s strongest ____________ HggHHffi ” noiot SO' inskul- man, 32, oN' a. "JS Birna Helgadot ^ REYKJAVIK §uu lSSs^r0nges‘™^- javik, Iceland. yk [ Sigmarsson, four times win- ner 0f the World’s Strongést 1'"^, S » WaS awardedgthe T?‘e °.f Sjrongest Man of All I I ?e in, ,i987 after defeating other strongmen such a? Britain s Geoff Capes in feahs f aint caLcafrying, truck-drag- ! gtrig and caber-tossing. * ^^^jo^ouncer, Sigmars. Nokkrar greinanna Meðal þeirra fjölmörgu erlendu blaða sem undanfarið hafa fjallað um Jón Pál Sigmarsson og fráfall hans eru Aftenposten í Noregi, breska blaðið The Times og einnig The European. Fréttir iim fráfall Jóns Páls í blöð- um víða erlendis ERLEND blöð hafa birt fréttir um fráfall Jóns Páls Sigm- arssonar. Vikublaðið The European birti til að mynda frétt um andlát hans á forsíðu og breska blaðið Times fjallaði um Jón Pál í gær. Þá rakti sjónvarpsstöðin Euro- sport feril Jóns Páls um helgina. í greinum blaðanna er stiklað óttist að steranotkun sé orsök á stóru í ferli Jóns Páls sem afl- raunamanns og sagt að hann hafi verið kallaður „víkingurinn“ vegna litríks keppnisstíls. Hann hafi unnið keppnina sterkasti maður heims fjórum sinnum og hlotið titilinn sterkasti maður allra tíma árið 1987. European segir. að í viðtali við blaðið á síðasta ári hafi Jón Páll þakkað árangur sinn og krafta heilbrigðu líferni, því að hann væri afkomandi víkinga og val- kyija og að hann hefði alltaf hlýtt móður sinni. Getgátur um stera I blaðafréttunum er bent á að Jón Páll sé í hópi íþróttamanna sem hafi dáið á besta aldri að undanförnu, og sagt að læknar se sumra þessara dauðsfalla. í norska blaðinu Aftenposten er fullyrt að steranotkun hafi leitt Jón Pál til dauða og vitnað er í ónafngreindan lækni því til sönn- unar. í frétt Times er sagt að ekki sé búið að fá úr því skorið hvað hafi orðið Jóni Páli að ald- urtila en sagt að grunur leiki á að steranotkun hafi komið við sögu. Sendiherra kom með ábendingu Heigi Ágústsson, sendiherra Islands í London, hafði samband við Times í gær og benti á að í íslenskum fjölmiðlum hefði komið fram að banamein Jóns Páls var kransæðastífla og engin merki hefðu fundist um lyfjanotkun. Mótmæla háu verði á númerum á vsk. bfla MÓTMÆLABRÉF hafa borist bæði dómsmálaráðherra og Ijármálaráðherra vegna kostnaðar við ný skráningarnúmer á svokölluðum vsk. bílum sem notaðir eru í atvinnu- rekstri. Það eru Vinnuveitendasamband íslands og Verslun- arráð Islands sem gera athugasemdir við gjaldtöku vegna fyrirskipaðra númerabreytinga. Þessi kostnaður á við þá bíla sem voru skráðir áður en sérstök númeraspjöld voru gerð skyld samkvæmt lögum 1. janúar sl. Vogamenn uppiskroppa með teppi Vogum. HANNES Jóhannesson, for- maður Björgunarsveitarinnar Skyggnis í Vogum, segir sveit- ina hafa orðið uppiskroppa með teppi og sokka til að hlynna að fólki sem var komið í húsnæði sveitarinnar eftir hrakninga á Strandarheiði aðfaranótt sunnudags. Fólk var flutt úr 40-50 bílum á svæðinu frá Vogum að Kúa- gerði með bílum frá Skyggni og Hjálparsveit skáta í Njarð- vík og fólksflutningabílum. Skyggnismenn voru beðnir um aðstoð kl. 4.30 aðfaranótt sunnudagsins og voru að til kl. 3 síðdegis. Vegna þess hve óvenjumikið hefur snjóað á Suð- urnesjum hafa sveitinni borist mörg útköll þar sem liðið er af árinu. - E.G. Ari Edvald, áðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagði við Morgunblaðið að hann ætti ekki von á því að kostnaður vegna nýrra númera yrði lagður niður. Það væru skattayfirvöld sem tækju ákvarðanir um þessar greiðslur. Verslunarráð og Vinnuveit- endasamband mótmæla því að eig- endur bíla, sem eru notaðir í at- vinnurekstri, þurfi að borga fullt gjald fyrir nýju skráningarnúmer- in og að eigendur þurfi jafnframt að færa bílana til sérstakrar skoð- unar á eigin kostnað. I mótmæla- bréfunum kemur m.a. fram að ekki yrðu gerðar athugasemdir ef bíleigendur þyrftu að greiða fram- leiðslukostnað nýju skráningar- númeranna en hvorki séu til laga- leg né efnisleg rök fyrir öðrum kostnaði við númerabreytinguna. Einnig er bent á að sérstök skoðun sé óþörf og hana sé hægt að fram- kvæma samhliða aðalskoðun bíl- anna. Lagaheimild vantar Jónas Fr. Jónsson hjá Verslun- arráði íslands sagði að þessi núm- eraskráning væri tekin upp í hreinu upplýsingaskyni fyrir ríkið og í lagaheimildum fyrir þessu nýja skráningarkerfi væri hvergi minnst á gjaldtöku. Þessi gjald- taka væri langt yfir kostnaðar- verði og hægt væri að leiða ýmis rök að því að þetta væri skattur. Jónas sagði að lokum að sam- kvæmt umboðsmanni Alþingis þurfi mjög ríka lagaheimild til þess að leggja svona gjöld á. Gjaldstofn fast- eignaskattanna hækkar um 4,9% SAMKVÆMT fasteignaskrá 1. desember er álagningarstofn fasteignaskatta sem innheimtir eru á þessu ári 915 milljarðar króna og hefur hækkað úr 872 milljörðum frá fyrra ári. Heildarhækkun álagningarstofns fasteignaskatta á landinu öllu á þessu ári er því 4,9%. Þetta er talsvert umfram fram- reikning á fasteignamati á milli ára og að sögn Magnúsar Ólafssonar hjá Fasteignamati ríkisins er mestur hluti hækkun- arinnar til kominn vegna endurmats og nýrra fasteigna sem metnar hafa verið. Samkvæmt þeim upplýsingum um gjaldskrár sem borist hafa til Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ekkert sveitarfélag tilkynnt hækkun á álagningarprósentunni á þessu ári en Kópavogur hefur ákveðið lækkun hlutfallsins úr 0,485 í 0,460 og í Hveragerði lækk- ar úr 0,41% í 0,395%. í öðrum kaup- stöðum er prósentan óbreytt. Fasteignamat hækkar um 3,5% og þar af meira Fasteignamat íbúðarhúsa og lóða hækkaði um 3,5% 1. desember sl. nema á Höfn, Eyrarbakka, Stokks- eyri og Hveragerði þar sem hækkunin var 7% og á Kjaiarnesi, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöð- um og Selfossi. Þar var hækkunin 12%. Atvinnuhúsnæði hækkaði um 1%. lnnilegar þakkir til allra þeirra skyldmenna og vina, sem glöddu mig á afmælisdegi mínum 20. janúar. Guð blessi ykkur öll. Laufey Þorvarðardóttir Kolbeins. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - simi 17800 Skrcming stendur yf ir Skráning fyrir framan skrifstofu skólans í síma 17800. Skrifstofan er opin mánud. - fimmtud. frá kl. 14-16. V í j'. Ágæti rafmagnsnotandi. Þarft þú að láta gera við raflögnina hjá þínu fyrirtæki eða heima hjá þér Við erum tilbúnir til að aðstoða þig. Endurnýjum gamlar raflagnir og bætum við nýjar Skiptum um perur og yfirförum lampa Lagfærum rafmagnstöfluna og setjum lekastraumsrofa Gerum við dyrasímann eða setjum nýjan. Leggjum símalagnir, loftnetslagnir og tölvulagnir. Teiknum raflagnir og hönnum lýsingarkerfi @ RAFMAGNSÞJÓNUSTAN xKristján Sveinbjörnsson löggiltur rafvirkjameistari Sími 654330 farsími 985 29120 Boðtæki 984 51415 EGIA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.