Morgunblaðið - 27.01.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.01.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1993 KORFUBOLTI Charles Barkley Phoenix enná toppnum Phoenix Suns heldur sínu striki í NBA-deildinni. Á mánudag- inn sigraði liðið í 28. leiknum í vetur, gegn Detroit Pistons, 121:119. Ekkert annað lið í deild- inni getur státað af slíkum árangri. Þetta var sjötti tapleikur Detroit í röð eða síðan Dennis Rodman meiddist fyrr í þessum mánuði. Kevin Johnson og Charles Barkley voru stighæstir í liði Suns með 24 stig hvor. Joe Dumars var atkvæðamestur í liði Detroit með 36 stig. Dominique Wilkins gerði 38 stig og Kevin Willis 30 fyrir Atlanta Hawks í 117:106 sigri yfir Sacra- mento Kings. Lionel Simmons gerði 26 stig fyrir Kings og Mitch Richmond 20. Atlanta hefur nú unnið sjö af síðustu 10 leikjum sínum, en Kings hefur tapað sex af síðustu átta. Denver Nuggets vann þriðja leikinn í röð á mánudaginn gegn Minnesota Timberwolves, 102:97. Chris Jackson gerði 24 stig og Reggie Williams 22 fyrir Denver. Chuck Person gerði 20 af 29 stig- um sínum í fyrri hálfleik fyrir Minnesota, sem tapaði níunda leik sínum af síðustu tíu. URSLIT Tennis Opna ástralska meistaramótið 8-manna úrslit í einliðaleik kvenna: 2- Steffi Graf (Þýskalandi) vann 7-Jennifer Capriati (Bandar.) 7-5 6-2. 4- Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann 5- Mary Joe Femandez (Bandar.) 7-5 6-4. 1-Monica Seles (Júgósl.) vann Juiie Halard (Frakklandi) 6-2 6-7 6-0 3- Gabriela Sabatini (Argentínu) vann Mary Pierce (Frakklandi)........4-6 7-6 6-0. Körfuknattleikur 1. deild karla: ÍS-ReynirS.......................72:70 ÍR-ÍA............................65:81 NBA-deildin: Mánudagur: Detroit — Phoenix Suns.........119:121 Atlanta — Sacramento...........117:106 _Denver — Minnesota.............102: 97 FELAGSLIF Aðalfundur Leiknis Aðalfundur Leiknis verður þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20.30 í Gerðubergi. HANDKNATTLEIKUR Tíu landsliðsmenn eiga við meiðsli að stríða TÍU landsliðsmenn sem léku með landsliðinu í B-keppninni í Austurríki og á Ólympíuleik- unum í Barcelona á síðasta ári eiga nú við meiðsli að stríða og er Ijóst að fimm þeirra verða ekki tilbúnir í slaginn í heims- meistarakeppninni í Svíþjóð, sem hefst 9. mars. Hér er um að ræða landsliðs- menn sem eiga samtals 1.137 landsleiki að baki, eða að meðaltali 113,7 landsleiki á mann. Þtjár skyttur: Kristján Arason, Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson. Tveir leikstjórnendur: Gunnar Gunnars- son og Gunnar Andrésson. Þrír hornamenn: Jakob Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson og Valdimar Grímsson. Línumaðurinn Birgir Sigurðsson og markvörðurinn Sig- mar Þröstur Óskarsson. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að meiðsli leikmanna hafa verið mikil blóðtaka fyrir landsliðið og þá sérstaklega þar sem leikmennirnir sem eru meiddir hafa verið lykilmenn landsliðsins undan- farin ár. Á sjúkralistanum 10 landsliðsmenn í handknattleik eru á sjúkralistanum. Þar á meðal er hornamaðurinn Jakob Sigurðsson á myndinni til vinstri, leikstjórnandinn Gunnar Gunnarsson á miðmyndinni og skyttan Kristján Arason til hægri. Meiðsli tíu landsliðsmanna í handbolta B-keppnin Ól. leikar HM í Meiddist: í Austurríki í Barcelona Svíþjóð 1993 Meiðsli Kristján Arason, FH 1991 já meiddur nei öxl Bjarki Sigurðsson, Víkingi 1992 já meiddur nei hné Gunnar Andrésson, Fram 1992 já já nei bak Jakob Sigurðsson, Val 1992 meiddur já nei hné Birgir Sigurðsson, Vfkingi 1992 já já nei hné Júlíus Jónasson, Paris SG 1993 já já ? iæri Gunnar Gunnarsson, Víkingi 1993 já já ? káifi Héðinn Giisson, Dússeldorf 1993 já já ? hné Valdimar Grímsson, Val 1993 já já ? nári Sigmar Þ. Óskarssson, ÍBV 1993 já já ? bak Engin einhlít skýring - segir Björn Zoéga, læknir landsliðsins í Noregsferðinni, um tíð meiðsli handknattleiksmanna MIKIÐ hefur verið um meiðsli hjá landsliðsmönnunum í hand- knattleik að undanförnu og nú síðast var það Valdimar Gríms- son sem meiddist í nára og verður frá í viku til tíu daga að minnsta kosti. BjÖrn Zoéga, læknir landsliðsins í Noregsferð- inni, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa neina einhlíta skýringu á þessum miklu meiðslum er hann var innt- ur eftir því. Björn Zoéga sagði um meiðsli Valdimars, að ljóst væri að hann yrði að hvfla í viku til tíu daga. „Líkiegast hefur hann tognað illa í nára. Tíminn verður að leiða það í ijós hvað þetta er alvarlegt en ég hugsa að hann eigi að ná sér nokkuð hratt og reikna með að þetta taki svona viku til tíu daga,“ sagði Bjöm. Vaidimar fann fyrir eymslum í nára á æfingunni fyrir leikinn gegn Rússum en hélt að það væri ekki neitt til að hafa áhyggj- ur af, en verkurinn ágerðist í leiknum með þeim afleiðingum að hann varð að fara af leikvelli rétt fyrir leikhlé. En hefur Bjöm einhveija skýr- ingu á þessum tíðu meiðslum leikmanna? „Það er erfitt að gefa einhlíta skýringu á þessum meiðslum, sem em mjög mismun- andi. Eitthvað er nú vegna of mikils álags eins og til dæmis hjá Héðni [Gilssyni] og jafnvel fleirum. Mér sýnist á liðinu sem er hér í Noregi að það sé vel teygt og í nokkuð góðu formi þannig séð.“ Eru einhveijir aðrir í landsliðs- hópnum í Noregi sem eiga við meiðsli að stríða? „Það eru smá pústrar og eymsli hér og þar en ekkert alvarlegt. Alfreð og Sig- urður Sveinsson hafa báðir verið slærnir í baki en það er ekkert nýtt fyrir þá. Þeir hafa fengið sérstaka hljóðbylgju meðferð fyr- ir hvern Ieik.“ Fyrirtæki og félagahópor Stóra fyrirtækja- og félagahópakeppni knatt- spyrnudeildar Leiknis fer fram 7.-14. febrúar. Leikið verður í íþróttahúsinu við Austurberg. 5 leikmenn inná með hverju liði, enginn 1. deildar leikmaður gjaldgengur í mótið. Glæsileg verð- laun. Þátttökugjald er kr. 10.000. Skráning er hafin í síma 78050 (Líney), fax 78025. Knattspyrnudeild Leiknis. KNATTSPYRNA / HM 11 þjóðirhællar keppni í Afríku Tanzanía hefur hætt þátttöku í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu og er 11. þjóðin í Afríku, sem dregur sig í hlé. Tanzanía bar við ljárhagslegum vandræðum, en landslið þjóðarinnar hafði leikið fjóra leiki og átti ekki möguleika á að komast áfram. TENNIS Opna ástralska: Sigrar Seles þriðja sinni? MONICA Seles, Arantxa Sanc- hez Vicario, Steffi Graf og Gabriela Sabatini leika í undan- úrslitum á Opna ástralska meistaramótinu ítennis. Seles tapaði einu setti fyrir Juliu Halard frá Frakklandi í 8- manna úrslitum í gær. Fyrsta sett- ið vann Seles 6-2 en tapaði öðru 6-7 en sýndi og sannaði í þriðja settinu hvers vegna hún er númer eitt á heimslistanum og vann örugg- lega 6-0. Seles, sem mætir Sa- batini í undanúr- slitum, tapaði aðeins einu setti á leið sinni til sigur á mótinu í fyrra. „Eftir að ég vann annað settið gerði ég mér smá vonir _ _ um sigur. En nú ö©l©S skil ég vel hvers Monica Seles hef- vegna hún er ur leikið mjög vel númer eitt,“ í Ástralíu. sagði Halard. Steffi Graf frá Þýskalandi, Gabri- ela Sabatini frá Argentínu og Ar- antxa Sanchez Vicario, Spáni, tryggðu sér einnig sæti í undanúr- slitum keppninnar í gær og mætast þar. Graf vann unglinginn banda- ríska, Jennifer Capriati, 7-5 og 6-2 í einum besta leik sem Graf hefur spilað I marga mánuði. Vicario vann Mary Joe Fernadez 7-5 og 6-4 og sagðist Vicario tileinka föður sín- um, Emilio, sigurinn en hann átti afmæli á mánudaginn. Sabatini byijaði illa gegn Mary Pierce frá Frakklandi og tapaði 4-6 í fyrsta setti en náði að meija sigur í öðru setti 7-6 en í þriðja setti voru yfir- burðir hennar miklir, 6-0. í dag verður einnig leikið í 8- manna úrslitum karla, en þar mæt- ast eftirtaldir: Stich (Þýskal.) — Forget (Frakkl.) Bergstrom (Svíþjóð) - Edberg (Svlþjóð) Courier (Bandar.) - Korda (Tékkn. lýðv.) Steven (N-Sjálandi) - Sampras (Bandar.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.