Morgunblaðið - 27.01.1993, Page 29

Morgunblaðið - 27.01.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 Þóra Helga Magnús- dóttir — Minning Fædd 27. janúar 1925 Dáin 15. nóvember 1992 Þóra Helga Magnúsdóttir, Dídí, var kvödd hinstu kveðju 26. nóvem- ber 1992. Dídí fæddist að Leynimýri í Reykjavík dóttir hjónanna Þórunnar Einarsdóttur húsfreyju og Magnúsar Jónssonar bifreiðastjóra. Hún var yngst af fimm systkinum. Systir hennar Guðlfn Helga dó í bemsku, en hin systkinin Einar, Stefán Oddur og Agnes eru öll búsett í Reykjavík. Dídí ólst upp á menningarheimili. Foreldrar hennar voru víðsýn og góðum gáfum gædd. Þar var gott að koma og oft glatt á hjalla. Móðir mín var systir Magnúsar föður Dídíar. Hún var tíður gestur á heimili foreldra hennar meðan hún bjó í Reykjavík. Hún tók ástfóstri við þessa litlu glaðlegu telpu. Þegar Dídí var sex ára veiktist móðir henn- ar alvarlega. Foreldrar mínir voru þá nýgift og bjuggu í Skorradal. Það varð þá að ráði að Dídí dveldi hjá þeim sumarlangt. En dvölin varð lengri en áætlað var í byijun eða eitt og hálft ár og síðan fimm sum- ur. Á þessum árum var á heimilinu amma okkar Dídíar, Agnes Gísla- dóttir. Það var afar kært með þeim. Dídí var öllu heimilisfólkinu mikill gleðigjafi. Mínar fyrstu bemskuminningar em tengdar Dídí frænku, yfir þeim hvílir bjartur ljómi. Við Guðmundur bróðir minn litum á hana eins og stóm systur. Tilhlökkun okkar var mikil þegar von var á henni í sveitina á vorin. Við töldum dagana. Það var létt og bjart yfir henni í leik og starfí. Dídí varð gagnfræðingur frá Ingi- marsskólanum í Reykjavík. Hún var söngelsk og á yngri áram var hún félagi í Sólskinskómum, sem naut mikilla vinsælda á þeim tíma. Einnig æfði. hún fimleika með góðum árangri. Dídí giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Friðbirni Ingvari Björnssyni, árið 1943. Þau eignuðust tvö efnileg börn, Agnesi, sem búsett er í Dan- mörku, gift Eiríki Má Péturssyni, og Björn, sem kvæntur er Erlu Mar- gréti Sverrisdóttur. Bamabömin eru flögur og bamabamabömin þijú. Dídí var í mörg ár verkstjóri í Fiskvinnslu Tryggva Ófeigssonar. Þá starfaði hún í nokkur ár við fisk- mat sem hún hafði aflað sér réttinda til. í starfi sínu sem verkstjóri komu hennar góðu kostir í ljós. Hvetjum starfsmanni var sýnd virðing og hjartahlýja. Hún var mikilhæf móðir og hús- móðir. Viðmót hennar var þannig að Sveinjón IngvarEagn- arsson — Minning Fæddur 1. febrúar 1944 Dáinn 8. janúar 1993 Einlægni, heiðarleiki, þjónustu- lund og eðlislæg hlýja. Allir þessir þættir ásamt mörgum öðmm já- kvæðum eðlisþáttum tengjast minn- ingu þinni, elsku Denni minn. Það er sárt að þurfa að kveðja þig núna — en ég er forsjóninni þakklát- ur fyrir að leiðir okkar skyldu liggja saman fyrir 30 ámm. Að við skyldum tengjast tryggðar- og vináttuböndum sem dauðinn einn fékk bundið enda á. Vináttan er dýrmæt og brothætt. Vináttuna þarf að rækta og styrkja til þess að hún dafni og verði einlæg og hrein eins og þú. Ég þakka þér fýrir: Að vera trygg- ur og einlægur vinur. Fyrir að vera hreinskiptinn og heiðarlegur. Fyrir að vera alltaf glaðlyndur og jákvæð- ur. Fyrir að sjá einungis björtu hlið- ar lífsins. Fyrir að vera okkur öllum stoð og stytta. Fyrir að vera okkur öllum fyrirmynd. Fyrir að varðveita strákinn í sjálfum þér. Á Hótel Holti áttir þú einkar far- sæla starfsævi, sem hófst á því að þar laukst þú námi þínu í fram- reiðslu. Og síðustu árin gegndir þú starfí aðstoðarhótelstjóra. Þú varst hvers manns hugljúfí, jafnt við- skiptavina og samstarfsmanna, og hafðir meiri þroska til að bera en margir aðrir til að skynja að líf okk- ar flestra er þjónusta einhverskonar. Starfsgleðin var einstök og þú naust þess að fullu að gera öðmm til hæf- is og að gera aðra glaða. Þar varstu ódrepandi og gekkst alltaf skrefínu lengra en við hin. Ungu fólki sem kom til náms hjá okkur varstu sönn fyrirmynd, bæði sem fagmaður og yfirmaður. Þú varst nærgætinn, sívakandi og sífellt að laða fram það jákvæða hjá hveij- um og einum. Prúðmennska, snyrti- mennska og agi vom þér í blóð borin. Hjá þér vom vandræðin til þess að leysa þau og erfiðleikamir til að yfirstíga. Frá þér geislaði gleði og kraftur sem hafði mannbætandi áhrif á alla í návist þinni. Elsku Denni minn, ég bið góðan Guð að styrkja og styðja alla þína ástvini. Hvíl í friði. Skúli Þorvaldsson. öll börn löðuðust að henni. Á seinni árum vora bamabömin og barna- bamabömin sólargeislar í lífi henn- ar. Dídí og Ingvar höfðu mikinn áhuga á ræktun. Þau byggðu sér sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur og þar áttu þau margar góðar stund- ir og breyttu gróðurlausum mel í unaðsreit. Dídí barðist við erfíðan sjúkdóm í mörg ár. Hún gafst aldrei upp. Trú- in gerði hana sterka. Fjölskylda hennar sýndi henni mikla umhyggju. Á haustdögum heimsótti ég þau hjónin Ingvar og Dídí á heimili þeirra í Nóatúni 30. Með mér var lítill frændi okkar Dídíar. Þrátt fyrir veik- indi tók hún á móti okkur með hlýju og glaðværð. Þessi síðasta heimsókn til Dídíar verður mér ógleymanleg. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Við systkinin frá Bjargi og móðir okkar minnumst Dídíar með hlýju og þakklæti fyrir samfylgdina á lífs- Ieiðinni. Við óskum henni fararheilla til æðri heima og vottum eiginmanni hennar, börnum og öðmm ástvinum einlæga samúð. Kristín Eggertsdóttir. Minning Sverrir Jónsson Fæddur 14. apríl 1942 Dáinn 17. janúar 1993 Þetta er lífið. Þú áttar þig ekki á því rétt á meðan, álítur alltaf að það sé rétt í vænd- um, handan við homið, innan seilingar. Fyrir bragðið gefurðu ekki gaum að augna- blikinu nema eins og annars hugar sam- tali á næsta borði. En það er lífið sjálft. (Pétur Gunnarsson.) Hversu oft hugsum við ekki eitt- hvað þessu líkt þegar við stöndum frammi fyrir því að ekki er lengur tími til að segja eða gera það sem við vildum, en gerðum ekki. Þannig líður mér nú þegar ég kveð Sverri mág minn og þakka honum allt það góða eftir um 20 ára samfylgd. Sverrir og Sigga ætluðu að dvelja jól og áramót í faðmi fjölskyldu sinnar í Stavanger í Noregi. Menn- irnir álykta en guð ræður. Áður en jólin voru liðin var Sverrir lagður fárveikur inn á sjúkrahús þar í bæ. í þijár vikur naut hann og fjöl- skylda hans einstakrar umönnunar og umhyggju alls starfsfólks gjör- gæsludeildar Sentra-sjúkrahússins í Rogalandi. Þar lést hann sunnu- daginn 17. janúar sl. Elsku Sigga systir, Bogga og fjölskylda. Hugur minn dvelur hjá ykkur. Huggunar- orð mín til ykkar em fengin úr Spámanninum, sem segir m.a.: Þegar þú er sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn, og þú munt q'á, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Því að hvað er það að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- Iausum öldum lífsins, svo að hann geti ris- ið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund pðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn- ar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja Qallgönpna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran.) Föður, systkinum, börnum og öðrum aðstandendum sendi ég sam- úðarkveðjur. Inga Baldursdóttir. Sérfræðingar i blóiiiaskroyiÍHgiiin vió öll (a'kilirri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími19090 SJÁIFSTÆÐISFIOKKURINN VIÐTALSTÍMAR ALÞINGISMANNA í dag, miðvikudaginn 27. janúar kl. 17.00- 19.00, verða alþingismennirnir Björn Bjarnason og Guðmundur Hallvarðsson til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1. Reykvíkingar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma og koma á framfæri viðhorfum sínum og ábendingum við alþingismenn Sjálfstæðis flokksins. R AD AUGL YSINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR ÝMISLEGT Fræðslufundur í Kársnessókn Kvennaguðfræðin og sjálfsímyndin 1. fræðslufundur Kársnessóknar á þess- um vetri verður í Borgum, Kastalagerði 7, í kvöld, miðvikudagskvöldið 27. janúar kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir talar um kvennaguðfræðileg efni og þá sérstaklega sjálfsmyndina. Allir velkomnir. Flórída - Orlando Gisting: 2ja manna herbergi með morgunmat 55 dollarar. Frábær staðsetning. Sækjum á flugvöll og veitum aðstoð. Sími 901-407-239-2611. KENNSLA Sundhöll Reykjavíkur Sundnámskeið hefjast 1. febúar kl. 18.20. Innritun og upplýs- ingar i afgreiðslu f síma 14059. I.O.O.F. 7 = 1741277 = Þb. Fræðslunefnd Kársnessóknar. I.O.O.F. 9 = 1741278V2 = 9.I. □ GLITNIR 5993012719 III 1. □ HELGAFELL 5993012719 \MN 2 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur ( kvöld kl. 20.30. Ræöumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. SAMBAND ISLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60. Almenn kristniboðssamkoma i Kristniboðssalnum kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Ástriður Haraldsdóttir. Þú ert velkomin(n). Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. IOGT St. Einingin nr. 14 Opinn fundur í Templarahöllinni í kvöld kl. 20.30. Ræðum breytt- ar baráttuaðferðir. Fjölmiðla- og auglýsingafólki boðið á fundinn. Félagar fjölmennið. Æ.T. v\ SÁLARRANNSÓKNAR- FÉLAGIÐ HAFNARFIRÐI Sálarrannsóknafélagið i Hafnar- firði heldur skyggnilýsingarfund með Þórhalli Guðmundssyni miðli á morgun, fimmtudaginn 28. jan. Fundurinn er i „Gúttó" og hefst kl. 20.30.' Aðgöngumiðar í bókabúð Óli- vers Steins, sími 50045. Stjórnin. Námskeiðið „Kristið líf og vitnisburður11 verður haldið í Neskirkju sem hér segir: 1. í kvöld, miðvikudag, kl. 20.00. 2. Laugardag 30. janúar kl. 10.30. 3. Miðvikudag 3. febrúar kl. 20.00. 4. Laugardag 6. febrúar kl. 10.30. 5. Miðvikudag 10. febrúar kl. 20.00. Námskeiðiö er liður í undirbún- ingi samkomuátaks Billy Gra- ham 17.-21. mars nk. Öllum er heimii þátttaka og þátttökugjald er ekkert. Leiðbeinendur eru: Andrés Jónsson, Ragnar Gunn- arsson og Miríam Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.