Morgunblaðið - 27.01.1993, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
fclk í
fréttum
VESTMANNAEYJAR
20 ára gosafmælis minnst
á ýmsan hátt
Andri Hrólfsson játar sig sigraðan og þar með er Helgi Ólafsson
orðinn skákmeistari Vestmannaeyja árið 1973.
V estman naeyj um.
Eyjamenn minntust þess um
helgina að 20 ár voru liðin
frá upphafi eldgossins á Heimaey.
Gosmunadeild var opnuð á byggða-
safninu, ný stjómstöð almanna-
varnanefndar var tekin í notkun,
Skákþingi Vestmannaeyja 1973
lauk, dagskrá var í Safnaðarheim-
ilinu og helgistund í Landakirkju.
Klukkan 11 á laugardagsmorg-
uninn var fram haldið Skákþingi
Vestmannaeyja 1973 en síðasta
umferð þess fór fram 22. janúar
1973. Þá fór í bið skák Helga Ól-
afssonar og Andra Hrólfssonar og
hafði hún beðið þess í 20 ár að
verða kláruð og er þetta líklega
lengsta biðskák í heimi. Þá voru
fjórar skákir, sem frestað hafði
verið, ótefldar. Helgi Ólafsson sigr-
aði biðskákina við Andra og vann
Arnar Sigurmundsson í frestaðri
skák þeirra og varð því skákmeist-
ari Vestmannaeyja 1973. Að loknu
Skákþinginu fór fram hraðskák-
mót sem Helgi sigraði í.
í Byggðasafninu var opnuð sér-
stök gosmunadeild. Þar hafa verið
settar upp myndir og ýmsir munir
frá gostímanum. Bragi I. Ólafsson,
forseti bæjarstjómar, flutti ávarp
og opnaði síðan gosmunadeildina.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Þeir fylgdust með Skákþinginu. Frá vinstri Páll Zophóníasson, fyrr-
verandi bæjarstjóri, Guðjón Hjörleifsson, bæjarsljóri, og Magnús
H. Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri.
H
Kennsla
Kennarar: Arnar Már Ólafsson
og Martyn Knipe
Nýliðanámskeið
Hóptímar
Einkakennsla
Fyrirtækjadagar
Unglinganámskeið
Barnanámskeið
Myndbandakennsla
Rúmgóð kaffistofa
Screansport-Eurosport
Billardborð
Kylfusala - Kylfuviðgerðir
Æfingaaðstaða.
Æfingabásar með góðum
æfingamottum.
30m æfingabraut (Drive).
Vippaðstaða.
18 holu púttflöt og vippflöt.
Kennslutölvur.
Speglasalur og
myndbandaaðstaða
Golfhermir með
skemmtilegum völlum.
Púttmót alla sunnudaga.
Alhliða þjónusta veitt af fagmönnum. Leytið ekki langt yfir skammt.
Það er alltaf gott golfveður í Goifheimi.
1
Opið frá kl. 9.00 til 23.30 alla daga.
GOLFHEIMUR
Skeifunni 8, sími 67 78 70
1
Fulltrúar Slökkviliðsins á Kefla-
víkurflugvelli komu færandi hendi
til Eyja og færðu starfsbræðrum
sínum í Slökkkviliði Vestmanna-
eyja að gjöf fyrstu sprautuna sem
notuð var við hraunkælinguna í
Eyjum.
I Björgunarfélagshúsinu var
tekin formlega í notkun stjómstöð
almannavarnanefndar Vest-
mannaeyja. Stöðin er vel tækjum
búin og staðsett við hliðina á lög-
reglustöðinni og þaðan er ráðgert
að stjóma starfi ef það ástand
skapast að almannavarnanefnd
þarf að taka við stjórn i Eyjum.
Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri Almannavamanefndar Ríkis-
ins, flutti ávarp og opnaði síðan
stjórnstöðina.
Á laugardagskvöldið var síðan
helgistund í Landakirkju. Á sunnu-
daginn var dagskrá í safnaðar-
heimilinu. Þar rifjaði Páll Zophón-
íasson upp minnisstæða atburði frá
eldgosinu. Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri flutti ávarp, Gísli
Elías Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Eyjum, tekur við gjöfinni frá
Slökkviliðinu á Keflavikurflugvelli.
Helgason rifjaði upp Eyjapistla, en krossins á gostímanum. Þá fluttu
hann ásamt Amþóri bróður sínum Kirkjukórinn og Inga Backman
sá um þætti með þessu nafni í einsöngvari nokkur lög.
útvarpinu á gostímanum, og Björn Grímur
Tryggvason rifjaði upp starf Rauða
Morgunblaðið/Silli.
Á myndinni eru f.v. Hilmar, Hákon, Rúnar H. og Heimir sitjandi.
ÚTVARP HÚSAVÍK
Skólaútvarp o g öryggistæki
Húsavík.
Ný útvarpsstöð, Húsavík PM
103, lét fyrst í sér heyra
fimmtudagskvöldið 21. janúar kl.
20.30. Þetta er skólaútvarp sem
jafnframt á að verða öryggistæki
fyrir Húsavík ef svo skyldi fara
að bærinn yrði sambandslaus eins
og gerðist í eftirminnilegu krubbs-
veðri í upphafi árs 1991.
Útsendingin hófst með ávarpi
sem Heimir Harðarson flutti fyrir
hönd útvarpsklúbbs framhalds-
skólans sem annast mun rekstur
stöðvarinnar. Áformað er að út-
varpa tvo tíma á kvöldi 5 daga
vikunnar. Einnig komu fram í
þessari fyrstu útvarpssendingu
bæjarstjórinn Einar Njálsson og
skólameistarinn Guðmundur Birk-
ir Þorkelsson. Bæjarstjórinn gat
þess að eftir fyrrnefnt veður hefði
þar þótt skortur á öryggi að ekki
væri til FM sendir til að koma
nauðsynlegum tilkynningum til
bæjarbúa, við slíkar aðstæður, sem
þá hefðu skapast. Því hefði bærinn
keypt þennan sendi og lánað skól-
anum hann til afnota. Hann brýndi
fyrir nemendum að slíku útvarpi
fylgdi ábyrgð sem hann vonaði og
treysti húsvískri æsku til að axla.
Guðmundur Birkir skólameist-
ari taldi þetta merkan dag í sögu
Framhaldsskólans á Húsavík og
með þessu væri nemendum fært
gott tæki til þroska bæði í starfi
og leik.
Úvarpsráð Framhaldskólans
skipa Heimir Harðarson, Hilmar
Dúi Björgvinsson, Hákon Sig-
urðarson og Rúnar H. Sigmunds-
son. Þeir segja þetta eigi fyrst og
fremst að vera skólaútvarp með
fjölbreyttri tónlist sem mótist af
smekk þeirra sem sjá um þættina
að hveiju sinni. En þeir muni einn-
ig reyna að ná til fleiri bæjarbúa
með fjölbreyttara efni, þá fram
líða stundir. En engar auglýsingar
verði í þessu útvarpi.
- Fréttaritari.
Heildsöluverð á undirfatnaði
frá CACHAREL og PLEYTEX.
Einnig snyrtivörurá
kynningarverði.
ÞOKKI
Faxafeni 9, sími 677599