Morgunblaðið - 27.01.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 27.01.1993, Síða 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAHoALMENNAR EININGABRÉF 2 Eignarskattsfrjáls Raunávöxtun pjfl sl. 12 mánuði jffej 8% KAUPPING HF IJfggi/t vrrdbrfafyrirurti MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Morgunblaðið/Þorkell Steypt meðan veður leyfir Talsvert er pantað af steypu hjá steypustöðvunum þessa dagana eftir litla eftirspurn síðustu vikna. Hjá BM-Vallá fengust þær upplýsingar að mikið yrði steypt fram yfir helgi enda er spáð ágætu veðri til steypuvinnu. Verkefni hafa safnast fyrir vegna frosta undanfarið og menn hyggjast ^-hamra jámið meðan það er heitt. Hér eru menn við steypuvinnu í Breiðholti. Flugfarseðlakaup hins opinbera valda deilum Ríkíð sparar 35-40 milljómr með útboði Asakanir um óheimilan afslátt ferðaskrifstofa FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur beðið önnur ráðuneyti að velja á milli fjögurra ferðaskrifstofa um kaup á farseðlum til út- landa. Leitað var tilboða frá ferðaskrifstofunum í flugfarseðla fyrir ríkisstarfsmenn og var gert að skilyrði að flogið yrði með Flugleiðum. Með þessu er áætlað að kostnaður ríkisins vegna ferðalaga erlendis lækki um 35-40 milljónir kr. á ári. Samvinnu- ferðir-Landsýn er ekki í þessum hópi og gagnrýnir forstjóri fyrirtækisins samninga ríkisins við ferðaskrifstofurnar. Ferðaskrifstofurnar sem eiga kost á viðskiptum við ríkið eru Úrval- Útsýn, Ferðaskrifstofa íslands, Ferðaskrifstofa stúdenta og Sölu- deild Flugleiða. Farseðlakaup ríkisins á ári eru áætluð 330 millj. kr. Flug- leiðir veittu ríkinu aðgang að svoköll- uðum vildarkortum sem hægt verður að millifæra milli ríkisstarfsmanna, og er það metið sem 10% afsláttur. Fjármálaráðuneytið upplýsti að þeir fjórir aðilar sem valdir hefðu verið hefðu veitt afslátt vegna heildarvið- skipta af fargjöldum. Helgi Jóhanns- son, forstjóri Samvinnuferða-Land- sýnar, segir að sé það rétt hjá ráðu- neytinu að veittur hafi verið afsláttur þá komi hann ekki annars staðar frá en af sölulaunum til þessara aðila, en slíkt sé óheimilt samkvæmt sam- þykkt Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Afsláttur af sölulaunum Helgi sagði að þetta hefði valdið Samvinnuferðum miklum vonbrigð- um. „Við teljum að við hefðum brot- ið viðskiptasamning milli okkar og Flugleiða með því að nota sölulaunin sem samkeppnistæki og það væri óheimilt gagnvart keppinautum okk- ar líka. Með því værum við hugsan- lega að fyrirgera rétti okkar til að selja farseðla með Flugleiðum. Komi hins vegar í Ijós, og það viljum við fá staðfest í yfírlýsingu frá Flugleið- um, að þessi skilningur okkar er rangur, þá munum við að sjálfsögðu endurskoða okkar mál,“ sagði Helgi. Sigurður Skagfjörð hjá Söludeild Flugleiða kvaðst hafa heyrt að veitt- ur hefði verið afsláttur af sölulaun- um, en það ætti ekki við um sölu- deildina. Skarphéðinn Steinarsson, við- skiptafræðingur í fjármálaráðuneyt- inu, sagði að reglur um umboðsþókn- un sem ferðaskrifstofurnar kynnu að falla undir væru ráðuneytinu al- gjörlega óviðkomandi. „Það sem fyr- ir okkur vakir er að iágmarka ferða- kostnað ríkisins. Ef okkur býðst af- sláttur af heildarviðskiptum hjá ferðaskrifstofu þá þiggjum við hann auðvitað," sagði hann. Vestmannaey selur búra í Frakklandi Aldrei hærra verð fyrir ferskan fisk FRYSTITOGARINN Vestmannaey VE fékk í síðustu viku milli 40 og 50 tonn af búra og heilfrysti um tíu tonn um borð en aflanum var að öðru leyti landað í þrjá gáma sem voru sendir til Frakklands til sölu á markaði í Boulogne. Fyrsti gámurinn var seldur í gær, alls 13 tonn af búra. Fengust fyrir hann samtals 3,6 milljónir og var meðalverðið 273 kr. Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Aflamiðlunar, segist ekki minnast þess að fengist hafi hærra verð erlendis fyrir ferskfisk í gámi frá Islandi. í gærmorgun voru seld tæp níu tonn úr öðrum gámi fyrir 2,3 millj- ónir króna og var meðalverðið 255 krónur en vegna deyfðar á markað- inum tókst ekki að selja allan afl- ann úr gámnum, að sögn Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns Vestmannaeyjarinnar. Hann vonast til að þrír gámar af búra skili tæp- lega tíu milljónum í heildarsölu. Frosinn búri selst ekki Það heyrir til undantekninga að frystitogari landi ferskum fiski en útgerðarmaðurinn kveðst hafa ákveðið að gera það þar sem léleg- ir markaðir séu fyrir frosinn búra og hann seljist tæplega. Góð tilfinning að hætta eftir 32 ár BANKARAÐ Seðlabanka Islands tilkynnti síðdegis í gær að dr. Jóhannes Nordal myndi að eigin ósk láta af starfi seðlabankastjóra um mitt ár 1993. „Jóhannes hefur verið bankastjóri Seðlabankans frá stofnun hans árið 1961, þar af formaður bankastjórnar frá árinu 1964,“ segir orðrétt í fréttatilkynn- ingu frá bankaráði Seðlabankans. „Ég verð búinn að vera 32 ár í þessu starfi, þegar ég læt af störfum á miðju árinu, og því finnst mér það alls ekki snemmt að taka þessa ákvörðun," sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gær. Jóhannes verður nýorðinn 69 ára þegar hann mun láta af störfum og gæti því gegnt starfinu einu ári lengur. Jóhannes sagðist oft hafa hugleitt það að undanfömu að hætta fyrr sem seðlabanka- stjóri, en ekki hefði orðið af því fyrr en nú, af ýmsum ástæðum. „Nú fannst mér vera orðin síðustu forvöð að taka þetta skref,“ sagði Jó- hannes. Aðspurður hvað hann hygðist taka sér fyrir hendur þegar hann hefur látið af störfum seðla- bankastjóra sagði Jóhannes: „Ég ætla nú ekki að fara að gefa mönnum ioforð um einhver stórafrek, en ég hef náttúrlega ýmislegt annað á minni könnu, sem ég get þá sinnt dálítið betur en ég hef gert og þá vonandi í auknum mæli. Ég á nú alveg eins von á því að ég muni íhuga ýmisiegt sem tengist hagþróun á íslandi." Hlakka til breytingarinnar — Hvernig tilfinning er það að standa upp úr stól seðlabankastjóra og hverfa þar með frá þeim áhrifum sem slíku starfí fylgja og völdum, nú eftir rúma þijá áratugi sem seðlabanka- stjóri og tæpa þijá áratugi sem formaður banka- stjórnar Seðlabanka Islands? „Eiginlega er þetta mjög góð tilfinning og ég hlakka dálítið til þessarar breytingar. Þegar maður er í starfí sem þessu, þá er maður ákaf- lega bundinn við það að fylgjast í raun og veru sífellt með því sem er að gerast. Ég er viss um að það verður léttir þegar því lýkur og maður getur meira um fijálst höfuð strokið. Ég man það þegar ég tók mér nokkurra mánaða frí Jóhannes hættir Dr. Jóhannes Nordal. segist hlakka til að geta nú um frjálst höfuð strokið eftir lið- lega þriggja áratuga starf í einhverri valdamestu stöðu íslensks fjármálalífs. fyrir rúmum tíu árum, að mér fannst það í raun og veru dálítið merkilegt að ég hafði aldr- ei áður verið í fríi hér í Reykjavík og gekk bara um götur borgarinnar og naut þess. Það var ný og skemmtileg upplifun, sem ég hlakka til að endurtaka. Svona eftir á að hyggja finnst mér nú að vafalaust sé skynsamlegt fyrir menn að vera ekki alveg svona lengi í starfi. Þetta segi ég alveg án þess að ég sé að kvarta yfir mínu lífi, síður en svo,“ sagði dr. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri að lokum. 18 ára fær tveg-gja ára fangelsi ÁTJÁN ára piltur hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa þegar hann var 16 og 17 ára í 91 skipti gerst sekur um lögbrot, oftast tékkafals, en einnig rúman tug innbrota og þjófnaða. Afbrotin framdi hann ýmist einn eða í félagi við aðra. Sex menn á aldrinum 18-31 árs voru ákærðir fyrir að hafa verið í vitorði með piltinum í ýmsum mál- anna og fengu þeir styttri dóma. Hlaut fjóra fangelsis- dóma í fyrra Pilturinn hlaut fjóra skilorðs- bundna fangelsisdóma fyrir þjófnað á slðasta ári. Undanfarið eitt og hálft ár hefur hann hlotið sex dóma og tvívegis gengist undir sættir vegna þjófnaðar, áfengislaga- og fíkniefnabrota. I málinu sem hér um ræðir var pilturinn í fyrsta skipti dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi. í málinu var dæmdur upp 10 mánaða skil- orðsbundinn dómur sem hann hlaut í fyrra. Ingibjörg Benediktsdóttir héraðsdómari kvað. upp dóminn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.