Morgunblaðið - 27.01.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐYIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
35
Félagar í golfklúbbnum Keili fóru blysför frá nýja golfskálanum. Ljósmyndir/Magnús Hjörleifsson
HAFNARFJÖRÐUR
Þorri blótaður með
mat og brennu
Vesturkot brennur.
F.v. Guðjón Sveinsson stjórnarmaður i Keili, Hálfdan Karlsson flutti
minningarorð um Vesturkot, Baldvin Jóhannsson félagsmaður í
Keili og Gísli Sigurðsson félagsmaður í Keili.
Golfklúbburinn Keilir í Hafnar-
firði fagnaði þorranum í nýju
félagsheimili síðastliðið laugar-
dagskvöld og sunnudagsnótt. Á
meðan brann gamla félagsheimilið
en sá bruni var tímabær og sam-
kvæmt áætlun; hafnfírskir kylfar-
ar kveiktu sjálfír í húsinu.
Golfklúbburinn Keilir í Hafnar-
fírði var stofnaður árið 1967. Golf-
iðkan félagsmanna hefur verið
stunduð á Hvaleyrarholti. Þegar
klúbburinn tók til starfa var fé-
lagsheimilinu fundinn staður í
gömlu býli í holtinu; Vesturkoti.
Síðasta aldarfjórðunginn hefur
golfspil aukist mjög í firðinum og
eru nú félagar í klúbbnum 580.
Gamla félagsheimilið var því fyrir
löngu orðið allt of lítið, tæpir 150
fermetrar. Klúbburinn réðst því í
það verk að byggja nýtt og stærra;
tæplega 500 fermetra hús 600
metrum sunnar í Hvaleyrinni rétt
ofan við þann stað sem Sædýra-
safnið var í eina tíð.
Hið nýi golfskáli var tekinn í
notkun 6. september á 25 ára af-
mæli klúbbsins en eftir stóð gamla
Vesturkot. Að sögn Hálfdanar
Karlssonar formanns golfklúbbs-
insins var gamla húsið orðið erfítt
í viðhaldi og flutningur og/eða
endurbætur voru ekki taldar svara
kostnaði. Að höfðu samráði við
yfírvöld varð það að ráði að eyða
húsinu með eldi.
Síðastliðið föstudagskvöld
komu um hundrað félagar í Keili
saman til þorrablóts en áður en
golfspilarar settust að þjóðlegum
kræsingum fóru þeir blysför frá
nýja félagsheimilinu til hins gamla
og báru eld að. Auk eldfæra var
harmonika með í för. Á meðan
logarnir léku um um Vesturkot
flugu gamlar og ljúfar minningar
frá liðnum starfsárum um hugi
klúbbfélaga. Þegar eldurinn hafði
að mestu unnið sitt verk sneru
félagar aftur til til hins nýja fé-
lagsheimilis þar sem þorramatur
og góðar veigar biðu á borðum.
Nú horfa hafnfirskir golfspilar-
ar til framtíðaruppbyggingar í
nýjum húsakynnum en í vor hyggj-
ast þeir bæta við níu holum við
golfvöll sinn en sú viðbót verður
í hrauninu þar sem sædýrasafnið
var áður.
SKRIFSTOFUTÆKM
Tölvuskóli Reykjavíkur hjálpar þér að auka þekk-
ingu þína og atvinnumöguleika, hvort heldur sem
er á lager, skrifstofu eða í banka. Þú lærir á vinsæl-
ustu Windowsforrit PC-tölvunnar og kynnist Mac-
intoshtölvunni. Þar að auki lærirðu almenna skrif-
stofutækni, bókfærslu, tölvubókhald, verslunar-
reikning og tollskýrslugerð.
Innritun fyrir vorönn stendur yfir.
Hringdu og fáðu sendan ókeypis bækling.
NIKON F4
Til sölu er mjög vel með farin
Nikon F4s myndavél.
Verð aðeins kr. 85.000,-
Upplýsingar í síma 23411 kl. 9-18.
CAPTURE
FRÁ
CHRISTIAN
CAPTURE LIFT erenn
ein kremnýjungin fró
Christian Dior til að
viðhalda aosku húð-
arinnor. Capture lift
er algjör nýjung, sem
byggist ó nýrri teg-
und af liposome.
Copture Lift er fyrst
og fremst næturkrem
og er ætloð fyrir allar
húðgerðir.
DIOR
sérstaklego
fyrir aldurshóp
innumog yfir
‘fimmtugt.
Með daglegri
notkun sóst
órangurótrú-
lego fljótt.
Capture Lift
er ofnæmis-
prófað.
LIFT
VERÐLAUNAHAFAR
I GETRAUN
ÍSLENSKRA MATVÆLA
„HVAÐA SÍLD FINNST ÞÉR BEST?"
Kristján Þór Guðmundsson, Breiðvangi 30, 220 Hafharfirði
Einar M. Einarsson, Birkimel 6, 107 Reykjavík
Bryndís Jóhannsdóttir, Baldursbrekku 13, 640 Húsavík
Svandís Birkisdóttir, Lyngheiði 26, 810 Hveragerði
Þorvaldur Ingibergsson, Blesugróf22, 108 Reykjavík j
Árni K. Ehmann, Löngumýri 37, 210 Garðabœ =
Magnús Pálsson, Huldubraut 17, 200 Kópavogi
Ingigerður Ágústsdóttir, Víkurbakka 32, 109 Reykjavík
Anna Marie Georgsdóttir, Jakaseli 4, 109 Reykjavík
Guðrún H. Hjálmarsdóttir, Borgarflöt 11, 340 Stykkishólmi
Vinningshafar eru beðnir að hafa samband við skrifstoíu
íslenskra matvæla f síma 91-51455.
ÍSLENSK MATVÆLI ÞAKKA LANDSMÖNNUM
MJÖG GÓÐA ÞÁTTTÖKU
fSLENSK
MATVŒLI
Við framleiðum niðurlagða og reykta síld, kryddlax, ferskan og grafinn
hx, graflaxsósu, laxasalat, beikon-, kína- og vorrúllur.
ICEFOOD