Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
33
Minning
Hjörtur Hjartar
framkvæmdastjóri
Með örfáum orðum langar mig
til að minnast Hjartar Hjartar, en
hann var jarðsunginn 25. janúar frá
Neskirkju.
Ég mun ekki rekja hið litríka lífs-
hlaup Hjartar, það munu aðrir gera
er þekktu hann betur og störfuðu
nánar með honum en ég.
Eitt sinn sumarið 1971 hringdi
Hjörtur í föður minn á skrifstofu
hans í Hvalfirði og spurði hvort
hann teldi að stinga mætti upp á
undirrituðum sem varamanni í
stjórn Olíufélagsins hf. á komandi
aðalfundi sem halda átti þá innan
tíðar. Ég sló til og hófust þar með
tengsl mín við Olíufélagið hf.
Það var síðan á aðalfundi árið
1981 að ég var kosinn í stjórn Olíu-
félagsins hf. Hófst þar með sam-
starf og nánari kynni mín af Hirti
Hjartar, þeim mikla dugnaðar-
manni sem kvaddur verður hinstu
kveðju á morgun. Hjörtur vildi hag
Olíufélagsins hf. ætíð sem bestan
og var það öllum ljóst er til þekktu
að hann fylgdist vel með þróun
mála bæði hér innanlands sem og
erlendis hvað varðaði þau mál er
áhrif hefðu á rekstur Olíufélagsins
hf.
Það var mér mikil ánægja og
reynsla að hafa haft tækifæri til
að kynnast manni eins og Hirti
Hjartar í starfi jafnt sem á góðri
stund, en málum var þannig háttað
á aðalfundum Olíufélagsins hf. hér
á árum áður að stjórnin bauð hlut-
höfum til kvöldverðar að loknum
aðalfundi. Þann tíma sem Hjörtur
stjómaði þessum samkomum kom
í ljós að hann naut sín vel á góðri
stund, en allt skyldi samt hafa í hófi.
Hjörtur lét af stjórnarfor-
mennsku í Olíufélaginu hf. á aðal-
fundi árið 1987, en þá kenndi hann
lasleika. Hann vildi ekki láta standa
upp á sig á nokkurn hátt, enda
ávallt verið forkur duglegur og
ósérhlífinn við hvert það verk er
hann tók sér fyrir hendur og far-
sæll í starfi alla tíð.
Hjörtur mætti fyrir hönd Sam-
bands ísl. samvinnufélaga á aðal-
fundi hjá Hval hf. í áratugi og sat
um tíma í varastjórn félagsins.
Hann fylgdist vel með gangi mála
hjá Hval hf. alla tíð og var félaginu
ávallt góður bakhjarl.
Fyrir hönd fjölskyldu minnar og
móður minnar votta ég eftirlifandi
eiginkonu Hjartar, frú Guðrúnu, og
afkomendum þeirra samúð okkar,
en minningin um góðan dreng mun
lifa.
Kristján Loftsson.
Hetjulegri baráttu er lokið. Erfið
glíma við illskæðan og ólæknandi
sjúkdóm stóð hátt í annan tug ára.
Kjarkurinn og viljinn, seiglan og
úthaldið komu kannski aldrei betur
fram en á þessum langa lokakafla
ævinnar. Röddin var brostin en
hugurinn heill. Viljinn bar lífsneist-
ann áfram ár af ári þótt orkan
væri löngu þrotin.
Á blómaskeiði ævinnar gerðu
þessir eiginleikar Hjört Hjartar að
einum fremsta athafnamanni lands-
ins. Ekki til að auðga sjálfan sig
heldur til að efla hreyfingu fólks-
ins, fyrirtæki samvinnumanna vítt
og breitt um landið, á flestum svið-
um atvinnulífsins.
Þær lifðu lengi fyrir vestan sög-
urnar af Hirti frænda þegar hann
kom nánast beint frá prófborðinu í
skóla Jónasar og tók við starfi
kaupfélagsstjórans á Flateyri.
Gamla verslunarhúsið varð baráttu-
völlur hins unga manns sem reynd-
ar var ekki nema tvítugur og því
vissulega spurning hvort hann hafði
lögaldur til að fara með prókúruna.
Forystumenn samvinnuhreyfing-
arinnar höfðu mikla trú á þessum
efnismanni enda átti hann eftir að
vera í aldarfjórðung í fremstu röð
stjórnenda Sambandsins, einmitt á
því skeiði þegar veldi þessarar
miklu samsteypu var hvað mest í
íslensku þjóðfélagi.
Við lok síðari heimsstyrjaldarinn-
ar var Hirti falið að stýra Kaupfé-
lagi Siglufjarðar og uppgangstími
síldaráranna átti vel við skaplyndi
hans og orku. Hann fékkst jafnvel
við tækninýjungar í síldarsöltun og
hlaut löngu síðar fyrir það hugvit
sérstaka heiðursviðurkenningu.
Hugmyndin hafði þá fært síldarsalt-
endum, fyrirtækjum og starfsfólki,
ærinn auð í hagræðingu og tekju-
auka. Sjálfur hlaut Hjörtur hins
vegar, eins og oft síðar, aðeins
ánægjuna af sköpuninni sjálfri,
gleðina við að gera eitthvað nýtt,
sjá framfarir og hagsæld byggðar-
laganna og styrkja búskap Iandsins
alls.
Það er meðal fyrstu minninga
minna um Hjört frænda minn að
ganga með honum um götur og
bryggjur á Siglufirði, pottormur í
heimsókn með afa og ömmu, og
skynja kraftinn og kætina þegar
Hjörtur sýndi systursyninum unga
ríki sitt í Siglufirði. Það var kannski
logi frá þessari bernskuheimsókn
til Siglufjarðar og virðingarvottur
við framtakssemi og sóknarhug í
Hirti sem hvatti mig til þess, um
fjörutíu árum síðar, að koma frysti-
húsinu, togaraútgerðinni og rækju-
vinnslunni í hendur heimamanna.
Eftir glæsilegan feril á Flateyri
og í Siglufirði var Hirti falið, aðeins
35 ára að aldri, að taka við fram-
kvæmdastjórastarfi Skipadeildar
Sambandsins og var hann upp frá
því í aldarfjórðung í fremstu for-
ystusveit stjórnenda Sambandsins.
Hjörtur gerði Skipadeildina að stór-
veldi í íslenskum siglingum, festi
kaup á stærsta skipi sem íslending-
ar hafa eignast, olíuskipi, kórónu
íslenska flotans. Pólitískur fjand-
skapur, öfund og skammsýni Við-
reisnarstjórnarinnar komu hins
vegar í veg fýrir að hið íslenska
stórskip fengi að flytja olíu til lands-
ins og því glataði þjóðin þessum
glæsilega farkosti.
Trúnaðarstörfin hlóðust á Hjört.
Hann var í bankaráði Samvinnu-
bankans, stjómarformaður í Olíufé-
laginu, aðalsamningamaður Vinnu-
málasambandsins um kaup og kjör,
bar ábyrgð á hótelrekstri í Bifröst
þegar þar skartaði glæsilegasta
sumarhótel íslendinga. Listinn yfir
trúnaðarstörfin er langur og sporin
bæði mörg og djúp í atvinnusögu
þjóðarinnar. Sambandið var á þess-
um áratugum stórveldi í íslensku
efnahagslífi og Hjörtur var í hópi
þriggja manna sem mestu réðu urn
ákvarðanir allar og stefnumótun.
Þegar sagnfræðingar framtíðar-
innar fara að skýra blómaskeið
Sambandsins og hin risavöxnu
umsvif þess í íslandssögu þessarar
aldar þá verður kaflinn um þátt
Hjartar fjölbreyttur, langur og mik-
ill að vöxtum.
Ungur að árum fylgdist ég með
þessum umsvifamikla frænda mín-
um því að heimili Hjartar var í reynd
líka vettvangur starfsins. Kvöld,
nætur og helgar var hann í beinu
sambandi við skipstjórana sem voru
á siglingu um heimsins höf eða í
erfiðleikum í fjarlægum höfnum.
Heimilið á Lynghaganum var oft
eins og stýrishús á miklu athafna-
skipi og húsbóndinn lagði sig allan
í starfið enda árangurinn oft á tíð-
um glæsilegur. Þó var tími fyrir
okkur krakkana: Hjörtur hlýr og
ráðagóður, stundum að vísu nokkuð
strangur og ákveðinn. Við frænd-
systkinin bárum óttablandna virð-
ingu fyrir þessum mikla krafti. Það
var sérstakur hátíðartónn í röddinni
þegar smáfólkið í fjölskyldunni tal-
aði um Hjört frænda.
Síðar á ævinni kynntist ég mörg-
um samstarfsmönnum Hjartar og
skynjaði þá virðingu og vináttu sem
hann naut hjá félögum sínum í for-
ystu Sambandsins, fann valdið sem
málflutningur hans á aðalfundum
Sambandsins bar með sér. Ég held
að á engan sé hallað þótt fullyrt
sé að ásamt Vilhjálmi Þór og Ér-
lendi Einarssyni hafi Hjört Hjartar
verið áhrifamesti leiðtogi Sam-
bandsins á árunum 1950-1975.
Þegar Hjörtur lét af störfum
framkvæmdastjóra Skipadeildar
undruðust margir hve snemma
hann hætti, enda ekki orðinn sex-
tugur að aldri og virtist í fullu fjöri.
Þá þegar var sjúkdómurinn búinn
að knýja dyra þótt ekki væri unnt
að greina eðli hans í fyrstu. Hjörtur
fann að þrótturinn var ekk eins
mikill, eldurinn í bijósti logaði ekki
eins glatt og áður. Það hæfði ekki
skaplyndi hans að standa í brúnni
ef krafturinn var smátt og smátt
að þverra.
Hjörtur gekk ekki lengur til dag-
legra starfa en gegndi í nokkur ár
ýmsum trúnaðarstörfum. í stofunni
heima á Lynghaga settist hann við
skrifborðið og reit fjölda blaða-
greina til sóknar og varnar fyrir
málstað samvinnuhreyfingarinnar.
Þessar greinar birtust undir dul-
nefni í Tímanum á árunum 1977-
1982 og voru heilsteyptasta tilraun
á síðari áratugum til að færa fram
hugmyndir, stefnugrundvöll, verk-
efni og lífssýn samvinnumanna.
Þær sýndu að athafnamaðurinn
bjó yfír einstæðum hæfileikum til
ritstarfa og málflutnings, hefði ekki
síður sómt sér vel á ritstjórastóli
Tímans eða í sölum Alþingis en í
stjórnarherbergjum Sambandsins.
Hún var viðburðarík ævi drengs-
ins frá Þingeyri, sem byrjaði ungl-
ingur í Kaupfélaginu, fór síðan í
skólann til Jónasar, gerðist kaupfé-
lagsstjóri á Flateyri og Siglufirði,
síðan forstjóri Skipadeildar og helsti
áhrifamaður Sambandsins og lauk
ferlinum með hugmyndalegu varn-
arriti og sóknarbók samvinnuhreyf-
ingarinnar. „Á líðandi stund —
Nokkur rök samvinnumanna 1977-
1982“, var heiti greinasafnsins úr
Tímanum sem gefíð var út í sér-
stakri bók árið 1984 þá kom Hjört-
ur fram á völlinn sem höfundurinn
á bak við dulnefnið. Það rit stendur
enn sem helsta hugmyndarit ís-
lenskra samvinnumanna á síðari
hluta tuttugustu aldar.
Skólagangan var ekki löng, að
loknu skyldunámi bara veturnir
tveir í kennslustofum Samvinnu-
skólans. En mannkostir og einstæð
greind gerðu Hjört að forystumanni
í íslensku þjóðlífi. Hann gekk ungur
í sveit samvinnumanna og helgaði
líf sitt hugsjóninni um hagsmuni
fólksins og lýðræði fjöldans á bak
við umfang fyrirtækjanna. Hann
var stórhuga arftaki fátæku bænd-
anna í Þingeyjarsýslum sem stofn-
uðu kaupfélögin á hörðum árum
sjálfstæðisbaráttunnar og glæsileg-
ur fulltrúi hins besta í fari sam-
vinnuhreyfingarinnar. Hjörtur vann
málstaðnum allt, hlífði sér hvergi
og færði öðrum árangurinn af erfið-
inu.
Á hinu langa og stranga ævi-
kvöldi, í harðri baráttu við ólækn-
andi sjúkdóm, stóð Guðrún við hlið
Hjartar eins og klettur í úfnu hafi.
Sambúð þeirra og ást var fagur
vitnisburður um gagnkvæmt traust
og virðingu. Þau voru vinir og félag-
ar í blíðu og stríðu. í ærið mörg
ár heimsótti Guðrún daglega
sjúkrabeð Hjartar. Hún var honum
gleðigjafí og uppspretta ánægju á
erfíðum tímum. Það lýsti mikilli
ást, umhyggju og vináttu af að-
hlynningu hennar og umönnun.
Nú er hvíldin komin. Minningar
um athafnaskáld sem fórnaði sér í
þágu fólksins sjálfs, lands og þjóðar
og einnig minningin um góðan
dreng og litríkan frænda munu lifa
með okkur öllum.
Á kveðjustund þakka ég um-
hyggju og kærleiksríkan bróðurhug
sem Hjörtur sýndi móður minni og
vináttuna sem faðir minn mat mik-
ils. Þau eru að vísu bæði löngu
horfin í móðuna miklu en hlýhugur-
inn á milli Hjartar, Svanhildar og
Gríms hefur orðið mér dýrmætt
veganesti frá bernskudögum og allt
til þessa kveðjudags.
Ólafur Ragnar Grímsson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN ODDGEIR JÓNSSON,
Tómasarhaga 55,
Reykjavfk,
sem lést föstudaginn 22. janúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni fimmtudaginn 28. janúar kl. 15.00.
Fanney Jónsdóttir,
Baldur Hrafnkell Jónsson, Edda Margrét Jensdóttir
og barnabörn.
t
Minningarathöfn um konuna mína, móður okkar og tengdamóður,
KLÖRU KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 28. janúar kl. 10.30.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn
31. janúar kl. 14.00.
Sigmundur Karlsson,
börn og tengdabörn.
t
Útför mannsins míns, föður okkar, afa og langafa,
SVEINS ÓLAFSSONAR
bónda á Snælandi,
Kópavogi,
síðast til heimilis i Vogatungu 103,
fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 28. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent ó hjúkrunarheimiliö Sunnu-
hlíð.
Guðný Pétursdóttir,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ömmu
minnar, tengdamóður og langömmu,
ELÍNAR PÁLSDÓTTUR,
Aflagranda 40,
Reykjavík.
Elfn Davíðsdóttir, Guðmundur Þór Guðmundsson,
Jón Jóhannesson
og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓÐINNST. GEIRDAL,
Vallarbraut 9,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 24. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Akranesskirkju, föstudaginn 29. janúar
kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti Sjúkrahús Akra-
ness njóta þess.
Guðrún J. Geirdal,
Dröfn Lavik,
Njörður Geirdal,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langmamma,
SIGRÍÐUR PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR,
Spftalavegi 15,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. janúar
kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn-
ar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og Krabbameinsfé-
lag Akureyrar og nágrennis.
Haraldur Sigurgeirsson,
Agnes Guðný Haraldsdóttir, Ólafur Bjarki Ragnarsson,
Helga Haraldsdóttir, Alfreð Almarsson,
Sigurgeir Haraldsson, Lára Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengda-
föður og afa,
INGVA BJÖRNS ANTONSSONAR
frá Hrísum,
Hjarðarslóð 4e,
Dalvik.
Valgerður Guðmundsdóttir,
Guðmundur Ingvason, Hulda Hafsteinsdóttir,
Petra Ingvadóttir, Anton Ingvason,
Bjarnveig Ingvadóttir, Magnea Þóra Einarsdóttir,
Vala Dögg, Heiða Pálrún og Valgerður Inga.