Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 30

Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 Jón Páll Sigmars- son - Minning Mín fyrstu viðbrögð við andláts- frétt Jóns Páls voru: Nei, svona fréttir vil ég ekki fá. Þessi frétt var einfaldlega of sorgleg. Þessi öðling- ur dáinn. Já, það er ekki of sagt, Jón Páll, sem öllum vildi vel og var alltaf reiðubúinn að hjálpa til, þó að stundum væri ieitað til hans með stuttum fyrirvara. Það er svo sann- arlega mannbætandi að kynnast mönnum eins og Jóni Páli. Umburð- arlyndur, spaugsamur og alltaf með jákvætt hugarfar við úrlausn verk- efnanna. Betri og skemmtilegri jKsamferðamenn er ekki hægt að hugsa sér. Við íslendingar eigum ekki marga einstaklinga sem eru þekktir erlendis fyrir afrek sín. Jón Páll var einn þeirra. Ég var svo heppinn að vera sam- ferðamaður Jóns Páls í þremur ferð- um erlendis og upplifa þá feikna- lukku sem hann gerði. Á slíkum stundum var maður stoltur af að vera íslendingur og afkomandi vík- inga og sagnaskálda. Samfara glæsimennsku og hrikalegum til- burðum inn á veili var framkoma Jóns Páls utan vallar ávallt mótuð af kurteisi og lítillæti, sem gjarnan einkennir þá sem náð hafa toppnum á sínu sviði. 't Ég minnist þess þegar Jón Páll kom til mín með fimm vini sína þar sem ég sat í matsal hótels í Glasgow. Fimm heljarmenni með Jón Pál og stórvin hans Douglas Edmunds í fararbroddi þröngvuðu sér inn í glæsilegan matsalinn. Undrun mat- argesta var slík að allir hættu að snæða og það hefði mátt heyra saumnál detta, þótt gólfið væri teppalagt. Jón Páll var einnig hetja í Græn- landsferð 1989 og frammistaða Jjans þar var slík að í mínum huga er ekki hægt að gera betur. I Jap- ansferð var leikur og galsi Jóns Páls við litla fararstjórann slík að sá maður mun seint gleyma Jóni Páli. Allir samferðamenn Jóns Páls áttu pínulítið í honum og minnast. hans með stolti. Sigmar, pabbi Jóns Páls, var einstaklega stoltur af syni sínum og hafði til þess ríka ástæðu. Nú sitja menn hljóðir. Dauðinn hefur svo óvænt kvatt dyra. Vinir Jóns Páls í K-1933 í Julianeháb á Grænlandi sameinast mér um að senda ættingjum og vinum Jóns Páls okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu góðs _,drengs. Halldór Einarsson, Odessa. Það er sárt til þess að hugsa að við eigum aldrei framar eftir að sjá hann eða heyra, drenginn bjarta og sterka, þennan öðlingsstrák, sem við ætluðum að yrði öllum mönnum eldri. Það er oft ekki fyrr en fólk hverfur okkur, að við gerum okkur grein fyrir hve rík áhrif það hafði. Þá áttum við okkur á því hve mikið við höfum misst. Það var sómi að kallinum, hvað sem hann gerði, hvar sem hann kom. Hann hafði sterkan persónu- leika, kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur, var jákvæður og drífandi, en umfram allt hlýr og gefandi. Það sem okkur fannst þó mest áberandi í fari hans var hve góður vinur hann var. Fyrir honum voru allir jafnir, jafnt háir sem lág- ir, ungir sem eldri. I augum barn- anna var hann nánast guð og við getum sagt fyrir okkur stóru böm- in að það var hann líka í okkar augum. Á æfingum var hann óspar á hvatningar til félaga sinna og VliitcUlCL Heílsuvörur nútfmafólks _______L_______ alltaf reiðubúinn til að aðstoða ef leitað var til hans. Hann var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom og hreif alla með sér. Við erum þakklát fyrir að hafa þekkt Jón Pál. Við minnumst hans með stolti, þessa góða drengs; sem dó langt fyrir aldur fram. I hugum okkar lifír hann að eilífu. Við viljum votta ástvinum hans öllum okkar dýpstu samúð. Missir þeirra er mikill. Jón, Soffía, Oli, Magga, Alfreð og Sigrún. Harmur berst um hyggjusvið. Sorg og tómleiki skárust gegnum huga manns og hjarta, þegar hin lamandi harmafregn barst að Jón Páll væri allur. Okkur félagana, sem staddir voru í Orkulind á æf- ingu síðla dags laugardaginn 16. janúar, setti hljóða, og við vorum hnípnir er staðfestingin á því kom að Jón Páll væri rétt í þessu látinn. Öll orð féllu máttvana og tilgangs- laus niður og æftngu varð sjálfhætt. Öllu er afmörkuð stund og allir hafa sinn vitjunartíma. Enginn fær stöðvað örfleygan dauðann sem spyr hvorki kóng né prest þegar hann sækir heim líf jafnt ungra manna sem gamalla. Jón Páll Sigmarsson fæddist í Hafnarfirði 28. apríl 1960, frum- burður Sigmars Jónssonar og Dóru Jónsdóttur. Jón var þannig aðeins 32ja ára er hann féll svona skyndi- lega frá, en hver segir að það sé betra að verða ellinni að bráð 100 eða 200 ára? Jón Páll afrekaði meira á sinni stuttu ævi en mörgum tekst á löngum tíma. Afreksferill hans í íþróttum var óvenju glæsilegur og vakti honum virðingu og aðdáun ekki aðeins hér á landi heldur víða um heim. Fyrir afrek sín í aflraunum varð hann einn þekktasti og dáðasti íslending- ur sem nokkru sinni hefur verið uppi. Hin galsvaska og líflega fram- koma hans samfara afburðagetu og glæsilegum líkamsvexti urðu til þess að hann varð svona óhemju vinsæll. Jón Páll kynntist íþróttum ungur að aldri, var aðeins 5 ára þegar fósturfaðir hans, Sveinn Guð- mundsson þekktur sem glímukóng- ur íslands, kynnti honum þjóðar- íþróttina, íslensku glímuna. Sem bam og unglingur stundaði Jón boltaíþróttir og síðar karate. íþróttaáhuginn og kappsemin voru honum í blóð borin. Árið 1976 kynntist hann fýrst lyftingaíþróttinni er hann mætti á námskeið í Sænska frystihúsinu, en við lyftingamenn höfðum þá aðsetur þar. Námskeiðið stóð aðeins í viku því húsið var að hruni kom- ið. Þaðan lá leiðin í Ármannsheimil- ið þar sem Jón æfði með okkur Guðmundi Sigurðssyni í fokheldu íþróttahúsinu við svo frumstæðar aðstæður að fólk trúir því varla í dag. Við þurftum oft að æfa kapp- dúðaðir með trefil um háls vegna kuldans. Jón æfði þarna í 2 mánuði en hætti síðan alveg um tima. Hann var alltaf harðákveðinn í því að byija aftur um leið og aðstæður leyfðu. Þráin til að verða sterkur og líta vel út blundaði í honum. í janúar 1978 hóf Jón Páll aftur að lyfta, en að þessu sinni í Jakabóli, frægum samastað lyftingamanna í Laugardalnum. Þar tók hann þátt í sínu fyrsta lyftingamóti og stóð sig mjög vel og vann til sinna fyrstu gullverðlauna af mörgum. Áhuginn og eljan hjá þessum unga pilta magnaðist mjög eftir þetta svo að eftir var tekið, alltaf mætti Jón á æfingar hvemig sem viðraði. Árið 1979 sneri hann sér alfarið að kraftlyftingum, þeirri íþrótt sem hann fann sig verulega í og færði honum landsfrægð á tiltölulega skömmum tíma. I september það ár vann hann til fyrstu verðlauna á alþjóðlegu móti er hann hlaut silf- ur á Norðurlandamótinu sem haldið var hér heima og vakti Jón þá geysi- mikla athygli fyrir keppnishörku sína. Á næstu árum fóru í hönd gífurlegir velgengnistímar hjá Jóni Páli í kraftlyftingunum. Hann vann ótal meistaratitla og verðlaun hér heima og erlendis og setti met af öllu tagi. Af helstu afrekum hans má nefna: Þijá Norðurlandameist- aratitla, þar af einn unglinga; þrenn silfurverðlaun á Evrópumótum og ein á heimsmeistaramótinu 1981 í Indlandi þar sem hann var óumdeil- anlega vinsælasti keppandinn. Ég minnist þess að hafa lesið í erlendu blaði sem fjallaði um mótið, að hinn ljóshærði, glæsilega vaxni íslend- ingur, Sigmarsson hefði heillað við- stadda. Ymis minningarbrot í þessum dúr þyrlast um hugann þegar maður lítur yfir feril þessa mikla afreks- manns. í júlí 1984 vorum við stadd- ir í Skotlandi á Landskeppni íslands og Skotlands í kraftlyftingum. Jón Páll hafði þegar tryggt sér gullverð- laun með því að setja glæsilegt Evrópumet í samanlögðu í 125 kg flokki, 970 kg. Eftir keppnina flykktust skosk börn í tugatali að Jóni og báðu hann um eiginhand- aráritun. Jón Páll var sérstaklega vel gerð- ur maður sem bar ætíð af sér ein- stakan þokka þar sem glaðværð og gamansemi voru í fyrirrúmi. Þetta gerði það meðal annars að verkum að hann var ávallt geysivinsæll á meðal bama og unglinga og var þeim fyrirmynd. Jón hafði sjálfur mikið dálæti á börnum og kunni á þeim lagið. Kraftlyftingametin sem hann setti voru í tugatali: íslandsmet, Norðurlandamet og Evrópumet. Á árunum 1981-84 setti Jón fjölda Evrópumeta sem juku mjög orðstír hans og hróður. Sum metin voru sett í beinni útsendingu íslenska ríkissjónvarpsins og á einni slíkri stundu varð til á vörum hans setn- ingin: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál!“ Setning sem meitlaðist inn í hina íslensku þjóðarsál og er orðin að nokkurs konar máltæki síðan. Jón Páll var þegar orðinn tákn og stolt íslenskrar æsku þegar hann var heiðraður með því að verða kjör- inn íþróttamaður ársins á íslandi fyrir árið 1981. Það var einmitt á því ári sem Jón tók þátt í sinni fyrstu kraftakeppni en það var í Svíþjóð í keppninni „Víkingur Norð- urlanda". Hann lenti þarna í öðm sæti og þar með var tónninn sleg- inn. Honum var boðin þátttaka í helstu aflraunamótum heimsins á næstu árum og Jón stóð sig þar jafnan frábærlega vel samfara ár- angrinum í kraftlyftingum. Alhliða kraftar hans ásamt einstæðu keppnisskapi, lífslgeði og íþrótta- anda varð til þess að hann naut sín best í slíkum kraftakeppnum. í janúar 1985 hlaut Jón Páll laun erfiðis og fómfýsi. Honum tókst að sigra í keppninni um Sterkasta mann heims sem fram fór í Mora í Svíþjóð. Þarna vann hann fræki- legan yfirburðasigur og heims- frægðin varð staðreynd. I kjölfarið varð Jón svo vinsæll og dáður að hann varð einskonar almennings- eign á íslandi sem hélst alla tíð síð- an. Hann ferðaðist víða um veröld og vann frækna sigra. Þrisvar sinn- um í viðbót sigraði hann í keppn- inni „Sterkasti maður heims“ eða fjórum sinnum alls, oftar en nokkur annar maður til þessa. I meira en áratug var Jón Páll ómetanleg land- kynning fyrir ísland, hvar sem hann fór hafði hann ísland á vörunum. Víða um lönd var hann kynntur sem: „The Icelandic Viking" eða bara sem „Iceman“. Jón var einnig oft á forsíðum erlendra íþróttablaða og tímarita. En frægðinni fyigir oft öfundin fast að baki og illmælgin og rógur- inn í humátt þar á eftir. Allt slíkt stóð Jón vel af sér og um það að hann væri í montnara lagi sagði hann: „Ég vil frekar vera álitinn montinn heldur en einhver leið- indapúki!" Jón var kunnur fyrir kímni og tvíræðni í svörum, og ósigrum tók hann drengilega. Dæmi um þetta er þegar hann sagði eitt sinn í sjónvarpi: „Ég er kannski sterkasti maður heims, en ég er ekki ósigrandi." þar sem keppa átti um titilinn Vík- ingur 1982. Ég sá strax, að enginn annar en Palli kæmi til greina. Hann var til og við fórum saman styrktir af ýmsum KR-ingum. Keppt var í kraftlyftingagreinunum þremur og svo ýmsum aflrauna- greinum og átti samanlagður þungi þess, sem lyft væri að ráða sigri. Palli vann kraftlyftingagreinarnar, setti heimsmet í réttstöðulyftu með annarri hendi, en í síðustu grein- inni, víkingalyftunni vann Svíi og hún vó það þungt í samtölunni, að Palli varð af sigrinum. Þrátt fyrir þetta hafði hann sigrað áhorfendur, sem töldu hann víkinginn og aftur varð ekki snúið. Jón Páll var orðinn víkingurinn, sem hann var æ síðan, allt til dánardægurs, er hann féll á vígvelli sínum í hita þess leiks, sem honum var kærastur. Eftir þetta voru örlög Palla ráð- in. Honum var boðið í keppnina Sterkasti maður í Evrópu og síðan í keppnina Sterkasti maður í heimi, sem hann átti eftir að vinna í fjög- ur skipti. Oftar en nokkur annar. Síðustu árin hafði hann framfæri sitt af aflraunum og var atvinnu- maður á því sviði. Sagt er að Ari fróði hafi ritað íslendingabók til að uppfræða um göfugan uppruna íslendinga og reyna að eyða villukenningum um, að hingað hafi aðallega fluttst úr- kast frá nágrannaþjóðunum. Ekki veit ég hvort Ara tókst sitt ætlunar- verk, en alla tíð síðan hefur verið barist gegn ýmsum bábiljum um land og þjóð. Við minnumst skrifa Arngríms lærða og fjölda annarra mætra íslendinga. Nú minnist ég Jóns Páls Sigmarssonar, sem svo sannarlega lagði sig alltaf í fram- króka við að kynna land og þjóð á jákvæðan hátt. Honum hefur tek- ist, t.d. á Bretlandseyjum að kynna svo sjálfan sig og sitt land, að far- ið er að kalla landið land víking- anna og það þykir fínt meðal Breta að vera afkomandi víkinga. Sama hefur Palli gert í nálægum löndum. Hann var frekar hryggur í bragði í haust nýkominn frá Finnlandi þegar hann tjáði mér, að sýning myndarinnar Hvíti víkingurinn, hefði stórlega skaðað ímynd Islands og víkinganna í hugum Finna. Þar var íslendingum lýst sem skítugu illþýði, sem bjó í hellum og holum og víkingar voru stráklingar í ævin- týraleit, en ekki hetjur og heims- menn eins og fræðimenn telja nú staðreynd. Eins og víkingarnir, sem Palli vildi líkjast var hann hetja og heimsmaður og eins og þeir orð- heldinn drengskaparmaður. Síðustu árin dvaldi hann bróðurpart hvers árs erlendis og háði marga hildi, en því miður hefur aldrei verið neinn fréttaflutningur af flestum hans afrekum, hveiju sem veldur. Nú er hann allur og sjálfur rekur hann ekki æviferil sinn meir en hann þegar hefur gert. Mikið gjömingaveður hefur verið í kringum kraftlyftingamenn und- anfarið og gammar tilbúnir að leggjast á hvern þann, sem þeir ná til og notfæra sér í sínum galdra- brennum. Þegar ég frétti lát Palla óttaðist ég, að hann fengi ekki að deyja og hvíla í friði. Sama er um aðstandendur og alla vini. Því verð- ur nákvæm rannsókn framkvæmd til að eyða öllum efasemdum, sem upp kynnu að koma svo minningin um góðan dreng verði ekki saurguð. Palli var ímynd hreystinnar. Reglumaður á vín og tóbak og tók lýsið á morgnana og borðaði hollan mat, sérstaklega síðari árin, þegar þekkingin í næringarfræði jókst. Hann lét reglulega athuga hjá sér líkamsstarfsemina, sem var óað- finnanleg allt til dánardægurs. Mik- ið hafði gengið á og við félagarnir, sem árum saman fylgdumst með ofurmannlegum æfingum Palla héldum að úr því ekkert hafði látið undan hlyti hann að vera ódauðieg- ur. Okkur skjátlaðist því er nú verr svo nú er Palli ekki lengur meðal okkar. Hann sjálfur lagði alltaf meira kapp á gæði en magn og það var ekkert sérstakt takmark hjá honum að verða langlífur. Þegar við æfingafélagarnir fyrir um tólf árum horfðum á Palla æfa réttstöðulyftu með upp í tólf endur- tekningar, héldum við líkama hans íslendingar eiga ótal minningar um Jón Pál þar sem hann hreif landsmenn upp úr skónum á ýmsum uppákomum og keppnum. Hver man t.d. ekki eftir því er hann velti bílnum niður götuna Nóatún? Eða þegar hann setti heimsmet í rétt- lyftustöðu með annarri hendi 250 kg í Laugardalshöllinni? Eða þegar hann dansaði valsinn með Húsa- fellshelluna á sama stað? Og fleira og fleira. Þótt ótrúlegt sé, naut Jón aldrei nokkurra styrkja frá íþróttahreyf- ingunni, utan Kraftlyftingasam- bandsins, eða hlaut opinbera viður- kenningu frá íslenskum yfirvöldum. Þessi kotungsháttur hinnar íslensku þjóðar er varla okkur eðlilegur og hlýtur að skoðast sem arfleifð frá kúgun og undirokun fyrri alda. Jón Páll braust til frægðar og frama af eigin rammleik og varð átrúnað- argoð þúsunda manna úti í hinum stóra heimi. Hann var íslensk þjóð- hetja sem féll fyrir aldur fram. Ég vil votta öllum aðstandendum og þá sérstaklega syni Jóns Páls, Sigmari Frey, mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jóns Páls Sigmarssonar. Hann mun lifa að eilífu í hjörtum sannra íslendinga. Kári Elíson. í Egils sögu er greint frá harmi Egils yfir sonamissi. Slíkur var hann, að karlmennið og hetjan lagð- ist í lokrekkju og hugði ekki á frek- ara líf. Dóttir hans sneri á þann gamla og fékk hann til að yrkja kvæðið Sonatorrek til minningar um syni sína og brá þá svo við, að lífslöngun kviknaði að nýju. Síðan hafa Islendingar ritað minningar um þá, sem þeim eru kærir og nú ætla ég að bæla harm minn vegna kærs vinar og félaga og rita eftir- farandi línur til minningar um góð- an dreng, Jón Pál Sigmarsson, er varð bráðkvaddur hinn 16. janúar sl. Það slær ekki á harminn að rekja ætt hans og uppruna. Aðrir munu gera það. Þó vil ég geta þess, að báðir erum við af Deildartunguætt og eitthvað er líkt með skyldum. Við áttum kraftadelluna sameigin- lega, ást á þjóðinni, landinu og forn- sögunum. Kraftadellan varð til þess að leiðir okkar lágu saman á árinu 1978, en þá hafði ég æft og keppt í kraftlyftingum í um 10 ár og hef ég þvi einhveiju getað miðlað af reynslu. Ekki man ég þó sérstak- lega eftir Palla í fyrstu, en hann var nú einu sinni þannig gerður, að hann vildi láta taka eftir sér og hefur alltaf tekist, og svo sann- arlega fór ég að taka eftir honum. Ég sá mikið um starfsemina á þess- um árum og 1980 fórum við saman á Norðurlandamót og Evrópumeist- aramót í Sviss og síðan á annað slíkt mót á Ítalíu árið eftir. Á þess- um mótum vann Jón Páll til verð- launa og fram kom sá hæfíleiki hans að afla sér vina og athygli ijöldans. Æ síðan hefur það verið regla, að þeir andstæðingar, sem hann hefur jafnað um í harðri keppni hafa orðið hans kærustu vinir til lífstíðar, líka þeir sem borið hafa af honum sigurorð. Árið 1981 var heimsmeistara- mótið í kraftlyftingum haldið í Calcutta í Indlandi. Palli var kominn í fremstu röð í heiminum á sama hátt og Skúli Óskarsson hafði verið í nokkur ár. Ekki kom því annað til greina, en þeir kepptu þar. Ég fór með sem fararstjóri og báðir unnu þeir til verðlauna. Það eru þó ekki þau, sem hugurinn minnist, heldur ungi maðurinn ljóshærði, bláeygði og hávaxni, sem átti hug og hjörtu þúsunda áhorfenda. I hvert sinn, sem hann kom á sviðið ætlaði allt að ærast, en undarlega hljóðlátt var hjá keppinautunum. Áhorfendur gerðu honum meira að segja til geðs að snæða hjá honum harðfisk, sem hann hafði ríkulega í fórum sínum. Á götum úti gerðist sama. Múgur allt í kringum hann, en alltaf stóð hann langt upp úr þvögunni. Svona mann þurfti að skoða. Á árinu 1982 var haft samband við mig frá Svíþjóð og ég beðinn að útvega keppanda í aflraunamót,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.