Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 22

Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, simi 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Menntastefna í réttum farveg-i Nefnd um mótun menntastefnu hefur skilað Ólafi G. Einars- syni menntamálaráðherra tillögum um breytingar á menntastefnunni. Tillögur þessar eru margvíslegar og taka einkum til tveggja skóla- stiga, þ.e. grunnskólans og fram- haldsskólans. í fljótu bragði virðast margar þeirra til þess fallnar að vinna bug á þeim vanda, sem menntakerfi íslendinga hefur að mörgu leyti verið í á undanförnum árum. Skólarnir hafa búið við vax- andi gagnrýni fyrir kröfuleysi í garð nemenda sinna og skort á skilvirkni og árangri. Sú grein í núverandi framhalds- skólalögum, sem kveður á um að allir, sem Iokið hafí grunnskóla- prófi, án tillits til árangurs, eigi rétt á að fara í framhaldsskóla, hefur bæði latt nemendur til náms í grunnskólanum og spillt fyrir metnaðarfullu skólastarfí í fram- haldsskólum. í tillögum nefndar- innar er nú gert ráð fyrir að nem- endur verði að uppfylla strangari kröfur á grunnskólaprófi (fá 6 eða hærra í einkunn) en nú er, til þess að geta viðstöðulaust hafið nám til stúdents- eða starfsmenntaprófs í framhaldsskóla. Auk þessara námsbrauta framhaldsskólans er lagt til að boðið verði upp á skemmra nám. Annars vegar skuli þeir, sem ekki ná lágmarksein- kunninni 5 á grunnskólaprófinu, eiga kost á fornámi í eitt ár, en að því Ioknu fái menn að þreyta grunnskólapróf á ný. Hins vegar verði boðið upp á eins árs gagn- fræðanám, sem Ijúki með fram- haldsskólaprófi. Þeir, sem vilja hefja slíkt nám, verða að hafa lok- ið grunnskólaprófi með lágmarks- einkunninni 5. Nái menn tilskilinni einkunn. á framhaldsskólaprófi, geti þeir haldið áfram starfsnámi eða námi til stúdentsprófs. Lagt er til að skólaárið í framhaldsskól- anum verði lengt. Þetta ætti að gera það kleift að stytta framhalds- skólann um ár, en hér á landi tek- ur fólk yfirleitt stúdentspróf um tvítugt í stað þess að ljúka því 18 eða 19 ára eins og gerist í ná- grannalöndunum. Með upptöku fornáms er vænt- anlega hægt að koma í veg fyrir að nemendur, sem ekki standast kröfur í grunnskóla, lendi á til- gangslausum þvælingi í framhalds- skóla eins og nú er því miður oft raunin. Mikilvægt er að í slíku námi verði tíminn nýttur til að að- stoða nemendur við að finna réttu námsleiðina í framtíðinni. í skýrslu nefndar menntamálaráðherra segir að á undanförnum árum hafi ofur- áherzla verið lögð á bóklegt fram- haldsskólanám til stúdentsprófs, en sérhæft starfsnám skipi hér mun lægri sess en í nágrannalöndum okkar og framhaldsskólarnir líði fyrir skort á tengslum við atvinnu- lífið. Lagt er til að starfsnám verði stóreflt og verði samstarfsverkefni ríkisvaldsins og viðkomandi starfs- greina. Þessar hugmyndir eru af jákvæðum toga. Öflugt atvinnulíf þarf ekki eingöngu á að halda fólki með svokallaða „æðri menntun", þ.e. háskólapróf, heldur vel þjálf- uðu starfsliði á öllum sviðum. Forráðamenn Háskóla íslands hafa kvartað undan því að margir stúdentar komi til náms við skólann illa undirbúnir og skorti jafnvel undirstöðukunnáttu í íslenzku, er- lendum málum og stærðfræði. Rætt hefur verið um að koma á inntökuprófum við skólann til þess að fækka þeim, sem hætta námi á fyrsta ári vegna ónógrar undir- stöðu. Nefndin um mótun mennta- stefnu telur vænlegri kost að koma á samræmdum stúdentsprófum í tilteknum kjarnagreinum. Þessum tillögum ber að fagna. Háskóli ís- lands og aðrar háskólastofnanir, hér á landi sem erlendis, þurfa að geta tekið íslenzkt stúdentspróf, frá hvaða framhaldsskóla sem er, gott og gilt. Hins vegar má ekki falla í þá gryfju að samræma kröf- ur á stúdentsprófí „niður á við“. Þvert á móti ber að setja jafnströng skilyrði á hinu nýja stúdentsprófi og nú eru sett í þeim skólum, sem gera mestar kröfur til nemenda sinna. Jafnframt þarf að huga að því að sérkenni góðra skóla fái að njóta sín áfram. Skólakerfið hefur verið gagnrýnt fyrir mismunandi gæði kennslu eft- ir skólum og jafnframt að próf þau, sem lögð eru fyrir nemendur, mæli alls ekki raunverulega getu þeirra. Lestrar- og íslenzkupróf hafa einkum verið nefnd í þessu sambandi. í tillögum nefndarinnar er lögð mikil áherzla á samræmdar mælingar á frammistöðu nemenda í grunnskólum, meðal annars með samræmdum prófum eftir 4. og 7. bekk og eftir 10. bekk eins og nú er. Þá leggur nefndin til að eftirlit með kennslustarfí verði bætt, gerð- ar úttektir á skólastarfi í auknum mæli og komið á markvissri gæða- stjórnun innan skólanna. Allt ætti þetta að stuðla að auknum fagleg- um metnaði skólastjórnenda og kennara og skilvirkara menntakerfi í heild. Mikilvægt er að þeim breyting- um, sem lagt er til að verði gerðar á menntakerfinu, verði hrundið í framkvæmd í góðri samvinnu yfir- valda, skólastjórnenda og kennara — og ekki sízt í samráði við for- eldra nemenda. Menntakerfið hefur á undanförnum áratugum farið nokkrar kollsteypur og breytingar hafa verið gerðar, sem ekki hafa allar verið af hinu góða. Vonandi næst góð samstaða um mennta- stefnu, sem nær að þróast með eðlilegmn hætti og skilar íslenzku atvinnu- og menningarlífi vel menntuðu og hæfu starfsliði. Fagna ber því að skólamál og menntastefna eru til umræðu, enda hefur það varla verið brýnna en nú. Efla þarf grundvallarmenntun, bæði í því skyni að fólk með próf úr íslenzkum skóla standi sig á erlendum vettvangi og að það beri íslenzkum uppruna sínum gott vitni. Aldar- afmælis minnst Fjölskylda Valtýs Stefánssonar og konu hans Kristín- ar Jónsdóttur kom saman í Ársal Hót- els Sögu í gær, ásamt gömlum vin- um og samstarfs- mönnum Valtýs og forsvarsmönnum Morgunblaðsins og Skógræktarfélags íslands, til að minnast þess að 100 ár eru Iiðin frá fæðingu Valtýs. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins um nær fjögurra áratuga skeið og einn af frumkvöðl- um skógræktar á íslandi. Morgunblaðið/Sverrir Aldarafmælis Valtýs Stefánssonar minnst með ritun ævisögn hans FJÖLSKYLDA Kristínar Jónsdóttur og Valtýs Stefánssonar, gamlir vinir og samstarfsmenn ásamt forsvarsmönnum Morgun- blaðsins og Skógræktarfélags íslands minntust þess í gær, 26. janúar, að þann dag voru 100 ár liðin frá fæðingu Valtýs. Hann var ritsljóri Morgunblaðsins 1924 til 1963 og jafnframt einn helsti frumkvöðull skógræktar hér á landi. Við þetta tækifæri var tilkynnt sú ákvörðun sljórnar Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, að láta setja saman ævisögu Valtýs Stefánsson- ar og sjá um útgáfu hennar þegar efnið liggur fyrir. Hulda Valtýsdóttir, varaformaður stjórnar Árvakurs og formaður Skógræktarfélags íslands, bauð til þessa hófs sem haldið var í Ársal Hótels Sögu til að heiðra minningu föður hennar. Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, las þar upp eftirfarandi samþykkt stjórnar Árvakurs hf.: „í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Valtýs Stefánssonar ritstjóra hefur stjórn Árvakurs ákveðið að láta setja saman ævisögu hans og sjá um útgáfu hennar þeg- ar efnið liggur fyrir. Valtýr Stefánsson var ritstjóri Morgunblaðsins um nær fjögurra áratuga skeið og æviatriði hans hljóta því að vera öðrum þræði saga Morgunblaðsins enda verður að því stefnt að sótt verði fanga í blaðið sjálft. Engin heimild er viðameiri um ævi Valtýs en blaðið sem hann stjórnaði öll þessi ár. I því birtast hugmyndir hans og hugsjónir, ekki síst um menningar- og ræktunarmál. Er þess vænst að verki þessu megi ljúka eins fljótt og kostur er, en augljóst að mikið starf er fólgið í könnun þess efnis og ritvinnslu þess. Það er von stjórnar Árvakurs að vel geti til tekist og slíkt verk verði þó nokkur bautasteinn um hið merka lífsstarf Valtýs Stefánsson- ar.“ Kristín Gunnarsdóttir, dóttur- dóttir Valtýs, þakkaði af hálfu nán- ustu fjölskyldu og dóttursonur Val- týs, Kjartan Thors, sonur Helgu heitinnar Valtýsdóttur leikkonu, lýsti minningum úr bernsku um afa og ömmu á Laufásveginum, Valtý og konu hans, Kristínu Jónsdóttur listmálara. Skógræktarfrumkvöðull Sveinbjörn Dagfinnsson, varafor- maður Skógræktarfélags íslands, rakti þátt Valtýs í stofnun Skóg- ræktarfélags íslands alþingishátíð- arárið 1930 og hvernig félagið hefði notið krafta hans allt síðan. Valtýr var meðstjórnandi í félaginu frá 1930 til 1940 að hann tók við for- mennsku. Henni gegndi Valtýr allt til ársins 1961 að hann baðst undan endurkjöri og var þá gerður að heið- ursfélaga. Sveinbjörn gat þess að Skógræktarfélag íslands nyti þó enn Valtýs Stefánssonar, því að Hulda dóttir hans hefði verið formaður félagsins frá árinu 1981 fram á þennan dag. Á þeim tíma hefði fé- lagið orðið að fjöldahreyfingu því að félagsmenn væru nú alls um 7.000 talsins í um 50 aðildarfélöjg- um, og væri Skógræktarfélag Is- lands þar með Iíklega íjölmennustu félagssamtök áhugamanna á land- inu utan fþróttahreyfingarinnar. Stofnfélagar árið 1930 voru á hinn bóginn 260. Þá kvað Sveinbjörn skógræktarmenn frá dögum Valtýs jafnan hafa átt öflugan bakhjarl þar sem Morgunblaðið væri. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, fékk því næst gesti til að taka saman lagið í eins konar þjóðsöng skógræktarmanna, og Guðrún Jónsdóttir, systurdóttir Valtýs Stefánssonar, lýsti áformum fjölskyidu sinnar um að gróðursetja um 1.000 plöntur á jarðarparti í landi Gijóteyrar í Andakíl til minn- ingar um Valtý. Dæmi BSRB um hækkanir vegna nýrra reglugerða heilbrigðisráðherra Hækkanir sem sjúklingar þurfa að bera eru 20-400% BSRB lýsir áhyggjum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í velferð- armálum og telur reglugerðir heilbrigðisráðherra sem tóku gildi á mánudag og í síðustu viku um greiðslur almannatrygg- inga á lyfjakostnaði og hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu hafa í för með sér álögur á sjúklinga sem efnalítið fólk fái ekki lengur risið undir. Þá beinir BSRB því til ríkisstjórnarinnar hvort þetta sé samkvæmt stefnu henn- ar og áætlun og til þingmanna Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks hvort þessar ráðstafanir séu með þeirra vitund og vilja. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendi frá sér í gær. BSRB nefnir þar dæmi um þann kostnað sem sjúklingar beri. Fyrst er tekið dæmi af krabbameinssjúklingi í meðferð á göngudeild sjúkrahúss, sem þarf á níu meðferðarvikum að halda. Fýrstu vik- una kemur hann fímm daga vikunn- ar, fer einu sinni í blóðrannsókn og þarf að greiða samtals 6.900 krónur. Sé um umframkostnað að ræða ber honum að greiða 40% af honum, en í dæmi BSRB er ekki gert ráð fyrir því. Næstu tvær vikurnar kemur sjúkl- ingurinn tvisvar, fer í blóðrannsókn í bæði skiptin og greiðir samtals 1.800 krónur. Þessi meðferð er endurtekin tvisvar, en þegar sjúklingurinn hefur náð 12.000 króna markinu greiðir hann einn þriðja af gjaldinu. Áður en ný reglugerð tók gildi á mánudag þurfti hann ekki að greiða umfram 12.000 krónur á ári. Fyrir alla með- ferðina þá greiðir sjúklingurinn nú 16.700 krónur, sem er 40% hækkun. BSRB bendir á að sums staðar, þar á meðal á stærsta sjúkrahúsinu, hafí sjúklingar ekki þurft að greiða neitt gjald og nemi álögur nú því 16.700 krónum. Lyfjakostnaður eykst BSRB segir að ekki sé öll sagan sögð, því ný reglugerð um greiðslur almannatrygginga á lyfjakostnaði hafi tekið gildi í síðustu viku, sem hafí í för með sér að sjúklingar greiði meira fyrir lyfín. Dæmi er tekið um lyfja- kostnað krabbameinssjúkiings. Sjálft krabbameinslyfið verður áfram ókeyp- is, en breyting verður á kostnaði sjúkl- ingsins vegna lylja við fylgikvillum krabbameinsins, svo sem sýklalyfjum, vægum verkjalyfjum og kvíðastillandi og róandi lyfjum. Ekki sé enn ljóst hvort sjúklingurinn muni fá áfram Sighvatur sagði að breytingarnar nú þýddu að hlutur sjúklinga í lyfla- kostnaði færi úr um 24% í 31-32%. „Við erum því núna með álíka hátt hlutfall sem sjúklingar greiða af lyfja- kostnaði og að meðaltali í löndunum í kringum okkur," sagði hann. „Þá eru bein útgjöld vísitölufjölskyldunnar vegna heilsugæslu og heilbrigðisþjón- ustu innan við 3% af samanlögðum útgjöldum hennar, sem er talsvert lægra en meðalútgjöld fjölskyldunnar vegna kaupa á áfengi og tóbaki. Þrátt fyrir þær hækkanir sem vissulega verða nú erum við í hópi þeirra þjóða þar sem mestöll útgjöld heilbrigðis- lyfjakort vegna þessara lyfja eins og hann hafði áður eða hvort hann þarf að greiða sum þeirra að fullu. Fyrir breytinguna greiddi sjúkling- urinn sem BSRB tekur dæmi af 2.336 kr. fýrir þriggja mánaða skammt af þeim fjórtán lyljum sem hann tók. Fái hann áfram lyfjakort þarf hann að greiða 5.863 kr. og nemur hækkun- in þá 150%. Fái hann ekki kort nemur hækkunin tæpum 400%, því þá þarf hann að greiða 11.371 kr. BSRB tekur einnig dæmi um barn sem taka þarf úr nefkirtla og setja þjónustunnar eru borin af því ópin- bera. Það er reynt að hlífa aldraða fólkinu, öryrkjunum og bömunum, svo sem kostur er. Þó svo að hækkunin virðist mikil reiknuð í hundraðshlutum verða menn að átta sig á að það er verið að tala um tiltölulega lágar fjár- hæðir.“ Sighvatur sagði að í því dæmi BSRB, þar sem talað er um að krabba- meinssjúklingar hafí ekki þurft að greiða neitt gjald á göngudeildum á stærsta sjúkrahúsinu og því séu álög- urnar í raun hærri eftir að sú gjald- taka byijaði, sé ekki við reglugerð rör í bæði eyru. Áður hafí þetta kost- að 3.000 kr. en kosti nú 5.080 kr. Reikna megi með að bamið komi þrisvar í eftirlit og kosti hvert skipti nú 1.293 kr. en hafí kostað 1.500 kr. Heildarkostnaður nú nemi 8.959 kr. en hafi áður kostað 7.500 kr., sem sé tæplega 20% hækkun. Síðasta dæmi BSRB er um konu sem fer í móðurlífsaðgerð þar sem hún er svæfð og leg skafíð. Áður hafí þessi aðgerð kostað 3.000 kr. en kosti nú 6.627 kr. Þetta sé hækkun sem nemi 120%. ráðherra að sakast. „Landspítalinn, einn sjúkrahúsa, ákvað sjálfur undan- farin ár að innheimta ekki gjald af göngudeildarsjúklingum sem leituðu sér krabbameinslækninga. Öll önnur sjúkrahús sem veita slíka göngudeild- armeðferð hafa hins vegar alltaf inn- heimt þetta gjald. Stjómamefnd Rík- isspítalanna ákvað að hætta að veita þessa undanþágu frá og með síðustu áramótum, svo nú sitja allir krabba- meinssjúklingar við sama borð, án til- lits til þess hvort þeir fá meðferð á Landakoti eða Landspítala. Þetta er alfarið ákvörðun stjórnamefndar Rík- isspítalanna, en nú er komið samræmi í innheimtuna. Svo geta menn deilt um hvort allir eigi að innheimta gjöld- in, eða allir að sleppa því. Það eru hins vegar ýmsir sjúklingar aðrir en krabbameinssjúklingar sem einnig eru haldnir erfíðum sjukdómum, t.d. geð- rænum kvillum, sem leita sér lækn- inga á göngudeildir og þeir hafa aldr- ei verið undanþegnir greiðslum," sagði heilbrigðisráðherra. Hlutdeild sjúklinga í kostnaði sú sama o g í lðndum Evrópu - segir Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra „ALDRAÐ fólk og öryrkjar þurfa aldrei að greiða nema þriðjung af því sem aðrir greiða. Þá er sett hámark á þenn- an kostnað, sem er 3.000 kr. á aldraða og öryrkja á tólf mánaða tímabili en 12.000 krónur fyrir aðra. Þegar þeim útgjöldum er náð þá fær fólk afslátt og greiðir aðeins einn níunda hluta af því sem almenna gjaldið er. Þá er vert að benda á að hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði hér á landi er nú sú sama og að meðaltali í Evrópulöndunum," sagði Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra. Samþykkt með miklum meirihluta að breyta SIF í hlutafélag Hlutafé mun nema um hálfum milljarði króna Yfirgnæfandi meirihluti eigenda samþykkur breytingunni YFIRGNÆFANDI meirihluti eigenda að Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda, eða 96,55%, samþykkti á félags- fundi á Hótel Sögu í gærdag að breyta SÍF í hlutafélag. Jafn- framt var samþykkt á fundinum í framhaldi af þessu að Ieggja SIF niður í núverandi mynd en SÍF hf. verður dótturfyrir- tæki gamla SÍF fram að 1. mars er hlutafélagið verður form- lega stofnað. Hlutafé í SÍF hf. mun nema um 500 milljónum króna. Hin endanlega upphæð mun ákvarðast af stöðu efna- hagsreiknings SÍF við breytinguna 1. mars. AIIs eru skráðir eigendur að séreignasjóðum SÍF nú um 700 talsins og því verður um almenningshlutafélag að ræða og í framtíðinni er áformað að skrá félagið á Verðbréfaþingi Islands. Svæðafundir víða um Iand Rætt um hlutafélag Hluti fundargesta á hluthafafundi SÍF í gær þar sem samþykkt var að breyta SÍF í hlutafélag. Morgunblaðið/Þorkell Dagbjartur Einarsson, stjórnarfor- maður SÍF, setti félagsfundinn og mælti fyrir breytingunni en stjórn SÍF hafði 15. desember sl. samþykkt sam- hljóða að mæla með því við framleið- endur að þeir samþykktu að breyta séreignasjóðum sínum í hlutafé í fyr- irhuguðu hlutafélagi SÍF hf. Til þessa er heimild samkvæmt 4. grein laga SÍF. í upphafi máls síns sagði Dagbjart- ur m.a.: „Ef félagsfundur samþykkir tillögu stjórnar mun stjórnin nýta sér heimildina í lögum og stofna hlutafé- lag sem mun til dæmis frá 1. mars 1993 taka yfir rekstur, eignir og skuldir SÍF. Þannig ætti að vera til- tölulega auðvelt að gera upp gamla SÍF og flýta fyrir því að framleiðend- ur fái í hendur hlutabréf í SÍF hf. Að félagsmenn fái bréf fljótt í hendur og geti þá ráðstafað þeim, það er selt þau eða sett að handveði, vegur þungt hjá þeim aðilum sem hafa verið að óska eftir greiðslu úr sjóðum sínum undanfarna mánuði í kjölfar gjald- þrota eða sameiningar fyrirtækja þeirra.“ í máli Dagbjarts kom fram að stjórn SÍF hefur haldið 12 svæðafundi víðs vegar um landið í þessum mánuði til að kynna breytinguna og að á þessa fundi hafi samtals mætt rúmlega 200 framleiðendur sem fara með um 75% af atkvæðamagni SÍF samkvæmt kjörskrá í dag. „Ég verð að segja eins og er að það var verulega ánægjulegt að sjá og heyra hve góðar viðtökur erindi stjórnarinnar fékk,“ sagði Dagbjartur. „Undantekingalítið voru menn sam- mála þessari leið.“ Um ástæður þess að SÍF er breytt í hlutafélag hefur verið fjallað í Morg- unblaðinu áður en umræðan um það þróaðist hratt um leið og sérleyfi SÍF í útflutningi á saltfisk var afnumið. Þeir kostir sem buðust voru, auk stofnunar hlutafélags, óbreytt félags- form eða að leggja SÍF niður. Dag- bjartur segir að ekki hafí komið sterk- lega til álita að leggja SÍF niður, þvert á móti væri þörf á samstöðu meðal framleiðenda nú. Auk þess hefði það tekið framleiðendur 3-5 ár að fá upp- gjör úr séreignasjóðum hefði sú leið verið valin í stað nokkurra mánaða eins og breyting í hlutafélag hefur í för með sér. Hvað varðaði óbreytt félagsform sagði hann að slíkt hefði þótt lakur kostur við þær miklu breyt- ingar og óáran sem ríkt hefur í ís- lenskum sjávarútvegi undanfarin misseri. Styrkur er samstaða félagsmanna Á þeim svæðafundum sem stjórn SÍF hélt komu fram spurningar um hvort hlutafélagsformið opnaði ekki möguleika fyrir aðra en framleiðendur að kaupa sig inn í félagið og komast þar til áhrifa. Um þetta sagði Dag- bjartur: „Þeirri spurningu svara ég neitandi, ég hræðist ekki þá þróun. Styrkur félagsins mun byggjast fyrst og fremst á samsttöðu framleiðenda, eigenda fyrirtækisins og samvinnu þess við framleiðendur sjálfa ... Ég get ekki séð að nokkur aðili komi til með að hafa áhuga á að fjárfesta í þjónustufyrirtæki sem SÍF hf. verður með eitthvað annað að markmiði en efla það og styrkja." Og í lokaorðum sínum sagði Dag- bjartur að hann hefði trú á því að eigendur SÍF væru hér að feta rétta braut og að íslenskum saltfiskfram- leiðendum tækist að standa saman um hið nýja hlutafélag og vinna sam- an að sölumálum saltfisks í ftjálsum félagsskap. Skráð á Verðbréfaþingi Pétur Guðmundarson, lögfræðingur SÍF, greindi félagsfundinum frá því í hveiju breytingin í hlutafélag væri fólgin en hann taldi að aðrir kostir hefðu vart komið til greina. Með þess- ari leið væri hægt að koma raunvirði eignahlutar félagsmanna til þeirra á sem auðveldastan hátt. í máli Péturs kom m.a. fram að engar hömlur yrðu lagðar á rétt hlut- hafa til sölu á hlutabréfum sínum í félaginu eða veðsetningu þeirra. Ekki yrði lagt til að forkaupsréttarákvæði yrðu höfð í samþykktum þar sem ákveðið hefði verið að hægt væri að skrá félagið á Verðbréfaþingi íslands. Þá væri miðað við að hluthafar yrðu fleiri en 200 en samkvæmt hlutafé- lagalögum megi ekki Ieggja hömlur á viðskipti með hlutabréf ef hluthafar eru 200 eða fleiri. Gunnar Örn Kristjánsson, löggiltur endurskoðandi SÍF, sagði að uppgjör fýrir árið 1992 lægi ekki fyrir en ljóst að tap hefði orðið á rekstrinum fyrstu níu mánuði ársins og hagnaður síð- ustu þijá mánuði ársins. Tapið væri sökum birgðasöfnunar og verðfalls á mörkuðum. Hann taldi líklegt að gildi hlutabréfa yrði meira en einn á móti einum eftir stofnun hlutafélagsins en aðspurður um hlutafé sagði hann að það yrði í kringum 500 milljónir króna og tæki mið af séreignasjóðum SÍF annars vegar og stöðu á endurmats- reikningi hins vegar. Til nokkurra orðaskipta koma á fundinum vegna þessa því samkvæmt ársreikningi fyr- ir 1991 nema þessar upphæðir 740 milljónum króna, það er séreignir nema 532 milljónum og endurmats- reikningur 208 milljónum króna. Ra- kel Olsen spurði hvort skilja mætti þetta svo að tapið á síðasta ári næmi um 200 milljónum króna. Gunnar Örn sagði tapið ekki vera sú upphæð en hins vegar væri miðað við að færa þessar eignir til raunvirðis að teknu tilliti til stöðu efnahagsreiknings er breytingin tæki formlega gildi. 96,55% sögðujá Ekki urðu miklar umræður um til- lögu stjórnar sem lögð var fyrir félags- fundinn. Skúli Alexandersson spurði hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu að í löguni hins nýja félags væri ákvæði um margfeldiskosningu til stjórnar þess í stað þess að 10% félags- manna þyrftu að krefjast slíkrar kosn- ingar fímm dögum fyrir aðalfund. Pétur Guðmundarson sagði svo ekki vera en Skúli sagði það sína skoðun að slíkt ákvæði yrði að vera til stað- ar. Hann var að öðru leyti sammála tillögunni. Rakel Olsen gagnrýndi að ekki skyldi liggja fyrir þessum félagsfundi bráðabirgðauppgjör fyrir árið 1992 en hún taldi að eðlilegt væri að slíkt væri til staðar þegar ákvörðun um svo viðamikla breytingu væri að ræða. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði að fundar- menn skyldu athuga vel að fylgst væri grannt með þessum fundi, bæði hér heima og erlendis, og því brýnt að senda sterk skilaboð um samstöðu á fundinum. Niðurstöður úr kosningu um tillög- una urðu síðan þær að 96,55% sögðu já, eða 77.995 atkvæði af 80.780 sem voru á fundinum en heildarmagn at- kvæða í SÍF er 100.000. Aðeins eitt atkvæði sagði nei en 2.781, eða 3,45%, reyndust ógild. Samsvarandi niður- stöður fengust í síðari kosningunum um að leggja SÍF í núverandi mynd niður. Tillaga stjómar SÍF sem borin var fram á fundinum hljóðar svo orðrétt: „Félagsfundur Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda, haldinn í Reykjavík 26. janúar 1993, samþykkir að fela stjórn Sölusambands ísl. fiskframleiðenda að stofna hlutafélag, „Sölusamband íslenskra fískframleiðenda hf.“ (SÍF hf.), og heimilar stjórn SÍF að yfir- færa reksturinn, eignir og skuldir og aðrar skuldbindingar frá sölusam- bandinu yfír til hlutafélagsins."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.